Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 31.12.1963, Blaðsíða 14
14 SÍÐA ÞTðÐVILIINN Þriðjudagur 31. desember 1963 — Ef þessi blökkupiltur hefði boðið yður með sér í bíó, hefðuð þér þá farið með honum? Brosið hvarf af andliti henn- ar. — Ég veit ekki. Eigið þér við, áður en hann gerði það sem hann gerði? — Já, einmitt, ungfrú Trefusis. Ef hann hefði haft kunningja 6inn með sér og stungið upp á þvi að þér fengjuð vinkonu yðar með ykkur og þið færuðöllsam- an í bíó. hefðuð þér þá viljað það? Hún sagði: — Ég veit ekki, eftir þetta allt saman. Ég hefði kannski gert það áður, þegar ég vissi ekki hvemig hann gat látið. — Þér hafið þá ekki verið hræddar við hann áður en þetta gerðist? Hún hristi höfuðið. — Urðuð þér mjög undrandi þegar hann hagaði sér svona? Stúlkan sagði: — Já, satt að segja varð ég það. Ég hefði aldrei trúað þessu á hann. Hann var svo stilltur. Majórinn sagði: — Ég talaði við hann í dag á spítalanum. Hann sagði að sig hefði langað til að spyrja yður að dálitlu þetta kvöld, en það snerist allt öfugt fyrir honum. Langar yður til að vita hvað hann ætlaði að spyrja yður um? Hún kinkaði kolli. — Hann langaði til að spyrja yður hvort þér vilduð koma út að ga'-'sa með honum eitthvert kvöldið Hann var ósköp ein- mana og hann langaði til að tala við einhvem. Hann vildi síður spyrja yður f búðinni, vegna þess að hann vildi ekki Hárarejðslar Hárgrefðsln og snyrtfstofa STEXNU oc DÖDrt Langavegi 18 m. h. Oyfta) SfMI 24616. P E B M A Garðsenda 21. SfMl 83968. Hárgreiðsla- oe snyrtlstofa. DSmnr! Hárgreiðsla víð allra hæfi TJARNARSTOFAN. TJarnargðtn 10. Vonarstrætls- megfn. — SlMT 14662. HARGREIÐSLUSTOFA ÁUSTURBÆJAR (Marla Gnðmundsdðttir) Langaveg) 13 —- SlMI 14650 mm Nuddstofa ð sama stað — koma yður í vandræði fyrir framan viðskiptavinina. Þess vegna beið hann eftir yður úti. Hann fór að bíða klukkan sex þetta kvöld í þeirri von að hann hitti yður eina og gæti spurt yður án þess að aðrir heyrðu til. Hann fékk ekkert tækifæri fyrr en klukkan tíu um kvöldið og þá hélt hann að það væri orðið of seint að spyrja yður. Ég býst við að hann hafi orðið hálfringlaður af þessu öllu sam- an, svo að hann rauk á yður og kyssti yður. Honum þykir þetta mjög leitt núna. 46 — Hann hefur fulla ástæðu til þess, sagði stúlkan með vand- lætingu. — Að taka upp á öðru eins! Og svo sagði hún: — Af hverju spurði hann aldrei hvort ég vildi koma út að ganga með honum? Ég hefði ekkert orðið reið. Curtis majór sagði: — Það hlýtur að vera mjög erfitt fyrir blökkupilt að bera slíka spum- ingu upp við hvíta stúlku. Hann hefði aldrei þorað að gera það í heimaborg sinni. — Út af litarhættinum? — Já einmitt. Það er eitt af því sem ruglaði hann í riminu. Stúlkan sagði hugsandi: — Mér hefði alveg verið sama. Ég veit ekki hvort ég hefði farið með honum út, en mér hefði fundizt allt í lagi að hann spyrði mig. Liðsforinginn sagði: — Það er aðeins eitt, ungfrú Trefusis. sem ekki kemur saman og heim hjá honum og Anderson lautinant. Hvað gerðist þegar þér fóruð að brjótast um? Sleppti hann yður, eða hélt hann yður? Hún sagði: — Ég var svo voðalega hrædd. Ég veit það varla. Hún hugsaði sig um. — Ég hljóp fyrir homið og rakst beint í flasið á öðrum manni, feita lögregluþjóninum. — Það stendur ekki i skýrslu lautinantsins. Hann segir að svertinginn hafi ekki sleppt yður fyrr en lögregluþjónn kom. Það breytir töluverðu. útskýrði hann. — hvort hann sleppti yður strax eða ekki fyrr en lögregluþjónn- inn kom. Hún sagði: — Ég held hann hafi sleppt mér. Ég held það hljóti að vera. Svo slæmur var hann ekki. — Þér sögðuð það ekki við Anderson lautinant. Hún sagði: — Ég man ekkert hvað ég sagði. Það var aðallega mamma sem hafði orðið. — Pilturinn sjálfur segist hafa sleppt yður undir eins. — Ég var svo logandi hrædd, endurtók hún. — Ég held þetta sé alveg rétt hjá honum. Það er svo asnalegt að verða svona hræddur, er það ekki? — Ég veit það nú ekki, sagði majórinn. — Framkoma hans gaf yður fulla ástæðu til að óttast. Hann hagaði sér mjög illa. En hann hefur líka hlotið refsingu. Viljið þér að málið verði lagt fyrir herrétt. ungfrú Trefusis? Hún leit á hann. — Ég hef aldrei farið fram á neitt slíkt, sagði hún. — Þið funduð sjálfir upp á þvi. Ég hef aldrei verið spurð um það. Hann brosti. — Það er sjálf- sagt alveg rétt. Gætuð þér fall- izt á það, að við fellum niður ákæruna gegn honum og gerum ekki meira í málinu? — Ég kæri mig ekkert um að hann verði ákærður fyrir neitt, sagði hún. Sem snöggvast varð hún lík móður sinni. — Ef ég sé hann einhvem tíma aftur, skal ég svei mér tala yfir hausa- mótunum á honum fyrir að haga sér svona. En þið þurfið ekki að setja hann í fangelsi, ekki mín vegna. Liðsforinginn sagði: — Þetta er mjög höfðinglegt af yður, ungfrú Trefusis. Málið er í yðar hendi. Við erum hér í yðar landi og við viljum gera ykkur Bretunum til hæfis. Ef þér segið okkur að ákæra hann, þá verð- ur hann dreginn fyrir herrétt og fær dóm í samræmi við það sem hann hefði hlotið í Bandaríkj- unum, og hann væri býsna harð- ur. Ef þér segið okkur að sleppa honum, þá skiljum við það svo að hann hafi þegar hlotið næga refsingu og látum málið eiga sig. Stúlkan sagði: — Jæja. þá segi ég ykkur að sleppa honum. Hann sagði: — Já, það finnst mér líka. Hann var endumærð- ur eftir samtal við unga stúlku í heilar tuttugu mínútur; það var býsna iangt síðan hann hafði gert slíkt. Hann sagði: — Þess- ir piltar verða svo fjarska ein- mana þegar þeir eru svona langt að heiman, ungfrú Trefusis, þeir vildu gefa hvað sem væri til að fá að tala við unga stúlku. Yður finnst þetta kannski ótrúlegt, en það er nú samt satt. Maður má ekki vera of strangur við þá, þegar eitthvað svona lagað kem- ur fyrir. Hún sagði: — Það hlýtur að vera hræðilegt að vera svona langt að heiman svona lengi. Majórinn rétti úr sér og bjóst til að fara. — Jæja, það er nú einu sinni svona á stríðstímum, og við getum engu breytt um það. Hann þagði ögn við. — Það var aðeins eitt, sagði hann. — Lesurier bað mig að segja yður, að honum þætti afar leitt að hafa farið svona að ráði sínu við yður. Hann ætlaði ekki að gera yður hrædda. Þetta fór bara einhvern veginn svona. Hún sagði: — Sagði hann þetta? Mér þykir leitt. að ég skyldi verða svona hrædd. Og svo hikaði hún og sagði: — Kemur hann aftur hingað. þegar hann útskrifast af spítalanum? Majórinn hristi höfuðið. — Ekki eftir betta. Hann verður sendur eitthvað allt annað. Hann kvaddi hana og gekk út og niður götuna, þangað sem jeppinn hans beið fyrir framan Hvíta Hjörtinn. Hann leit þang- að inn til að hitta herra Fro- bisher og fann veitingamanninn, þar sem hann var að drekka te. Hann afþakkaði boð hans um að setjast og fá sér bita. — Ég leit bara inn til að segja yður, að þetta er allt klappað og klárt. sagði hann. — Ég talaði við ungfrú Trefusis. Hún vill ekki að við höldum þessu til streitu. Ég verð að geta þess í skýrslu minni til dómsmálafulltrúans. Ég býst við að hann jafni þetta allt. — Jæja? sagði herra Frobis- her. — Það er alveg ágætt að mínu viti. — Sama segi ég. sagði majór- inn. — Ég leit aðeins inn til að láta yður vita. Hann gekk að jeppanum sin- um og ók síðan upp til búðanna. Herra Frobisher hélt áfram að drekka teið sitt, ánægður yfir málalyktum og sagði Bessie dótt- ur sinni frá öllu saman. Hálf- tíma seinna var Bessie að segja Lorimer sergent frá þvi og eftir klukkustund vissu allir þorps- búar það. Uppi í búðunum sátu Mark Curtis majór og McCulloch höf- uðsmaður hvor andspænis öðr- um. — Ég býst við að við verð- um að láta þetta niður falla, höfuðmaður, sagði majórinn. — Við höfum ekkert að standa á. — Höfum vlð ekkert að standa á. þegar negradjöfull þrifur hvíta stúlku nauðuga i dimmri götu og kyssir hana? spurði höf- uðsmaðurinn hneykslaður. — Nei, herra minn. Hefði hún verið hálfu ári eldri, hefði hún ekki tekið þetta svo hátíðlega. Eins og málum er háttað, vill hún ekki vitna gegn honum. McCulloch höfuðsmaður leysti frá skjóðunni og sagði majóm- um álit sitt & brezkum stúlkum. Sú ræða stóð í tíu mínútur. en þá þurfti ”"";Arinn að fara til 1 ná í lestina. 1 Hvíta Hirtinum voru blökku- mennimir fagnandi og virtust hafa miklu meiri áhuga á striðs- fréttunum en að undanfömu; þeir hiustuðu þegjandi á níu- fréttirnar. Einhvem tíma kvölds- in9 dró dökk hönd pappaspjaldið úr glugganum; þremur orðum var bætt á það og lágir hlátrar kváðu við, síðan var spjaldið sett aftur í gluggann. Þar var það allan næsta dag, þangað til einhver vakti athygli herra Fro- bisher á því: Þessi veitingastofa er ein- göngu opin Englendingum og þeldökkum bandariskum her- mönnum og Eisenhower hershöfðingja. Herra Frobisher tók spjaldið úr glugganum og setti það bak við stólinn sinn á bamum. Hon- um fannst það hafa lokið hlut- verki sínu. Næsta kvöldið þegar svertingj- amir komu í Hvíta Hjörtinn, voru þeir dálítið langleitir. Þeir höfðu verið allan daginn að láta niður föggur sínar; þeir höfðu fengið óvænt fyrirmæli um að fara á annan og óþekktan stað. Enda var störfum þeirra þama nær lokið; þeir áttu sennilega að flytja sig til að búa til flug- völl annars staðar. Þeir færðu herra Frobisher reykt svínslæri og vindlakassa að gjöf og Bessie gáfu beir tólf pör af fínustu sokkum. — EN M3 TS. Walt Di*ney Prodaetioni World Righta Reserved MADAM, IT HAS BEEN BKOUSHT TO My attention THAT VOU < HAVE aphids/ ) — Góðan daginn frú. þetta blóm yðar vakti athygli mína á því að þér verðið að kaupa lyf til vamar blaðlús og það vill svo vel til að ég er einmitt að selja slíkt lyf núna. S K OTTA Ég kærði mig ekkert um að þú skærist i leikinn núna þú gazt vel beðið þangað til ég var farinn að tapa. RAÐ SÓFIhúsgagnaarkitekt SVEINN KJARVA.L litið k húsbúnaðirm hjá húsbúnaði , , EKKERT HEIMILIÁN HÚSBÚNAÐAR SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA ________ lauG'avegi 26 simi 209 70 M=» SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Bifreiðaleigan HJÓL H"í?s“ " áug/ýsið i Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.