Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 10
|Q SÍÐA
MðÐVILIINN
Föstudagur 13. marz 1964
ARTHUR C. CLARKE
í MÁNARYKI
þennan vegg, sagði geimsiglinga-
foringinn, myndi það bæta úr
skák — eða myndi glerið rifna?
— Ég held við ættum að reyna
svaraði McKenzie, — en mjög
varlega — ekki of mikið í einu.
Hann fyllti plast bolla — vatnið
var þegar orðið heitt — og leit
spyrjandi á hina. Enginn hreyfði
mótmælum og hann fór að
skvetta nokkrum dropum á sjóð-
heitan flötinn.
Brakið og brestimir sem því
fylgdu, voru svo uggvænlegir að
hann hætti samstundis. Þetta var
of mikil áhætta; hefði þetta ver-
ið málmveggur var öðru máli að
gegna, en þetta sérstaka plast
myndi springa við hitasveiflum-
ar.
— Vig getum ekkert gert hér,
sagði geimsiglingaforinginn. —
Jafnvel þessi slökkvitæki koma
að litlu haldi. Við ættum að
fara héðan út og loka öllu þessu
svæði. Hurðin verður viðbótar-
hindrun og við fáum dálítinn
aukafrest.
Pat hikaði. Hitinn inni var
næstum óþolandi, en honum
fannst það hálfgerð ragmennska
að flýja af hólmi. En tillaga
Mansteens var skynsamleg; ef
hann yrði þama kyrr þar til eld-
urinn brytist i gegn, myndi hann
sennilega missa meðvitund sam-
stundis af gasgufunum.
— Allt í lagi — við skulum
koma, sagði hann. Við skulum
athuga, hvers konar vamarvegg
við getum útbúið bakvið þessa
hurð.
Hann bjóst ekki við að þeir
hefðu langan tíma til stefnu;
hann var þegar farinn að heyra
greinilegt frusshljóð í veggnum
sem hélt þessum heljareldi í
skefjum.
ÞRlTUGASTI KAFLI
Fregnin um það að eldur væri
laus í Selenu. hafði engin áhrif
á athafnir Lawrence. Hann gat
ekki flýtt sér meira en hann
gerði; ef hann gerði tilraun til
HÁRGREIÐSLAN
HárgTelðslu og
snyrtlstofa STEINU og DÖDÖ
Langavegl 18 m. h. (lyfta)
SÍMI 24616.
P E R M A Garðsenda 21
SfMI 33968. Hárgreiðslu- og
snyrtistofa.
Dötnur! Hárgreiðsla rfð
allra hæfl.
TJARNARSTOFAN.
Tjamargötu 10. Vonarstrætis-
megin. — SlMI 14662.
HARGREIÐSLtJSTOFA
AUSTURBÆJAR.
(Maria Guðmundsdóttir)
Laugavegi 13 — SlMI 14656.
■- Nuddstofa á sama stað. —
þess, kynni hann að gera skyssu,
einmitt þegar mestu varðaði að
engin mistök yrðu. Hann gat
ekki annað gert en haldið áfram
við verk sitt í þeirri von að
hann ynni kapphlaupið við eld-
inn.
Tækið sem nú var verið að
senda niður strokkinn minnti á
risastóra sprautukönnu eða
stækkaða útgáfu af sprautum
sem notaðar eru við að skreyta
brúðartertur. 1 þessari sprautu
var hvorki olía eða kökukrem,
heldur llfrænt kísilsýrusamband
undir miklum þrýstingi. I svip-
inn var það fljótandi; það yrði
það ekki lengi.
44
Fyrsta verkefni Lawrence var
að koma vökvanum inn á milli
laganna í þakinu án þess að
hleypa rykinu 1 gegn. Hann not-
aði litla hnoðbyssu og rak sjö
bolta inn í ytra borðið á Selenu
— einn i miðjan hringinn, hina
sex með jöfnu millibili allt i
kring.
Hann tengdi sprautuna við
miðboltann og þrýsti á gikkinn.
Það heyrðist dálítið hvæs þegar
vökvinn streymdi gegnum holan
boltann og þrýstingurinn frá
honum opnaði dálitla loku í á-
völum oddinum. Lawrence færði
sig rösklega milli boltanna og
sprautaði jafnmiklu magni af
vökva gegnum hvem þeirra. Nú
hefði efnið dreifzt næstum jafnt
milli laganna tveggja. myndað
pönnuköku sem var meira en
metri í þvermál. Nei — ekki
ponnukokú, fíefdur frauð, því áð
það hefði byrjað að freyða um
leið og það slapp útúr spraut-
unni.
Og fáum sekúndum síðar
myndi það byrja að harðna fyrir
áhrif hvetjarans sem blandað
hafði verið í það. Lawrence leit
á úrið sitt; eftir fimm mínútur
yrði froðan steinhörð en götótt
eins og vikur — sem hún var
reyndar mjög lík. Þá yrði eng-
in hætta á að meira ryk rynni
inn í þennan hluta þaksins; það
sem þar var fyrir, var rígskorð-
að á sínum stað.
Hann gat ekkert gert til að
stytta þessar fimm mínútur; á-
ætlunin byggðist öll á því að
froðan fengi ákveðna hörku. Ef
útreikningar hans hefðu reynzt
rangir eða efnafræðingamir
heima hefðu gert skyssu. þá var
fólkið um borð í Selenu dauð-
ans matur.
Hann notaði biðtímann til að
hreinsa til í strokknum og senda
öll tækin aftur upp á yfirborðið.
Fljótlega var Lawrence eftir
einn á botninum með engin
tæki nema berar hendumar. Ef
Maurice Spenser hefði getað
komið myndavél sinni niður í
þennan þrönga hólk — og hann
hefði fúslega viljað undirrita
sæmilega sanngjaman samning
við fjandann í þeim tilgangi —
þá hefðu áhorfendur hans með
engu móti getað gizkað á hvað
hann myndi gera næst.
Og þeir hefðu orðið enn meira
undrandi, þegar áhald sem líkt-
ist mest skoppugjörð krakka var
látið síga með hægð niður
strokkinn. En þetta var ekkert
leikfang; það var lykillinn sem
myndi opna Selenu.
Súsanna var búin að koma
farþeganum í framhluta klefans,
sem nú lá mun hærra. Þeir stóðu
þarna í þéttum hnapp, horfðu
með eftirvæntingu upp í þakið
og lögðu eyrun við í von um
uppörvandi hljóð.
Uppörvun, hugsaði Pat, það
var það sem þau þurftu núna.
Og hann þarfnast uppörvunar
fremur en nokkur annar, því að
hann einn vissi — nema Han-
steen eða McKenzie hefðu gizkað
á það — hve geigvænleg hætta
gat verið á ferðum.
Eldurinn var nógu slæmur og
hann gæti orðið þeim að bana
ef hann kæmist í gegn og inn
í klefann. En hann var hægfara
og þau gætu barizt við hann,
þótt ekki væri nema takmark-
aðan tíma. En ef sprenging yrði
gætu þau ekki gert nokkum
skapaðan hlut.
Því að Selena var sprengja
og það var þegar búið að tendra
kveikiþráðinn. Orkan i aflhylkj-
unum sem rak vélar hennar og
rafmangstæki gat fengið útrás
sem hiti, en húm gat ekki
sprungið. Þv£ miður varð ekki
hið sama sagt um súrefnisgeym-
ana....
Þeir hlutu ennþá að innihalda
litra af hinu ískalda og við-
kvæma efni. Þegar hinn vaxandi
hiti eyðilagði þessa geyma, yrði
óhjákvæmilega sprenging. Ekki
mikil sprenging að vísu — ef
til vill á við hundrað kíló af
T. N. T. En hún myndi nægja
til að splundra Selenu í tætlur.
Pat sá enga ástæðu til að hafa
orð á þessu við Hansteen. sem
var að byggja vamarvegg sinn.
Verið var að losa sætin fremst
úr klefanum og troða þeim milli
öftustu sætaraðarinnar og snyrti-
herbergisdyranna. Geimsiglinga-
foringinn virtist vera að fyrir-
byggja innrás fremur en elds-
voða — enda var það svo. Eld-
urinn sjálfur var þess eðlis að
óvíst var að hann bærist útúr
orkuklefanum, en strax og hinn
spmngni og beyglaði veggur léti
undan, myndi rykið koma foss—
andi inn.
— Hansteen, sagði Pat. —
Meðan þút ert að þessu. ætla ég
að raða farþegunum. Við getum
ekki látið tuttugu manns reyna
að troðast út samtímis.
Slikt varð að fyrirbyggja undir
öllum kringumstæðum. Samt
yrði erfitt að koma í veg fyrir
skelfingu — jafnvel i þessum
samstæða hópi — ef einn þröng-
ur strokkur var eina útgöngu-
leiðin frá bráðum bana.
Pat gekk fram í klefann; á
Jörðinni hefði það verið býsna
mikið á fótinn, en hér var þrjá-
tíu gráðu halli naumast merkj-
anlegur. Hann horfði á kvíðafull
andlitin fyrir framan sig og
sagði: — Nú losnum við bráð-
um héðan. Þegar þakið opnast,
verður kaðalstigi látinn síga
niður. Konumar fara fyrst, síðan
karlmennimir — allir í stafrófs-
röð. Verið ekki að hafa fyrir að
nota fætuma. Munið hvað þið
vegið lítið á tunglinu og notið
handaflið. og flýtið ykkur eins og
þið getið. En ýtið ekki á næsta
mann á undan; við ættum að
hafa nægan tíma og það tekur
ykkur örfáar sekúndur að kom-
ast upp á yfirborðið.
— Súsanna, viltu raða öllum
í stafrófsröð. Harding, Bryan.
Johanson, Barrett — viljið þið
vera til taks eins og í hitt skipt-
ið. Við þurfum ef til vill á
hjálp —
Hann lauk ekki við setning-
una. Það heyrðist lágur, bældur
brestur — það hefði heyrzt meiri
hávaði ef sprengdur hefði verið
bréfpoki. En þetta táknaði að
veggurinn hefði losnað — meðan
loftið var því miður óskemmt
enn.
Hinum megin við þakið lagði
Lawrence gjörðina sína þétt að
ííberglerinu og fór að festa hana
með fljótvirku steinlími. Hring-
urinn var næstum eins viður
og strokkurinn, sem hann var
örfáum sentimetrum fyrir inn-
an harmóníkuveggina. Þótt hann
væri algerlag hættulaus, með-
höndlaði hann hringinn með
mikilli varúð. Hann hafði aldrei
getað vanizt því að umgangast
sprengiefni.
Hringsprengjan sem hann var
að festa á sinn stað, var full-
komin á sinn hátt og henni
fylgdu engin tæknileg vandamál.
Hún myndi skera snyrtilegan
hring, nákvæmlega hæfilega
breiðan og þykkan og ynni verk-
ið á þúsundasta hluta úr sek-
úndu, sem tekið hefði stundar-
fjórðung með vélsög. I fyrstu
hafði Lawrence haft í hyggju
að nota slíka sög; nú var hann
feginn því að hann hafði skipt
um skoðun. Það virtist harla ó-
líklegt að hann hefði stundar-
fjórðung til stefnu.
Hann komst að raun um það.
meðan hann beið þess enn að
frauðið harðnaði. — Eldurinn er
kominn inn í klefann! hrópaði
rödd ofanfrá.
Lawrence leit á úrið sitt.
Stundarkom var eins og vísirinn
væri hreyfingarlaus, en það var
aðeins missýning sem hann
kannaðist við frá fyrri tíð. Úrið
var ekki stanzað; skýringin var
emfaldlega sú, að tíminn leið
ekki með þeim hraða sem hann
óskaði. Til þessa hafði hann lið-
ið of hratt; nú lúsaðist hann
auðvitað áfram lafhægt.
Froðan ætti að vera steinhörð
eftir þriátíu sekúndur. Það var
betra að bíða of lengi en eiga
á hættu að sprengja of fljótt,
meðan hún var enn mjúk.
Hann klifraði upp kaðalstig-
ann án alls asa og dró á eftir
sér mjóu kveikiþræðina. Þegar
hann var kominn uppúr strokkn-
um, búinn að losa heftarann,
sem hann hafði haft á bráðar-
endanum til öryggis og búinn að
tengja þá við sprengivélina, voru
aðeins tíu sekúndur eftir.
SKOTTA
Ég hef fengið fjöldann alian af tilboðum í bílinn en fer
neðar en 250.00 krónur.
HALDAST f HENDUR OG
ÁRANGURINN VERÐUR
MelPl
BefPl
Ódýrari FRAMLEIÐSLA
•
Þráti fyrlr stðp-haakkun ð fapmglSldum,
aðflutnlngsglöldum og
sðluskattl getutn við nú boðlð yðup
STÓRFELLDA VERÐLÆKKUN
ð rússneskum
560x15 kr. 719,00 650x20 kr. 1.700,00
670x15 — 986,00 750x20 — 2.725,00
600x16 — 896,00 825x20 — 3.320,00
650x16 — 1.099,00 900x20 3.983,00
750x16 — 1.733,00 1100x20 — 5.892,00
RÚSSNESKI
HJÓLBARÐINN
ENDIST
kutparsug so
SfWI11-7373
TRADINQ COa HP>
SVEFNSÓFAR
- SÓFASETT
Auðvitað gat ég komið vitinu
fyrir hana. Ég hafði síðasta
orðið.
Það er annars bezt að ég
hringi til hennar og viti
hvemig henni hefur orðið af
þessari þörfu lexíu.
Vertu nú gætinn Andrés
Irændi, hún er alveg jafn
skapmikil og þú.
Halló Andrésína. Ætlarðu nú
að segja Andrési þínum að
þú sjáir eftir þessu og biðjast
fyirgefningar?
HN0TAN, húspgnaverzlun
Þórsgötu t.