Þjóðviljinn - 27.06.1964, Blaðsíða 2
2 SlÐA
ÞJÓÐVILnNN
Laugardagur 27. júní 1964
Hyggja á smíði nýs
iðnaðarmannáhúss
Iðnaðarmannafélagið í Rvík
hélt aðalfund fyrir skömmu, en
félag hetta er elzta iðnaðar-
mannafélag á landinu, 97 ára
g^malt, stofnað í febrúar 1867.
Var upphaflegt nafn þess
Handiðnaðarmannafélagið i
Reyk.iavík. Félagsmenn eru nú
260 talsins.
Formaður félagsins Guð-
mundur H. Guðmundsson hús-
gagnasmíðameistari, flutti
skýrslu um störf félagsins á
síðasta ári.
Á árinu starfaði málfunda-
deiid i félaginu og var starf-
semi hennar blómleg. í lok
ræðu sinnar baðst formaður
undan endurkosningu, en hann
hafði gegnt því starfi sl. 24 ár.
Var þá lagt fram skjal, þar
sem nokkrir félagsmenn skor-
uðu á hann að gofa kost á sér
aftur og varð hann við þeirri
áskorun. Fór siðan fram kosn-
ing milli hans og Ingólfs Finn-
bogasonar, húsasmíðameistara,
og var Ingólfur kosinn formað-
ur með nokkurra atkvæða
mun. Aðrir í stjórn eru þeir
Guðmundur Halldórsson, húsa-
smíðameistari, varafprmaður,
Leifur Halldórsson, mótasmið-
ur, gjaldkeri, Vilberg Guð-
mundsson, rafvirkjameistari,
ritari, og Jón E. Ágústsson,
málarameistari, vararitari. —
Varamenn í stjórn eru þeir Ól-
afur Jónsson, málaram., Guðm.
St. Gislason, múrarameistari
og Tómas Vigfússon, húsa-
smíðameistari Fulltrúar á Iðn-
þing voru kjömir þeir Guð-
mundur H. Guðmundsson,
Grímur Bjamason og Pétur
Hjaitested í stjóm styrktar-
sjóðs Isleifs Jakobssonar var
kjörinn Einar Gíslason, mál-
arameistari.
Á aðalfundinum kom fram
mikill áhugi fyrir þvi, að hrað-
að yrði byggingu húss fyrir
samtök iðnaðarmanna í
Reykjavík. Hefur Iðnaðar-
mannafélagið vfir talsverðum
sjóðum að ráða. sem mundu
geta hrundið málinu af stað.
Sein-
heppi
ínn
Það hefur ekki farið mikið
fyrir þvi á undanfömum
þremur árum að Morgunblaðf
ið hafi minnzt á landhelgis-
löggjöfina frá 1948. Þó
bregður svoi við j gær að
einhver leiðarahöfundur minn-
ir á hana í grandaleysi og
segir: „Árið 1948 hófst þessi
barátta. en þá voru að til-
hlutan Sjálfstæðismanna sett
lögin um vísindalega verndun
fiskimiða landgrunnsins. þar
sem lýst var yfir eignarrétti
fslendinga að öllu landgrunn-
inu Það kom i hlut stióm-
málamannanna Ólafs Thors,
Bjarna Benediktssonar og Jó-
hanns Jósefssonar að hafa
forystu i þessu máli“.
„Tilhlutan Sjálfstæðisflokks-
ins“ er venjulegt Morgun-
blaðsskrum, því lögin voru
samþykkt einróma með ná-
inni samvinnu allra þing-
flokka. Um hitt verður ekki
deilt að Sjálfstæðisflokkur-
inn og forustumenn hans Ól-
afur Thors og Bjami Bene-
diktsson höfðu fomstu um
það 1961 að ógilda þessi lög.
Þeir sömdu þá um það að
íslendingum væri. óheimilt
að stækka landhelgina út fyr-
ir 12 mílur nema með sam-
þykki Breta og Vestur-Þjóð-
verja eða eftir yrs^urð er-
lends dómstóls. Sá hluti landi,
grunnsins sem er utan 12
milna var ekki lengur eign
fslendinga samkvæmt þess-
um samningi, heldur höfðu
Bretar og Vestur-Þjóðverjar
hlotið sameign með okkur og
þessi hluti landgrunnsins
raunar verið gerður að al-
þjóðasvæði. Þetta var i sjálfu
sér hliðstæður verknaður og
ef rikisstjómin hefði gert
Vestfirði eða einhvern ann-
an hluta landsins að alþjóð-
legu yfirráðasvæði þar sem
erlend ríki héldu til jafns
við okkur og erlendir dóm-
stólar hefðu lögsögu, en um
stjórnmálaathafnir af því tagi
er %jallað i tíunda kafla hegn-
ingarlaganna.
Trúlega hefur forsætisráð-
herra þegar talað við hinn
seinheppna leiðarahöfund
Morgunblaðsins og bannað
honum að fara svona langt
aftur í tímann nsest þegar
hann skrifi söeu landhelgis-
málsins. — Austri.
PÍANÓTÓNLEIK-
AR FRACERS
Menn hafa lesið um Það í
blöðunum að undanförnu um
þá píanóleikarana Asjkenazi
og Frager, sem eru góðkunn-
ingjar og miklir mátar, að þeir
hafi löngum keppzt um það að
hlaða lofi hvor á annan. Tón-
listarunnendur hér höfðu þekkt
Asjkenazí um skeið og vitað
af eigin reynd, að hann er
alls lofs maklegur. Samleikur
þessara tveggja listamanna nú
fyrir skemmstu og einleikur
Fragers í Samkomusal Háskól-
ans 22 þ.m hefur sannað hér-
lendum hlustendum, að hann
verðskuldar einnig fyllilega
lofsyrði félaga sins. Það er því
síður en svo, að hér hafi verið
um tómar kurteisisvottanir að
ræða.
Tækni Fragers er mjög fág-
uð, ásláttur hans tárhreinn.
flutningurinn yfirlætislaus, en
óvenjuvandaður í hviyetna
Tónstigar hans eru sérstaklega
skýrir og tærir. Og það er
eins og hann þurfi ekkert fyr-
ir neinu að hafa, jafnvel þar
sem mestum tækniörðugleik-
um er að mæta. Sónötu Haydns
fluti Frager létt og leikandi,
sónötu Schumanns með tilfinn-
inganæmi því, sem við átti.
Hinir fallegu valsar Brahms
eiga það alltaf á hættu að
þeim sé misþyrmt með vafa-
sömum túlkunarhætti, en allt
slíkt forðaðist Frager vandlega.
Sónötu Bartoks flutti hann
eins snjallt og á varð kosið.
Það er sannast að segja, að
svona ágætur píanóleikur heyr-
ist ekki nema mjög sjaldan
B. F.
Oryrkjar iangeygir
eftir úthlutun ieyfa
Fatlaðir menn og aðrir ör-
yrkjar sem þurfa á bil að
halda hafa fengið gefin eftir
aðflutningsgjöld á nýjum- bíl-
um___Þetta Jiefur gert .mörgum
öryrkjum kleift að eignast bíl
sem þeir hefðu ekki að öðruro
kosti getað. og þarf ekki að
fara mörgum orðum um það,
að það er allt annað líf hjá
þessu fólki að hafa bíl til að
komast áfram á.
Þó hafa ekki nærri allir
notið þessarar aðstoðar sem
þyrftu. Nú nýlega hefur nefnd-
in sem sér um úthlutun þess-
ara leyfa lokið störfum og var
henni vissulega vandi á hönd-
um. því að umsóknirnar voru
um 1500 en aðeins 150 levÞ'
mátti veita. Skal á engan hátt
deilt á nefndina fvrir það
hverjum hún úthlutaði leyfum
og hverrum ekki, hins vegar
hefur mikill seinagangur ver:ð
á þessum málum hverju svo
sem um er að kenna.
Ákveðið var að auk hinna
nýju leyfa skyldu 25 öryrkjar
fá endurnýjuð leyfi. sem þeir
höfðu fengið fyrir mörgum ár-
um og bílamir orðnir úr sér
gegnir. Búið var að ákveða
úthlutun þessara leyfa og við-
komandi menn vissu um það
og margir búnir að losa sig
við gömlu' bilana og festa sér
nýja. Þá kom í ljós einhver
formgalli á þessari úthlutun
og hafa þessi mál stað'ð föst
nú í þrjár vikur, og mun
standa á úrskurði fjármála-
ráðuneytisins til að hægt sé
að afgreiða leyfin.
Einn af þeim 25 öryrkjum
sem bíða hefur komið að máli
v'ð Þ JÓÐVILJ ANN og beðið
blaðið að koma bví á framfæri
við þá menn í ráðuneytinu sem
um þetta mál fjalla, að þeir
taki nú rögg á sig og hespi
bessu af Það er ekkert grin
fyrir þá menn sem ekkert kom-
ast ferða sinna hvorki til vinnu
eða annað án farartækis að
vera bundnir margar vikur
inni, aðeins vegna þess að enn
stendur á úrskurði einhvers
manns i hinu háa ráðuneyti.
Blómasýning
í Listamannaskálanum
27. júní til 5. júlí. Opin daglega kl. 2—10.
Finnið vini yðar meðal blómanna.
Landssíminn
getur tekið nokkra nemendur í símvirkjanám.
Umsækjendur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi
eða öðru hliðstæðu prófi og vera fullra 17 ára.
Umsækjendur verða prófaðir í dönsku, ensku og
stærðfræði og verður inntökupróf haldið fyrstu
dagana í september n.k.
Umsóknir. ásamt prófskírteini og upplýsingum
um fyrri störf, óskast sendar póst- og símamála-
stjórninni fyrir 15. ágúst n.k.
Upplýsingar um námið verða veittar í síma 11000.
Póst- og símamálastjórnin.
Tilboð óskast
í verzlunar- og veitingabifreið með kaffitækjum,
íssölutækjum, frystikistum, pylsuafgreiðslutæki,
vatnskerfi fyrir kalt og heitt vatn og hillur fyrir
söluvarning.
Bifreiðin er hentug til afgreiðslu á útiveitingastöð-
um og sem sölubifreið almennL
Bifreiðin verður sýnd frá 25.—30 þ.m. í Skúlatúni
4, og verða tilboðin opnuð á skrifstofu vorri 1.
júlí kl. 11 árdegis.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Skrifstofa ÆFR er opin á þessum tima: Alla virka
daga 10—12.30, laugardaga kl. 14—16.
FÉLAGI, hafðu samband við skrifstofuna. — At-
hugaðu eftirfarandi' Ferðalög, skemmtanir, félags-
gjöld, starf í eldhúsi, — Eftir nokkurn tíma opn-
um við salinn aftur nýendurbættan.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
í REYKJAVÍK,
OPNUM í DAG
OPNUM í DAG
NYJA BENZINAFGREIÐSLU
sunnan megin við MIKLUBRAUT
//
//
SHELL" benzín með I.C.A.
SHELL1’ smurningsolíur
ymsar aðrar vörur til bifreiða
OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR h/f
SHELLj
!///#
W'm
4
/