Þjóðviljinn - 27.06.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.06.1964, Blaðsíða 12
Norðurlandameistaramót kvenna í handknattleik 61ÆSHE6 FRAMMISTABA ÍSLENZKU STÚLKNANNA íslenzka kvennalandsliðið stóð sig með mikilli prýði á fyrsta keppnikvöldi Norðurlandamótsins. íslenzku stúlkurnar voru eina liðið sem þurfti að heyja tvð leiki þetta kvöld. Þær sigruðu sænska liðið — 5:4, og gerðu jafntefli við núverandi Norð- urlandameistara, Dani, — 8:8. Sigríður Sigurðar- dóttir skoraði fle^t mörk íslenzka liðsins — sam- tals 9 (4 úr víti). Fróðir menn töldu áður en | rennandi blautur og mótið hófst, að íslenzka liðið knötturinn sömuleiðis. væri mesta spurningin. Styrk- leiki hinna liðanna var öllum betur kunnur, Danir hafa oftast sigrað á bessu móti og eru nú- veramdi Norðurlandameistarar. Norðmenn eiga hinsvegar geysi- Sterkt lið núna, og hafa strengt þess heit að sigra á þessu móti. Svarið við spurningunni um styrkleika íslenzka liðsins verð- ur að teljast mjög jákvætt fyrir Okkur miðað við leiki þess í gærkvöld. íslenzku stúlkurnar ættu að vera öruggar um að verða meðal þriggja fremstu liðanna á mótinu háll, og Skýfall Það gerði úrhellisrigningu rétt áður en mótið hófst, og gekk á með krapaéljum um skeið. Verzt var veðrið meðan fyrsti leikur- inn fór fram. Þetta slæma veð- ur háði öllum liðunum að sjálf- sögðu mjög mikið. Völlurinn var Ísland-Svíþjóð 5:4 Þær sænsku skoruðu tvö fyrstu mörkin, það fyrra úr vitakasti. Á 10 mín. skorar fyr- irliði íslenzka liðsins, Sigríður Sigurðardóttir, úr víti, og skömmu síðar skoraði Sigrún Ingólfsdóttir mjög laglega. Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum hálfleik, en rétt fyrir lok hans var dæmt víti á is- lenzka liðið, sem Rut Guðmunds- dóttir varði af snilld. Þær sænsku héldu uppi nokk- urri sókn í byrjun seinni hálf- lelks, og bjargaði Rut mjög vel tvivegis. Á 7. mín, sko.raði Sig- urlina Björgvinsdóttir mjög vel af línu — 3:2 fyrir ísland. Mín- útu síðar skorar sænsk stúlka úr víti — 3:3. Næst er það Sig- ríður sem skorar fallega af all- löngu færi á 9. min. — 4:3, en nokkru síðar jafna þær sænsku. lslenzku stúlkurnar fagna sigri eftir fyrsta lcikinn. (Ljósm. Bj. Bj.). Laugardagur 27. júní 1964 — 29. árgangur — 141. tölublað. 1 fpf^lf jjfa 1 §£ ' ypTll Hætt við draugagangi næsta haust Skagaströnd 26/6 — Við höfð- um tamband við oddvitann á Skagaströnd og var heldur dauft hljóðið í honum um atvinnu- horfur í plássinu. Við erum með eina stærstu síidarverk- smiðju á landinu og höfum ver- ið að bíða eftir síld í tuttugu ár og algjört fiskileysi hefur verið hér í tvö ár. Þeir moka upp síld’nni fyrir austan, en verksmiðjubáknin á Siglufirði rísa upp sem veggur í austri og gleypa hverja pöddu frá síldarflotanum, sem leggur leið sína vestur á bóginn. Ekki væri ósanngjarnt að leigja síldarflutningaskip fyrir Skagastrandarverksmiðjuna og nýta nú einu sinni verksmiðju- báknið hér og skapa þar með atvinnu. Annars er hætt við að spretti upp draugagangur með haust- inu. Tíðindalítið er að Saurum. Birta þeir aftur síldarskýrslur? að gerast áður en yfir lýkur. Það er skemmst frá því að segja að norsku stúlkurnar skor- uðu jafnt og þétt allan leikinn út. Fyrri hálfleik lauk með 7:0, og í þeim seinni komst staðan í 13:0, en þá tókst þeim finnsku að gera sitt fyrsta mark. Leikn- um lauk — 16:2, og gefa þau úrslit nokkuð rétta mynd af þessum ójafna leik. Það er Sigurlína Björgvinsdóttir sem hér skorar í leiknum við þær sænsku. — (Ljósm. Bj. Bj.). Opnuð blómasýn- ing í Listamanna- skálanum í dag í dag kl. 2 verður opnuð blómasýning í Listamannaskál- anum. Það eru nokkrir garð- yrkjubændur úr Hveragerði og Mosfellssveit sem þarna halda sýningu á framleiðsluvörum sín- um, afskornum blómum, potta- plöntum og ýmis konar skreyt- ingum. Einnig munu blómabúð- ir í Reykjavík hafa þarna sýn- ingarpall og skiptast þær á um að sýna það sem þær hafa á boðstólum. Sýningin vcrður op- in frá kl. 2—22 daglega næstu níu daga. Tilgangur sýningarinnar er að kynna fólki þá fjölbreytni jurta sem gróðrarstöðvarnar og blóma- búðirnar hafa á boðstólum. Jón H. Björnsson skrúðgarðaarkitekt hefur skipulagt sýninguna. Hann Skýrði fréttamönnum frá því í gær, að vegna rúmleysis vær; þátttaka í sýningu þessari ta'- mörkuð og hefði verið æsku-- Framhald á 9. síðu. "®Á 17. mín. hálfleiksins skoraði Sigríður glæsilega yfir sænsku vörnina. Rut undirstrikaði ís- lenzka sigurinn með því að verja hörkuskot á síðustu sekúndun- urn. Úrslitin verða að teljast sann- gjörn. íslénzku stúlkurnar áttu meira í þessum leik. Þetta var þó ekki líflegur leikur, enda ekki á slíku von við þessar að- stæður. Regnið, kuldinn og hálk- an gerðu hann þyngslalegan. Dómari var Knud Knudsen frá Danmörku og dæmdi mjög vel, eins og hans var von og vísa Það var hann sem dæmdi landsleikina við Bandaríkja- mrnn í vetur, og vakti þá at- hygli fyrir myndugleik og sann- girni í dómum. Noregur-Finnl. 16:2 Finnska liðið nær illa saman, og þeim norsku tókst að opna vörn þess ótrúlega mikið. Þær finnsku töpuðu líka sjálfstraust, inu um of, og létu bugast af krafti og leikni þeirra norsku. Karl Jóhannsson dæmdi þenn- an leik, og fórst það vel úr hendi. Ísland-Danmörk 8:8 Samkvæmt skipulagi mótsins voru það Svíar en ekki fslend- ingar sem áttu að mæta Norð- urlandameisturum Dana j þess- um leik. En af tillitssemi við hina ferðlúnu gesti var þessu breytt þannig, að hvert gesta- liðanna þyrfti ekki að leika nema einn leik fyrsta kvöldið. Hinir fjölmörgu landár á á- horfendapöllunum voru því kvíðnir um, hag okkar kvenna- liðs, er það kom aftur út í rign- inguna eftir aðeins klukku- stundar hvíld eftir hinn jafna leik við sænska liðið. Þó fór það svo að þetta varð bezti og skemmtilegasti leikur kvöldsins. Bæði liðin léku af fjöri og áhuga. Það byrjaði með því að Sig- ríður skoraði glæsilegt mark þegar aðeins ein mínúta var lið- in af leiknum. Eigi að síður virtust greinileg þreytumerki á íslenzku stúlkunum. Þeim tókst oft óhönduglega með knöttinn og voru seinar i vörn. Þó bætir það úr skák að Rut ver margt skotið frá dönsku sókninni. Og Sigríður skorar annað markið úr víti — 2:0 fyrir ísland. Þegar hér var komið sögu virtist dofna yfir íslenzka liðinu, en það danska tekur leikinn meira og meira í sínar hendur. Skora þær nú 6 mörk í röð, og lauk hálf- leiknum þannig — 6:2 fyrir Danmörku. Sýndist nú flestum útséð um danskan sigur, enda höfðu flest- Framhald á 9. siðu. Ólafsvík 26/6 — Útvegs- mannafélag Snæfellsness hefur nú sent mótmæli til Fiskifélags íslands út af því að hætt er að birta vikulegar aflaskýrslur ein- stakra báta í síldarflotanum. Vaxandi andúðar gætir nú meðal fjölda manna út af þessu fyrirkomulagi og segja útgerðar- menn bak við tjöldin, að Fiski- félaginu hafi ekki sízt verið um- hugað um að hætta þessari skýrslugerð vegna mikils kostn- aðar. Þannig hefur þessi skýrslu- gerð kostað Fiskifélagið um hundrað þúsund krónur á hverju sumri. Þar er aðallega símkostnaði til að dreifa og hringt á hverjum morgni í hverja ‘einustu síldarverstöð á Norðurlandi og Austurlandi. Þá hefur þurft að greiða starfs- mönnum helgidagakaup við samningu skýrslnanna, en þær hafa verið til reiðu á mánudög- um fyrir blöð og útvarp. Talið er að athugun fari nú fram á bak við tjöldin að hverfa aftur að þessari skýrslu- gerð. Sex bátar bíða losunar dag hvern Eskifirði 26/6 — Fyrsta síldin barst hingað um síðustu mán- aðamót og hefur sfldarverk- smiðjan á staðnum brætt tíu bræðslusólarhringa og tekið á móti þrjátíu þúsund málum. Þróarrými er hér fyrir sjö til tíu þúsurtd mál og hafa und- anfarna daga beðið fimm til sex skip losunar í höfninni. Bræðsla hefur gengið ágæt- lega. Undirbúningur að síldar- söltun er í fullum gangi og verða starfrækt fimm síldarplön hér í sumar með um hundrað og fimmtíu stæðum. Engar tunnur eru þó komn- ar til Eskifjarðar og ekkert salt hefur borizt ennþá til Reyðar- fjarðar. — J. K. Níu þúsund mál til Húsavíkur Húsavík 27/6 — Síldarverk- smiðjan hér á staðnum hefur nú tekið á móti níu þúsund málum og gengur bræðsla vel. Þrjú síldarplön verða starf- rækt hér í sumar. Heimabátar leggja hér aðallega upp afla sinn. — H. J. Inflúenza á Breiðdalsvík Breiðdalsvík 26/6 — Síldar- verksmiðjan hér hefur nú tekið á móti fimm þúsund málum af síld og er þróarrými þar með fullt. Bræðsla hófst í fyrrinótt og gat ekki hafizt fyrr, þar sem flensa herjar hér í þorpinu Annars bræðir verksmiðjan sex hundruð mál á sólarhring. Eitt síldarplan er hér í þorp- inu og nefnist Gullrún og hefur stæði fyrir tæplega fjörutiu stúlkur. Er það nú reiðubúið til mótttöku. Einn bátur er gerður héðan út til síldveiða og heitir hann Sigurður Jónsson SU. Hann fór á miðin um miðj- an júní og hefur fengið um þrjá þúsund mál. — B. E. Landsýnarferð um Reykjanesskaga Fcrðaskrifstofan Landsýn efn- ir til eins dags ferðar um Reykjanes n.k. sunnudag undir leiðsögn Björns Þorsteinssonar sagnfræðings er mun kynna Það var ekkert hik á norsku þátttakendum helztu sögustaði ái valkyrjunum í þessum leik. Sig- , leiðinni. Lagt verður af stað frá urinn var þeirra frá fyrstu sek- j Týsgötu 3 kl. 9.30 og komið aft- úndunni. Þetta eru knálegar ; ur að kvöldi. Þátttökugjald er kr. stúlkur og kunna vel að leika 250 fyrir manninn. handknattleik. Það er greinilegt | Ekið verður Keflavíkurveginn að ekki er ofsögum sagt af fram- suður að Kúagerði en þaðan sangi þessa liðs undanfarið. verður ekið yfir hraunið að Eftir betta fyrsta kvöld virðist Trölladyngju eins langt og bílar Mkarinn vera tryggilega í þeirra komast en síðan verður gengð ‘ landhelgi, þótt ýmislegt kunni yfir á veginn milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Er það um tveggja tíma gangur. Er á veg- inn kemur munu bílarnir taka fólkið aftur cg verður síðan ek- ið um Grindavík til Reykja- ness og vitinn skoðaður og síð- an haldið til Hafna með við- komu á Hafnarbergi. Frá Höfn- um verður svo ekið aftur yfir á Keflavíkurveginn og til Reykja- víkur. Nánari upplýsingar um ferð- ina eru ve'ttar á skrifstofu Landsýnar, Týsgötu 3, sími 22890, en hún verður opin til kl. 3 síðdegis í dag. Þeir eru viðbúnir á Djúpavogi Djúpavogi 26/6 — Tveir bátar eru gerðir héðan út á síldveiðar og eru það Mánatindur og Sunnutindur. Þeir hafa nú feng- ið um fimm þúsund mál hvor. Hér er unnið af fullum krafti að undirbúningi síldarspltunar fyrir sumarið og verður þetta annað síldarsumarið í söltun hér á 'júpavogi. 1 ‘vor hefur verið búin til stærðar uppfylling í höfninni fyrir síldarbátana til þess ed leggjast upp við. Hafa farið um tvö þúsund rúmmetrar af grjóti og jarðvegi í þessa uppfyllingu. Síldarplanið hefur verið stækkað verulega og verða nú til stæði fyrir sextíu stúlkur. I fyrrasumar voru þrjátáu og níu stæði á síldarplaninu. Við erum orðnir skotnir í síldarverksmiðju hér á staðnum og þurfum við að flytja af- gangsgóss frá söltunarstöðinni t:l Breiðdalsvíkur. Þar er lftil síldarverksmiðja. — Á. B. Sæmilegur afli hjá Rifsbátum Hellissandi 26/6 — Þrír bátar héðan stunda síldvci'ðar fyrir norðan og austan og hcfur þeim gengið misjafnlega. Skarðsvík hefur fengið 5000 mál Arnkell 2000 mál og Tjaldur er rétt kominn á miðin. Þá stunda tveir bátar humar- veiðar. Hamar við Jökulinn og leggur upp á Rifi og Sæborg við Eyjar. Mikið vcrður byggt hér á næstunni og er þó erfitt að fá smiði og múrara. Þannig hafa tuttugu manns sótt um Ióðir í Rifi og Hellissandi undir ibúð- arhús, — skal. Síldarverksmiðja á Ólafsfirði Ólafsfirði 26/6 — Vinnsla hófst í síldarverksmiðju Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar í fyrradag og hafði verksmiðjan þá tekið á móti sex þúsund málum. Að undanförnu hafa verið gerðar miklar breyt ngar á verksmiðj- unni og er nú ætlað, að hún bræði 800 til 1000 mál á sólar- hring. ■t I 1 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.