Þjóðviljinn - 20.05.1964, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 20.05.1964, Qupperneq 1
Miðvikudagur 20. maí 1964 — 29. árgangur — 110. 'tölublað. Væntanleg hingað í næstu viku önnur nýju flugvélanna af gerðinni Rolls Royce 400 (Canadair) sem Loftleiðir hafa fest kaup á er væntanleg hingað til lands í næstu viku. — Sjá nánar frétt á 12. síðu. Viðbúnaður á Kúbu vegna hótana um landgóngu þar Sveitir gagnbyltingarmanna eru sag&a, vera i þann mund oð ganga />ar á land HA.VANA og- MIAMI 19/5 — Ástandið á Karíbahafi verður ískyggilegra með hverjum degi. Sveitir gagnbyltingarmanna sem hafa aðalstöðvar sín- ar í Bandaríkjunum hafa gert strandhögg á Kúbu og unnið þar ýms spell- virki og fréttir hafa nú borizt af því að hópar þeirra séu á leiðinni þang- að og ætli að ganga þar á land og búa þar um sig. Mikill viðbúnaður er sagður á Kúbu til að taka á móti þeim, og jafnframt hefur Kúbustjórn gefið til kynna að hún geti ekki horft á það aðgerðarlaus að bandarískar njósnaflugvélar rjúfi lofthelgi Kúbu sýknt og heilagt. Aðalfréttaritari „New York Viðræður um sumningumál •tc Viðræðufundir ríkisstjórnarinnar og nefndar Alþýðusam- bandsins héldu áfram í gær; en fyrir helgina og um hana voru að störfum vinnunefndir sem aðilar höfðu sett til að athuga einstaka þætti hins flókna samningamáls. •fc, Sáttasemjari ríkisins hefur haldið tvo sáttafundi með deiluaðilum í vinnudeilunum norðan. lands og austan. Var hinn fyrri fyrir helgi en hinn síðari i gærkvöld. •fc Félögin hafa ekki enn boðað verkfall, en hin sameigin- lega samninganefnd verkalýðsfélaganna á. Norðurlandi og Austurlandi hefur fengið til þess heimild frá félögunum. Björn Pálsson fær nýja flugvél Times” um málefni rómönsku Ameríku, Tad Szulc, birtir í dag í blaði sínu skeyti sem dag- sett er „einhvers staðar í Kar- íbahafi”. Þar segir hann að einn af leiðtogum gagnbyltingar- manna. Manuel Ray, sé nú á leiðinni til Kúbu með hóp manna, þaulæfða spellvirkja og undirróðursmenn, og ætli þeir að freista þess að ganga á land á eynni. Fyrir 20. maí Szulc hefur eftir Ray, að hann geri sér vonir um að geta aftur komið upp andspymuhreyfingu 1 gegn stjórn Castros, eins og' þeirri sem gengið var milli bols og höfuðs á eftir innrásina í Svínaflóa 1961. Ray gerir sér ekki vonir um að ná skjótum árangri í baráttu sinni gegn Castro, en vonast til að geta bú- ið um sig í fjöllum landsins og haldið þar uppi stöðugum skæru- hemaði. Ray hefur áður látið hafa það eftir sér að hann ætli að vera genginn á land á Kúbu fyrir 20. maí, en það er hinn gamli fullveldisdagur landsins. Strandhögg Venceremos!” hljóðar vígorð Kúbumanna: „Við munum sígra!” — og gagnbyltingarmenn munu aftur reka sig á að samhent og einhug þjóð mun taka á móti þeim og veita þeim þá ráðningu sem þeir hafa til unnið. r rr A annan í hvítasunnu kom Björn Pálsson flugmaður til Iandsins með nýja flug,vél sem hann hefur fest kaup á úti i Bretlandi. Nýja vélin er af gerð- inni De Havelancl Dove og tekur níu farþega og tvo flugmenn. Vélin er nýyfirfarin, bæði að innan og utan og nýskoðuð og er hún tílbúin til notkunar strax. Sagði Biörn í viðtali við Þjóð- viljann að vélin hefði reynzt ágætlega á heimfluginu og ætti hún að geta lent ■ á flestum smærri flugvöllum hér á landi. Verður hún notuð til áætlunar- leigu- og sjúkraflugs. Björn á þrjár flugvélar fyrir en eina þeirra, Lóuna, sem tekur sextán farþega hyggst hann selja með haustinu þar eð hún hefur reynzt of stór og dýr í rekstri til áætl- unarflugs út á land. Myndin er tekin af Birni við vélina við komuna hingað á mánudaginn. — (Ljósm. Bj. Bj.). Annar flokkur gagnbyltingar- manna, sem er undir stjórn Manuel Artime. eins af foringj- unum fyrir hinni smánarlegu hrakför í Svínaflóa um árið, er sagður hafa gert strandhögg á Kúbu og sprengt í loft upp sex brýr. Þessir gagnbyltingarmenn kalla sig „Byltingarhreyfinguna til endurheimtar Kúbu” og það voru menn úr þeim félagsskap sem réðust á miðvikudaginn var á sykurhreinsunarstöð í Puerto Pilon í Oriente-fylki og kveiktu í henni. Þá var sagt að með þeirri árás væri byrjað stríð gegn stjórn Castros. Viðbúnaður Fréttaritari ítalska kommún- istablaðsins „TUnita” á Kúbu, Saverio Tutino, símar frá Hav- ana: „Á ytra borðinu virðist ekki vera hér mikið um að vera. Gagnráðstafanir voru gerðar þegar fyrir nokkrum vikum. Það verða aðeins fyrstu skyndi- árásimar sem bera árangur. Það eru ekki nægar fallbyssur til að verja ströndina fet fyrir fet. Það er þó ástæða til að undrast að sykurhreinsunarstöð Framhald á 3. síðu. Sjómenn láta ekki UU ræna tugþásundum króna af hlut ■ Eins og kunnugt er hafa öll sjómannasamtökin, sjó- mannafélögin, Sjómanna- sambandið og Farmanna- og fiskimannasamband íslands, krafizt þess, að gert verði upp fyrir þorskveiðarnar í nót eftir eina hringnóta- samningnum sem í gildi er. Stjórnarklíkan í LÍÚ hefur hins vegar „fyrirskipað“ út- gerðarmönnum að gera upp eins og ef þorskveiðarnar í nót heyrðu undir netakjör- in! ★ Heyrzt liefur að útgerðar- menn ýmsir séu staðráðnir í að gera upp við skipverja sína sam- kvæmt réttum samningum, og mun það sjást næstu daga. ★ Hér er um mikið hagsmuna- mál sjómanna að ræða og fá- heyrða ósvífni stjórnar ,.Lands- sambands íslenzkra útvegs- manna“ sem svo nefnir sig. Get- ur sú upphæð, sem útgerðarmenn hyggjast ætla að hafa af skip- verja numið allt að 20 þúsund krónum á hlut, á skipum sem hafa 900—1000 tonna afla. ★ Sjómenn munu vera vel á verði og halda fast við samn- inga sína, og það eru ekki ein- tóm blíðmæli í garð stjórnar Llt! sem heyrast þessa dagana í verstöðvunum suðvestanlands. Fischer verður ekki með í Amsterdam I dag liefst í Amsterdam í Hollandi skákmót sem fylgzt er með um heim allan, millisvæða- mótið, en sex skákmeistarar fara þaðan til áskorendamóts. ins, þar sem keppt er um rétt- inn til að skora á núverandi heimsmeistara í skák, Tígran Petrosjan, til einvigis um þann eftirsótta titil. Það veldur vonbrigðum um i allan heim að bandaríski skák-! snillingurinn Robert Fiseher verður ekki meðal þátttakenda, I þó hann hefði unnið sér rétt til | þess. Þátttakendur verða þessir: Frá Sovétríkjunum: Tal. Smisl- off, Spasskí, Bronstein, Stein. Frá Bandaríkjunum: A. Bisguier, S. Reshevsky, L. Ev- ans. — Frá Suður-Ameríku: Rosetto, Foguelman, Quinones — Frá Evrópu utan Sovétríkj- anna: Portisch, Bilek, Lengyel, Gligoric, Ivkov, Pachman, Tring- o_v, Darga, Larsen. — Frá Ástraliu: Berger. — Perez frá Kúbu er fulltrúi Mið-Ameríku- svæðisins. Vranesic er fulltrúi Kanada oa frá Vestur-Asíu kemur Porat. )■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.