Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.04.1964, Blaðsíða 6
X F g SlÐA ÞlðÐViLJINN Þriðjudagur 28. apríl 19S4 Síld sem forréttur Síld í legi 1 síld Lögur: IV2 dl. borðedik . 1 dl. sykur Vs tsk. hvítur pipar 1 tsk. svartur pipar 1 fínt hakkaður laukur Leggið flökin í bleyti yfir nótt. Roðflettið þau og skerið niður i um 1 cm þykka strimla. Raðið bitunum á fat, þannig að flökin sýnist heil. Hrærið löginn saman svo að sykurinn leysist upp. Hellið honum yfir síldina. Látið síldina standa á köldum stað, helzt yfir nótt. Purjusíld (Fyrir fjóra) 2 sildar IV2 dl. sykur a‘/a dl. borðedik 1 lárviðarlauf 1 litill purjulaukur 3 stk. negull 5 piparkorn dill Leggið flökin í bleyti í 10 tima. Hrærið edik og sykur saman og bætið lárviðarlauf- inu, smátt skomum purjulauk, negul og kryddkomum út í. Leggið flökin í heilu lagi i lög- inn. Látið þau liggja í nokkum tíma, helzt yfir nótt. Skerið sildina niður í mjóar ræmur og leggið þær á fat. þannig að flökin sýnist heil. Ausið svo- litlum legi yfir sfldina og skreytið hana með fínt skom- um graslauk. Síld í lómatsósu (Fyrir fjóra) 1 síld 1 msk kryddedik 1—3 msk. tómatsósa 3 msk. matarolía 1—2 msk. vatn 1 hakkaður laukur hvítur pipar V2—1 msk. sykur dillgrcinar Leggið flökin í bleyti, eins og vanalega. Hrærið saman öll efnin í sósuna. Þurrkið af flökunum og leggið þau í heilu lagi í sósuna. Látið þau draga hana í sig nokkra tíma. Skerið flökin niður á ská. Leggið þau á disk eða fat, svo að flökin sýnist heil. Hellið sósunni yfir og stráið dillgreinum yfir. Snarl Amerísk síld 3 síldar 8 stórar kartöflur 2 msk. fínt klippt dill 2 dl. þykkur súr rjómi 1 fínt hakkaður laukur Hreinsið síldina og látið hana liggja nokkra tíma í köldu vatni. Flakið síldina og skerið flökin i jafnstóra bita. Burstið öll óhreinindi af kartöflunum, vefjið utan um þær alúmíum- pappír og bakið í miðlungs- heitum ofni eða á glóð í u.þ.b. 50 mínútur. Flettið pappímum utan af þeim, svo að pappírs- búturinn sé eins og skál í kringum hverja kartöflu. Sker- ið kross á hverja kartöflu. Skreytið síldina með dilli og berið hana á borð með kartöfl- unum, lauk og rjóma. Síldarfreisting (Fyrir fjóra) 2 síldar 2 laukar SILD SÍLD SÍLD 2 tómatar 1 dl. rjómi V2 kg. hráar sneiddar kart- öflur cayennepipar, olífuolía Flakið síldina og leggið flök- in í bleyti yfir nótt. Látið vatnið renna vel af þeim. Sker- ið laukinn og kartöflumar í þunnar sneiðar og flökin í smábita. Leggið kartöflur, sfld og lauk til skiptis í lög í smurt eldfast mót. Kryddið með of- urlitlum cayennepipar og hell- ið svolítilli ólífuolíu á milli laga. Látið réttina stikna við hægan hita í 1 tíma í lokuðu móti (eða breiðið alúminíum- pappír yfir mótið). Hellið rjóm- anum yfir réttinn rétt áður en hann er tiTbúinn. Kvöldverðarsíld (Fyrir f jóra) 2 síldar 1 laukur 3 dl. súr rjómi 3 msk. kavíar 2 harðsoðin egg 1 tómatur 1 knippi graslaukur Hreinsið og flakið síldina. Leggið hana í bleyti í 8 tíma. Flysjið laukinn og sneiðið hann þunnt niður. Leggið laukinn á fat. Þurrkið síldarflökm. Sker- ið þau í þykkar sneiðar og rað- ið ofan á lauksneiðamar. Blandið rjómanum og kaví- amum saman og hellið yfir. Skerið eggin og tómatana í flísar. Skreytið réttinn með flísunum og klippið graslauk- inn yfir. Berið síldina á borð ískalda með nýsoðnum kart- öflum. Sherrysíld (Fyrir fjóra) 2 síldar 2 msk. fínt hakkaður rauðlaukur 1 msk. fínt klippt dill Sósan 2 msk. borðedik 2 msk. matarolía V4—1 dl. sykur 2 dl. tómatsafi 6 steytt piparkom 1 msk. sherry Hreinsið síldina og leggið hana í vatnsblandaða mjólk yfir nótt. Flakið hana og roð- flettið. skerið flökin í þunnar jafnstórar sneiðar. Þeytið sam- an efnin í sósuna, bragðið á henni þar til rétti keimurinn er kominn. Hellið sósunni yf- ir síldina. Stráið lauk og dilli yfir síldina og látið hana standa á köldum stað í nokkra tíma, svo að hún fái að sjúga sósuna í sig. Sí1dar_..kokkteiI1“ (Fyrir fjóra) 1 síld 1 salathöfuð 2 msk. hakkaðar niður- soðnar rauðrófur 2 msk. kapers 2 msk. fínt hakkaður Iaukur 2 msk. fínt hakkaður graslaukur 4 eggjarauður Sósan: 2 msk. chilisósa, eða tómat- sósa 1 msk. þykkur rjóml, rifin piparrót Hreinsið síldina og leggið hana í bleyti í 12 tíma. Flakið síldina og roðflettið og skerið í næfurþunnar sneiðar. Skerið salatið í sneiðar og skiptið því niður í lítil glös. Komið sfld- inni, rauðrófunum, kapersinu og graslauknum smekklega fyr- ir í glösunum. Látið eina eggjarauðu mitt í hverja skál. Blandið chilisósuna eða tómat- sósuna með rjómanum og kryddið með piparrótinni eftir smekk. Ausið svolítilli sósu yfir hverja skál. Sem heitur réttur Síld í „hempu“ 2 sfldar 2 msk. fínt hakkaður rauðlaukur 2 msk. fínt klippt dill 2 harðsoðin egg 2 msk. smjör 1 dl. rjómi Hreinsið síidina og leggið í bleyti I 12 tíma. Flakið hana og leggið flökin á smurð alúm- íumblöð. Stráið lauknum, dill- inu og eggjunum yfir. Leggið nokkrar smjörklínur á flökin og hellið rjómanum yfir. Pakk- ið síldinni vel inn í alúmíum- pappírínn og látið pakkana stikna í miðlungsheitum ofni eða á glóð í 15 til 20 mínútur. Berið á borð með kartöflum. Síld í móti (Fyrir fjóra) 2 sildar V2 kg. hráar kartöflur 2 laukar 3 msk. smjör 1 tsk. hvitur pipar 1 dl. rjómi 2 msk. brauðmyisna Hreinsið sfldina og leggið hana í bleyti í 12 tíma. Flakið hana og skerið flökin í tvennt eftir endilöngu. Flysjið kartöfl- umar og laukinn og skerið nið- ur í þunnar sneiðar Steikið laukinn á pönnu í helmingnum af smjörinu án þess að láta hann fá lit. Leggið sfldina, kartöflurnar og laukinn til skiptis í lög í smurt eldfast mót (helzt grunnt). Stráið of- urlitlum pipri og hellið rjóm- anum yfir. Stráið þunnu lagi af brauðmylsnu ofan á og leggið afganginn af smjörinu efst í klínum. Bakið í miðl- ungsheitum ofni í u.þ.b. 35 mínútur. eða þangað til kart- öflurnar eru orðnar mjúkar. Berið strnx á borð. Steikt síld með lauksósu (Fyrir fjóra) 2 saltsíldar 2 msk. hveiti 1 egg 2 msk brauðmylsna 2—3 msk. smjör lauksósa 2 msk. smjör 1 hakkaður laukur IV2 msk. hveiti 4 dl. mjólk salt, hvítur pipar Hreinsið síldina og leggið síðan í bleyti í 12 tíma. Flakið hana og veltið flökunum upp úr hveiti, síðan þeyttu eggi og loks brauðmylsnunni. Steikið sfldina þar til hún er fallega gulbrún og leggið á heitt fat. Steikið laukinn í IV2 msk. af smjöri, stráið hveitinu yfir og þynnið með mjólkinni. Krydd- ið sósuna með pipri, saltið hana og látið smjörkh'nu í sósuna áður en hún er borin fram. Steikt saltsíld 2 saltsíldar 2—3 msk. gróft rúgmjðl 2—3 laukar 2 msk. smjör 1 dl. rjómi Hreinsið síldina og leggið hana í bleyti (notið mikið vatn) yfir nóttina. Flakið hana og roðflettið. Veltið flökunum upp úr rúgmjöli. Flysjið laukinn og skerið í þunnar sneiðar. Steik- ið lauksneiðarnar í smjöri. Brúnið afganginn af smjörinu og steikið sfldarflökin, þar til þau eru gulbrún báðum megin. Hellið rjómanum yfir og látið sfldina krauma í nokkrar mín- útur. Leggið hana á heitt fat, þekjið hana með lauknum og hellið sósunni yfir. Saltsíld. með brúnuðu smjöri Leggið sfldarflök í bleyti yf- ir nótt. Leggið þau upp á fat. Stráið yfir hana hökkuðum harðsoðnum eggjum, sem þið blandið með fínt hökkuðu dilli og 1 msk. af fínt hökkuðum lauk. Rétt áður en sfldin er borin fram hellið þið brúnuðu smjöri yfir hana. Gufusoðin síld V-hálsmáliB Ef þið cruð orðnar lciðar á gamla sumarkjólmun, er ekkert vandaminna cn breyta hálsmálinu og sníða á hann hvítan kraga. Hálsmálið, sem mest ber á í vor er flegna v-hálsmálið. (Fyrir fjóra) 2 sildar Sósan 3 msk. matarolia 1 msk. kryddedik V2 msk. vatn V2 tsk. hvitur pipar 1 tsk. franskt sinnep Skreytt með: 2 hökkuðum harðsoðnum eggjum 2 msk. hökkuðum niður- soðnum rauðrófum 1 litlu epli 2 tsk. hökkuðum karpers 1 knippi af dilli Hreinsið og flakið síldina og leggið hana í bleyti yfir nótt. Skolið flökin og þurrkið þau vel. Leggið flökin upp á fat og setjið fatið yfir sjóðandi vatns- pott. Látið sfldina sjóða yfir gufunni. þangað til hún er hálfsoðin. Ausið öllu soði af henni. Blandið saman matarolíu. kryddediki, vatni, sinnepi og hvítum pipar. Hellið sósunni yfír síldina og skreytið með eggjunum, rauðrófunum og eplinu. sem skorið hefur verið í teninga. Stráið að lokum kapersinu og dillinu yfir. Berið á borð með nýsoðnum kartöflum. Nýjar síldarbollur (Fyrir fjóra) 1 síld 1 lítill rauðlaukur 3 miölungsstórar kartöflur 1 epli V? hg kjötfars 1 egg 1 msk. brauðmylsna Leggið síldina í bleyti yfir nótt. Takið öll smábein úr henni. Hakkið síldina fínt og Framhald á 9. síðu. * Dragtarveður Nú cr veðrið tii þess að taka vordragtina út úr skápnum. Ungu stúlkurnar í París hafa löngum þótt Iagnar við að klæða sig smekklega fyrir litla peninga. Þessi stúlka er frá París og eign- aðist nýja vordragt með því að Iífga gömlu dragtina sína upp með svörtu mjóu bclti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.