Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.01.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 18. janúar 1964 — 29. árgangur — 14. tölublað. CERIÐ SKIL IDAG! Þeir sem ekki eru enn búnir að gera skil í Happdrætti Þjóðviljans 1963 eru vinsamlega beðnir að gera skil í dag svo að hægt verði að birta vinningsnúm- erin í happdrættinu. Skrifstofan að Týsgötu 3 verður opin í dag kl. 9—12 og 1—3 e.h. Happdrætti Þjóðviljans. JT Arekstur á hættusvæði Ungir Panamaoúar með fána sinn á lofti. — Sjá erlend tíðindi á 7. síðu Tvö alvarleg um- ferðarslys í gær Tvö alvarleg umfcrðaslys urðu f Reykjavík í gær. KI. 16.15 varð Magnús Jakobsson fyrír bíl í Suðurgötu, og meiddist ai- varlega. Þá varð Karl Laxdal fyrir bíl við Miklatorg síðari hluta dags, og eru meiðsli hans einnig talin alvarleg. Magnús Jakobsson er 68 ára að aljjri, fæddur 1896. Magnús var að virrna við að sópa Suður- götuna, er slysið varð. Segist bílstjórinn ekki hafa séð Magn- ús fyrr en hann varð fyrir bíln- um. Magnúg var fluttur á Landa- kot. Er hann tvílærbrotinn, en hefur auk þess hlotið höfuð- meiðsl. Magnús var meðvitund- arlaus í gærkvöldi. Karl hlaut alvarleg höfuð- meiðsl og var einnig fluttur á Landakot. Féll niður í bát og hryggbrotnaði ■ í fyrrinótt um kl. hálf tvö varð það slys við höfn- ina að tveir menn féllu út af Grandagarði. Annar maður- inn féll í sjóinn og var honum bjargað frá drukknun fyrir snarræði leigubílstjóra og lögreglumanns en hinn maðurinn lenti á borðstokk báts er lá við garðinn og hrygg- brotnaði. Var hann fluttur 1 sjúkrahús. Nýr ásfeyfingarsfeinn i sambúSinni viS Bandarikin Frakkastjórn ákveður að viðurkenna Alþýðu-Kína PARÍS 17/1 — Það er haft eftir góðum heimild- um í París að franska stjómin hafi tilkynnít þeirri bandarísku að hún hafi ákveðið að viðurkenna alþýðustjórnina í Peking. Engin opinber tilkynn- ing hefur verið gefin út um þetta og talsmaður Bandaríkjastjómar varðist í gær allra frétta. Þessi ákvörðun frönsku stjómarinnar kemur ekki á óvart, en búizt er við að það kunni að dragast nokkuð að formlegu stjómmálasambandi verði komið á milli ríkjanna. Ljóst er af viðbrögðum Banda- ríkjastjómar að hún er lítt. hrif- in af þessari ákvörðun frönsku stjómarinnar. Talsmaður John- sons forseta sagði í gær þegar fréttamenn báru undir hann tíð- indin frá París, að Bandaríkja- stjóm hefði ekki fengið neina opinbera tílkynningu um fyrir- ætlanir Frakka. en tók þau um- mæli síðar aftur og sagði í stað- inn að stjóm hans vissi ekki til þess að Frakkland hefði viður- kennt stjómina í Peking. Frétta- menn töldu að svarað væri út Framhald á 3. síðu. Um kl. 1.30 i fyrrinótt kom leigubílstjóri á lögreglustöðina og skýrði svo frá að hann hefði séð mann detta í sjóinn út af Grandagarði. Hafði hann ekið tveim piltum út á Grandagerð og voru þeir að fara til skipg. og sá hann er hann var að aka burt að annar þeirra féll út af garðinum. Ók hann beina leið á lögreglustöðina og tilkynnti um atburð þennan. Ármann J. Lárusson glímu- kappi og lögregluþjónn fór þeg- ar á vettvang með bifreiðastjór- anum. Kastaði Ármann sér þeg- ar í sjóinn eftir manninum op Framhald á 2. síðu Ágúst Ilafberg forstjóri Landleiða við stýri eins Hafnarf jarðar- vagnsins í gærdag. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Brunaliðsmenn að slökkvistarfi að Klömbrum í gær. ■— (Ljósnv Þjóðv. A.K.). Kveikt í heygeymslu að Klömbrum? Kl. 12.39 í gær var slökkvilið- ið kvatt að klömbrum við Rauð- arárstíg. Hafði komið þar upp eldur í útíhúsi sem notað er fyr- ir hesthús og heygeymslu. Virð- ist hafa kviknað í vegg hey- geymslunnar. Fjórir hestar voru inni i hesthúsinu er eldurinn kom upp og var a.m.k. einn þeirra orðinn allilla haldinn af reyk er þcim var hleypt út. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar virðast allar líkur benda ti'l þess að hér hafi verið um íkveikju að ræða. Nokkru áður en eldsins varð vart að Klömbrum sást til 12 til 13 ára drengs er var að reyna að kveikja í bréfum í ösku- tunnum við húsin nr. 64 og 66 við Hringbraut. Hljóp dreng- urinn siðan yfir á Klambratún- ið og í átt að Klömbrum. Um það bil 10 mínútum síðar sást að kviknað var í þar. Biður rannsóknarlögreeglan alla þá I sem kynnu að geta gef ið ein- Samþykkt frumdrög að sáttmála um að skerða landhelgina Sjó síðu VIÐTÆKT VERKFALL SER- LEYFISBÍLSTJÓRA HAFIÐ hverjar upplýsingar í sambandi að gefa »ig fram. Talsverðar skemmdir urðu á heyinu af eldi og vatni og eirm- ig skemmdist heygeymslan tals- vert. Hestana mun hins vegar ekki hafa sakað. Eigandi hús- anna er Ólafur H. Pálsson og átti hann einnig tvo hestanna en tveir menn aðrir áttu hia hestana. Verkfall bílstjóra á sérleyfis- bifreiðum hófst á miðnætti 1 fyrrinótt, aðfaranótt föstudags- ins. Stendur kaupdeilan í raun- inni um kaup og kjör sérleyfis- bílstjóra um allt land, en snert- ir þó fyrst og fremst bflstjórana á leiðinni milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar, Suðurnesjaleið- irnar, austurleiðir frá Reykjavík og norðurleiðina. Á þessum leiðum hefur sér- leyfisakstur verið stöðvaður. Forstjóri Land'leiða. Ágúst Haf- berg, ók sjálfur eitthvað á leið- inni milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar í gær, og höfðu bíl- stjórar við orð að raunar hefði forstjórinn gott af því að kynn- ast hvað það væri að aka á þeirri leið. Landleiðir höfðu uppi í gær ýmsa tilburði til verkfallsbrota, sem voru stöðvuð, og gekk fram- kvæmd verkfallsins yfirleitt vel, að því er blaðið frétti. •k Meðlímur í Frama! Frá Norðurle'ð var Þjóðviljan- um tilkynnt í gær að á þeirri leið yrðu óbreyttar ferðir, tvær i viku, á þriðjudögum og föstu- dögum, og myndi Birgir Ágústs- son. framkvæmdastjóri Norður- leiða aka. Sá hængur mun þó á þeirri fyrirætlun að nefndur Birgir Ágústsson mun enn vera með- limur í Bifreiðastjórafélaginu Frami, sem í verkfallinu stend- ur, og hefði því ekki samkv. vinnulöggjöfinni leyfi til að vnna í verkfallinu, og verður væntanlega haldið að réttum lögum. Borgarstjóm sam- þykkir tillögu Öddu Bám: Aukin skólu- fræðslu um bindindismál Á fundi borgarstjórnax Reykjavíkur í fyrrakvöld var cinróma samþykkt eft- irfarandi tillaga um aukna bindindisfræðslu, sem Adda Bára Sigfúsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins bar fram: „í því skyni að vinna gcgn áfengis- og tóbaks- notkun unglinga ákveður borgarstjórnin að auka notkun kvikmynda við bindindisfræðslu í skólum. Jafnframt felur borgar- stjórnin borgarlækni og fræðslustjóra að kanna möguleika á því að fá lækna tíl að taka upp kerf- isbundinn þátt í fræðslu skólanna um áfengi og tóbak”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.