Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.02.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. febrúar 1964 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3 Ný bandarísk kaf- bátastöð á Spáni HOLY LOCH 21/2 — Bandaríkjamenn hafa ákveðið að koma sér upp nýrri pólaris-kafbátastöð á Spáni. Kafbáta- stöðin verður í Cota á strönd Atlanzhafsins. Var áður meiningin að nýju kafbátamir hefðu bækistöð á Skotlandi, Holy Loch, en síðan hafa nýir samningar náðst með Spán- verjum og Bandaríkjamönnum. Ótryggt ástand við Miðjarðar- hafið Bandaríkin skýra þessa nýju fyrirætlun sína með því, að „á- Kúbönsku sjó- mennirnir komnir heim HAVANA 2172 — Kóbönsku sjómennirnir, sem nýlega voru dæmdir í Bandaríkjunum fyrir ólöglegar veiðar, komu til Hav- ana í dag. Þeir höfðu greitt skaðabæturnar, sem þeim voru dæmdar. eða 500 dollara hver. Fidel Castro var niðri á hafn- arbakka til þess að taka á móti þeim. ásamt miklum mannfjölda. Síðan var haldinn blaðamanna- fundur og skýrðu sjómennimir frá því, að fánunum hafi verið stolið af öllum bátunum og ýmsu tauslegu, einnig hafi bátar þeirra orðið fyrir tjóni á meðan þeir tágu við. Sagði einn sjómann- »nna. að Bandaríkjamenn væru gannkaliaðir sjóræningjar. Ann- ars sögðust beir ekki hafa sætt slæmri meðferð, en hins veg- ar hefði þeim verið boðnir 300 dollarar. ef þeir vildu verða eftir í Bandaríkjunum. standið við Miðjarðarhafið sé af- ar ótryggt". Nú þykir kafbáta- stöðin á Skotlandi of langt frá Miðjarðarhafinu. Fyrir einu ári síðan tilkynnti Bandaríkjaher spönsku stjórninni, að hann hefði ekki lengur þörf fyrir spönsku herstöðvamar fyrir pól- ariskafbáta, heldur mundi haldið Nœsti maður? LOS ANGELES 21/2 — Lögregl- an f Los Angeles sneri sér til leyniþjónustunnar vegna nokk- urra unglinga, sem handteknir voru af hreinni tilviljun og reyndust þá vera með fullan bíl af nazistabæklingum. Ungiing- arnir voru stöðvaðir af umferða- lögreglunni, sem þá sá, að þau voru með heilt bílfermi af naz- istaáróðri, myndum af Hitler og riffil og 500 skot. Á einum bækl- inganna var mynd af Johnson. þar sem riffli var miðað á hann. Undir myndinni stóð: Næsti mað- ur? Hafði fimm nýru þegar hún lézt PORTLAND, Oregon — Enn einu sinni hefur bandarískum læknum mistekizt að bjarga lífi nýrnasjúklings með því að græða í hann heil nýru. Fer- tug kona lézt á sjúkrahúsi f Portland fyrir helgina og var þá með fimm nýru. Hún gekkst undir fyrstu að- gerðina 21. janúar, þegar bæði nýru hennar biluðu. Tvö apa- nýru voru þá grædd í hana, en hennar eigin ekki tekin úr henni. Apanýrun unnu ekki eins og vonir höfðu staðið til, og var þá grætt f hana nýra úr manni, sem vegna meiðsla hafði ekki gagn af nema öðru nýra sínu. Þessi aðferð mis- tókst líka og lífi sjúklingsins varð ekki bjargað. Skátahátíð 1 dag, 22. febrúar, verður Lady Baden Powell, alheimsfor- ingi kvenskáta 75 ára. Lady Baden Powell hefur þris- var heimsótt íslenzka skáta og nú síðast 1962, þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skátahreyf- ingarinnar á íslandi. Lady Baden Powell var kona Lord Baden Powell of Gilwell, sem var stofandi skátahreyfing- ingarinnar. Lady Baden Powell hefur frá fyrstu tíð helgað starfskrafta sina skátahreyfingunni og enn í dag er hún á stöðugum ferða- lögum. Sýningu Þórðar lýkur annað kvöld áfram að stjóma þeim frá Holy Loch Er hér um þrjá pólariskaf- báta að ræða, sem nota á á Mið- jarðarhafssvæðinu. Lúta ekki stjóm NATÓ Það var yfirmaður bandarísks birgðaskips, sem fór frá Holy Loch í morgun, sem fyrstur skýrði frá þessu. Sagði hann, að birgðaskipið væri að flytja birgð- ir til Cola og væri tilgangurinn að koma þar upp kafbátastöð. Stjóm bandaríska flotans skýrði síðan frá því, að nýju kafbátamir muni ekki lúta stjórn Atlanzhafsbandlagsins, — heldur aðeins Bandaríkjanna. Kafbátastöðin verður við strönd Atlanzhafsins í herbækistöð Bandaríkjamanna, Cota. Inönu varsýntbana- tílræði í dag ANKARA 21/2 — Forsætisráðherra Tyrklands, Ismet In- önu, slapp naumlega í dag, er gerð var tilraun til þess að ráða hann af dögum. Skotið var á ráðherrann á 3ja metra færi en ekkert skotanna hæfði í mark. Inönu er áttræður að aldri. Forsætisráðherrann var á leið- inni til þings í bifreið, þegar skotið var að honum fjórum skotum. Maðurinn, sem skaut hafði bersýnilega ekki fengið slíka þjálfun, sem þekkist í Texas. því þótt hann væri ekki nema í þriggja metra fjarlægð frá bifreiðinni geiguðu öll skot- in. Inönu hélt ferð sinni áfram eins og ekkert hefði í skorizt og talaði síðan til þjóðarinnar í sjónvarpi skömmu síðar. Maðurinn, sem skaut að ráð- herranum var þegar í stað hand- tekinn og kom í ijós, að hann var rafvirki, Suma að nafni. Kvaðst hann andvígur stjóm Inönu, og hafa verið ákveðinn í að drepa ráðherrann frá því hann steypti Menderes af stóli. Kvikmyndasýning Umferðaröryggi — Bifreiðatækni Laugardaginn 22. febr. 1964 kl. 15 efnir Fél. ísl. bifreiðaeigenda til kvikmyndasýningar í Gamla Bíó, um umferðarmál og bifreiða- tækni. Þessar myndir verða sýndar: • 1. Akstur í hálku, íslenzkt tal '(20 mín.) 2. Afmælisflýtir, enskt tal (15 mín.) 3. Blöndungurinn, íslenzkt tal ( 8 min.) 4. Hindrun óhreininda í blöndungi, isl. tal ( 8 mín.) 5. Kertin, íslenzkt tal ( 8 mín.) 6. Kveikjan, íslenzkt tal '( 8 mín). 7. Rafkerfið, íslenzkt tal ( 8 min.) Munið: Sýningin hefst kl. 15 í Gamla Bíó. Félagsmenn fjölmennið, fræðist um bif- reiða tækni og umferðaröryggi. — Aðgang- um ókeypis. Stjórn FÍB. Ödýrar kvenkápur með eða án skinna til sölu. — Sími 4-11-03. Málverkasýningu Þórðar Hall- dórssonar í Bogasal Þjóðminja- safnsins lýkur kl. 10 sunnudags- kvöld. Hafa um 40 myndir selzt af þeim 54 sem voru á sýn ingunni og yfir 2.000 gestir sótt sýninguna, að því er Þórður tjáði Þjóðviljanum í gær. Kvað hann Kjarval hafa verið meðal sýningargesta í gær, hefði hann staðið lengi við og verið hinn ánægðasti. Myndin liér fyrir ofan er af einu málverki Þórðar. Pólskt þakjárn fyrirliggjandi. Verð kr. 13,99 fetið. HELGI MAGNÚSSON & Co. Hafnarstræti 19. — Símar 13184 og 1722’!. — Elsta byggingavöruverzlun landsins. — Vélstjóra vantar á 70 lesta bát sem rær með net frá Hafnar- firði. — Upplýsingar í síma 3-66-53. Vörugeymslu- og verkstœðishurðir Smíðum allar stærðir af bílgeymslu- og porthurð- um. Hagkvæmt verð. Stuttur afgreiðslufrestur. Hurðirnar eru leikandi léttar í meðförum. Allt járn sandblásið og galvaniserað. Getum framleitt upp í 30 ferm. að stærð. Leitið upplýsinga og tilboða. VélsmiSjan JÁRN h/f Síðumúla 15. — Símar 34200 og 35555. Stimplar og stimplavörur BLEKPUÐAR: 5 stærðir, 5 litir, 2 tegundir. BLEKGLÖS 2 stærðirt 5 litir. DAGSETNING ARSTIMPL AR: 5 gerðir. VASASTIMPLAR: 3 stærðir, 2 tegundir. VERÐSTIMPL AR: 4 stærðir, 2 tegundir. TÖLUSTIMPLAR: 4 stærðir, I tegund. ENDURSKOÐUN ARSTIMPL AR: 1 stærð. — Og margar tegundir af stimplavörum. GUMMÍST AFRÓF: 2 stærðir. STIMPLAGERÐIN Hverfisgötu 50 — Sími 10 6 15. ATH: Önnumst einnig alla PRENTUN. Umboðsmenn óskast úti á landi. Auglýsið í viljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.