Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. desember 1963 ÞI6ÐVILIINN SlÐA g Handknattleikur, 1. deild ÍR VANN VÍKING ÓVÆNT 22:20 Það má segja að mikil tvísýna hafi ríkt allan 'tímann meðan Víkingur og ÍR áttust við, enda munaði aldrei meira en tveim til þrem mörkum og jafnt varð oft. Vikingar byrja að skora, en iR-ingar jafna. Skipt- ost liðin á um að hafa forustuna og jafna, en í hálf- leik stóðu leikar þó 10:9 fyrir IR. Víkingar náðu þó að jafna á 11:11, en þá tókst ÍR að skora þrjú mörk í röð 14:11 og eftir það tókst Víkingum aldrei að jafna, en nokkrum sinnum munaði aðeins einu marki og lokatalan varð tveggja marka munur 22:20. Fyrir leikinn munu flestir hafa gert ráð fyrir að Víking- Handknattleikur, 2. deild ÞRÓTTUR OG ÍA UNNU í 2 DEILD Þrír leikir fóru fram í 2. deild um helgina. Þróttur lék sinn bezfa leik á vetrinum og vann Val, en Akurnes- ingar unnu bæði Kópa- vogsmenn og Keflvík- inga. Aðalleikurinn á Islandsmót- inu í handknattleik á laugar- dagskvöldið var viðureign Vals og Þróttar. sem af ýmsum var talinn að gæti verið leikurinn sem skæri úr um það hvaða lið flyttist upp í fyrstu deild í vor. Frá upphafi var leikur- inn jafn og „spennandi“ og eftir fyrri hálfleik stóðu leikar jafnir 9:9. Þróttur skoraði fyrsta markið, en Val tókst að jafna á 1:1, 2:2, 3:3. 5:5, 6:6, 7:7. Valur var fyrri til að skora 8. markið og fcomst í fyrsta sinn yfir, en Þróttur jafnar og enn kemst Vaíur yfir, en rétt fyrir leik- hlé jafnar Þróttur 9:9. Eftir leikhlé komu Þróttar- ar óvænt með harða sókn, sem Valsmenn stóðust ekki og þegar nokkuð var liðið á leik- inn stóðu leikar 15:10 fyrir Þrótt. Var sem Valsmenn misstu tökin á Ieiknum og opnuðu í vörninni og Þróttarar hertu á, og gáfu hvergi eftir. Valsmenn settu nú upp svo- lítið meiri hraða og svo fór að þeir höfðu jafnað á 18:18. A þessu augnabliki varði markmaður Vals Jón Ólafs- son vítakast, og hefði það átt að herða Valsmenn upp, en það var eins og þeir lifn- uðu ekkert við það. Aðeins tvær þrjár mínútur voru eft- ir til leiksloka, Þróttur tekur enn forustuna 19:18, og Val- ur jafnar, og þegar fáeinar sekúndur eru eftir sko'rar Þróttur sigurmarkið. Þróttur átti þarna vafa- laust bezta leik sinn á vetrin- um, og rak nú af sér slyðru- orðið að þeir hefðu ekki út- hald nema í einn hálfleik. Þótt leikurinn væri mjög jafn var það Þróttur sem réði hraða leiksins og hélt honum eins og liðinu bezt hentaði. Það var fyrst og fremst þar sem Valur lét Þrótt leika á sig. Þeir drógu r.iður hrað- an», sem þeim er eðlilegur og nauðsynlegur. Vera má einnig að hinir ungu leikmenn Vals hafi litið á þetta sem nokkurskonar úr- slitaleik og það hafi haft sín áhrif á leik þeirra. Víst var það að þeir léku lakar en þeir hafa gert i leikjum sínum í vetur. Vörn þeirra var veikari og stundum undra opin, og þeim tókst illa að komast inn í vörn Þróttar og rugla þar, með snotrum linuleik. Þetta tókst Þrótti mikið betur, og það þótt einstakir leikmenn þeirra séu efcki eins góðir og leikmenn Vals. Bezti maður Þróttar var Guðmundur í markinu, og án hans góða leiks hefði ver far- ið. Þórður, Axel og Grétar voru ágætir. en í heild féll liðið vel saman og fékk sitt bezta fram í þessum leik. Markmenn Vals, Egill og Jón vörðu vel og Jón varði tvö vítaköst! Hermann, Sigurður Dags- son og Jón Carlsson sluppu bezt frá leiknum í liði Vals. Liðið í heild náði ekki nærri þvi bezta sem það á til, en vafalaust verður þetta til að herða Valsmennina upp, en þar er tvímælalaust skemmti- legur efniviður á ferðinni. Þó margir álíti að þarna hafi verið um úrslitaleik í annarri deildinni að ræða, er það engan vegnn víst, því ekki er að vita um styrk Hauka, og eins geta Skaga- menn, sem léku á móti Breiðabliki þetta sama kvöld, komið á óvart, í hinum „stærri” leikjum. Dómari var Karl Jóhanns- son, og dæmdi yfirleitt vel, en henti það eins og svo títt er um handknattleiksdómara okkar, að misræmi var í dóm- um hans og er það slæmt, sér- staklega þegar það varðar jafn afgerandi dóma og víta- köst. Þeir sem skoruðu fyrir Þrótt voru: Þórður 8, Grétar og Axel 4 hvor, Haukur 2, Gunnar og Helgi 1 hvor. Ffrir Val skoruðu: Bergur 6, Sigurður Dagsson 5, Her- mann 3, Örn og Jón Carlsson 2 hvor og Gylfi 1. Akranes vann Breiðablik 36:12 Leikur þessara annarar- deildar liða var svo ójafn að hann bauð aldrei unp á neinn ,,spenning“ um úrslit. Leikur Akraness var þó líflegur og skinulega leikinn. Það er þó erfitt að slá nokkru föstu um KJARTAN SIGURÐSSON marksækinn Skagamaður getu þeirra eftir þennan leik, til þess var mótstaðan alltof veik. Fyrri hálfleikur endaði 20:5. Það er ástæða til að álíta að þétta sé bezt leik- andi handknattleikslið sem Akranes hefur enn sent til keppni. Þar innanum eru menn sem sýndu mjög góð til- þrif, og má þar sérstaklega benda á Kjartan Sigurðsson, sem er mjög hreyfanlegur og skýtur upp kollinum á ólíkleg- ustu stöðum. Hann er mjög góð skytta og skoraði næstum helming markanna sem Akra- nes skoraði, og hann kann líka mjög vel tök á samleik a. m.k. í því umhverfi sem hann var í á laugard. Jón Ingv- arsson, Ingvar Elíasson sýndu og góðan leifc. Þórður Árna- son var sterkur í vörn og oft tiltækur í samleik. Þetta Akraneslið féll sem sagt vel saman i þessum leik, og verður gaman að sjá það í erfiðari leikjum síðar í þessu móti. Breiðablik vantar enn mikla reynslu, bæði hvað snertir æf- ingu og eins að keppa. Þetta eru frískir piltar sem voru ekkert fyrir það að gefast upp, þeir börðust allan tím- ann, og með mun meiri á- rangri í síðari hálfleik en þeim fyrri. Með meiri verkefnum og æfingu, og æfingaleikjum ættu þes'sir piltar að ná mun lengra, og það fljótlega. Dómari var Gylfi Hjálmars- son og dæmdi yfirleitt vel. IA—IBK 30—22 Síðdegis á sunnudag fór fram leikur milli Akurnes- inga og Keflvíkinga í 2. deild. Akurnesingar sigruðu með 30 mörkum gegn 22, og hafa hannig unnið tvo fyrstu leiki s’’-"1 í 2. deild. Um he'gina fóru fram Framhald á 7. síðu. ar myndu ná í bæði stigin úr leik þessum, og með þessu samleifcna liði sínu hefði það átt að takast. Hingað til hefur hinn aumi blettur IR-Iiðsins sérstaklega verið markvarzlan, og hefur það verið um langan tíma. I þessum leik tefldi ÍR fram ungum manni, Árna Sigur- jónssyni, sem stóð sig betur en nokkurn grunaði, og fyrir utan það að verja vel, gaf það liðinu meira öryggi, og er vafalítið að þetta færði ÍR sigurinn að þessu sinni. Við þetta bættist að annar ungur maður, Þórarinn að nafni, sýndi mjög góðan leik, og sá þriðji, Ólafur Tómasson, og virðist þetta nýja ,,blóð“ ætla að styrkja iR-liðið allveru- lega. Það truflaði að vísu leik Vikinga að nokkrum þeirra var vísað af leikvelli um stundarsakir fyrir of harðan leik. Dómari var Magnús Péturs- son og dæmdi yfirleitt vel. Tðk hann strangt. á hörðum leik, og var ekki smeykur við að framfylgja reglunum um það. Er sannarlega ástæða til að skora á Handknattleiks- dómarafélagið að þeir ræði með sér túlkun á reglunum og hafi sem svipaðnstar túlk- anir á þeim. Með þvi mundu þeir gera handknattleiknum mifcinn greiða, og leikmenn mundu fá það á tilfinninguna hvað leyfilegt væri hjá dóm- urum yfirleitt, en ekki eins og nú er að þeir verða að haga leifc sínum eftir því hvaða dómari dæmir. Frímann. I Sigurður Hauksson skorar í leiknum við IR (Ljósm. Bj. Bj.). Handknattleikur, 1. deild FH VANN KR 32:25 KLUM LEIK FH vann KR í fyrsta leik liðanna í íslands mótinu á sunnudagskvöldið. Þetta var mikið markaregn, en Hafnfirðingarnir sigruðu örugg- lega — 36:25. . FH lék nú fyrsta leik sinn í opinberu móti í vetur, en í aukaleikjum fyrr höfðu þeir sýnt góð tilþrif. Að þessu sinni var það KR sem var mótherjinn, en KR er með lið sitt í deiglu, þar sem mikil mannaskipti hafa verið og eru, því Reynir Ólafsson lék ekki með í þessum leik. Það verður ekki sagt um FH-liðið að það sé í deiglu, en eigi að síður vantaði no'kkrar af ,,stjörnum“ liðsins eins og Einar Sigurðsson, Ragnar Jónsson og Kristján Stefáns- son. 1 stað þeirra komu ungir og efnilegir Jeikmenn sem sýndu á köflum ágætan leik og fjörlegan. KR byrjaði að skora og var það Karl Jóhannsson sem það gerði úr vítakasti. Auðunn jafnar og aftur fá KR-ingar vítakast og enn skorar Karl og enn jafnar Auðunn. Þannig var leikurinn til að byrja með jafn og tvi- sýnn. Jöfn voru liðin á 3:3, 4:4 og 5:5, en þá gera FH- ingar 7 mörk í röð og komust upp í 12:5, en hálfleikurinn endaði með 18:8. Síðari hálf- leikur var mun jafnari eða svo að einu marki munaði FH í vil. Verður það að kallast mjög góð frammistaða hjá hinu liltölulega unga KR-liði að veita þessa mótstöðu. Karl Jóhannsson var sá í KR-liðinu sem „gaf tóninn“ og fékk ágætan stuðning hjá hinum reyndu Heins Stein- mann og Sigurði Óskarssyni, sem átti sem svo oft áður mjög sterkan leik á línu. Ungur maður Hilmar að nafni vakti á sér athygli fyrir á- gætan leik og undragóða skothæfni. I heild féll þetta KR-lið furðu vel saman og fékk í rauninni meira út úr leiknum en fljótt á litið hefði verið talið mögulegt. Ætti það að gefa KR fyrirheit um það, að þetta lið geti náð góð- um árangri áður en langt um líður. FH-menn í framför FH-liðið náði í fyrri hálf- leik, sérstaklega á kafla, mjög góðum tökum á leiknum, og skoraði þá að vild, en það var eins og hinir sterfcu einstakl- ingar sýndu ekki það sem í þeim bjó. Margir þeirra hafa tekið miklum framförum frá því í fyrra, eins og Örn, sem var bezti maður liðsins. Hann er mjög sterkur bæði í vörn og ekki síður í sókn, og er skotharka hans og öryggi mjög gott. Páll Eiríksson, Guðlaugur og Auðunn eru all- ir í mikilli framför, og getur liðið vænzt mikils af þeim. Árni Guðjónsson og Páll eru ungir menn sem lofa góðu. Birgir átti og ágætan leik og er mikils virði fyrir liðið. Hinsvegar var vamarleikur beggja liða heldur slakur og benda mörfcin til þess. en þau eru 61 eða rúmlega eitt á minútu! Það er allt of mikið. Þreyta var farin að gera vart við sig í báðum liðum. Með fullu liði ætti FH-liðið að geta orðið mjög sterkt, og bitið frá sér í mótinu. Þeir sem skoruðu fyrir FH voru: Örn 11, Páll 7, Guð- laugur og Auðunn 6 hvor, Birgir 4 og Árni 2. Fyrir KR skoruðu: Karl 8, Heins 5, Sigurður Óskars. og Hilmar 4 hvor, Herbert 3 og Þráinn 1. Dómari var Valur Bene- diktsson, og hefði mátt vera strangari. Staðan í Islandsmótinu Staðan í 1. deild karla á Is- landsmótinu i handknattleik er nú þessi eftir fyrstu leikina: LU JT Mörk St. Fram 110 0 41:30 2 FH 110 0 36:25 2 ÍR 2 10 1 22:30 2 Vík. 2 0 0 1 16:20 2 KR 10 0 1 25:36 0 Arm. 10 0 1 15:16 0 TECTYL ei ryðvörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.