Þjóðviljinn - 03.01.1964, Page 5

Þjóðviljinn - 03.01.1964, Page 5
Föstudagur 3. janúar 1964 ÞJðÐVILIINN SÍÐA g ▼ sitt af hverju Smekklegt dagatal Oliufélagið Skeljungur h. f. hefur gefið út dagatal fyrir árið 1964 og er þetta 6. dagatalið í röðinni sem fyrirtækið gefur út. Að þessu sinni er dagatalið helg- að íslenzkri leiklist og fylgir hverjum mánuði mynd úr ís- lenzku leikriti. Fyrri dagatöl Skeljungs hafa verið helguð ís- lenzkum fuglum (1959). þjóðleg- um minjum (1860). göblum þjóð- lifsmyndum (1961), íslenzkum gróðri (1962), og islenzkri skóg- rækt (1963). Dagatalið er hið smekklegasta að öllum frágangi. Það er prentað hjá Hilmi h.f. myndamót gerði Rafgraf h.f., en Hörður Ágústsson listmálari hefur annazt uppsetningu. Auglýsið í Þjóðviljanum Hayes Jones Sovétmanna taldar i þeim Grisjin á 500 og 1500 m., Boris Stenin á 1500 m. og Kositjkin á 5000 og 10000 m. ★ Frábær árangur náðist á úrtökumóti Bandaríkjamanna fyrir vetrarolympíuieikana. 500 m. karlar: T. McDermott 39.6 sek., Tom Gray 40.1 sek 1500 m. R. Wallace 2.14,9 mín. 500 m. konur: Jaine Ashworth 44.4 sek., sem er 2/10 sek. betra en heimsmet sovézku stúlkunnar Skobli- kovu. ★ Bandaríska hnefaleika- tímaritið „Ring Magazine" liefur útnefnt Cassius Clay hnefaleikara ársins. Keppni Clay við Doug Jones var úr- skurðuð „hnefaleikakeppni ársins". ★ Bandaríski spretthlaupar- inn Hayes Jones vann s.l. Iaugardag 49. frjálsíþrótta- sigur sinn í röð, er hann vann 60 jarda grindahlaup á 7.2 sek. á innanhússmóti í San Francisco. John Thomas sigraði í hástökki — 2.16 m. Jeff Chase vann stangar- stökk — 4.87 m., en Formósu- maðurinn Jang varð annar. Phil Shinnick sigraði í Iang- stökki — 8.09 m.. en Ralph Boston varð að láta sér nægja annað sætið. Parry O'Brian varpaði kúlunni 18.31 m. -A-l Valeri Brumel, heims- methafi í hástökki, hefur af sovézkum íþróttafréttarit- urum verið kjörin „íþrótta- maður ársins 1963“ í Sovét- ríkjunum. Þetta er þriðja ár- ið í röð, sem hann hlýtur þennan titil. Annar á listan- um í ár var hinn heimskunni markvörður Lev Jasín 3) Juri Vlasov, heimsmeistari og methafi í lyftingum, 4) Lidia Skoblikova, heimsmeistari í skautahlaupi kvenna 5) Tigr- an Petrosjan, heimsmeistari í skák. ★ Japanir hafa nú valið 8 manna flokk til kcppni í skantahlaupi á vctrarolymp- íuleikunum. Þó er aðeins einn þeirra talinn hafa mögu- leika á verðlaunum — Fum- io Magakubo, sem hlaupið hefur 500 m. á 40.4 sek. Jevgeni Grisjin, Sovétríkjun- um, hefur hlaupið sömu vegalengd tvisvar undir 40.0 sek. i ár. SÁ BEZTI 1963 Lev Jasín Aðalknattspyrnusérfræðingur sænska íþróttablaðsins, sem tók þátt í atkvæðagreiðslunni, segir að Jasín sé til sóma fyr- ir sovézkar iþróttir, og sé þá mikið sagt. Reynir Unnsteinsson HSK 9.30 Halldór Ingvarssotn IR 9.09 Kúluvarp: Ólafur Unnsteinsson ÍR 12.98 Valbjöm Þorláksson KR 12.82 ★ Á sovézku úrtökumóti í skautahlaupi fyrir olympíu- leikana sigraði ungur maður óvænt í samanlögðum ár- angri á öllum vegalengdum. Það var Eistlendingurinn Ants Antsson. Hann sigraði í 3000 m.. varð annar í 1500 m. og þriðji í 5000 m. Ann- ar lítt þekktur maður, Muak- hidd Kabibulin, sigraði í 1500 m. á bezta tíma í heimi í ár — 2.14,3 min. Þrátt fyrir þessi úrslit, em helztu vonir ÞANNIG STÖKK VALERI BRUMEL 2,28 M. í HÁSTÖKKI Myndirnar að neðan sýna nákvæmlega heimsmetsstökk Valeri Brumels s.l. sumar. V. Djatsjkov, hinn heimsfrægi þjálfari Brumels, skrifar eftirfarandi skýringar við myndirnar: Á myndinni er sýnt met- stökk Valerís Brúmel, 2,28 m. er hann náði á landskeppni Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í júlí 1963. Valerf Brúmel er nú tuttugu og eins árs. Hann er 1,85 cm. á hæð, vegur 79 kg. Hann hefur hvorki meira né minna en tuttugu og fjórum sinnum stokkið 2,20 m og þar yfir. Þessi ágæti árangur og það mikfla öryggi sem hann hefur hvað eftir annað sýnt í keppni eiga sér ýmsar forsendur: frá- bæra almenna líkamlega þjálf- im, hámákvæma framkvæmd vel unninnar stökktækni, ein- stakan viljastyrk og þrjózku- fullt kapp í leið að settu marki. Stökktækni Brúmels er byggð á mjög hraðri atrennu (7,5 m. á sek.). Á fyrstu sex myndunum sjást frjálslegar ög rösklegar hreyfingar íþrótta- marmsins á síðustu skrefum tilhlaupsins. Búkurinn hallast þá lítið eitt framávið. Næst- síðasta skrefið verður gleiðast. 1 þvi skrefi nær neðri hluti búksins öxttum um leið og hægri fótur er settur fram. Tökum eftir hinni frjálsu stell- ingu búksins. Það að bakvöðv- ar eru ekki spenntir leyfir Brúmel að ,,taka saman” lík- amann um leið og hann stíg- ur yfir á hægri fót. (Myndir 6—8). Um þetta leyti taka hendurn- ar að undirbúa sveiflu og upp- stökk. I upphafi stöðu á hvílu- fót (8. mynd) vísa báðar hend- ur framávið og axlir eru enn framar mjaðmagrind. Stökkv- arinn ..veltur yfir“ sveiflufót- inn og tekur að skjóta mjaðmagrind fram á við (9.— 10. mynd). Stökkfætinum er skotið langt fram á við. Hér skiptir milclu máli að flýta sér ekki um of við að setja stökk- fótinn á jörðina. Lengd síðasta skrefsins í beztu stökkum Brúmels nær tveim metrum. Þetta, ásamt hreyfingu mjaðm- argrindar framávið, gefur bæði langvinnan stuðning í upp- stökki og varðveitir um leið hraða líkamans framávið. Undir áhrifum „þrýstings-1 líkamans og réttingar fótarins í mjaðmagrind bognar hnjá- liðurinn en þó svo að rétting-<$- arvöðvar í læri eru enn í full- um gangi. (myndir 12—13). Áframhaldandi álag á stökk- fótinn fer saman við að það er rétt úr honum og frjálsa fætinum og höndum sveiflað (13.—16. mynd). Tökum eftir hinni frjálsu en um leið ein- beittu stellingu búksins, sem er mjög „saman dreginn" á meðan á öllu stökkinu stendur og tekur því betur við krafti stökksins. Á 17. mynd sést lofttak stökkvarans. Einbeitt hreyfing upp á við sameinast hreyfingum sem færa stökkv- arann i lárétta stöðu. Sveiflufóturinn, sem hefur verið sendur upp með rösklegri hreyfingu, dregur með sér neðri hluta búksins. Um leið snýst stökkvarinn um lengdar- ás sinn að ránni (18. mynd). Síðan reynir hann að fara yf- ir rána með sem mestri og beztri nýtingu stökkkraftarins. Flug Brúmels yfir rána er ekki ávirðingalaust: hér má <$> nefna óvirkni stökkfótarins sem stökkmaðurinn dregur upp til vinstri axlar samfara hreyfingu hnésins framávið. Þessi hreyfing lengir leið stökkfótarins og þvi verður hann heldur lengi yfir ránni. Réttara væri að draga hæl stökkfótar á áttina til sveiflu- fótar án þess að skjóta hnénu framávið. Lev .Tasín, markmaður sov- ézka landsliðsins og knatt- spyrnuliðsins Dynamo í Moskvu, hefur verið kjörinn „bezti knattspyrnumaður í Evrópu árið 1963“. Það er franska knattspyrnutímaritið „France Football", sem skipu- leggur þessa atkvæðagreiðslu árlega og taka þátt i henni kunnustu knattspyrnufréttarit- arar og sérfræðingar í flestum löndum Evrópu. í fyrra var það Tékkinn Masopust sem hlaut þennan heiðurstitil. Lev Jasín hefur vakið al- þjóðlega athygli nú á annan áratug, og enn er hann í fullu fjöri. í keppni „heimsliðsins“ gegn enska landsliðinu s.l. haust vakti Jasín mesta at- hygli, en þá varði hann m.a. vítaspyrnu. Hann segist ekki ráða yfir neinum leyndardómi, sem sé lykillinn að frábærum árangri. Hann segir að einbeitni og vilji séu höfuðatriðin hjá hverjum góðum markmanni. Á eftir koma svo hæfileikar eins og lipurð, fimi, viðbragðsflýtir o. s.frv. Ennfremur sé það stórt atriði að kynna sér andstæð- inginn og skotaðferðir hans. Innanhússmót í frjálsíþróttum Gáður árangur náðist á Innanhússmóti ÍR í frjálsum íþróttum s.l. laugardag. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: Langstökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson 3.38 m. (Jafnt Islandsmetinu) Halldór Ingvarsson IR 3.19 Reynir Unnsteinsson HSK 3.11 Halldór Jónsson ÍR 3.03 Hástökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson 1.70 Halldór Ingvarsson lR 1.60 Valbjörn Þorláksson KR 1.60 Hástökk með atrennu: Jón Þ. Ólafsson 2.00 Valbjörn Þorláksson KR 1.80 Halldór Ingvarsson ÍR 1.75 Erlendur Valdemarsson 1.70 Þrístökk án atrennu Jón Þ. Ólafsson 9.30

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.