Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 7
Forsetabíllinn
ÞJðÐVILJINN----------------------------------------------------------SIÐA 7
□ Án virkrar tónlistarstarfsemi skilja menn
ekki tónlistina og leyndardóma hennar, segir í þessari
grein eftir ungverska tónskáldið Zoltán
Kodály. Greinin er að stofni til fyrirlestur er hann hélt í
Kaupmannahöfn í október síðasta ár.
Toniis
Föstudaguf 13. marz 1964
is í kvikmynda'húsinu þar sem
hann var handtekinn kl. 13.45.
Tveir skuggar
Samkvœmt skýringu lög-
reglunnar varð Oswald eft-
ir á sjöttu hæð bóka-
geymshihússins, þegar
starfsfélagar hans fóru út
á götu að horfa á bíla-
lest forsetans. Þegar þeir
voru famir var hann einn
eftir í húsinu.
Það er engin einasta sönnun
fyrir þessu síðasta atriði.
Kvikmynd sem tekin var á göt-
unni af áhugaljósmyndara sýn-
ir greinilega skugga tveggja
manna í herberginu á sjöttu
hseð bókaigeymsluhússins. Þá
var klukkan 12.20. Það sýnir
úr sem kemur með á myndinni.
Þama er því um að ræða ann-
að af tvennu:
Annaðhvort er hér um að
ræða skugga af morðingjunum,
eða öllu heldur morðingjanum
og vitorðsmanni hans, eða þá
að þetta hafa verið tveir
starfsmenn bokageymslunnar,
Og sé svo, þá hefur Oswald enn
ekki verið kominn inn í her-
befgíð "'sém skotið var úr kl.
12.20.
En sé síðari tilgátan rétt,
þá- hefur Oswald ekki getað
bæði búið morðvopnið undir
tilræðið og neytt þeirrar mál-
tíðar sem leifar fundpst af í
herberginu (kjúklingabein, tóm
gosdrykkjarflaska), því að bíla-
lestin fór fram hjá bókageymsl-
unni kl 12.31.
Lögreglan kom reyndar með
þá skýringu, að kjúklingsleif-
arnar væru frá nóttunni fyrir
morðið. Hún minntist aldrei á
að fingraför hefðu fundizt á
flöskunni Var það Oswald sem
var um nóttina í bókageymsl-
unni og fékk sér þessa hress-
ingu? Það hefði verið hægt að
ganga úr skugga um það með
því að skoða hálfmeltan mat-
jnn i maga hans. Það er furðu-
legt að slik skoðun var aldrei
gerð.
Sígarettupakki
Annað atriði sem rannsókn-
armennirnir hafa algerlega virt
að vettugi er enn furðulegra:
Ásamt kjúklingaleifunum og
tómu fiöskunni fann lögreglan
tóman sígarettupakka. En þetta
stóð að lesa í „Time“ 6 des-
ember: „Oswald var maður
uppstökkur os gefinn fyrir
reiðiköst . Hann var bind-
indismaður á tóbak og vin og
gekk af göflunum í hvert sinn
sem kona hans kveikti sér i
sigarettu".
Samkvœmt skýringu lög-
reglunnar. eyddi Oswald
þannig nœstu mínútum eft-
ir tilræðið: Hann faldi
morðvopnið, en svo marg-
ar skýingar hafa verið gefn-
ar á því hvar felustaðurinn
hafi verið að ingin leið er
að henda reiður á þeim.
Síðan hljóp hann eftir löna-
um gangi að stiga hússins.
Hann stökk niður 'tröppurn-
ar, niður fjórar hœðir.
Hann fór inn í matsálinn,
tók flösku úr sjálfsalanum
og byrjaði að drekka úr
henni. Það var þar, á ann-
arri hœð, sem hann hitti yf-
irboðara sinn, Roy S. Truly,
sem kom inn í matsálinn í
fylgd með lögreglumanni.
Þessi lýsing birtist i „Time“
6. desember: „Rétt eftir að for-
setabíllinn hafði ekið framhjá,
sá forstjóri bókageymslunnar,
Roy S. Truly, sem var í mann-
þrönginni á götunni, lögreglu-
mann á mótorhjóli koma að
dyrum hússins og víkja fólk-
inu til hliðar.
Truly gekk að lögreglumann-
inum og fylgdi honum að lyft-
unni En hún sat föst á efri
hæð vegna þess að hurð hafði
ekki verið látin aftur. Truly
flýtti sér upp stigann og lög-
reglumaðurinn á eftir honum,
með skammbyssu í hendi. Þeg-
ar þeir komu upp á aðra hæð,
tók lögreglumaðurinn eftir
matsalnum, hraðaði sér þang-
að og veitti eftirtekt manni
sem stóð við sjálfsalann.
— Er þetta starfsmaður
þókageymslunnar? spurði lög-
reglumaðurinn.
Truly játti því. Lögreglumað-
urinn hljóp þá aftur upp í stig-
ann, eins og hann væri sann-
færður um að starfsmaður i
húsinu gæti ekki verið morð-
inginn".
Kapphlaup
Samkvæmt hinum opinberu
skýringum varð kapphlaup
þarna í húsinu á milli Oswalds
sem kom ofan af sjöttu hæð
og lögreglumannsins sem ekki
þurfti að fara upp nema einar
tröppur. Hvorugur þeirra tók
lyftuna. Báðir töfðust í upp-
hafi hlaupsins: Oswald þurfti
að koma frá sér riíflinum; lög-
reglumaðurinn fór að Jyftunni
og reyndi að setja hana í gang.
Hlaupararnir fóru svo til
samtímis af stað — „rétt eftir
að forsetabíllinn fór framhjá".
En á meðan lögreglumaðurinn
fór upp einar tröppur, á Os-
wald að hafa farið niður fern-
ar, fundið hæfilega mynt.
stungið henni i sjálfsalann os
byrjað að drekka ór flöskunni
Og liann var ekki einu sinni
neitt móður! Þaö var engan
taugaóstyrk að sjá á honum
eftir þessi æðisgengnu hlaup.
Roy Truly, sem þekkti Os-
wald vel, lét hafa eftir sér
þessa frásögn sem birtist í
„New York Herald Tribune"
25. nóvember: „Lögreglumaður-
inn rak skammbyssuhlaupið í
kvið Oswalds og spurði mig
hvort hann ynni hér. Ég játaði
því og við fórum aftur upp í
stigann til að leita á efri hæð-
unum. Oswald virtist dálítið
hissa — þér mynduð einnig
verða það ef yður væri skyndi-
lega ógnað með byssu — en
engin merki hræðslu eða skelf-
ingar sáust á honum“.
Oswald var þannig sam-
kvæmt hinni opinberu kenn-
ingu ekki aðeins snjallari ol-
ympíumeistaranum í skotfimi,
heldur einn fóthvatasti hiaup-
ari síðan Jesse Owens var og
hét.
Við höfum látið okkur nægja
að kryfja til mergjar hina op-
inberu skýringu á glæpnum.
Við höfum bent sérstaklega á
ekki færri en átta fullyrðingar
í henni sem teljast verða ákaf-
lega hæpnar, ef ekki beinlínis
í hrópandi mótsögn við stað-
reyndir málsins. En allar þess-
ar fullyrðingar verða þó að
standast, ef Lee Oswald á að
hafa verið einn að verki.
Stærðfræðileikur
Lesandinn getur metið hve
miklar stærðfræðilíkur styðja
hina opinberu kenningu með
því að gizka á líkurnar fyrir
því að þessar hæpnu fullyrð-
ingar standist (t.d. einn á móti
þremur, einn á móti sex, einn
á móti 200 o.s.frv.) og marg-
falda svo saman öll átta brotin.
Við látum honum eftir þetta
verk, en endurtökum hér síð-
ustu fjögur atriðin;
5) — Oswald á að hafa getað
þvegið framan úr sér öll merki
eftir púðurreykinn.
6) — Mennirnir tveir sem
kvikmyndaðir voru í glugga
bókageymslunnar kl. 12.20 áttu
engan þátt í glæpnum, sem
framinn var kl. 12.31 og tóku
ekki eftir neinu grunsamlegu.
7) — Tóba.ksbindindismaður-
inn Oswald á að hafa reykt
einn pakka af sígarettum með-
an hann bjó sig undir morðið.
8) — Oswald á að hafa get-
að þurrkað af rifflinum, falið
hanp, stokkið niður fernar
tröppur, stungið mynt inn í
sjálfsalann, tekið upp flöskuna,
drukkið af henni — og þó ekki
verið neitt móður þegar lög-
reglumaðurinn sem fór aðeins
upp einar tröppur á sama tíma
kom að honum í matsal húss-
ins.
Morðingjar
númer
eitt og tvö
Þriðji partur
skýrslunnar
verður birtur
á sunnudag
Er Ungverjar losnuðu úr
viðjum hernámsins árið 1945
gerðu menn sér ljóst, að tón-
listarmenntun verður að mynda
samfellda heild allt frá barna-
skólaárunum.
Fyrir um það bil fimmtán
árum hélt UNESCO fund í
París um tónlistaruppeldi.
Varpað var fram þeirri spum-
ingu hvenær tónlistaruppeldið
skyldi hefjast og svarið hljóð-
aði: Níu mánuðum fyrir fæð-
ingu. Nú myndi ég segja sem
svo: Bezt er að það hefjist
níu mánuðum fyrir fæðingu
foreldranna.
Áður fyrr skiptust tónlistar-
unnendur í Ungverjalandi í
þrjár ósættanlegar fylkingar:
Áhangendur óperunnar og sí-
gildrar tónlistar — og það var
fámennasta fylkingin. 2. Þeir
er iðkuðu og unnu hinni „al-
þýðlegu“ tónlist sígaunanna og
3. Sveitafólkið er eitt varð-
veitti hin fomu þjóðlög.
Eftir 1945 virtist okkur það
vera brýn nauðsyn og mikil-
vægt takmark að sameina þess-
ar þrjár fylkingar, Einstaka
tilraunir höfðu verið gerðar í
þá átt. Þannig höfðu þjóðlög
verið skyldtmámsgrein í viss-
um greinum tónlistamámsins
allt frá 1930. Eftir 1945 urðu
þau almenn skyldunámsgrein.
Hinsvegar voru svo gerðar
auknar tónlistarkröfur í bama-
skólunum. En það tók nokkurn
tíma áður en afleiðingar her-
námsáranna hurfu að fullu. Þó
reyndist unnt að stofna skóla
í Kecskemét, en áður höfðu
nokkrar tilraunir misheppnazt.
Skólinn starfar enn þann dag
i dag, og þar eru daglegir
söngtímar. Smám saman urðu
slikir skólar um eitt hundrað
talsins, og jafnframt óx tala
velmenntaðra kennara.
Baráttan gegn
ómenningarmúsík
Það var árið 1911. sem fyrst
var tekið að mennta tónlist-
arkennara. Það sern þá var
hálfs árs námskeið er nú orð-
ið fimm ára nám. Hér eru
menntaðir tónlistarkennarar
með fjölbi’eytta menntun, og
héðan koma söngstjórar kór-
anna,
A þennan hátt styður þessi
menntastofnun hina almennu
menntun. Áður var stofnunin
einangruð að mestu og mennt-
aðt ágæta „virtúósa", . sem
urðu að halda til annarra landa
til að fá svigrúm, þar eð ekki
var nægilegur íjöldi tónlist-
arunnenda heima fyrir,
1 dag höfum vlð ástæðu til
að halda það, að meðal hinna
syngjandi skólanema vaxi upp
nýr hópur. sem æski þess að
heyra góða hljómlist.
Láti maður hugann reika til
þeii-rar tíðar. er baráttan
gegn ómenningarmúsík hófst,
og spyrji, hvort baráttan hafi
borið ái’angur, verðum við að
viðurkenna það, að dægurlaga-
gaulið — og tækifærin til að
heyra slíka tónlist — hefur
breiðzt út eins og farsótt. Bar-
áttunni er hætt að mestu.
En svo fremi við gefumst
ekki upp og segjum með Franz
Liszt: Mundus vult Schundus
— þá verðum við að haldn
baráttunni áfram. Ekki með
lækningu, hún er vonlaus.
heldur með því að koma í veg
fyrir sjúkdóminp.
Principiis obsta. Sé bamið
bólusett nægilega snemma
sleppur það við sjúkdóminn
síðar. Hér er lausnarmeðalið
góð hljómlist þegar á bama-
skólaárunum.
Vafasamt gildi
I hinni almennu uppeldis-
fræði hefur tónlistar verið
krafist með æ meiri krafti
allt frá Pestalozzi og Nageli
Zoltán Kodály
árangurinn er enn ekki næfei-
legur. Þjóðfélagsbreytingar
síðustu áratuga hafa það í för
með sér. að stöðugt fleira fólk
krefst tónlistar. Tónlistarskól-
ar þeir, er fyrir eru, anna
ekki eftirspuminni. Tónlistin
verður í æ ríkara mæli að
komast inn í hina almennu
skóla.
Er ég komst að þessari nið-
urstöðu, ákvað ég að helga
vinnutíma minn að talsverðu
leyti þessu máli. Sfðar komst
ég að raun um það, að fleiri
voru á sömu skoðun, og nægir
í því sambandi að minna á
Gédalge og Hindemith. Eftir
að hafa samið fjölmargar sin-
fóníur og menntað heila kyn-
slóð af tónskáldum, settist hinn
fyrmefndi niður í hárri elli
og skrifaði byrjendabók í tón-
list, meistaralega bók. Ber-
sýnilega var hann ekki snort-
inn bölsýni nemanda síns.
Honeggers, (Je suis composi-
teur) en trúði því, að með
réttu uppeldi væri unnt að
gera stöðugt stærri hóp rnanna
að tónlistamnnendum. Tónlist-
aruppeldisstarf Hindemiths er
líunnara en svo, að frá þurfi
að segja.
Að kennslubókum og upp-
eldlsaðferðum slepptum sjáum
við, að barnatónleikar breið-
ast nú ört út um heim all-
an. 1 Bandaríkjunum hefur
Bemste'n unnið að þeim mál-
um og aðrir á undan hon-
um. I Englandi höfum við Sir
Robert Mayer og á meginland-
inu „Jeunesse Musicale".
Stjórnandi þeirrar stofnunar
Mr. Donnet, heimsótti Ung-
verjaland, fyrir skemmstu og
við erum nú meðlimir þeirrar
alþjóðastofnunar.
Ég lagði áherzlu á það við
Donnet. að við reyndum að
leysa vandann á annan hátt.
Það sýnist ekki vænlegt til
árangurs að láta músíkmenntað
krafizt með æ meiri krafti
allt frá Pestalozzi og Nageli.
Síðustu tilraynir sýna, að
fólk hlusta á tónlist eingöngu.
Án virkrar tónlistarstarfsemi
skilja menn ekki tónlistina og
leyndardóm hennar. Og með
þetta fyrir augum verður að
kenna á virkan hátt undir-
stöðuatriði tónfræðinnar.
Mr. Donnet sýndi mér efn-
isskrá stofnunar sinnar, hún
var mjög auðug af fagurri
tónlist og einnig nútímahljóm-
list. Er ég spurði, hvemig unga
fólkið brygðist við nútíma-
hljómlistinni, svaraði hann. að
það klappaði að heita má fyr-
ir hverju sem væri, en fengi
einnig nauðsynlegar skýringar.
Ég er þeirrar skoðunar, að
æskuna beri að ala upp skref
fyrir skref með hljómlist, sem
ekki þarfnast skýringar en er
hverju bami auðskilin. Þegar
böm læra að lesa nótur, syngja
fleirraddað og taka svo að
leika á hljóðfæri er engin
þörf á að skýra tónlist. sem
valin er við þeirra hæfi.
Yfirleitt virðist mér vafa-
samt gildi þeirrar tónlistar,
sem ekki er skiljanleg nema
með skýringum. Eitt sinn tók
ég eftir ungri stúlku sem var
að vinnu sinni. Otvarpið var
opið, og skyndilega stóð stúlk-
an sem í leiðslu og hlustaði
á tónlistina. Er verkinu lauk
spurði hún: „Hvað hét þetta
yndiglega vepk?“ Hér á skýr-
ingin þá fyrst að koma þeg-
ar þráin vaknar að vita meira.
Það er meir en lítið vafa-
samt, hvort slík ósk vaknar
ef skýringin kemur á undan
listnautninni. Þessvegna em
meira en lítið vafasamar hljóm-
leikahandbækur þær, er segja
fólki hvað það eigi að láta
, sér falla í geð.
Alþjóðalög?
Skólar okkar brautskrá ár-
lega tvö til þrjú þúsund nem-
endur, sem þegar hafa lært
hvar góða tónlist sé að finna.
og þeir verða' tæpast síðar
áhangendur óperettu og jazz.
Frá ósvikinni þjóðvísunni ligg-
ur leiðin beint að sígildri
hljómlist, en óperetta og jazz
eru ljón á þeirri leið. í einni
af ævisögum landa mins Kál-
máns gefur að líta þessi orð:
„Ef til vill er tími til kom-
inn að nefna þá óperettutón-
list, sem nú hefur hrifið heim
allan, alþjóðlega alþýðutónlist,
sem fastmótað hafi hugtakið
alþjóðaþjóðlög".
Með öðmm orðum: Alþjóð-
leg óperettulög sem uppbót
fyrir hina deyjandi þjóðvísu.
Svo furðulega sem þetta kann
að hljóma er það þó ekki al-
veg út í bláinn. Hvar sem er
í heiminum hljóma stöðugt
sömu ópei'ettulög, chansons.
danslög og dægurlög; með
góðu eða illu þrengir þessi
tónlist sér inn í meðv'tyndina
og útrýmir hægt en örugglega
öllu öðru.
Þvi er ekki að leyna, að
þjóðlögin eiga nú í vök að
verjast. Eftir hina fyrstu
gleði yfir endurfyndnum fjár-
sjóði tók við einskonar leiði.
Ef til vill er orsökin óhjá-
kvæmileg ósk eftir nýbreytni,
einhverju öðru. Því miður hef-
ur árangurinn orðið óþægileg,
alþjóðleg smekkleysa, einkum
í hinum demókratisku lönd-
um bar Sem messusn-i<mrinn
varð andstaða þióðvfsunnr.r.
Framhald á 8. síðu.
Enn ein mynd úr glugganum á sjöttu hæð.