Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. marz 1964 HOÐVILJINN SIÐA 7 Nýr gervihnöttur WASHINGTON 12/3 — Bandaríski flugherinn skaut upp á miðvikudag nýjum gervihnetti, og var það gert með aðstoð Atlas-Agena eld- flaugar. Nánarí fréttir hafa ekki borizt af atburði þessum. Sparkað í Elvis HOLLYWOOD 12/3 — Við filmupptöku í Holliwood var sparkað svo í kollinn á Elvis Presley, að það varð að sauma sjö spor yfir annað augað. Það var staðgengill söngvarans, sem svona fór með átrúnaðargoð bandarískr- ar æsku. Áfengissmygl HELSINGFORS 12/3 — Ný- lega gerði finnska lögreglan upptæka 1760 lítra af áfengi. Vínið var frá Suður-Ameríku, og hafa átta menn af áhöfn viðkomandi skips viðurkennt smyglið. Kennurum ógnað NEW YORK 1273 — Tveir drengir, sem hótuðu kennara símrm með hnif, urðu þess vaWandi, að talan yfir árás- ir nemenda á kennara í New York komst upp í 23 á einni viku. Á miðvikudeginum ein- om gerðu nemendur sex slíkar árásir á kennara. Enn þvælt um Kasmír NEW YORK 12/3 — Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna mun taka upp aftur á mið- vikudagskvöld umræður um Kasmír-vandamálið. Það er ákrifstofa Sameinuðu þjóð- anna, sem frá þessu skýrir. Rætt um Rhodesíu LONDON 12/3 — Ráðherra sá, sem fer með mál Sam- veldisins, Duncan Sandys, lét svo um mælt í dag, að í maí skuli halda ráðstefnu til að undirbúa sjálfstæði Norður-Rhodesíu. Rúmenar til Kína MOSKVU 12/3 — Sendi- nefnd rúmenskra kommún- ista undir forystu forsætis- ráðherra landsins kom í dag til Norður-Kóreu eftir tíu daga heimsókn til Kinverska alþýðulýðveldisins. Það er Tass, rússneska fréttastofan, sem frá þessu skýrir. Erhard til Indlands NEW DEHLI 13/3 — Lud- vig Erhard, kanzlari Vestur- Þýzkalands, hefur þekkzt boð um að koma til Indlands í heimsókn. Síðar verður á- krveðið, hvenær heimsóknin mun eiga sér stað. Grískumæiaudi Kýpurbúar hafa hér tekið sér stöðu og búast lil að verja þorp sitt. Með þeim á myndinni er Makarios iorseti. Batnandi horfur fyrir liS Samein. þjódanna á Kýpur NEW YORK 12/3 — Útlitið fyrir það, að senn verði á fót komið alþjóðlegu gæzluliði á Kýpur, batnaði enn í dag þegar Ú Þant fékk þau boð, að gríska stjórnin hafi ákveðið að leggja af mörk- um 850,000 dali til gæzluliðsins. Á miðvikudag buðust Bandaríkin til þess að leggja tvær millj- ónir af mörkum, en Englendingar hafa lofað einni. Búizt er við, að gæzluliðið muni fyrst um sinn kosta sex milljónir dala. Svo var ráð fyr- ir gert. að Ú Þant myndi gefa öryggisráðinu skýrslu á fimmtu- dagskvöld um það, hvernig gengi að skipa liðið. 1 aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna var áherzla á það lögð á fimmtudag, að enn hefði ekki fengizt bindandi svar frá þeim sex löndum, sem beðin hafa verið að taka þátt í starfi Sameinuðu þjóðanna á eynni. Framhald af 1. síðu. ur lagði Alfreð skýrsluna á borð hans og bað hann lesa sér til. Þá rakti Alfreð sögu þessa máls frá sjónarmiði verkfræð- inga og sýndi fram á að þetta fordæmi er engum launþega- samtökum óviðkomandi; komist ríkisstjórnin upp með að kúga samningsréttinn af verkfræðing- um eru öll launþegasamtök í landinu í hættu. Til vansæmdar Með tilvitnunum í mótmæli sam- taka verkfræðinga gerði Alfreð hlægilega þá fullyrðingu Ingólfs að verkfræðingar hefðu sætt sig við þvingunarlögin og gerðar- dóm. Hann sagði að lögin væru til vansæmdar þeim er að þeim Þessi lönd eru Bra$ilía, Kanada, Irland, Finnland, Svíþjóð og Austurríki. Eins og kunnugt er hafa Svíar verið mjög tregir til að taka þátt í gæzlustarfsemi Sameinuðu þjóðanna á eynni. Hafa viðræð- ur farið fram að undanfömu með stjórnarliðum og stjómar- andstöðu í Sviþjóð um þessi mál, en endanleg ákvörðun mun enn ckki tekin. standa og muni verða þjóðinni til tjóns í bráð og lengd nái þau fram að ganga. Staðfesting á bráðabirgðalögunum frá f sum- ar yrði því Alþingi til minnk- omnar og bæri að fella frum- varpið. Róstur á Spáni MADRID 12/3 — Haft er eftir stjórnarvöldum í Madr- íd í dag, að 14 verkamenn hafi verið handteknir og á- kærðir fyrir að hafa stofn- að til óeirða fyrir framan hús Alþýðusambandsins spánska. Allmargir verka- menn voru teknir höndum, en flestum þeirra var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu. Frá Ktima á Kýpur berast þær fréttir, að Grikkir hafi fjar- lægt ýmsar vegarhindranir, sem Englendingum hafa verið til 6- þæginda. Talsmaður Breta á eynni skýrði svo frá í dag, að nú fyrst gætu Englendingar frjálsir og óháðir gegnt störfum sínum á Kýpur. Fyrr í vikunni urðu miklir á- rekstrar með hinum tveim þjóð- arbrotum í Ktima, og biðu fleiri manns bana í þeim átökum. Veiðifélag Framhald af 12. síðu. fundarmanna fyrir því að auka fiskgengd á félagssvæðinu. Stofnun Veiðifélagsins Skaftár markar tímamót í sögu veiði- mála á þessu svæði, þar sem þetta er fyrsta félag sinnar tegundar á þessu svæði. Vatna- svæðið er víðáttumikið. Skaftá frá sjó að Skaftárdal. mun vera rúmlega 50 km á lengd. Þá eru fjöldi áa og lækja á svæðinu, þar á meðal Græn- lækur, Geirlandsá, Hörgsá og Fossmúlar. Á fundinum voru samþykkt- ar reglur um fyrirkomulag veiði á félagssvæðinu um veiðitímann á þessu ári, þar er gert ráð fyrir að hver fé- lagsmaður ráðstafi veiði fyrir sínu landi með vissum tak- mörkunum á veiðiútbúnaði. neti eða stöng. I stjóm veiðifélags Skaftár, voru kosnir: Siggeir Bjöms— son, Holti, Sigfús Vigfússon, Geirlandi, Jón Helgason, Segl- búðum, Bjami Bjamason, Hörgsdal og Valdimar Lárus- son, Kirkjubæjarklaustri. Verkakvennafélagið FRAMSÓKN Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar verður næstkomandi sunnudag í Iðnó kl. 2.30 e.h. FUND AREFNI; 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagskonur, fjölmennið á fundinn. STJÓRNIN. Verkstjóranámskeið Síðasía verkstjóranámskeiðið á þessum vetri verður haldið sem hér segir: Fyrri hluti 31. marz — 11. apríl Síðari hluti 4. — 16. maí. Allar upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá Iðnaðarmálastofnun íslands. STJÓRN VERKST J ÓR AN ÁMSKEIÐ ANN A. ATVINNA Verkamenn óskast í stöðuga vinnu hjá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Dagleg eftirvinna, frítt fæði og ferðir. — Upplýsingar á daginn í síma 32000, á kvöldin kl. 7—9 í síma 32095. ÁBURÐARVERKSMIÐJAN H.F. AÐALFUNDUR Sjómannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn 14. marz kl. 4 s.d. í Verkamannaskýlinu. FUND AREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. STJÖRNIN. Auglýsið i Þjóðviljanum TECTYL er ryðvörn ShlPJ.UTGCR Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar 17. þ.m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til áætlunar- hafna við Húnaflóa og Skaga- fjörð, Siglufjarðar og Ólafsfjarð- ar. Farseðlar seldir á mánudag. i )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.