Þjóðviljinn - 15.03.1964, Page 10

Þjóðviljinn - 15.03.1964, Page 10
10 slÐA MðÐVILJINIl Sunnudagur 15. marz 1961 ARTHUR C. CLARKE í MÁNARYKI alveg kringlóttur rykhringur. Hann skall upp í loftið, hrökk til baka og leystist upp áður en nokkur gat áttað sig. — Hver f.iandinn var þetta? sagði Lawrence. — Súrefnisgeymirinn okkar, svaraði Pat. — Blessuð gamla ferjan — hún entist alveg mátu- lega lengi. Og sér til óbærilegrar skelf- ingar, fór skipstjórinn á Selenu að vatna músum. ÞRlTUGASTI OG FYRSTI KAFLI nýjabrumið og spenningurinn var nóg fyrir því; vegna mik- illa örlaga fyrirrennara síns, var Selena II þekktasta farartækið i öllu sólkerfinu. Þetta sannaði hið fomkveðna. að slæm auglýsing sé betri en engin auglýsing. Nú var farið að panta sæti fyrirfram, og Ferðamálafulltrúinn var mjög feginn því að hann skyldi hafa hert upp hugann og krafizt þess að fá meira rúm fyrir farþega. f fyrstu hafði hann átt í harðri baráttu að fá nokkra Selenu yf- irleitt. — Brennt bam forðast í hnakkadrambið á honum. — Ekki neitt — nema það að hann missti atvinnuna. Alheims- ferðakort h/f komust að þeirri niðurstöðu að ef þau færu í mál, myndu allir hafa samúð með Radley, og það gæti líka orðið til þess að fleiri fengju sömu hugmynd. Mér skilst að hann vinni nú fyrir sér með því að halda fyrirlestra fyrir trúbræðr- um sínum um það sem hann fann á Tunglinu. Og einu spái ég, Harris skipstjóri. — Hvað er það? — Einn góðan veðurdag birt- ist hann aftur á Tunglinu. — Það liggur við að ég voni það. Ég komst aldrei að því hvað hann ætlaði sér að finna í Crisium hafi. Þau hlógu bæði. Síðan sagði ungfrú Morley: — Ég heyri sagt að þú ætlir að hætta í þessu starfi. Pat varð dálítið vandræðaleg- ur. — Það er satt, viðurkenndi hann. — Ég ætla mér að snúa mér að geimferðum. Ef ég stenzt prófin. Hann var engan veginn viss um að honum tækist það, en hann vissi þó að hann yrði að gera tilraun til þess. Það hafði verið skemmtilegt starf að stjóma tunglferju, en það veitti enga möguleika — eins og bæði Sússa og geimsiglingaforinginn voru nú búin að sannfæra hann um. Og svo var enn ein ástæða... Hann hafði oft velt fyrir sér, hvort líf hinna hefði ekki tekið breytingum á einhvem hátt þeg- ar Þorstahafið hafði geispað und- ir stjömunum. Allir sem höfðu verið um borð í Selenu I, hlutu að hafa mótazt af þeirri reynslu, £ flestum tilfellum til hins betra. Það eitt að hann stóð nú þama og rabbaði við ungfrú Morley í mesta bróðerni, var sönnun þess. Það hlaut einnig að hafa haft djúp áhrif á mennina sem tekið höfðu þátt í björgunaraðgerð- unum — einkum doktor Lawson og Lawrence yfirverkfræðing. Pat hafði margsinnis séð Lawson þegar hann hélt hina sérstæðu sjónvarpsfyrirlestra sína um vís- indaleg efni; hann var þakklát- ur stjömufræðingnum. en hann gat ómögulega látið sér geðjast vel að honum. En milljónir manna virtust samt dá hann. Hvað Lawrenee snerti, þá var hann nú í óða önn að rita end- urminningar sínar, sem höfðu fyrirfaram hlotið nafnið — Tæknifræðingur á Tunglinu — og hann óskaði þess heitt og innilega að hann hefði aldrtf" I undirritað þann samning. Paí hafði veitt honum aðstoð við kaflana um Selenu og Sússa las prófarkir meðan hún beið þess að barnið fæddist. — Þú verður að hafa mig af- sakaðan, sagði Pat og mundi eftir skipstjóraskyldum sínum. — Ég verð að sinna hinum far- þeganum. En gerðu svo vel að líta inn til okkar, þegar þú ert á ferð í Clavius borg. — Þakka þér fyrir, það skal ég gera, lofaði ungfrú Morley, dálítið undrandi en sýnilega glöð. Pat hélt áfram ferð sinni aft- ur eftir klefanum, heilsaði, svaraði spumingum. Síðan kom hann að loftgangsdyrunum, fór inn og lokaði á eftir sér — og var aleinn um leið. Þama var rýmra en í litla loftganginum á Selenu I, en fyr- irkomulagið var hið sama í öll- um aðalatriðum. Það var ekki að undra þótt minningamar sæktu að; þetta hefði getað verið geimbúningurinn, sem innihélt súrefnið sem hann og McKenzie höfðu skipt með sér meðan allir hinir sváfu; þetta hefði getað verið veggurinn sem hann hafði lagt eyrað að og heyrt suðandi hvíslið í heitu rykinu. Og þessi klefi hefði getað verið sá hinn sami og hann uppgötvaði Sússu í fyrsta sinn, í eiginlegri og ó- eiginlegri merkingu. Það var aðeins eitt nýtt í þessari ferju — litli glugginn i ytri dyrunum Hann bar andlitið að honum og starði út á yfir- borð hafsins. Hann var skuggamegin í ferj- unni, horfði undan sólu og inn í dimma geimnóttina. Og þegar augu hans vöndust myrkrinu, gat hann séð stjömumar. Aðeins hinar skærustu, þv£ að dálitil birta barst inn á sjónarsvið hans, en þarna voru þær, og þarna var Júpíter, hin skærasta af plánetunum næst Venusi. Bráðum yrði hann þama úti, langt frá heimahögum sfnum. Tilhugsunin fyllti hann f senn eftirvæntingu og kviða, en hann vissi að hann yrði að fara. Hann elskaði Tunglið, en það hafði reynt að koma honum fyrir kattarnef. Aldrei framar yrði hann fullkomlega öruggur úti á yfirborði þess. Þótt geimurinn sjálfur væri enn fjandsamlegri og illskeyttari, þá hafði hann ekki enn sagt honum strið á hendur. 1 hans eigin heifni yrði ekki framar um annað að ræða en vopnað hlutleysi. Klefadymar opnuðust og þem- an kom inn með bakka með tóm- um glösum. Pat sneri sér frá glugganum og stjömunum. Þeg- ar hann sæi þær næst yrðu þær milljón sinnum skærari. Hann brosti til einkennis- klæddu stúlkunnar og lyfti hendinni um leið. — Ég fel þér allt þetta, ung- frú Johnson, sagði hann. — Gættu þess vel. Síðan gekk hann aftur að stjómborðinu til að stýra Selenu í síðasta sinn; í jómfrúför henn- ar um Þorstahafið. E N D I R. — Mér finnst þetta ekki góð hugmynd með fánana. sagði Pat um leið og ferjan lagði af stað frá Roris virki. — Þeir eru svo uppgerðarlegir, þegar maður veit að þeir eru í lofttómi. En hann varð að viðurkenna að blekkingin var fullkomin, því að fánamir sem dregnir vom upp við bygginguna, biöktu og bærðust í golu sem ekki var til. Það voru fjaðrir og rafmagns- vélar sem sáu um það allt sam- an, og áhorfendur á Jörðu niðri myndu alveg ruglast í ríminu. Þetta var merkisdagur fyrir Roris virki og í rauninni fyrir Tunglið allt. Hann óskaði þess að Sússa væri viðstödd, en hún var naumast í heppilegu ástandi fyrir slíkt ferðalag. Enda hafði hún einmitt sagt um morguninn þegar hann kyssti hana að skiln- aði: — Ekkert skil ég í þvi hvemig konur fara að því að eignast böm niðri á Jörðinni. Að hugsa sér að bera allan þennan þunga í sex sinnum meiri loftþyngd. Pat hætti að hugsa um fjöl- skyldu sína og jók hraða Selenu II upp í hámark. Aftan úr klef- anum heyrðust — Ó og Æ hinna þrjátíu og tveggja farþega þegar rykmekkimir þeyttust upp og bar við sólu eins og einlita regn- boga. Þessi jómfrúferð var farin , í dagsbirtu; farþegamir færu á t mis við fosfórbirtu hafsins að næturlagi, ævintýraferðina upp gilið að gígvatni. grant töfraljós hinnar kyrrstæðu Jarðar. En HARGREIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÖDÖ Langavegl 18 m. h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla rið allra hæfi. TJARNARSTOFAN. Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin. — SÍMl 14662. HARGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR. ÍMarfa Guðmundsdóttir) Laugavegi 13 — SlMI 14656. — Nuddstofa á sama stað. — eldinn, hafði Skipulagsstjórinn sagt og ekki látið undan fyrr en Faðir Ferraro og Jarðeðlisfræði- deildin höfðu komið með sann- gjöm rök fyrir því að Hafið myndi ekki bærast aftur í næstu milljón ár. — Haltu henni í þessari stefnu, sagði Pat við aðstoðarmann sinn. — Ég ætla að fara aftur í og tala við farþegana. Hann var enn nógu ungur og hégómlegur til að gangast dálítið upp við aðdáunaraugnaráðin sem hvíldu á honum þegar hann gekk aftur í farþegaklefann. Allir um borð hefðu lesið um hann eða séð hann í sjónvarpinu; 1 raun- inni var návist þessa fólks ekki annað en traustsyfirlýsing. Pat vissi vel að fleirf áttu heiður skilið, en hann var ekki haldinn neinni uppgerðar hógværð í sambandi við hlutverk það sem hann hafði leikið síðustu stundir Selenu I. Eftirlætisgripur hans var litla gulllíkanið af ferjunni, sem Harrishjónin höfðu fengið í brúðargjöf: — Frá ferðafélög- unum í síðustu ferðinni. Með innilegu þakklæti. Það var eini vitnisburðurinn sem máli skipti og hann óskaði einskis frekar. Hann var kominn hálfa leið inn í klefann og sagði fáein orð við einn og einn farþega. þegar hann nam snögglega staðar. — Sæll skipstjóri, sagði ó- gleymanleg rödd. — Þú virðist hissa að sjá mig. Pat jafnaði sig f skyndi og setti upp sitt blíðasta atvinnu- bros. — Þetta er óvænt ánægja,ung- frú Morley. Ég hafði ekki hug- mynd um að þú værir á Tungl- inu. — Það er eiginlega óvænt fyr- ir mig líka. Ég á það að þakka frásögninni sem ég skrifaði um Selenu I. Ég fer í þessa ferð á vegum Millihnattadeildar Life. — Ég vona bara. sagði Pat, — að hún verði ekki eins við- burðarík og hin ferðin. Meðal annarra orða, hefurðu samband við nokkurt hinna? Dr. Mc- Kenzie og Schusterhjónin skrif- uðu fyrir nokkrum vikum, en ég hef oft verið að velta fyrir mér hvað orðið hafi um Rad- ley litla eftir að Harding tók Aðalfundur í bátafélaginu BJÖRG í Reykjavík verður haldinn sunnu- daginn 22. marz 1964 kl. 14. í húsi Slysavarnafélagsins við Grandagarð. — Fundarefni; 1) Venjuleg aðalfundarstörf. — 2) Önnur mál. Vinsamlegast mætið stundvíslega. — STJÓRNIN. SKOTTA Áttu bataóskakort handa náunga sem fékk spark í öklann fyrir að daðra við aðra stelpu? Fræðslueríndi Sósía/istaf/okksins í dag, (sunnudag) klukkan 2 síðdegis 'flyt- ur Stefán Sigfússon erindi um landbúnað- armál í Tjarnargötu 20. Að erindi loknu mun Stefán svara fyrir- spurnum. Félagar eru sérstaklega hvat’tir til að fjöl- menna. FRÆÐSLURÁÐ SÓSÍALISTAFLOKKSINS. KIRKJUM FJÖLGAR, KIRKJUSÓKN MINNKAR — HVERSVEGNA? Um ofanskráð efni talar Svein B. Johan- sen i Aðventkirkjunni í dag, sunnudaginn 15. marz, kl. 5 síð- degis. Kirkjukórinn syngur. Einsöngur. ALLIR VELKOMNIR SVEFNSÓFAR - SÓFASETT .... ö já, hann er svo dá- samlegur, ég skil ekki hvem- ig ég hef getað lifað án hans hingað til .... Nei, nei hann ertir mig aldrei. Hann er blátt áfram unaðs- legur. Jæja! Hver er þessi nýi elsk- hugi sem þú ert að blaðra um? nýja baðsloppinn minn. Þérsgötu t. f 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.