Þjóðviljinn - 27.06.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.06.1964, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. Júní 1964 HÖDVILIINN SÍÐA 7 fFrelsissumariB' hefst með hvarfí manna / Mississippi í Revkiavík 8.-9, júlí Nordisk Union for Alkoholfri Trafik er samband bindindis- félaga ökumanna á Norður- löndum. I sambandinu eru 6 félög. 2 f Finnlandi, 1 í Dan- mörku, 1 { Svíþjóð. 1 { Noregi og 1 á fslandi. Félagatala þessara félága er nú samtals um 250 þúsundir. Að auki eru svo í sambandinu tryggingafé- lögin Ansvar í Svíþjóð og Varde í Noregi. Er því hér u/n fjölmenn samtök að rseða. Nordisk Union for Alkohol- fri Trafik (NUAT) heldur þing sitt (Generalforsamling) í höfuðborgum Norðurlandánna til skiptis. annað hvort ár. Er nú komið að Revkjavík og verður þingið háð hér 8. og 9. júlí nk. Munu útlendu fulltrú- arnir verða alls 13, en íslenkir fulltrúar 7. þannig að alls sitja þingið 20 fulltrúar. Er þetta mun lægri tala en venjulega. bar eð sum hinna útlendu fé- laga senda fáa fulltrúa, en flestir geta þeir verið 7 frá hverju félagi, og því alls 42 ef öll félögin senda fulla tölu. Auk k.iörinna fulltrúa munu konur nokkurra þeirra koma. svo og nokkur hópur af skemmtiferðafólki en ekki er enn vitað, hve margt það fólk verður. Þing NUAT fjallar um öll sameiginleg mál innan norræna ^ambandsins. Það -kipar stjóm þess, og sameiginlegar starfs- nefndir, leggur drög að ýmsum Wallace fylkisstjóri i Alabama, ötulasti málsvari kynþáttamis- réttisins, umkringdur lífverði sínum. sameiginlegum aðgerðum í um- ferðar- og bindindismálum og samvinnu á milli félaganna. ræðir og leggur drög að ýmsum aðgerðum á alþjóðavettvangi, beitir sér fyrir sameiginlegum félagsfríðindum o.s.frv. Þó á- kveður þingið hverju sinni árs- gjöld hinna einstöku félaga til sambandsins. Geta má þess, að NUAT er í ; heimssamtökum bindindisfélaga I ökumanna, Intemational Ab- 1 staining Motorists Association (IAMA) og sterkasti aðilinn innan þessara samtaka. Hinir útlendu fulltrúar mun’ koma hingað um kvöldið r júlí. Á miðvikudag kl. 10 hef' þingið í sal Slysavarnafélags 1 lands á Grandagarði, og iýk’ því næsta dag um kl. 16. S" ari hluta miðvikudagsins ver' ur fulltrúum og gestum þeirr sýnd Reykjavík og ’ igrenni. Eftir þingslit tekur Reykjavík- í Framhald á 9. slðu. Hvítir lögregluþjónar handtaka syngjandi sv crtingjakonur í bxöfugönpu í suduríylkjaborg. nokkru sinni fyrr. Allur þessi gauragangur gerði marga Miss- issippibúa hálfærða. Allskonar sögusagnir kömust á kreik, svo sem það að erindi stúdentanna að norðan væri að nauðga hvitu kvenfólki hópum saman, að því Claude Sitton, frétta- ritari New York Times, segir. Valdhaíar í Mississippi og ýmsum öðrum suðurfylkj- um vita að valdadagar þeirra væru taldir ef það yrði al- mennt að svertingjar fengju neytt kosningaréttar. Kosn- ingaþátttaka í Bandarikjunum er jafnan litil miðað við það sem tíðkast í Evrópu. Gott þykir ef yfir 60% kosninga- bærra manna greiða atkvæði í forsetakosningum, og er það þó hátíð hjá því sem gengur og gerist í suðurfylkýunum. Þar er kosningaþátttaka oft innan við 20%, enda hefur eins flokks kerfi ríkt þar í meira en áttatíu ár. Full borgararétt- indi svertingjum til handa myndu því ekki aðeins þýða félagslega heldur einnig póli- tíska byltingu í þessum lands- hluta. Yfirstéttin svifst einskis til að varðveita forréttindaað- stöðu sína. Johnson forseti hef- ur lýst vantrausti á að fylkis- stjóminni í Mississippi sé treystandi til að rannsaka til hlítar hvarf stúdentanna þriggja. Hann hefur falið All- en Dulles, fyrrverandi yfir- manni leyniþjónustunnar, að stjóma rannsókninni og sent 200 manna sveit úr landgöngu- liði flotans honum til fullting- is. Alls hafa um 700 stúdentar úr háskólum norðurfylkj- anna gerzt sjálfboðaliðar til þátttöku í „Frelsissumrinu", en það er aðeins einn þáttur af mörgum í baráttuáætlun mannréttindasamtakanna. Eins og fyrr einbeitir séra Martin Luther King og samtök hans, Kristilega suðurfylkjasam- bandið, sér að mótmælaaðgerð- um í einstökum borgum til að knýja fram afnám kynþátta- misréttis. Undanfamar vikur hefur ekki linnt átökum í St. Augustine í Flórida, elztu borg Bandaríkjanna. Hundruðum manna, þar á meðal séra King, hefur verið Varpað í fangelsi Um miðjan þennan mánuð lauk í háskólaborginni Ox- ford í Ohio námskeiði sem 200 stúdentar víðsvegar að úr Bandaríkjunum sóttu. Á þessu námskeiði voru ekki iðkaðar neinar þær fræðigreinar sem skólar krefjast af nemendum sínum til prófs. Stúdentamir, bæði karlar og konur, svert- ingjar og hvítir menn, voru að búa sig undir herferð í barátt- unni fyrir borgararéttindum til handa bandarískum svertingj- um. Þeim voru kennd svör við Námskeiðið í Oxford héldu samtök sem nefnast Sam- ræmingarnefnd stúdenta án valdbeitingar (Student Nonvi- olent Coordination Committee). Þessi samtök hafa um nokkurt skeið verið í fylkingarbrjósti þeirra sem skipuleggja rétt- indabaráttu svertingja. Eins og kunnugt er af fréttum hafa baráttuaðferðimar til þessa einkum verið hópgöngur, inni- seta á opinberum stöðum þar sem kynþáttamisrétti ríkir og í skrifstofum embættismanna til að knýja þá til að gera skyldu sína. Nefndin ákvað fyrir alllöngu að breyta um starfsaðferð í sumar og íeggja nú megináherzlu á íræðslustarf meðal svertingja og að koma þeim á kjörskrá í þeim suðurfylkjanna þar sem kynþáttamisrétti er rótgrón- ast, Mississippi, Lousiana og inni Philadelphia tók menn þessa, tvo hvíta menn og einn svertingjá, fasta og gaf þeim að sök of hraðan akstur. Dóm- arinn dæmdi þá í snatri eins og til var ætlazt, og síðan vís- aði lögreglan þeim burt úr borginni. Bíll þeira fannst siðan brunninn til ösku þar sem lögreglan þykist hafa skil- ið við þá heila á húfi, en af mönnunum hefur hvorki fund- izt tangur né tetur. Reyndist það rctt að þre- menningarnir hafi verið myrtir, bera yfirvöld Mississ- ippi meginábyrgð á ódæðis- verkinu. Strax þegar kunnugt varð um fyrirætlun Samræm- ingarnefndar stúdenta um rétt- indaherferðina sem hlaut nafn- ið „Frelsissumar" rauk fylkis- stjórnin upp til handa og fóta. Fylkisþingið setti í skyndi Stúdentarnir á námskeiðinu í Oxford búa sig undir ,,Freisissumarið“. vífilengjum embættismanna sem neita að taka svertingja á kjörskrá, þeir voru þjálfað- ir í að kenna tilvonandi kjós- endum að taka tilskilin próf í lestri og skrift og stjórnar- skrá Bandaríkjanna, og síðast en ekki sízt fengu þeir æfingu í að mæta ofsóknum, aðkasti og ofbeldi án þess að komast úr jafuvægi. Stúdentar tóku að sér að leika æsta kynþáttaof- stækismenn, usu svívirðingum yfir félaga sína, hræktu i and- lit þeim, ógnuðu þeim með bar- eflum, eggjárnum og byssum og lumbruðu jafnvel á þeim. Nemendur sem þoldu slíka meðferð án þess að láta sér bregða þóttu hafa staðizt próf sitt með prýði. Alabama. f Mississippi mun láta nærri að svertingjar séu helmingur íbúa, en þeir hafa alls engin áhrif á stjórn fylk- isins, borga- og sveitarfélaga, vegna þess að þeim er mein- að að neyta kosningaréttar hvað sem lögin segja. Víða í Mississippi jafngildir það dauðadómi fyrir svertingja að reyna að fá sig skráðan á kjör- skrá, og nú virðist komið s.á daginn að ekki- sé síður lifs- hættulegt að reyna að stappa í þá stálinu að neyta lögvernd- aðra réttinda sinna. Þrír af fyrstu nemendum námskeiðs- ins í Oxford sem tóku til starfa í Mississippi eru horfn- ir og talið víst að þeir hafi verið myrtir. Lögreglan i borg- hvorki meira né minna cn tuttugu lagabálka um ráðstaf- anir til að gera réttindabarátt- una óframkvæmamlega. Þessi nýju lög veita lögreglunni vald til að handtaka hvern sem henni sýnist af hvaða tylli- ástæðu sem vera skal. Johnson fylkisstjóri tvöfaldaði varalög- regluna og heimilaði fylkis- hernum að Iáta til sín taka hvar sem er í fylkinu. Lög- reglulið í borgum og sveitum fékk aukinn mannafla, meira af vopnum og fleiri farartæki. Viðbúnaður yfirvaldanna ýtti undir óbreytta borgara að hefjast einnig handa. Kyn- þáttakúgarar komu sér upp vopnuðum sveitum og Ku Klux Klan lét meira á sér bera en fyrir að krefjast aðgangs fyrir svertingja að veitingastöðum og baðströndum. Siðar í sum- ar hyggst séra King, leggja til nýrrar atlögu { Alabama, en í borginni Birmingham í því fylki urðu átökin hörðust í fyrra og náðu hámarki þegar sprengju var varpað inn í kirkju svertingja svo sex böm biðu bana. Tilræði^mennimir sem þar voru að verki em ó- fundnir. Aftur á móti náðust tveir hvítir unglingar sem skutu svertingjaböm til bana á götum úti. Þeir vom dæmd- ir til sex mánaða vistar í upp- eldishæli, skilorðsbundið. Ráttarhneyksli hefur einnig siglt í kjölfar morðsins á Medgar Evers, svertingjaleið- toga í Mississippi, sem sko.tinn var í bakið þegar hann var að koma heim til sín að kvöldi dags. Hvítur kynþáttaofstækis- maður, Byron de la Bockwith, var handtekinn fyrir morðið og lagðar fram að þvi er virð- ast óyggjandi sannanir fyrir sekt hans, en í tvennum rétt- arhöldum hafa kviðdómar neit- að að sakfella manninn. Eru því allar horfur á að hann sleppi við refsingu. Sú hefð að ekki sé- saknæmt að drepa svertingja virðist ekkert íar- in að dofna í fylkjum eins og Alabama og Mississippi, og of- beldishneigðin sem löngum hefur verið grunnt á í banda- risku þjóðlífi er ríkari þar en annarsstaðar. Jafnréttisfrumvarpið sem báð- ar deildir Bandarikjaþings hafa samþykkt verður dauður bókstafur meðan svertingjar eru sviptir pólitískum áhrif- um á þeim landshluta þar sem þeir eru fjölmennastir og kyn- þáttamisréttið er rótgrónast Horfur eru því á að kyn’þátta- átökin eigi eftir að harðna og setja vaxandi svip á banda- ríska stjónnmálabaráttu. Ár- angurinn sem Wallace fylkis- stjóri í Alabama náði í kosn- ingu fulltrúa á flokksþing demókrata leiddi í ljós að víða í norðurfylkjunum á kynþátta- hatursboðskapur hans tölu- verðan hljómgrunn. Þetta hyggst Barry Gojdwater, fram- bjóðandaefni repúblikana, nota sér. Hann greiddi atkvæði gegn jafnréttislögunum, enda þótt mikill meirihluti flokks- bræðra hans og öll forusta þingflokksins styddi þau, eins og eðlilegt er um flokk Linc- olns. Atburðir eins og hvarf stúd- entanna þriggja í Phila- delphia geta endurtekið sig hvenær sem er víða um suður- fylk'in, og upp úr getur soð- ið á hverri stundu- i fátækra- hverfum stórborganna í norðri, þar sem svertingjum er hrúg- að saman í gettóum við- at- vinnuleysi og misrétti, sem er máske enn sárara vegna þess að það er dulbúið en ekki op- inskátt eins og í suðurfylkjun- um. Ef leysa á kynþáttavanda- málið í Bandaríkjunum dug- ar ekkert minna en gerbreyting á bandarískum þjóðfélagshátt. um. Framsýnustu mönnum af báðum kynþáttum er orðið þetta Ijðst, en eftir er að vita hvort þorri hins hvíta meiri- hluta veit hvað til hans friðar heyrir. Horfur eru á að á- standið eigi enn eftir að versna til muna áður en það getur batnað. M.T.Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.