Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 8
O ÞIÖÐVILIINN ARAMOTAHUGLEIÐINGAR Baráttan um beitingu ríkisvaldsins í kaupgjaldsmálum verkalýðsins Það má nota jám til mjög ólíkra hluta, svo sem reynsla árþúsunda sannar mannkyninu. Svo má og nota ríkisvaldið í ólíkum tilgangi. Og ekkert er vinnandi stéttum íslands nauð- synlegra, nú um þessi áramót en að átta sig á þvi til fulls hvernig ríkisvaldið er notað og hvemig nota má það, allt eft- ir því hver á heldur. I. Eining verklýðs- samtakanna Það, sem gnæfir yfir alla at- burði ársins, sem er að líða, er samstaða verklýðssamtak- anna í átökunum miklu í nóv- ember og desember, — andleg og fagleg eining ails þorra skipulagðs verkalýðs á íslandi fyrst gegn þrælalögum at- vinnurekendastéttarinnar í nóvember, síðan í víðtækustu verkföllum íslandssögunnar i desember, (57 verklýðsfélög með 20.000 meðlimum). Auðmannastétt fslands ætl- aði að sýna verkalýðnum í tvo heimana með þrælalögunum, er banmaði öll verkföll og kauphækkanir. Það átti að beita ríkisvaldinu sem jám- hæl til þess að troða í svaðið frelsi verklýðssamtakanna og láta þau una þeirri launakúg- un, sem búið var að leiða yfir þau með verðbólgunni. Það átti til að byrja með að reyna hvort aliþýðan yndi jámhæln- um í tvo mánuði. Hefði hún beygt sig í duftið, þá mátti ganga að því vísu, að auð- mannastéttin færi ekki að lyfta af henni okinu, heldur gengi á lagið, beitti þessu ráði: jám- hælnum í gerfl ríkisvaldsins, eins lengi og unnt yrði. En alþýðan reis upp. Öll róttækustu verklýðssamtök landsins risu upp til baráttu, reiðubúin til þess að bjóða þrælalögunum byrginn, láta sigggróinn hnefa verkamanns- ins mæta jámhæl auðvalds- ins, — en samúð allrar verk- lýðsstéttarinnar og milli- stéttanna ’einnig, var með þessum vígreifu verklýðssam- tökum, þótt menn treystu sér ekki allir í sjálfa orustuna í herbúðum þeim. En skynsömustu öflin innan yfirstéttarinnar, — þau sem meta meir fosjá en kapp og kúgun, — tóku í taumana, er þau sáu hvað verða vildi. Þau vissu að sá hnefi, sem verka- lýðurinn reiðir til vamar frelsi sínu, er um leið orðinn sáttar- hönd, ef taka skal upp samn- inga um sanngjörn úrræði, en hverfa frá harðstjórnarhug- myndum. Því varð 9. nóvember 1963 gæfudagur íslenzkri þjóð, þótt enn sé eftir að uppskera á- vexti þeirra sátta, er þá var sáð til. Og það er fyrst og fremst tveim mönnum að þakka að svo fór, aðalleiðtog- um andstæðustu aflanna: Ólafi Thors, hinum aldna, reynda og slynga foringja íslenzkrar auð- mannastéttar, er kaus að láta sáttarverkið verða sitt seinasta handtak sem forsætisráðherra, — og Eðvarði Sigurðssyni, for- manni Dagsbrúnar, hinum trausta, forsjála og gifturíka forystumanni íslenzkrar verk- lýðshreyfingar, er hikaði ekki við að fara að dæmi Halls frá Síðu og semja við foringja andstæðinganna, er þjóðinni reið allra mest á. Þótt það séu ekki einstaklingarpir, held- ur öflin á bak við þá, styrk- leikur og þroski stéttanna, sem ræður heildargangi sögunnar. — þá veltur rás viðburðanna frá ári til árs og einkum á þýðingarmestu augnablikunum þegar örlög kunna að mótas* um áraskeið. á beim forystu- mönnum, sem stéttirnar hafa á að skipa, — eigi aðeins ein- um og tveim, þótt svo sé stund- um, heldur og þeim, sem i kringum þá standa. Og því varð þessi dagur giftudrjúgur, að góðum mönnum var á að skipa, er kunnu að meta mál- stað þjóðarheildar í miðri orrahrið stéttanna. ★ Eftir sættargjörðina 9. nóv- ember kom nú mánuður vopna- hlésins til 10. desember. Af hverju fann íslenzk yfir- stétt enga lausn á þeim tíma? Til þess liggja eðlilegar or- sakir. Það er að öllum líkind- um enga lausn að finna frá sjónarmiði yfirstéttarinnar sem heildar á því vandamáli að viðhalda gróðamynduninni fyr. ir alla stéttina og þá, sem aftan í henni hanga, án þess að geta þrælfjötrað verklýðs- samtökin. Það eru aðallega þrjár leið- ir, sem yfirstéttin getur farið í þessum efnum: 1. Leið þrælalaganna. — Henni var lokað 9. nóvember og það er ekki líklegt og vissu- lega ekki viturlegt fyrir yfir- stétt fslands að reyna hana aftur. 2. Lcið kreppu og atvinnu- leysis. — Það er vissulega hægt að skapa heimatilbúna kreppu, t.d. með því að eyðileggja þau verzlunarsambönd til ríkja sósíalismans sem verkalýður- inn opnaði á sinum tíma, og skapa með þvi heimatilbúið at- vinnuleysi. En slíkt brýtur eigi aðeins í bága við hagsmuni stórs hluta atvinnurekenda- stéttarinnar, — útgerðarvaldið myndi rísa upp gegn slíku og hefur gert það, þótt aðal- forysta verzlunarauðvaldsins fagnaði slikri glópsku. Það yrði beinlínis hættulegt völd- um burgeisastéttarinnar sem heildar að innleiða atvinnu- leysi, svo harðvítuglega myndi verkalýðurinn bregðast við því á stjórnmálasviðinu. En hinu væri ekki hægt að neita að um nokkurt skeið yrðu verk- lýðssamtökin veikari fyrir í siálfri kaupgialdsbaráttunni, er alvarlegu atvinnuleysi væri á komið. 3. Leið verðbólgunnar.*) — Það er sú leið, sem íslenzk at- vinnurekendastétt hefur farið í 20 ár: að falsa mælikvarð- ann, sem kaupgjaldið er mælt með jafnóðum sem hún semur við verkalýðinn um að greiða honum meira. — Það er sama Og atvinnurekandi semdi við vinnumann sinn um að greiða honum 2 metra klæðis fyrir til- tekið verk í stað eins metra áður, en léti svo ríkisstjóm sína samtímis ákveða að metr- inn skyldi hér eftir aðeins vera 50 sentímetrar. Verðbólguleiðin er að verða atvinnurekendastéttinni erfið- ari en fyrr. Sá hluti atvinnu- rekenda, sem á peninga, hef- ur ekki haft hag heldur tjón af henni, — en melrihluti at- vinnurekenda, sem eiga skuld- ir og fasteignir, hefur alltaf viljað halda henni við og ráð- ið. Erlendir lánardrottnar eru orðnir efagjarnir um stjórn is- lenzkra efnahagsmála, ef verð- bólgan á að halda áfram með uppteknum hraða. Erlendar skuldir íslenzkra atvinnurek- enda gera erfiðara fyrir í svip- inn um nýja gengislækkun. Og framsýnustu menn borgara- stéttarinnar sjá að með svona áframhaldi óðrar verðbólgu er efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar glatað, því að lokum brýtur verðbólgan niður allt traust á gjaldeyrinum og allt fé sogast út í hringiðu brasks og tilviljanakenndrar fjárfest- ingar svo engu tauti verður komið við raunverulega stjórn á þjóðarbúskapnum. En höfuðatriðið er að verka- lýðurinn, — launþegarnir, sem eru 75% þjóðarinnar, átti sig á stéttareðli verðbólgunnar. því allt er gert af hálfu áróð- urstækja auðvaldsins til þess *) Þegar hér er rætt um verðbólgu, þá er rétt að menn hafi í huga að nokkur, hæg verðbólga á sér alltaf stað í bióðfélaginu og er eðlileg. En verðbólga þess kyns, sem hér hefur nú 17-faldað dýrtíð á 25 árum er óeðlilegt og stór hættulegt íyrirbrigði. að villa verkalýðnum sýn í því efni. Fyrst og fremst er reynt að telja öllum launþegum trú um að öll kauphækkun hljóti að leiða af sér verðbólgu, af því það sé ekki meira til að skipta: „köku” þjóðarframleiðslunnar sé svo hárrétt skipt nú þegar að það sé ekki meiru til að skipta: það falsi bara mæli- kvarðann, gjaldeyrinn, að heimta stærri bita. Og þetta hefur auðvaldið síðan sannað með því, að ef verkamaðurinn semur um að fá 10 sentímetra „köku“-sneið í stað 5 sentí- met«a áður, þá lætur auð- valdið ríkisvaldið ákveða að upp frá því skuli sentimetrinn aðeins vera 5 millimetrar — og kakan því jafnlítil og fyrr! Og síðan er þetta þulið í sí- fellu af hagfræðingum og Morgunblaði — og verkin lát- in tala, til að sanna málið! Og í krafti þessa heldur stór hluti launþega að verðbólgan sé náttúrulögmál og kaup- hækkanir þýðingarlausar. En hvað er þá verðbólgan stéltarlega séð? Verðbólgan er þjófalykill ís- lenzkrar atvinnurekendastétt- ar, — og þá fyrst og fremst verðbólgubraskaranna sem eru meirihluti hennar, — að 1) kaupgjaldi íslenzkra launþega, — að 2) lánsfé íslenzkra rik- isbanka, — og að 3) spariíé almennings. Frá því í ársbyrjun 1939 hefur dýrtið á íslandi 17-fald- azt. Á sama tíma hefur lægsta dagvinnukaup Dagsbrúnar- manna rúmlega tvítugfaldazt. ýmislegt kaup þó hækkað nokkru meira. Á þessum tíma hafa þjóðartekjumar líklega langt í það hundraðfaldazt í peningum, líklega um það bi! sextugfaldazt á mann. Raun- verulegar þjóðartekjur mun> hafa meira en þrefaldazt mann og eru 1962 8985 milli ónir króna eða um 245 þúsunr krónur meðaltekjur á fimm manna fjölskyldu - Því fe’ f.iarri að þessum bióðartek.iun- sé rétt skipt, því síður að þ.ió''1 félagsstarfsemin sé skynsam lega skipulögð, miðað við að skapa sem mest verðmæti, og þaðan af fráleitara að ekki megi auka verðmæti þjóðar- framleiðslunnar miklu hraðar en nú er gert. Allt hjal braskarastéttarinn- ar og áróðursafla hennar um verðbólguma sem náttúrulög- mál er blekking ein, til þess að íá þá rændu til að sætta sig við að vera rændir — í krafti þjófalykils að launaum- slögunum. En því fremja þá íslenzkir auðmenn verðbólgu, þegar auð- valdsstéttum annarra landa, svo sem Bretlands, finnst geng- islækkun punds síns illt fyrir- brigði? í Bretlandi eru bankarnir eign örfárra voldugra auð- manna. Þessir auðmenn vilja íá jafngóða peninga til baka, þegar þeir lána út úr bönk- um sínum. Þeir hafa því hag af stÖðugu gengi. — Á ís- landi eru allir aðalbankarnir ríkisbankar. Féð í þeim er ým- ist eign ríkisins, opinberra sjóða eða almennings. — En auðmannastéttin ræður bönk- unum í krafti sins pólitiska valds. Hún lætur lána sér mik- ið fé úr þeim, í stofnun fyrir- tækja og í rekstur. Og þorri hennar hefur hag af því, að þegar borga skal til baka, séu það sem smæstar krónur, en að fyrirtækin og fasteignirnar, sem lánin voru fest í, hafi hækkað sem mest í verði á Iánstímanum. Þess vegna hefur þorri íslenzkra atvinnurekenda haft hag af því að lækka raun. verulegt verðgildi krónunnar riiður í 1/17 þess sem var fyrir 25 árum. Yfirstéttin hef- ur slegið tvær flugur i einu höggi: rýrt kaupmátt launanna hjá verkalýðnum oa minnkað raunverulegar skuldir sínar hjá ríkisbönkunum, — með öðrum orðum grætt. — Verð- bólgan hefur verið aðalgróða- lind íslenzkrar auðmannastétt- •r í tvo áratugi. ^uðmannastéttin beitti þess- m þjófalykli verðbóigunnar ’.f óvenjulegri ósvífni í ágúst '961. þegar hún lét þióna sína 'ækka gengið um 13%, til þess að stela umsamdri launahækk- un er nam 13%. Augu margrm launþega opnuðust þá. — Og um leið og augu 'alls verka- lýðs opnast fyrir þessari svika- myllu, þá tekur og þjófalykill- inn að ryðga í höndum yfir- stéttarinnar og hætta að ganga að fjárhirzlum almennings. ★ Það, sem birtist i allsherjar- verkfallinu 10.—20 desember, var hugarfarsbreyting hjá laun- þegunum, sem veldur tímamót- um. Það var samið um 15% kauphækkun, en um það voru allir launþegar sammála, — allt frá linustu „foringjum** verzlunarmanna til hörðustu Dagsbrúnar- og fag-verka- manna, að það var allt of lit- ið. Hin sterku stéttarfélög sömdu því aðeins til hálfs árs. Þau ætla sér að vera á verði gegn verðbólgunni. Þau vita þegar að 30% kauphækkun á árinu 1963 er horfin út um bakdyrnar, sem þjófalykill yf- irstéttarinnar gengur að, fyrr en varir. Það sem vannst i 10 daga allsherjarverkfallinu var ein- ing verklýðssamtakanna; sam- staða verklýðsfélaga undir for- ustu manna úr báðum verk- lýðsflokkunum, Eósialista- flokknum og Alþvðuflokknum. Slík samstaða verður ekki met- in til fjár, þvi hún felur í sér framtíðarsigurinn. Það voru vissulega erfiðleik- ar í þessari viðtækustu verk- fallsbaráttu íslandssögunnar, 20.000 manna verkfalli. En björtu hliðarnar yfirgnæfðu. íhaldsforystumenn reykvísku verzlunarsamtakanna létu und- an loforðum og flokksaga og brugðust. en þorri verzlunar- fólks fékk nú fyrstu reynslu sína í stéttabaráttu vinnandi fólks og það verður enginn samur síðan, er þátt hefur tekið í verkfalli: hann eða hún hefur kennt þess máttar, sem í vinnandi mönnum býr. En öll þau félög, sem á ann- að borð geta barizt, stóðu saman til loka og sömdu sam- an. Og bræðraböndin, sem tengdust í baráttunni, 1 eru sterk. Síðan 1955 — i 6 vikna verkfallinu þá — hafa íslenzk verklýðssamtök ekki staðið svo sameinuð sem nú. Og öll þessi verklýðssamtök höfðu eigi aðeins verið sam- mála um að þau ættu að íá 40% kauphækkun. Þau voru einnig algerlega sammála um að krefjast af rikisvaldinu verðtryggingar kaupgjaldsins. Þar með heimta þau það að yfirstéttinni sé ckki látið haldast uppi að nota verð- bólguna lengur sem þjófalykil að kaupgjaldi verkalýðsins. Þarmeð er raunverulega heimt- að að breytt sé um stefnu: hætt sé að beita ríkisvaldinu til að ræna verkalýðinn kaup- mætti launanna. Verkalýður- inn stígur skrefið frá hinni faglegu samstöðu um kaup- gjaldið einvörðungu yfir í hina pólitísku samstöðu um verð- tryggingu þess gegn brask- hagsmunum mikils hluta bur- geisastéttarinnar. Þarmeð cr það komiá undir pólitiskri samstöðu verkalýðs- ins. — fyrst og fremst i verk- lýðsflokkunum sjálfum, — hvort þessar réttlátu og lífs- nauðsynlegu kröfur verða hornar fram lil sigurs á næstu mánuðum. II. Valið Aðalstétt.i’ r--''),nds, verkalýð- urinn og atvinnurek';ndur, standa frammi fyrir örlagaríku vali um þessi áramót og íram- Verkfallsvarzla á þjóðveginum í Mos fellssveit, skammt frá Korpúlfsstöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.