Þjóðviljinn - 03.01.1964, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 03.01.1964, Qupperneq 8
g SlÐA MÓÐVILJINN Föstudagur 3. janúar 1964 Baráttan Framhald aí 4. síðu. endur hans gerðu sig meira að segja seka um þann grall- araskap um síðustu aldamót að fjarlægja einfaldlega ristil- inn og kom að sjálfsögðu fyrir lítið. Löngu fyrir þessar tilraunir reyndu menn að yngja sig upp með örfandi áhrifum á kyn- lifið. — 1 þúsund ár hafa Kín- verjar étið rót zhenshen sér til llanglífisi en rót þessi gerir menn mjög duglega til ásta. Um siðustu aldamót voru gerð- ar margar tilraunir í þessa átt, allar miðuðust þær við að gefa líkamanum kynhormóna, sumir reyndu ágræðslu kyn- kirtla. En slík ,,svipuhögg“ á náttúruna höfðu aðeins tíma- bundin áhrif og gátu ekki haft áhrif á kölkun í líkamanum, enda er hrömandi kynlíf að- eins eitt einkenni ellinnar en ekki ástæða hennar. Svipuðum vonbrigðum olli lyf sovézka vísindamansins Bogomolets. Hann veitti því athygli að ákveðin efni í tengi- vefjum hafa mikla þýðingu í að verja líkamann fyrir bakt- eríum, og stakk upp á því að örfa þessi efni. Til þessa bjó hann til lyf: úr beinmerg og milti komnu frá ungu fólki bjó hann til nokkurskonar safa sem síðan var sprautað í hesta, úr hestblóði fékkst síð- an lyf sem hafði örfandi áhrif á tengivefjakerfi mannsins. Þetta lyf hefur, í smáum skömmtum gefið, jákvæð áhrif á óeðlilega snemma byrjaða kölkun í tengivefjunum, en í stórum skömmtum hafði það eitrun í för með sér. Svipuðum markmiðum þjón- uðu vefjalækningar Fílatofs. Þeim er svo lýst: lifandi vef- ur sem einangraður er og sett- ur í óhagkvæmt umhverfi ver sig með því að mynda örfandi efni, sem geta aukið lífsþrótt líkamans ef vefurinn er tengd- ur honum. Slík örfandi efni myndast að dómi Fílatofs í vefjum sem verða fyrir áhrif- um kulda, extrakt úr slíkum vefjum er síðan sett undir húð sjúkra. Þessi aðferð hefur i raun og veru jákvæð áhrif á ýmsa húð- og augnsjúkdóma, einnig á fljóta lækningu sára og beinbrota, en andspænis kölkun ellinnar er hún mátt- vana. Endurnýjun Þær aðferðir sem nú voru taldar eru ekki allt sem gert hefur verið í baráttu við ell- ina; það mætti til dæmis nefna extrakt úr fóstrum sem fengin eru í sláturhúsum og hafa haft góð áhrif á næringu vefja lík- amans. En ef hormónalækning- ar, Ijrf Bogomoléts, vefjalækn- ingar o.fl. geta ekki hver í sinu lagi framið kraftaverk, þá er með skynsamllegri samein- ingu allra þessarra aðferða hægt að endurnýja aldraðan lfkama ef hann hefur ofþreytzt eða tekið sjúkdóm og þannig er hægt að lengja líf hans, oft svo að miklu munar. Nútíma læknavísindi ráða þannig yfir ákveðnum mögu- leikum til víkja vanlíðan, beizkju og gleymsku frá ell- inni (auðvitað ef fyrir hendi eru þjóðfélagsleg skilyrði til að fylgja þeim fram). Hár ald- ur á ekki að hafa nokkurs- konar einkarétt á öllu illu. Þvert á móti, hann getur stuðlað að þátttöku í vísindum og listum, ef menn aðeins hafa hugsun til að búa sig undir það. Á öllum aldri verða menn að varast ellina með því að gæta ákveðinna lífsreglna og að ráðfæra sig við læknavís- indin. Eðlileg elli byrjar fyrst að laumast að mönnum um fertugt. en skynsamleg heilsu- rækt gerir það auðvelt að halda henni í kurteisílegri fjar- lægð. A „aðfaratímabilinu" — frá 55 ára til 70—75 ára verða allar varúðarráðstafanir að vera margfaldaðar. Eftir er ekkert annað eftir en að vii ellina Fidel Castro leysir frá skjóðunni.. nota sem bezt það lífskapítal sem menn enn eiga inni. Því má þá ekki gleyma, að vinn- an er helzta skilyrði langlífis, því hún hjálpar mönnum að koma réttri skiplagningu á líf sitt. Vinnan, sem skapaði manninn, heldur áfram að styðja hann í ellinni. Einkum á þetta við um andllega vinnu. Vísindin, sagði Leonardo da Vinci, mýkja beizkju ellinnar. Safnaðu því vizku sem verður þér fæða á ellidögum. . . »----------------------- Þýzkur námsstyrkur Ríkisstjórn Sambandslýðveld- isins Þýzkalands býður fram allt að fimm styrki handa ís- lenzkum námsmönnum til há- skólanáms þar í landi háskóla- árið 1964—1965. Styrkirnir nema 400 þýzkum mörkum á mánuði, en auk þess eru styrk- þegar undanþegnir skólagjöld- um og fá ferðakostnað greidd- an að noikkru. Styrktímabilið er 10 mánuðir frá 1. október 1964 að telja. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20—30 ára. Þeir skulu helzt hafa lokið prófi frá háskóla eða a. m. k. tveggja ára háskólanámi. Umsækjendur um styrk til náms við tækni- háskóla skulu hafa lokið sex mánaða verklegu námi. Góð þýzkukunnátta er nauðsynleg, en styrkþegum, sem áfátt er í því efni, gefst kostur á að sækja námskeið í Þýzkalandi áður en háskólanámið hefst. Styrkir þessir eru eins og að framan greinir ætlaðir til náms við þýzka háskóla, þ. á m. listaháskóla. Auk þess kemur til greina að styrkja starfandi lækna, er vilja afla sér sér- fræðilegrar þjálfunar í Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi. Framhald af 7. síðu. ingar sem við höfðum áöur aflaö okkur, lagði hann sama skilning og við í ummæli Kennedys. Innan mánaðar voru stjórnir Kúbu og Sovétríkjanna báðar sannfærðar um að vænta mætti innrásar á Kúbu á hverri stundu. Hvað áttum við að taka til bragðs? Hvernig áttum við að koma í veg fyrir innrásina? Við komumst að því að Krúst- joff bar sama kvíða í brjósti og við. Hann spurði okkur hvers við óskuðum. Við svör- uðum: Að séð yrði til þess, að Bandaríkin gengju ekki að þvi gruflandi að árás á Kúbu jafn- gilti árás á Sovétríkin. En hvemig mátti þetta tak- ast? Nú hófus.t viðiæður og bollaleggingar. gað mátti hugsa sér yfirlýsingu, hernaðarbanda- lag eða venjulega hernaðar- aðstoð. Rússar sögðu okkur að fyrir þeim vekti tvennt: að bjarga kúbönsku byltingunni, en koma samtímis í veg fyrir heimsstyrjöld. Þeir töldu að ef þeir létu okkur aðeins í té venjuleg vopn, myndu Banda- ríkin ef til vill samt sem áð- ur hætta á innrás og þá yrðu Sovétríkin að beita endur- gjaldsvopnum sínum og heims- styrjöld yrði ekki forðað“. Hér tók ég fram í fyrir Castro. Ég spurði hann hvernig Kúbumenn hefðu getað reitt sig algerlega á sovézka íhlut- un. Ekki mætti gleyma því, sagði ég, að Stalín hefði brugð- izt Markos, foringja and- spyrnuhreyfingar kommúnista í Grikklandi, vegna þegjandi samkomuiags við vesturveldin um skiptingu heimsins í ghrifa- svæði. . . ,,Ég veit það“, svaraði Castro, v^ÚfÞÓR. ÓUPMUmSSOi Ves'iurujccUil7Ivm <Siml 7197o INNHEIMT-A d‘ LÖGFRÆ.QISTÖHF ,.en þessu tvennu verður ekki saman jafnað. Rússar voru orðnir okkur allt of handgengn- ir. Og við höfum reyndar síð- ar fengið mjög ótvíræðar sann- anir fyrir hinni algeru sam- stöðu sovézku þjóðanna og leið- toga þeirra með okkur. Þér getið sjálfur sannfært yður um það hér hvernig sú samstaða lýsir sér í verki. Annað kem- ur hér til sögu sem varðar ein- mitt Stalín. Þegar ég var stadd- ur í Sovétríkjunum var því haldið fr;»n af sumum, annars staðar, að Krústjoff væri sátt- fúsari en Stalín .í garð kapí- talistanna. Krústjoff trúði mér þá fyrir, og ég ætla ekki að hafa það eftir sem hann sagði, mörgum dæmum um varfæmi og jafnvel undanlátssemi Stal- íns. Hanii sagði og ég trúi því að Stalín hefði aldrei sent flugskeyti til Kúbu. Satt er að þeir voru til sem þá héldu því fram að ástæð- an til þess að flugskeytunum var komið fyrir á Kúbu hefði verið sú að erfiðleikar innan- lands hefði neytt Rússa til að nota okkur sem peð í tafli till að ögra Bandaríkjunum. Ég vil aðeips sepja það eitt að Rússar vildu ekki og vilja ekki stríð. Maður verður að sækja þá heim, sjá þá að starfi, dást að þrautseigju þeirra við að bæta kjör verkalýðsins.. Þá skilst manni að ekkert er þeim fjær en að vilja ögra öðrum eða drottna yfir þeim. En Sovétríkin áttu um tvo kosti að velja: Stríð sem hefði verið algerlega óhjákvæmilegt, bæði vegna skuldbindinga þeirra og stöðu í hinum sósí- alistíska hluta heims, eða striðshættu, ef Bandaríkin létu ekki hin sovézku flugskeyti aftra sér frá að reyna að tor- tíma Kúbu. Þau völdu áhætt- una og bræðral;|; sósíalisin- ans. Þegar þannig var málum komið, hvernig gátum við Kúbumenn þá neitað að taka á okkar herðar hluta af þeirri FLUGFREYJUR Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða flugfreyjur í þjón- ustu sína, sem hefji störf á vori komanda á tímabilinu apríl-júní. □ Góð þekking á ensku og einu Norðurlandamálinu nauðsynleg. □ Einungis ógiftar stúlkur koma til greina. Umsækj- , endur þurfa að geta sótt kvöldnámskeið, sem hefjast í byrjun febrúar n.k. □ Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofum vorum heima og erlendis. □ Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k. □ Starfsmannahald félagsins veitir nánari upplýsingar, ef óskað er. ) I I wftf/ttfsir.i! JCJEJLAISÍZJAIIZ áhættu sem lagt var út í tjl þess að bjarga okkur? Það var þó allavegana sómi okkar sem um var að tefla. Ekki satt? Þér eruð kannski ekki þeirrar skoðunar að sómuin skipti máli þegar pólitík er annars vegar? Finnst kannski við vera full rómantískir? Það má vera. En hvað sem því líður þá erum við byltingarmenn. Og skemmst að.segja. þá féllumst við á að flugskeytunum yrði komið fyrir. Það var í júnímánuði 1962, að Paul bróðir minn og Che Guevara fóru til Moskvu að semja um framkvæmdaratriði. Skipin sem fluttu flugskeytin komu þremur vikum síðar. Bandaríkjamenn komust að því að um vopnaflutninga var að ræða, <#i það tók þá tvo mán- uði að uppgötva að vopnin voru flugskeyti. Tvo mánuði, cða öllu lengri tima en við höfðum gert ráð fyrir. Því að það ætti að vera öllum ljóst að tilgangurinn var að skjóta þeim skelk í bringu, ekki að ráðast á þá“. „En nú sku'lum við tala um Framfarabandalagið. Ég skal segja yður að í vissum skiln- ingi er það ágæt hugmynd, sem miðar í rétta átt. Jafnvel þótt segja megi um hana að hún komi bæði of seint og miði of skammt, að hún hafi verið neydd upp á leiðtoga Banda- ríkjanna, — þrátt fyrir allt þetta fellst ég á að hugmynd- in er í sjálfri sér vottur um að þeir gera sér nokkurt far um að semja sig að þeirri geysiöru þróiin sem nú geng- ur yfir rómönsku Ameríku. Þegar við fréttum til dæm- is (þér hafið lesið blöðin í morg- un?) að Argentínumenn þjóðnýti nú olíu'lindirnar! Argentínska stjómin! Þetta hlýtur að valija meira fjaðrafoki í kauphöllinni í New York en castrisminn! Hinir kaþólsku íhaldsmenn og herforingjar Argentínu, þæg- ustu þjónar Bandaríkjanna- Á einum stað er talað um þjóð- nýtingu. á öðrum um nýskip- an landbúnaðarins. Það er gott og blessað, ef Framfarabanda- lagið kemur þessu af stað, þá er ekkert út á það að setja; það er þetta sem fólkið þráir. Þegar ég minnist nú þess að í samskiptum okkar við Bandaríkin á dögum þeirra Eisenhowers og Nixons hljóp fyrsta snuðran á þráðinn, þeg- ar við gáfum út fyrirmæli um nýskipan i landbúnaðinum, sem gengu þó ekki lengra en svo að þau bitnuðu aðeins á þeim sem áttu jarðir yfir 200.000 hektara! Jú, þetta er rétt! 200.000! En þá æfluðu auð- hringarnir að ganga af göfl- unum. öðrum er auðveldari eftirleikurinn nú; þegar veifað er kommúnistagrýlunni, erj auðhringamir spakari. Þeir reyna nú að útvega sér leppa í stað þess að stjóma sjálfir. En þeim ætlar ekki að verða kápan úr því klæðinu heldur. Það er þess vegna að góðar hugmyndir Kennedys fá engu bjargað. Þetta er mjög auð- skilið og hann hlýtur sjálfur að vera farinn að gera sér það ljóst, því að hann er, eins og ég sagði áðan, raunsæis- maður. Árum saman hefur steína Bandaríkjanna gagnvart rómönsku Ameríku, ekki endi- lega stefna Bandaríkjastjórnar. heldur bandarísku auðhring- anna og herstjórnarinnar, haft hinar fámennu auðklíkur að meginstoð. Dollaramir og völd- n vom fengin í hendur stétt. sem Kennedy lýsti vel þegar hann ræddi við yður um Bat- ista. Svo eiga þjóðir rómönsku Ameríku allt í einu að trúa því að komnir séu til valda menn sem styðjist við aðra stétt, þótt hún ráði engum valdatækjum ríkisins, og að Bandarík'n styðji nú ekki leng- ur einvalda og arðræningja og bví engin þörf fyrir byltingu eins og þá sem Castro gerði Og hvað gerist þá? Auðhring- arnir finna að þrengt er að þeim (að vísu aðeins lítils hátt- ar, en samt sem áður), her- foringjamir i Pentagon óttast um herstöðvar sínar, auðklík- umar í öllum löndum róm- önsku Ameríku gera vinum sínum í Bandaríkjunum við- vart, og fyrr en varir hefur Kennedy alla upp á móti sér. Þeir fáu frjálslyndu forsetar — eða sem það eru kallaðir, — sem valdir hafa verið til að framfylgja hinni nýju stefnu, hafa annaðhvort hrökklazt frá völdum við lítinn orðstír, eins og Bosch í San Domingo. eða hafa umhverfzt. Betancourt var ekki neinn Batista: Hann er orðinn það“. Ég spurði Castro hver væri þá leiðin út úr ógöngunum; hvað við myndi taka. — Enda þótt Bandaríkin beiti gegn ykkur því sem þið nefn- ið kommúnistagrýllu, þá verður því ekki neitað að þið hafið kosið kommúnismann, að efna- hagur ykkar, landvarnir og öryggi eru undir Sovétríkjun- um kominn, og enda þótt enginn fótur væri fyrir því, þá telja B^ndaríkin saijit að Kúba sé hlekkur í keðju sem nær um allan hnöttinn, að hún sé orð- in sovézkur stökkpallur í heimi, þar sem friðurinn er kominn undir þegjandi samkomulagi stórveldanna um að virða á- hrifasvæði hvors aonars. — Ef Bandaríkin líta þessum augum á málið, svaraði Castro, þá er það rétt að engin út- gönguleið er til. En á hvorn hallar þegar öllu er á botn- inn hvolft? Allt hefur verið reynt gegn okkur, al'lt. bókstaf- lega allt, og við lifum enn, og betur og betur; við höfum aldrei látið bugast og við mun- um fagna 1. janúar 1964 fimm ára afmæli byltingarinnar af meiri eldmóði en nokkru sinni. Einangrunarpólitík Bandaríkj- anna verður áhrifaminni með hverjum degi. . . ,,Ég hef talað við yður sem kúbanskur byltingamaður. En ætti ég að tala við yður sem unnandi friðarins, sem veit að Bandaríkin eru of þung á metaskálunum til þess að hægt sé að virða þau að vettugi þegar heimsfriðurinn er í húfi, þá hlýt ég auðvitað að vona að í Bandaríkjunum ráði mað- ur, sem er óhræddur við að ganga á móti straumnum, berj- ast gegn auðhringunum, bera sannleikanum vitni og umfram allt leyfa þjóðum heims að ráða sér sjálfar. Ég bið aðeins um eitt, ekki um dollara, ekki um aðstoð, ekki stjómarerindreka, ekki lánveitendur, ekki herforingja, — ekkert nema um frið. að við fáum að lifa lífi í friði. Við erum sósíalistar, Bandarik- in eru kapitalískt ríki, þjóðir rómönsku Ameríku munu sjálf- ar velja sínar leiðir. En samt, þegar svo er komið, að Banda- ríkin selja Sovétríkjunum korn, eða Kanada birgir upp Kina, eða de Gaulle virðir Ben Bella, hvers vegna ætti þá ekki að vera hægt að koma Banda- ríkjamönnum í skilning um að sósíalisminn leiðir okkur ekki til fjandskapar. heldur til friðsamlegrar sambúðar? Hvers vegna get ég ekki verið Titó eða Sekou Touré? Ég held satt að segja að manni eins og Kennedy geti orðið ljóst, að það er ekki í bágu Bandaríkjanna að fylgja stefnu sem aðeins hlýtur að leiða til ófara. öllu í sam- skiptum okkar mætti kippa í samt lag, ef það er gert af gagnkvæmri virðingu fyrir full- veldi beggja". Fidel Castro reis á fætur og sagði síðan að lokum: ..Fyrst þér eruð að fara á fund Kennedys, verðið þá frið- arboði. Ég tek skýrt fram, að ég fer ekki fram á neitt, ég vænti einskis, og þar sem ég er byltingamaður er mér nú- verandi ástand ekki á móti skapi. En mér ber skylda bæðii sem manni og stjónarleiðtoga að benda á „leiðir til sátta”. Tveimur dögum síðar var Kennedy myrtur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.