Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. febrúar 1964 — 29. árgangur — 44. tölublað. Aðvörun til foreldra 30-40 hvellhettum stolið ★ Milli klukkan 12 og 12.30 í gær var stolið 30-40 kveikju- þráðum með hvellhettum úr bíl er stóð hjá grunninum vestan við Xðnskólann en þar er nú unnið að sprenging- um. ★ Grunur leikur á um það að krakkar hafi verið hér að verki og eru foreldrar aðvar- aðir um að gefa því gætur ef þau verða vör við að böm þeirra hafi slíka hluti undir höndum því að stórslys getur af þvi leitt. Hvellhetturnar eru ca sex sm langar og lík- ar blýanti í lögun og fylgja þeim eins og áður segir kveikjuþræðir. Hefndarverðhækkanirnar dynja yfir daglega: Viðræium SAS og Loftleiða lokið | | í fyrradag lauk viðræðum fulltrúa SAS og Loftleiða sem staðið höfðu yfir í tvo daga hér í Reykjavík og héldu SAS-ménnirnir utan aftur í gærmorgun. | | í gær barst Þjóðviljanum svohljóðandi tilkynning frá Loftleiðum um viðræðumar: ARNE WICKBERG forstjóri Sví- þjóðardeildar SAS og einn af mestu áhrifamönnum félagsins hafði forustu fyrir samninga- nefndinni sem hingað kom. — LÍFSNAUÐSYNJAR HAFA NU HÆKKAÐ UM ÞRJÁ FJÓRÐU □ Hefndarverðhækkanir ríkisstjórnarinnar dynja nú yfir daglega. janúarmánuði hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um fjögur stig og er komin upp í 153 stig. „Fulltrúar Ixjftleiða og SAS hafa dagana 19.-20. fébrúar hald- ið fundi í Reykjavík í þeim til- gangi að kynna sér sameiginlega annars vegar verðlagsgrundvöll- inn og kostnaðarhlið norræn3 flugs yfir Norður-Atlanzhaf, og hins vegar til þess að rannsaka möguleika fyrir samvinnu. Umræðumar fóru fram £ hreinskilni og vinsemd og hefur árangurinn orðið sá, að báðir aðilar hafa gert ljósa afstöðu sína til vandamálanna. Fulitrúar flugfélaganna munu nú láta flugmálastjómum í té greinargerðir. Flugmálastjómir Islands og Norðurlandanna munu hittast í náinni framtíð til þess að halda áfram viðræðum“. Allir Iiðir vöru og þjónustu hækkuðu í janúarmánuði. Vísitalan fyrir ,,matvörur“ hækkaði um hvorki meira né minna en sjö stig og er nú komin upp í 187 stig. Það vantar þannig ekki mikið upp á að niédvæli hafi tvö- faldazt í verði í tíð viðreisn- arstjórnarinnar. Vísitalan fyrir „hita, rafmagn o. fl.“ hækkaði um tvö stig og er nú 148 stig. Visitalan fyrir „fatnað og SIGURBJORN HLAUT 20 MÁN. FANGELSISDÓM □ í gær var kveðinn upp í Sakadómi Reykjavíkur af Halldóri Þorbjörnssyni sakadómara dómur í máli Sigur- bjarnar Éiríkssonar veitingamanns og tveggja fyrrverandi gjaldkera við Lanasbankann. Sigurbjöm var dæmdur í 20 mánaða fangelsi fjrrir fjársvik en gjaldkeramir vom báð- ir sakfelldir fyrir hirðulcysi i opinbem starfi. Var ann- ar dæmdur í 30 daga varðhald skilorðsbundið en refsing hins var látin falla niður. I forsendum fyrir dóminum 6egir að Sigurbjöm E'ríksson sé dæmdur fyrir brot á 248. grein almennra hegningarlaga en hún fjalla um fjársvik. Er honum Dræm síidveiði í Meðallandsbugt Síldveiði í fyrrinótt var með dræmara móti og fengu uítján skip um átta þúsund tunnur. Stór Ioðnugangur gékk á síldar- miðin á Meðallandsbugt £ gær og torveldar síldveiði. Er nær ógerlegt að greina á milli loðnu og síldar á lcitartækjum bát- anna og erfitt að fá Ioðnu í síld- arnót. Afli einstakra báta fer hér á eftir: Ófeigur II 400, ögri 200, Guð- mundur Þórðarson 100, Harald- ur 500, Höfrungur II 600. Reynir 200, Sólrún 700, Vigri 900, Helgi Flóventsson 800, Mánatindur 100, Ólafur Magnússon 1100, Kópur 500. Guðmundur Pétursson 700, Engey 250, Bára 200, Þorgeir 200, Guðbjörg 300, Jón á Stapa 200., Vonin KE fékk 1800 tunnur af loðnu í nótt og landaði henni 1 bræðslu í Keflavík. Flokkurinn Deildarfundir verða á mánu- dagskvöld. Formannafundur verður klukkan sex síðdegis i dag. — Sósíalistafél. Rvíkur. verjenda sinna Amar Clausen og Gunnlaugs Þórðarsonar. Verjendur Sigurbjarnar og Garðars áskildu sér rétt til að áfrýja dómnum til hæstaréttar innan tilskilins tíma. álnavöru" hækkaði um þrjú stig í janúar og er nú 150 stig. ★ Vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu" hækkaði um sex stig og er nú 177 stig. * Að meðaltali hækk- aði vísitalan fyrir vör- ur og þjónustu um sex stig í janúarmán- uði og er nú 174 stig. Almennar nauðsynj- ar vísitölufjölskyld- sfinnar hafa þannig hækkað um því sem næst þrjá fjórðu af vöídum viðreisnar- stjórnarinnar. Sex innbrot voru framin í fyrrinótt 1 fyrrinótt voru framin sex innbrot hér i borg og benda all- ar líkur til þess að sami maður eða menn hafi verið að verki á fimm staðanna. Fyrst hefur þjófurinn brotizt inn í Áhaldahús Reykjavíkur og braut hann þar og bramlaði allar læsingar er á vegi hans urðu en hafði ekki annað upp úr krafs- inu en eina flösku af brennslu- spritti. Næst hefur hann brotizt inn f Ræsi og mölvaði hann þar tvær hurðir og braut upp borð- peningakassa og stal úr honum 200 krónum í peningum. Einnig fór hann inn í herbergi verzlun- arstjórans og réðist þar á skjala- skáp og eyðilagði efstu skúffu hans en gafst síðan upp. I næstu skúffu var hins vegar geymdur talsverður sjóður af peningum. Þá brauzt þjófurinn inn í tvö fyrirtæki að Skipholti eitt og braut þar alls fjórar hurðir. Náði hann 500 krónum í peningum í öðru fyrirtækinu en nokkrum gömlum nælonsokkum í hinu. Loks brauzt hann inn í fyrir- tækið Chemia að Höfðatúni 10. Braut hann þar upp þrjár hurðir og sprengdi upp gamlan pen- ingaskáp er notaður var sem skjalaskápur. Sjötta innbrotið var framið í Borgarþvottahúsið en ekki er vit- að fyrir víst hvort einhverju hefur verið stolið þar. gefið að sök að hafa dagana 19. 20. og 21. september sl. selt Landsbankanum sex innstæðu- lausa tékka samtals að upphæð kr. 1.925.000.00. Hann er hins vegar sýknaður af ákæru um hlutdeila í brotum hinna með- ákærðu gjaldkera. Til frádráttar 20 mánaða fangelsisvist harys kemur 19 daga gæzluvarðhalds- vist. Engar fjársektarkröfur á hendur Sigurbimi voru hafðar uppi fyrir dómnum enda hefur Landsbankinn sótt bótakröfur sínar á hendur honum í saka- máli og koma þær því ekki til greina í sambandi við refsimálið. Honum var hins vegar gert að greiða málsvamarlaun, krónur 4500.00 til verjanda síns, Jóns Magnússonar lögmanns. Eins og áður segir voru hinir meðákærðu gjaldkerar báðir fundnir sekir um brot á 141. grein almennra hegningarlaga fjrrir stórfellt hirðuleysi í opin- beru starfi. Var annar þeirra, Garðar Sigurgeirsson dæmdur í 30 daga varðhald skilorðsbundið en refsing hins gjaldkerans, Mar- inós Hafsteins Sveinssonar var felld niður þar eð brot hans var eigi talið stórfellt. Báðir voru þeir sýknaðir af ákæru um misnotkun á aðstöðu sinni í eiginhagsmunaskyni. í forsendum dómsins kemur það fram að litið er á gjaldkerana sem opinbera starfsmenn. Þá er brotvikning þeirra úr starfi höfð til hliðsjónar við ákvörðun refs- ingarinnar. Þeim var oc báðum gert að greiða málsvarnarlaun til I * TRESMIÐIR! KJ0SIÐ DUGMIKLA 0G SAMHENTA FÉIAGSSTJÓRN! | | Trésmiðirnir ganga í dag og á morgun til stjórnarkosninga, og munu staðráðnir að tryggja félagi sínu farsæla og samhenta stjórn með því að stuðla að sigri A-list- ans, Jóns Snorra Þorleifssonar og félaga hans. | | Kosið er á skrifstofu félags- ins Laufásvegi 8, í dag (laugardag) frá kl. 2 e.h. til kl. 10 en á morg- un (sunnudag) kl. 10-12 og kl. 1-10. Q] B-listamennirnir í Trésmiðafé- laginu fóru hinar mestu hrakfarir á kosningafundinum í Tjarnarbæ á dögunum og fengu aðeins 4 at- kvæði með tillögu, sem átti að kanna undirtektir fundarmanna við gagnrýni þeirra á starfi stjórnar- innar. Grobb þeirra í Mogga og Vísi um frammistöðu sína á fund- inum minnir því einna helzt á hann sem sagði: Sáuð þið hvernig ég tók hann! Sjá nánar viðtal við Jón Snorra á 2. síðu I I I I V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.