Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. marz 1964 ÞI6ÐVILTINN Frimann Helgason skrifar frá Tékkóslóvaklu: EGYPTAR KOMU Á ÓVART, EN TÖPUÐU FYRIR ÍSLENDINGUM Bratislava 6/3’64 Það var auösdð i byrjun leiksins milli Islendinga og Egypta að okkar menn voru ekki sem taugastyrkastir; kom þar til fyrst, að oftast er byrj- unin erfiðust og hún hefur oft verið fjötur um fót íslenzka landsliðsins í handknattleik. Og nú brá ekki út af vananum. □ Hér kemur bréf frá fréttaritara Þjóð- viljans á heimsmeistaramótinu í handknatt- leik. Segir þar frá viðureign íslendinganna við Egypta, en það var fyrsti leikur þeirra í keppn- inni. Einnig er í bréfinu fróðleikur um við- gang handknattleiksíþróttarinnar hjá Egypt- um- Stuttu síðar á Ragnar mjög skemmtilegt skot sem hafnar í marki Egypta. Á sömu mínútu kemst Egypti skemmtilega inn fyrir frá horn- inu og skorar mjög skemmti- lega 13:7. Um miðjan hálfleikinn er Gunnlaugi vísað útaf og nokkru síðar Karli. fá Islend- ingamir þá eitt mark á sig. Nokkum tíma gerist ekki neitt, það er þóf fram og til baka. og þó berjast Egyptar stöðugt. Sigurður Einarsson bætir enn við marki og lokamarkið í leiknum skorar öm af línu, þar sem hann nær úr mjög þröngri aðstöðu að láta knött- inn svífa yfir markmanninn í hornið fjær; það var 'í raun- inni það eina sem mögulegt var til vinnings. Fékk hann klapp áhorfenda fyrir. ísland getur meira Eins og fyrr segir náðu okk- ar menn ekki eins góðum leik og þeir geta og hafa sýnt þeg- ar allt hefur blessazt. Þeim tókst ekki að ná þeim leikflétt- um sem þeir hafa svo oft náð með góðum árangri. Til að byrja með vom þeir of staðir, og tóku Egyptamir þá hraðann upp og rugluðu svo fyrir þeim að það tók þá langan tíma að jafna sig. Vörnin var þó nokk- uð þétt og Hjalti í markinu varði oft ágætlega vel. Annars voru beztir þeir Ragnar, Gunn- j laugur, öm og enda Sigurður; annars var enginn þeirra slak- ur eftir að byrjunarörðugleik- amir voru búnir. í heild get- ur liðið miklu meira en það Framhald á 8. síðu. Við þetta bættist svo að Egyptar byrjuðu með slík- um æsing, að það var eins og allt ætlaði um koll að keyra; þeir voru öskufljótir, og til að byrja með skyldu þeir okkar menn eftir og voru einir um Guðmund, en hann var í byrjun leiks í markinu. Þessi læti hrifu áhorfendur sem klöppuðu óspart fyrir þessum óvæntu tilþrifum Egyptanna. Þó var það svo að öm skoraði fyrsta markið á annarri mín- útu leiksins. og var það gert af línu En ekki leið löng stund þar til Egyptar höfðu jafnað og bætt öðru marki við 2:1. Rétt um þetta leyti var Herði vísað útaf í tvær mínútur, svo að ekki bætti það taugamar. A 5. mínútu jafnar þó Sigurður Ein- arsson en það stóð ekki lengi. Egypti skorar, og litlu síðar er Sigurði vísað útaf í 2 mínútur, og nú komast Egyptar í 4:2. En nú kom Gunnlaugur til skjalanna. en hann hafði ekki verið með í byrjun, og skorar. Litlu síðar er Egypta visað útaf og þá er eins og Islendingamir fari að átta sig. og gera fjögur mörk í röð. Fyrst jafnar Hörð- ur á 14. mínútu en mínútu síð- ar er dæmt vítakast á Egypta og tekur Gunnlaugur það. Markmaðurinn stillti sér upp nokkuð framarlega. og gerir Gunnlaugur sér lítið fyrir og lætur knöttinn ,.leka“ yfir höf- uð hans inn i markið. Vakti það mikla kátinu. en hafði eng- in góð áhrif á markmann Eg- yptanna. A 18. mín. brauzt Karl Jóhannsson í gegn um vömina og skoraði. Ragnar bætir síðan tveim mörkum við nokkru síðar. en á 25. mínútu skora Egyptar fimmta markið. Aftur er Egypta vísað úr leik. en ekkert skeður það sem eftir er hálfleiksins og endar hálf- leikurinn 8:5. Betri hálfleikur fslands íslenzka iíðið við setningarathöfnina i Bratislava. HátíSleg setning heimsnteistarakeppninnar A þyiðju mínútu síðari hálf- leiks skorar Gunnlaugur úr langskoti sem kom markmanni á óvart. A fimmtu minútu skora Egyptar sjötta mark sitt og aðeins mínútu síðar er öm kominn inná línu og lætur knöttinn líða mjúklega yfir höfuð hins framhlaupandi markmanns, og datt knötturinn f markið. Á sjöundu mínútu gera Is- lendingamir gott áhlaup sem endar með bví að Gunnlaugur gefur Ragnari knöttinn. en hann sá hvað verða mundi og staðsetti sig eftir þvf og skor- aði óverjandi af linu. Skemmti- legt mark. A sömu mfnútu er dæmt vfti á Egypta og skorar Gunnlaugur með óverjandi þrumuskoti. Nokkru áður en keppni hófst. gengu sveitirnar fylktu liði inn á völlinn og röðuðu séi bar upp, en fyrir sveitunum gengu piltar með nafni land- anna skráð á spjaid. Lengst til vinstri frá aðaláhorfendasvæð- inu var sveit Islands, f sín- um hvítu peysum og bláu bux- tim, sem fór vel, og var bjart yfir hópnum. Þá komu Ung- verjar f alrauðum búningi. A miðjú gólfi voru svo starfs- menn mótsins. dómarar og línuverðir. Þá komu Svíar i bláum búning með áberandi gulum krögum á peysunum. Lengst til hægri voru svo Egyptarnir í dökkum búningi og allir dökkir yfirlitum. Fluttar voru setningarræður. Síðan gengu samhliða út úr salnum baú tvö og tvö lönd- in sem áttu að leika saman betta kvöld. Var þetta einföld og þó há- tíðleg athöfn Milli leikjanna léku kvenna- lið frá Vén og Bratislava i borgakeppni og var það jöfn keppni sem Bratislava þó vann 6:5. Markmaðurinn f Vínar- Iiðinu vakti mikla athygli fyr- ir frísklega vöm, þar sem hún flaug langar leiðir i loft- inu og gómaði knöttinn skemmtilega. og sama hvernig hún veltist. Var leikurinn allgóður. en ef maður ætti að gera sam- anburð á okkar handknatt- leikskon''"-' '~"r'du okkar ekki lakari. Frímann. SlÐA g 2-3 milljónir drengja iðka handknattleik í [gyptalandi Bratislava 6/3’64 I dag bauð framkvæmda- nefndin í Bratislava til fundar með fararstjórum, blaðamönn- um og þjálfurum, þar sem gefnar voru ýmsar uppiýsingar um keppnina, og einnig var óskað eftir fyrirspurnum um ýms atriði varðandi hand- knattleikinn í heild. Hafði maður að nafni Her- manec helzt orð fyrir nefnd- inni og einnig gaf Zeman, sem mest hefur unnið að undirbún- ingnum og þá ekki sízt varð- andi blaðamenn. ýmsar upplýs- ingar. Þama var í heiðurssæti með- al nefndarmanna varaforseti Alþjóðasambandsins. Þjóðverj- inn Rigtenberger, og dómar- ar þeir sem dæma eiga leikina sem hér fara fram. Þýðing blaðamanna fyrir handknattleikinn Varaforseti Alþjóðasambands- ins, Rigtenberger flutti kveðjur frá sambandinu og gat þess að hann væri ánægður með undir- búninginn að móti þessu. Hann sagði að 26 lið tækju þátt í móti þessu, og væri það meiri þátttaka en nokkru sinni fyrr. Hann gat þess einnig að mót þetta sæktu fleiri blaðamenn en nokkurt hinna fyrri heims- meistaramóta eða 160 talsins. Það væri þess vert að gera sér ’ grein fyrir því. hvað starf íþróttafréttaritara fyrir hand- knattleikinn væri þýðingar- mikið, og lýsti hann ánægju sinni yfir því hve margir fréttamenn væru viðstaddir mót þetta. Iiann sagði ennfremur að samkoma sem þessi væri til- valin til þess að forustumenn- imir gerðu sínar athugasemd- ir um eitt og annað er varðaði handknattleikinn almennt. Þakkaði hann Zeman sér- staklega fyrir hans starf, og þá ekki sízt fyrir afskipti hans af framkvæmd Evrópubikarkeppni kvenna i handknattleik sem hefur orðið ákaflega vinsæl keppni. Rigtenberger sagði ennfrem- ur í ræðu sinni að allir þyrftu að leggjast á eitt um að lyfta handknattleiknum til meiri vegs og virðingar, koma nonum á svipað stig og knattspyrnu og ísknattleikur er í alþjóðlegum vinsældum. Það verði að vinna það fylgi að hann verði leik- inn á Olympíuleikunum í fram- tíðinni. Að lokum kvaðst hann vona að hann ætti eftir að sjá marga góða leiki hér og skemmtilega, að öllum mætti vegna hér vel. og kvaðst færa þakkir í nafni Alþjóðasam- bandsins. 2-3 millj. drengja þekkja til handknatt- Ieiksins A fundi þessum kom fram fyrirspurn um það hvemig liti út með framtíð handknattleiks- ins í Afríku. og varð þar fyrir svörum Egyptinn Fadali sem síðan lýsti handknattleiknum í heimalandi sínu. Hann kvaðst vera ákaflega ánægður með það að vera kom- inn á mót þetta og í sambandi við Evrópuþjóðirnar f hand- knattleikum. Okkur Egyptum finnst handknattleikurinn ákaf- lega skemmtilegur. En það má segja að við séum algjörlega á „bamsaldri“ í þessari íþrótt, eins og hann orðaði það. Við höfum í hyggju að koma handknattleiknum inn í skóla okkar og nú vita 2-3 milljónir drengja hvað handknattleikur er og leika sér með hann hvar sem tækifæri er til. Hinsvegar eru aðeins nítján handknattleiksfélög í Egypta- landi, með um 1000 starfandi handknattleiksmenn. Það er ekki fyrr en 1960 sem við göngum í alþjóðasambandið. Fyrsti landsleikur okkar var við Júgóslavíu og næsti var við V-Þýzkaland. Svolítið hafa arabisku löndin leikið saman handknattleik, en bau eru skammt á veg komin. Ennþá hefur verið erfitt fyr- ir okkur, hélt Fadali áfram; þar er meira og minna lokað Framhald á 8. síðu. Skíðamót um helgina FIRMAKEPPNIN ER Á MORGUN Crslítamóti í firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur ásamt svigmóti í tilcfni 25 ára af- mælis Skíðaráðs Reykjavíkur var frestað síðastliðinn sunnu- tlag vegna veðurs. Þrátt fyrir rok og rigningu voru allir keppendur mættir til keppni í Skálafelli á sunnu- dagsmorgun. Ennfremur voru allir starfsmenn og mótsstjórn ásamt mótsstjóra, Benedikt G. Waage heiðursforseta l.S.l., komin á mótsstað. En þar sem veðrið fór versn- andi var útilokað að keppnin gæti farið fram. Skíðaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að halda mótið í Skálafelli Iaugardaginn 14. marz e.h. Nafnakall við rás- mark kl. 3. Eru það tilmæli Skíðaráðs Reykjavíkur að allir keppend- ur og starfsmenn ásamt móts- stjórn muni koma aftur til keppni f Skálafelli. Sameigin- leg kaffidrykkja og verð- launaafhending mun fara fram í K.R. skálanum eftir keppn- ina. Bílferðir frá B.S.R. kl. 2. Skíðafólk mæt'ð vel og stundvíslega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.