Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1964, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 20. maí 1964 — 29. árgangur — 110. tölublað. Væntanleg hingað í næstu viku Önnur nýju flugvélanna al gerðinni Rolls Royce 400 (Canadair) sem Lol'tleiðir hafa fest kaup á er væntanleg hingað til Iands í næstu viku. — Sjá nánar frétt á 12. síðu. Viðbúnaður á Kúbu vegna hótana um landgöngu þar <•/' Sveitir gagnbyltingarmanna eru sagSa vera i þann mund að ganga þar á land HAVANA og MIAMI 19/5 — Astandið á Karíbahafi verður ískyggilegra með hverjum degi. Sveitir gagnbyltingarmanna sem hafa aðalstöðvar sín- ar í Bandaríkjunum hafa gert strandhögg á Kúbu og unnið þar ýms spell- virki og fréttir hafa nú borizt af því að hópar þeirra séu á leiðinni þang- að og ætli að ganga þar á land og búa þar um sig. Mikill viðbúnaður er sagður á Kúbu til að taka á móti þeim, og jafnframt hefur Kúbustjórn gefið til kynna að hún geti ekki horft á það aðgerðarlaus að bandarískar njósnaflugvélar rjúfi lofthelgi Kúbu sýknt og heilagt. ----------______ $ Aðalfréttaritari „New York Viðræður um sumningamál ¦jr Viðræðufundir ríkisstjórnarinnar og nefndar Alþýðusam- bandsins héldu áfram í gær, en fyrir helgina og um hana voru að störfum vinnunefndir sem aðilar höfðu sett til að athuga einstaka þætti hins flókna samningamáls. •ir Sáttasemjari ríkisins hefur haldið tvo sáttafundi með deiluaðilum. í vinnudeilunum norðan. lands og austan. Var hinn fyrri fyrir helgi en hinn síðari í gærkvöld. •^- Félögin hafa ekki enn boðað verkfall, en hin sameigin- lega samninganefnd verkalýðsfélaganna á. Norðurlandi og Austurlandi hefur fengið tilþess heimild frá félögunum. Björn Pálsson fær nýja flugvél Á ánnan í hvítasunnu kom Björn Pálsson flugmaður til landsins með nýja flugyél sem hann hefur fest kaup á úti í Bretlandi. Nýja vélin er af gerð- inni De Haveland Dove og tekur níu farþega og tvo flugmenn. Vélin er nýyfirfarin, bæði að innan og utan og nýskoðuð og er hún tílbúin til notkunar strax. Sagði Biörn í viðtali við Þ.ióð- viljann að vélin hefði reynzt ágætlega á heimfluginu og ætti hún að geta lent | á flestum smærri flugvöllum hér á landi. Verður hún notuð til áætlunar- leigu- og sjúkraflugs. Björn á þrjár flugvélar fyrir en eina þeirra, Lóuna, sem tekur sextán farþega hyggst hann selja með haustinu þar eð hún hefur reynzt of stór og dýr í rekstri til áætl- unarflugs út á land. Myndin er tekin af Birni við vélina við komuna hingað á mánudaginn. — (Ljósm. Bj. Bj.). Times" um málefni rómönsku Ameríku, Tad Szulc, birtir í dag í blaði sínu skeyti sem dag- sett er „einhvers staðar í Kar- íbahafi". Þar segir hann að einn af leiðtogum gagnbyltingar- manna. Manuel Ray, sé nú á leiðinni til Kúbu með hóp manna, þaulæfða spellvirkja og undirróðursmenn, og ætli þeir að freista þess að ganga á land á eynni. Fyrir 20. maí Szulc hefur eftir Ray, að hann geri sér vonir um að geta aftur komið upp andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Castros, eins og þeirri sem gengið var milli bols og höfuðs á eftir innrásina í Svínaflóa 1961. Ray gerir sér ekki vonir um að ná skjótum árangri í baráttu sinni gegn Castro, en vonast til að geta bú- ið um sig í fjöllum landsins og haldið þar uppi stöðugum skæru- hernaði. Ray hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að vera genginn á land á Kúbu fyrir 20. maí, en það er hinn gamli fullveldisdagur landsins. Strandhögg Annar flokkur gagnbyltingar- manna, sem er undir stjórn Manuel Artime. eins af foringj- unum fyrir hinni smánarlegu hrakför í Svínaflóa um árið, er sagður hafa gert strandhögg á Kúbu og sprengt i loft upp sex brýr. Þessir gagnbyltingarmenn kalla sig ,,Byltingarhreyfinguna til endurheimtar Kúbu" og það voru menn úr þeim félagsskap sem réðust á miðvikudaginn var á sykurhreinsunarstöð i Puerto Pilon í Oriente-fylki og kveiktu í henni. Þá var sagt að með þeirri árás væri byrjað stríð gegn stjórn Castros. Viðbúnaður Fréttaritari ítalska kommún- istablaðsins „l'Unita" á Kúbu, Saverio Tutino, símar frá Hav- ana: „A ytra borðinu virðist ekki vera hér mikið um að vera. Gagnráðstafanir voru gerðar þegar fyrir nokkrum vikum. Það verða aðeins fyrstu skyndi- árásirnar sem bera árangur. Það eru ekki nægar fallbyssur til að verja ströndina fet fyrir fet. Það er þó ástæða til að undrast að sykurhreinsunarstöð Framhald á 3. síðu. „Venceremos!" hljóðar vígorð Kúbumanna: „Við munum sigra'."— og gagnbyltingarmenn munu aftur reka sig á að samhent og einhug þjóð mun taka á móti þeim og veita þcim þá ráðníiigu '*.:¦¦ sem þeir hafa til unnið. -_;*. Sjómenn láta ekki UU rænu tugþúsundum krónu uf hlut ¦ Eins og kunnugt er hafa öll sjómannasamtökin, sjó- mannafélögin, Sjómanna- sambandið og Farmanna- og fiskimannasamband íslands, krafizt þess, að gert verði upp fyrir þorskveiðarnar í nót eftir eina hringnóta- samningnum sem í gildi er. Stjórnarklíkan í LÍÚ hefur hins vegar „fyrirskipað" út- gerðarmönnum að gera upp eins og ef þorskveiðarnar í nót heyrðu undir netakjör- in! ¦k Heyrzt hefur að útgerðar- menn ýmsir séu staðráðnir í að gera upp við skipverja sína sam- kvæmt réttum samningum, og mun það sjást næstu daga. •k Hér er um mikið hagsmuna- mál sjómanna að ræða og fá- heyrða ósvifni stjórnar ..Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna" sem svo nefnir sig. Get- ur sú upphæð, sem útgerðarmenn hyggjast ætla að hafa af skip- verja numið allt að 20 þúsund krónum á hlut, á skipum sem hafa 900—1000 tonna afla. ¦*¦ Sjómcnn munu vera vel á verði og halda fast við samn- inga sína, og það eru ekki eín- tóm blíðmæli í garð stjórnar LlÚ sem heyrast þessa dagana í verstöðvunum suðvestanlands. Fischer verður ekki með í Amsterdam I dag hefst í Amsterdam i Hollandi skákmót sem fylgzt er með um heim allan, millisvæða- mótið, en sex skákmeistarar fara þaðan til áskorendamóts. ins, þar sem keppt er um rétt- inn til að skora á núverandi j heimsmeistara í skák, Tígran | Petrosjan, til einvígis um þann eftirsótta titil. Það veldur vonbrigðum um i allan heim að bandaríski skák- snillmgurinn Robert Fischer verður ekki meðal þátttakenda, ; þó hann hefði unnið sér rétt til! þess. Þátttakendur verða þessir: , Frá Sovétrík.iunum: Tal. Smisl- off, Spasskí, Bronstein, Stein. — Frá Bandaríkjunum: A. Bisguier, S. Reshevsky, L. Ev- ans. — Frá Suður-Ameríku: Rosetto, Foguelman, Quinones — Frá Evrópu utan Sovétríkj- anna: Portisch, Bilek, Lengyel, Gligoric, Ivkov, Pachman, Tring- ov, Darga. Larsen. — Frá Ástraliu: Berger. — Perez frá Kúbu er fulltrúi Mið-Ameríku- svæðisins. Vranesic er fulltrúi Kanada oa frá Vestur-Asíu kemur Porat.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.