Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 4
I
4 SlÐA
Ðtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.),
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 80 á mánuði.
Hættulegt braskaravald
/\ft hefur verið sýnt og sannað að verzlunarauð-
” valdið íslenzka hafi hrifsað til sín óhæfilegan
hlu't af þjóðartekjum og fjárfestingu á íslandi.
Þeim fjármunum sem fremur hefði átt að verja til
að byggja upp framleiðsluatvinnuvegi þjóðarinnar
hefur verið sóað í vitlausa og allt of mikla fjár-
festingu í verzlun, og tök verzlunarauðvaldsins á
landsstjóm og löggjöf hafa löngum verið slík
vegna þeirra ráða sem það hefur í Sjálfstæðis-
flokknum (áður íhaldsflokknum) að í verzlun hef-
ur auðvaldið á íslandi átt sín auðveldustu gróða-
færi. Áhrif þess hafa þó líklega aldrei orðið meiri
en í tíð núverandi stjórnarflokkasamsteypu, enda
má segja að íhaldið ráði þar eitt, ótruflað af fortíð
Alþýðuflokksins. Þetta verzlunarauðvald hefur
gert sjávarútveginum þröngt um vik og einnig
tafið og hindrað eðlilega þróun annarra fram-
leiðsluatvinnuvega. Dæmið um innflutning á
fimmta þúsund bíla árið sem leið, samtímis því
að verið er að selja lífsbjargartæki þjóðarinnar,
’togarana, úr landi fyrir lítið verð, sýnir eins og
í sjónhendingu hvernig hér er að unnið.
J^að var hugsjón mannanna sem stofnuðu sam-
* vinnuhreyfingu á íslandi að frjálsum fjölda-
samtökum fólksins í landinu skyldi teflt gegn of-
urvaldi þess verzlunarauðvalds, sem hafði gróð-
ann einn að mælikvarða. Mikið hefur áunnizt fyr-
ir áhrif samvinnuhreyfingarinnar og hún er orðin
stórveldi í landinu. Hitt hefur ekki farið fram
hjá samvinnumönnum og margir þeirra hafa ótt-
azf þá þróun, að leiðtogar hennar hafa lagt inn á
brautir sem samvinnustefnunni eru andstæðar.
Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur gerzt
umboðsaðili voldugra bandarískra auðhringa og
samvinnusamtökin tengzt braskaraauðvaldinu í
hlutafélögum; sú samvinna hefur m.a. leitt til
annarrar eins hneysu og olíumálsins alræmda.
Og það er ekki haldgóð vörn fyrir samvinnuhreyf-
inguna á þeim hlutafélagsvilligötum að skrifa
heilsíðugreinar í Tímann um að Heimdellings-
strák hafi verið hleypt þar til valda, og hann náð
sér í nokkrar milljónir. Meinið liggur dýpra, það
liggur í makki pólitískra valdamanna í Framsókn-
arflokknum við innstu klíkur braskaraauðvaldsins
í landinu, makki sem náði hámarki í helminga-
skiptum við íhaldið þegar þessir flokkar voru síð-
asf tveir í ríkisstjórn, og kemur fram í samvinn-
unni í olíufélögunum, í Varðbergsklíkunum og víð-
ar; persónulegt tákn þeirrar þokkalegu samvinnu
eru hinir samvöxnu fjármálatvíburar Vilhjálmur
Þór og Björn Ólafsson.
1„fræðsluriti“ um samvinnuhreyfinguna hefur
þessi stefna verið boðuð sem fagnaðarerindi, og
þess sérstaklega minnzt hvernig samvinnuhreyf-
ingin væri að „plægja“ olíugróðann af Keflavík-
urflugvelli inn í fyrirtæki sm. Það eru ekki and-
stæðingar samvinnuhreyfingarinnar, sem telia að
í makki við braskaraauðvalHíið sé gasnmerk fé
lagshreyfing fólksins á villigötum. — s.
HOÐVILJINN
Föstudagur 13. marz 1964
Þvingunarfrumvarp um kjðr
verkfræðinga nú ti! umræiu
ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS
■ Fyrir alþingi liggur nú frumvarp frá ríkisstjóm-
inni um lausn kjaradeilu verkfræðinga, en það er flutt til
staðfestingar bráðabirgðalögum sem ríkisstjórnin gaf út
17. ágúst í fyrra. Þetta frumvarp er mjög harkaleg árás
á samningsfrelsið, Stéttarfélag verkfræðinga er sam-
kvæmt því svipt verkfallsrétti, kjörum verkfræðinga
skipað með gerðardómi, og ákveðið að Stéttarfélag verk-
fræðinga skuli tengt kjarasamningum opinberra starfs-
manna þvert gegn vilja verkfræðinganna sjálfra. Frum-
varpsgreinarnar eru svohljóðandi:
1. gr.
Hæstiréttur tilnefnir þrjá
menn í gerðardóm, sem ákveði
kjör verkfræðinga, sem starfa
hjá öðrum aðikim en ríkinu.
Dómurinn skal einnig setja
gjaldskrá fyrir verkfræðistörf,
sem unnin eru í ákvæöisvinnu
eða tímavinnu.
Hæstiréttur kveður á um,
hver hinna þriggja gerðar-
dómsmanna skuli var formað-
ur dómsins.
Gerðardómurinn setur sér
starfsreglur. Hann aflar sér
af sjálfsdáðum nauðsynlegra
gagna og er rétt að krefjast
skýrslna, munnlegra og skrif-
legra af einstökum mönnum
og embættismönnum.
2. gr.
Gerðardómurinn skal við á-
kvörðun mánaðarlauna, vinnu-
tíma og Launa fyrir yfirvinnu.
hafa hliðsjón af því, hver séu
kjör verkfræðinga og annarra
sambærilegra starfsmanna hjá
ríkinu, samkvæmt launakerfi
því, er gildir frá 1. júlí 1963.
Við setningu gjaldskrár fyrir
verkfræðistörf, unnin í ákvæð-
isvinnu og tímavinnu, skal
höfð hliðsjón af gjaldskrá
Verkfræðingafélags tslands, frá
19. apríl 1955 og reglum, er
gilt hafa um framkvæmd
hennar.
3. gr.
Verkföll í því skyni að knýja
fram skipan kjaramála. sem
lög þessi taka til, eru óheimil,
þar á meðal framhald verk-
falla Stéttarfélags verkfræð-
inga, sem nú eru háð.
4. gr.
Akvarðanir gerðardóms sam-
kvæmt 1. gr. skulu gilda frá
gildistökudegi laga þessara, þar
til nýir heildarsamningar hafa
verið gerðir við ríkisstarfs-
menn eða kjaradómur hefur
fellt nýjan úrskurð um launa-
kjör þeirra eftir árslok 1965.
Nú fellir kjaradómur úr-
skurð samkvæmt 2. mgr. 7.
gr. laga nr. 55 28. apríl 1962,
um kjarasamninga opinberra
starfsmanna, og skulu þá kjör
verkfræðinga samkvæmt gerð-
ardómi, dags. 28. okt. 1963.
breytast til samræmis við úr-
skurð kjaradóms um kjör
hliðstæðra ríkisstarfsmanna.
5. gr.
Kostnaður við gerðardóminn
þar á meðal laun gerðardóms-
manna eftir ákvörðun ráðherra,
greiðist úr ríkissjóði.
6. gr.
Með brot gegn lögum þess-
um skal farið að hætti opin-
berra mála, og varða brot
sektum.
7. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Jafnframt eru úr gildi
felld lög nr. 46 13. apn'l 1963,
um hámarksþóknun fyrir verk-
fræðistörf.
Nokkrar nýjar fyrirspurn-
ir í sameinu&u þingi
Lagðar hafa verið fram í sameinuðu þingi
nokkrar fyrirspurnir þingmanna til einstakra
ráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild.
Gils Guðmundsson beinir
þessum tveim spumingum um
lóðamál Sjómannaskólans til
menntamálaráðherra:
1. Hafa tekizt samningar við
Reykjavíkurborg um stærð
-S>
og afhendingu þeirrar lóð-
ar, sem tilheyra skal
Sjómannaskólanum?
Hafa verið gerðar ráðstaf-
anir til að skipuleggja og
prýða umhverfi S.jómanna-
skólans?
ráðið hafa ráðstafað þessu
fé hér á landi?
Þá hefur Pétur Sigurðsson
lagt fram þessa fyrirspum um
endurskoðun laga og reglu-
gerða um fjarskiptistöðvar í
íslenzkum skipum fyxir sam-
göngumálaráðherra:
Hvað líður framkvæmd
þingsályktunar frá 9. marz 1960
um endurskoðun laga og reglu-
gerða um fjarskiptistöðyarii,.í
felenzkum skipum?
<5-
Hér cr tvær síðbúnar myndír frá jarðarför þjóðskáldsins, Davíðs
Stefánssonar frá Fagraskóg- Á efri myndinni sjást sveitungar og
vinir skáldsins bera k’stuna í Möðruvallakirkju. Neðri mynd-
in var tekin við gröfina, er rekunum hafði verið kastað. Til
vinstri er sér Sigurður Stefánsson vígslubiskup og til hægri
»éra Benjamin Kristjánssoi.. Lengst til hægri sjást nokkrir fé-
Iðgar ár Karlakórnum Geysi, sem söng við gröfina undir
Arna Ilngimundarsonar.
.. * ................
Ragnar Arnalds leggur fyrir
rikisstjóruina eftirfarandi fjór-
ar spumingar um vörukaupa-
lán í Bandaríkjunum og fleira:
1. Hve miklu nema svonefnd
PL 480 lán, sem tekin hafa
verið í Bandaríkjunum,
andvirði keyptra vara,
sundurliðað frá ári til
árs, ásamt ónotuðum kaup-
heimildum?
2. Hverjum hafa lán þessi
verið framlánuð?
3. Hve miklu nema þær
greiðslur samanlagt, sem
Bandaríkin hafa fengið
endurgreiddar í íslenzkum
peningum fyrir Marshall-
fé og PL 480 lán og þau
mega ráðstafa að vild
sinni hér á landi?
4. Er ríkisstjóminni kunnugt
um, hvemig Bandaríkja-
stjóm og bandaríska sendi-
Nýr kaupfélags-
stjóri á Akranesi
Akranesi, 11/3 Ráðinn hefur
verið nýr kaupfélagsstjóri að
Kaupfélagi Suður Borgfirðinga
á Akranesi. Er það Guðjón Jóns-
son, kaupfélagsstjóri frá
Vopnafirði. Mun hann taka við
starii á næstunni.
Á síðastliðnd ári var Ólafur
Þórðarson ráðinn kaupfélags-
stjóri og sagði hann upp starf-
um síðustu áramót. Eitthvað
mun verzlun félagsins hafa
gengið saman að undanfömu og
hefur allmörgu starisfólki hjá
kaupfélaginu verið sagt upp
starfi. Kaupfélagið rekur hér
fimm verzlanir, þrjár kjörbúðír
og tvær sérverzlanir. K.iörbúð-
in við Esjubraut verður lögð
niður á næstunni. Er hún í
leiguhúsnæði og fæst það ekki
leigt áffram.
BÆNDUR!
HliSgrind er heimilisprýði
Eigum jafnan hliðgrindur af stærðum 2x2 m
og 1x4 m Einnig gönguhlið og staura.
Smíðum einnig eftir máli. ef ósk^ð er.
Skrifið., hrinorið eíia
FJÖLIÐJAN H F.
við Fífuhvammsveq Knna\'Mcrj Cjrpj 10770
f
*