Þjóðviljinn - 15.03.1964, Síða 2

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Síða 2
2 StÐA ■^öffisvioiss Surm'udagur 15. marz 1964 Þgð var fyrír 25 árum Sfemdum er sem marmkyn- ið setji upp sjömílnaskó og skálmi á fáum árum vega- lengdir, sem áður voru margra . alda áfangar. Fyrir 25 árum réðust þýzk- ar hersveitir irrní Bæheim og Mæri og lýstu þessi land vemdarsvæði þýzka nazista- veldisins. Þá voru hinir gömlu góðu dagar. öll Afríka og Suðaustur-Asía voru þjóða- fangelsi og skiptust milli heims- velda Vesturvrópu. Kína tald- ist til sjálfstaaðra ríkja, en þar réðu evrópsku heimsveldin, Bandaríkin og Japan lögum og lofum, og bandarískir auðhring- ar röðuðu peðunum í hinum hráefnaauðugu löndum Suður- Ameríku að vild sinni, eins og þeir gera að mestu enn í dag. Þá skipuðu hinar æðstu tignarstöður í Evrópu þeir herra Hitler. félagi Stalín, Sir Neville Chamberlain, Mussolini og Daladier, og hafa allir feng- ið heldur dapurleg eftirmæli. Arið 1918 urðu til 7 ný þjóð- ríki í Evrópu, og meðal þeirra voru fsland og Tékkóslóvakía. Þá var Frakkland styrkasta stórveldið á meginlandi álf- unnar, og leituðu mörg hinna nýju ríkja halds og trausts hjá þeim, þar á meðal Tékkó- slóvakía. Tékkóslóvakar, Kúm- enar og Júgóslavar höfðu með sér Litla bandalagið, sem var nátengt Frökkum, og síðar gerðu Tékkóslóvakar einnig vamarsamning við Sovétríkin. , Þannig reyndu þeir að tryggja tilveru ríkis síns með banda- mönnum bæði í Austur- og Vestur-Evrópu, en hin borg- aralega stjóm landsins setti aðaltraust sitt á Frakka. Þeir voru álitnir forystuþjóð hinna ungu, nýfrjálsu nlcja og verð- ir lýðræðisins. Hinn 29. september 1938 @r einhver mesti óheilladagur í sögu veraldarinnar. Aldrei heftir skammsými, sjálfsblekking, ofstæki, fyrir- litning á orðum og eiðum og réttindum þjóða og svik hreykt sér hærra í stjómmálasögunni en þennan haustdag út í Munchen. Þar komu þeir sam- an fjórmenningamir: Hitler, Chamberlain, Daladier og Mussolini til þess að skipa málefnum veraldarinnar og tryggja heimsfriðinn „um vora daga“, eins og Chamberlain komst að orði eftir fúndinn. Þeir töldu sér trú um, að þeir stjómuðu heiminum og sást yfir það lítilrseði, að vestur í Washington og austur í Moskvu sátu stjómendur þjóða, sem átbu allmikið undir sér. Það var ekki vandi að stjóma heiminum og tryggja friðinn í þann tíð. Bretar og Frakkar gerðu það með því að afhenda þýzka nazista- veldinu traustasta bandamann sinn í Mið-Evrópu og sterk- asta vígi lýðræðis. Það var fjallað um örlög Tékkóslóvaka, en þeir voru einskis spurðir. Það var virðingin fyrir rétti þjóðánna í þá gömlu góðu daga. Nú þykir það sannað, að hersveitir Hitlers hafi ekki haft bolmagn til þess að mæta tékkneska og franska hernum 1938, hefði vilji verið fyrir hendi að stöðva yfirgang fas- ismans. En fulltrúa Vestur- veldanna skoríi viljann. Þeir voru komnir til Múnchenar til þess að efla þýzku hervélina. magna krossfaraher til aust- urfarar; lýðræði og þjóðfrelsi skipti þá minna máli. Sovét- stjómin vissi til hvers ref- imir voru skomir og hét Adolf Hitler kemur til Praha 16. marz 1939 og kannar liðssveitir sinar þar. Nazistar, skyrtuklæddir og í háum leðurstigvélu m ganga fylktu liði yfir hina fornu Karls-brú i í Praha 15. marz 1939. tékknesku stjóminni ðllum styrk sínum til þess að verj- ast, en boði hennar var ekki sinnt. Bæheimur og Mæri eru með mestu iðnaðarsvæðum á meginlandi Evrópu. Þau þurfti Hitler að tengja hervél sinn', til þess að geta hafið djöfla- dansinn, sem nefnist heims styrjöldin síðari. 1 Munchen var kveðinn upp dauðadómur yfir valdaskeiði Vestur-Evrójm. Þegar risið var orðið annars flokks veldi, og öll þau ríki, sem stóðu að samningunum, voru hröpuð úr tignarsessi sínum sjð árum síðar og Þýzkaland var rjúk- andi rústir. 15. marz 1939 fylgdi beint í kjölfar Múnch- enarsamninganna. Haustið áð- ur voru Þjóðverjum afhent landamærahéruð Tékkóslóvakíu og þar með allar víggirðingar landsins. Bretar og Frakkar ábyrgðust sjálfstæði leifanna af ríkinu, en hreyfðu hvorki legg né lið. þegar Þjóðverjar hemámu landið að fullu þann 15. marz. Straumi tímans verður aldrei snúið við; hann verður ekki einu sinni stöðvaður. Jörðin reis að vísu ekki úr ægi hild- arleiksins iðjagræn, heldur sár og þjökuð, en þó þetri og heilbrigðari en áður. Síðustu 20 árin eru eini sanni þjóð- frélsistíminn, sem gengið hef- ur yfir veröldina. Hinn svo- nefndi þjóðfrelsistími Evrópu á 19. öld átti sér andstæðu í undirokun nýlenduþjóða og þrælasölu. Nú hristir hver ný- lendan af annarri af sér fjötr- ana, og heimsveldin riða hvert af öðru. Árið 1945 báru Banda- ríkin ægishjálm yfir öll ríki heims; 1950 deildu Sovétríkin við þau heimsforystunni, og 1960 var Kína orðið 3. mesta stórveldið og sækir í dag markvisst fram á sviði heims- málanna. Ný ríki og ríkjasam- steypur eflast með hverju ár- inu, sem líður. Árið 1938 töldu 4 fulltrúar evrópskra ríkja sig geta markað framtíð veraldarinnar með einhliða að- gerðum. Þá var Tékkóslóvakía afhent bððlum. Þar með lauk þeim ráðstefnum, sem hófust með pompi og prakt undir forystu Metternichs suður 1 Vínarborg árið 1815. Dapur- legri reynslu ríkari sneru þjóðir Tékkóslóvakíu inn á nýjar leiðir að styrjaldarlok- um. f tíu ár samfleytt voru gerðar vísindalegar tilraun- ir með það á frönskum efnarannsóknarstofum, það endurbætt og lagfært í samráði við færustu kunn- áttumenn heimsins á þessu sviði — þangað til fullgerður var FZofe.r-dúkurinn, Flotex-teppið, sem er undravert efni, mjög flókin efnasamsetning, vin- yl-polishlorure, þar sem ejra borðið er eins oq feg- ursta teppi, þ.e. nylonþræðir soðnir við geysiháan þrýsting og hátt hitastig inn í plastdúkinn, sem límdur er á gólfið með sérstöku lími. I BYGGINGARIÐNAÐl FLOTEX PLAST - NYLON - DOKUP ER LANGBEZTA EFNIÐ, SEM NOKKURN TÍMA HEFUR VERIÐ FRAMLEITT TIL ÞESS AÐ SETJA Á GÓLF, Flotex er svo endingargott, að segja má, að það slitni ekki. Sólarljósið vinnur ekki á litum þess. FLOTEX er hægt að líma á ÖLL GÓLF FLOTEX er auðvelt að þrífa. FLOTEX er hægt að ryksuga. FLOTEX er hægt að þvo. FLOTEX er alltaf eins og nýtt. Sölumaður vor á Akureyri er Haraldur M. Sigurðsson, Byggðav. 91, sími 1880. Sölumaður vor á Selfossi er Skúli B. Ágústsson, Tryggvagötu 7, sími 63 og 208. Upplýsingar á Húsavík veitir Rólf Árna- son, Garðastræti 16. Þverskurður FLOTEX Á ÖLL CÓLF FLOTEX UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI Brautarholti 20, Reykjavík, símar 21999 og 32847. FRANSK-ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGID 'cA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.