Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 1
SJÁ OPNU BLAÐSINSI DAG
Þjóðviljinn birtir í dag annan hluta hinnar athygl-
isverðu frásagnar af morði Kennedys Bandaríkja-
forseta, frásögn sem vakið hefur heimsathygli.
FRAKKAR SKJOTA ELDFLAUGUM
AF MÝRDALSSANDI í SUMAR
□ Prófessor Þorbjöm Sigurgeirsson, for-
stöðumaður Eðlisfræðistofnunar Háskólans,
skýrði Þjóðviljanum frá því í gær, að frönsk-
um vísindamönnum hafi verið veitt rann-
sóknaleyfi til athugana á Van-AIlen geisla-
beltinu héðan frá fslandi í sumar. Er gert ráð
fyrir að Frakkar skjóti tveim eldflaugum í
þessu rannsóknaskyni af Mýrdalssandi í júlí-
mánuði í sumar.
Af hálfu íslenzkra stjómarvalda hafa Frakkamir fengið um-
rætt rannsóknaleyfi sem fyrr segir og í gær munu tveir fulltrúar
frönsku vísindastofnunarinnar hafa setið á fundum með íslenzk-
um aðilum og rætt framkvæmdaatriði í sambandi við fyrirhug-
uð eldflaugaskot af Mýrdalssandinum. Annar frönsku fulltrúanna
hefur dvalizt hér á landi undanfarna daga, en hinn kom til
Reykjavíkur í fyrradag. Utan munu þeir halda í dag.
Rannsóknir á Van Allen-beltinu.
Þorbjöm Sigurgeirsson prófessor skýrði ÞJÓÐVILJANUM svo
frá, að rannsóknir frönsku vísindamannanna myndu beinast að
svonefndu Van Allen-geislabelti sem er umhverfis jörðu. Hafa
Frakkamir fyrst og fremst hug á að rannsaka prótónur og elekt-
rónur í geislabelti þessu, hvaðan þær fái orku sína.
Til þess að unnt sé að gera athuganir í þessum efnum, verður
að skjóta rannsóknaeldflaugum frá einhverjum stað í norður-
ljósabeltinu og þessvegna hafa Frakkamir valið ísland.
Eldflaugunum skotið í júlí.
Töluverður útbúnaður mun nauðsynlegur í þessu rannsóknastarfi
og er búizt við að Frakkamir komi hingað með hafurtask sitt
í lok júní-mánaðar í sumar. Eldflaugunum verður svo væntanlega
skotið í júlfmánuði; um tvær eldflaugar verður að öllum líkindum
að ræða, en seinna eldflaugaskotið fer að sjálfsögðu mikið eftir
því hvernig hið fyrra heppnast.
— ■ " '
8H®
v-v®':
.. : .vi ,
fliil®!
I _ .
ésspi ,
i !
Teikning sem sýnir hið svonefnda Van Allen-beltí.
Ingólfur Jónsson í efri deild:
Ríkisstjórnin viðurkenndi þýðingu
verkfræðinga með kúgunarlögum!!
Eíga að komast í 400 km hæð.
Eldflaugunum verður skotið á loft frá Mýrdalssandi, væntan-
lega austan við Vík 1 Mýrdal, og er gert ráð fyrir að þær kom-
ist í rúmlega 400 kílómetra hæð. Þetta veröa franskar eldflaugar.
■ Enn er samgöngumála-1 segja að þetta sé orðin ár-
ráðherra á ferðinni með lög legur erindrekstur hjá ráð-
gegn verkfræðingum og málherranum; í fyrra voru það
lög um hámarkslaun verk-
fræðinga og núna löggjöf
um afnám réttar þeirra til
frjálsra samninga. Það er
því von að spurt sé: hvað
næst?
■ Á þessa leið hóf Alfreð
Gíslason mál sitt í efri deild
Alþingis í gær þar sem
frumvarpið um staðfestingu
á bráðabirgða kúgunarlög-
unum í kjaradeilu verk-
t>---------i-------------
Eldur í
Bezt
★ I gaar nokkru fyrir hádegi
kom upp eldur í húsinu Klapp-
arstíg 44 en þar er útibú frá
verzluninni Bezt til húsa. Eld-
urinn kom upp í kjallaranum
sem notaður er til kaffihitunar
og var hann fljótlega slökktur
en talsverðar skemmdir urðu af
reyk og vatni á vörum verzlun-
arinnar.
★ Myndimar sem fylgja hér
með eru teknar er slökkviliðið
var að störfum við að ráða nið-
urlögum eldsins. Á annari mynd-
inni sést slökkviliðsmaður
sprauta vatni á eldinn. Hin
myndin sýnir útbúnað slökkvi-
liðsins og forvitna áhorfendur.
fræðinga var til fyrstu um-
ræðu. Sýndi Alfreð fram á
að viðreisnarstjórnin hefur
nú í fimm ár átt í látlaus-
um útistöðum við -íslenzka
verkfræðinga.
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráðherra hafði framsögu
með frumvarpinu en það kem-
ur nær óbreytt frá neðri deild
og er birt í heild á 4. síðu
Þjóðviljans í dag. Ráðherrann
rakti sögu málsins frá sjónar-
hóli ríkisstjórnarinnar og
kenndi þar margra furðulegra
grasa. Meðal annars fullyrti
hann að verkfræðingar hefðu
sætt sig við gerðardóminn og
að breytingin sem gerð var á
frumvarpinu í neðri deild
breytti í engu „meiningu“ þess,
eins og hann orðaði það, en
sagði að sér skildist, að verk-
fræðingar muni betur sætta sig
við lögin með þeirri orðalags-
breytingu.
Ekki betur gert
Alfreð Gíslason varð til and-
mæla. Sagðt hann að ríkis-
stjórnin gæti ekki betur en hún
hefur gert í því, að flæma
verkfræðinga úr landi og unga
menn frá því að leggja stund á
verkfræðinám. Hann minnti á
að árið 1957 hefði einn verk-
fræðineur farið utan í atvinnu-
leit, 1958 tveir en níu árið 1960.
Þessar tölur hafði hann úr
skýrslu Hagstofu íslands um
íólksflótta úr landinu og þegar
ráðherra vildi rengja þessar töl-
Framhald á 3. síðu.
í
1