Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.03.1964, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞlðÐVILTINN Pðstudagur 13. marz 1964 SANNLEIKURINN UM A ** 'Mnm Á KENI NEDY Rétt áður en skotin riðu af voru tveir menn í glugganum á 6. hæð TJér birtist annar hluti skýrslu bandaríska “stærðfræðingsins og rithöfundarins Thom- asar Buchanan um morðið á Kennedy for- seta. í fyrsta hlutanum sem við birtum í fyrradag sýndi Buchanan fram á fjögur hæpin meginatriði í þeirri kenningu lögregl- unnar að Lee Harvey Oswald hefði myrt for- setann og verið einn að verki. Þessi at- riði eru: 1. Kúla sem skotið var á forsetann aftan frá og úr talsverðri fjarlægð á að hafa farið gegnum höfuð forsetans og út um háls hans. Hún á að hafa splundrazt á gólfi bílsins, en þó gert lítið kringlótt gat á vindhlífina. Væg- ast sagt hæpin kenning. 2. Önnur kúla á að hafa hæft forsetann í bakið, þótt enginn þeirra Iækna sem önnuðust hann á spítalanum í Dallas né heldur neinn úr hjúkrunarliðinu tæki eftir sárinu á baki hans. í»að á að hafa stafað af því að engum þriggja skurðlækna spítalans datt í hug að snúa honum við. Vægast sagt hæpin kenn- ing. 3. Skurðlæknarnir, sem alvanir eru að gera að skotsárum, töldu að kúla hefði hæft for- setann í hálsinn að framanverðu, en síðan setið föst í brjósti hans. En lögreglan vill halda því fram að kúlan hafi komið aftan frá og farið út um hálsinn að framan. Vægast sagt hæpin kenning þegar haft er í huga hversu gerólík þau sár eru sem kúla á út- og innleið skilja eftir sig. 4. Oswald, ein lélegasta skyttan íöllum bandaríska hernum, á að hafa þjálfað sig á laun og náð slíkum árangri, að hann gat hitt skot- mark á hreyfingu þrisvar sinnum áfimm og hálfri sekúndu með hálf- sjálfhlaðningi og sjónaukamiði, enda þótt hann yrði tvívegis að taka í boltann. Vægast sagt hæpin kenning. Buchanan heldur hér áfram að kryfja til mergjar kenningu lögregl- unnar um atvik morðsins og sýnir fram á enn fleiri atriði í henni sem ekki fá staðizt. Lec Harvey Oswald. amkvæmt kennlngu lög- reglunnar beitti Oswald morðvopninu. Hún kveðst hafa fært óygg'jandi vís- indalega sönnun fyrir því. Fyrst var því haldið fram, að lögreglan hefði fundið íingra- för Oswalds á morðvopninu. Öll blöðin skýrðu frá þessu En skömmu síðar birti héraðs- saksóknarinn Henry Wade yfir- iýsingu, þar sem í staðinn íyrir „fingraför" var talað um „lófa- för“. Þeir voru fáir, sem tóku eftir þessari hagræðingu. En þó er hér um að ræða mun sem máli skiptir: Það er hægt að þekkja mann á fingra- förum hans. en ekki lófaför- um. En þessi för hurfu líka i þriðju útgáfunni, sem kom frá FBI. Sambandslögreglan lýsti yfir að „engin lófaför hefðu íundizt á rifflinum". Lögreglu- menn FBI reyndu ekki að dylja gremju sína í einkaviðræðum: Hvers vegna var Wade að hafa orð á sönnunargagni sem alls ekki var til? Lófaför En lófaför Oswalds fundust hins vegar á pappaöskju sem var í herberginu sem morð- inginn hafði skotið úr. Hvaða ályktun var hægt að draga af því? Enga: Oswald vann í þessu herbergi í bókageymsluhúsinu: vinna hans var m.a. í því fólgin að bera pappaöskjur með bókum um húsið. Hefði lófafar Oswalds fundizt í gluggakistunni þar sem moið- inginn skaut af byssunni eða jafnvel gluggarúðunni, þá hefði þar verið mikilvægt sönnunar- gagn. En engin lófaför fundust á þessum stöðum En við skulum halda okkur við hina opinberu kenningu og þá gera ráð fyrir að Oswald hafi skilið eftir för á pappa- öskjunni Hvaða ályktun má draga af þvi? Aðeins eina: Os- wald var ekki morðinginn. heldur vitorðsmaður hans. Hafi hann nefnilega skilið eftir för sín á öskjunni, þá merkir það að hann hefur ekki haft hanzka á höndum. Og hafi hann ekki haft hanzka. þá hlyti hann einnig að hafa skilið eftir lófa- för á rifflinum. Við munum sjá það bráðlega, að hann hafði alls engan tíma til þess að þurrka för af morðvopn- inu. Parafínpróf Önnur visindaleg sönnun sem lögreglan telur sig styðjast við er niðurstaða parafínprófsins. Það leiddi í ljós merki eftir sprengipúður á höndum Os- walds. Hins vegar ekki á kinn- um hans. Wade héraðssaksókn- ari var afdráttarlaus um þetta atriði- — Ég hef hér niðurstöður rannsókna sem sýna að merki voru eftir púður á báðum höndum Oswalds. Þegar Wade talaði um byss- una sem bessi púðurmerki hefðu getað stafað frá notaði hann orðið „gun“. sem þýðir skammbyssa: hann talaði ekki um „rifle“ eða riffil. Hann end- urtók meira að segja orðið ..gun“. þegar einn blaðamann- anna gekk eftir því hvort hann hefði ekki átt við „rifle“, Skammbyssa var reyndar j fórum Oswalds þesar hann var handtekinn. Og það hefur ver- ■f. iiijii jixo : ::: :::::/ Brotna Iínan sýnir leiðina scm skotin úr bókageymslimni fóru Jgj ið talið að hann hafi þá skömmu áður skotið lögreglu- manninn Tippitt til bana; þar var skýringin á púðrinu á höndum has. En hvernig stóð á því að ekkert púður var á kinnum hans, ef hann hafði nýlega skotið úr riffli? Því verður ekki haldið fram. að Oswald hafi getað þvegið sér í framan áður en hann var tekinn höndum. Hann fór úr bókageymsluhúsinu, þar sem trann var staddur á morðstund- innl. um kl 12.35. Hann fór fótgangandi að strætisvagna- biðstöð fjórum húsasamstæðum þaðan. Hann var óþolinmóður og fór aftur úr strætisvagnin- um í leit að leigubíl. Hann fann engan fyrr en tveimur húsasamstæðum lengra burtu, .,um 12,45” samkvæmt athug- un „Time“ Staðurinn sem hann bað bíl- ^tjórann að aka á var fimm samstæðum frá húsi þvi sem hann bjó í. Billinn kostaði 95 sent, en það bendir til þess að ferðin hafi gengið seint: Umferðin tepptist eftir morðið. Oswald varð að ganga aftur til baka drjúgan spöl heim til sín, þar sem hann fór úr jakk. anum og í blússu og tók skammbyssu sína. Húsráðandi Oswalds hefur staðfest að hann hafi aðejns staldrað andartak við, Hapn hefur ekki haft tíma til að losa púðrið af vöngum sín- um, þvi að það næst ekki af nema með sápu og bursta. Nær strax eftir að hann fór aftur að heiman, rakst hann samkvæmt hinni opinberu kenningu á Tippitt lögreglu- mann, drap hann og leitaði hæl-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.