Þjóðviljinn - 27.06.1964, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1964, Síða 4
4 SIÐA ÞJOÐVILIINN Laugardagur 27. júní 1964 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreeiðsla, auglýsingar, preentsmiðja, Skólavörðust.19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði Móðgun við verkaiýðs- samtökin gítir samkomulag það sem Alþýðusamband ís- lands gerði nýlega við ríkisstjórn og atvinnu- rekendur, hefur mörgum vitrazt sú staðreynd að verklýðshreyfingin er ekki aðeins hagsmunasam- tök félagsmanna sinna í þröngum skilningi, held- ur og áhrifamikið þjóðfélagsafl sem færir öll- um þorra landsmanna mikilvægan árangur með baráttu sinni. Þegar verklýðshreyfingunni tóks't að knýja ríkisstjórnina til þess að fallast á kaup- tryggingu og binda þannig endi á þá óðaverð- bólgu sem hefur þjakað þjóðlífið í meira en fjög- ur viðreisnarár, var hún að vinna í haginn fyrir yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Og atriði eins og stóraukið fé til íbúðarhúsabygginga er brýnt hagsmunamál fjölmargra annarra en þeirra sem eru félagar í verklýðssamtökunum. Árang- ur sá sem náðst hefur á þessum sviðum og öðr- um er ekki aðeins afleiðing af þeirri réttu stefnu sem mörkuð var í bréfi Alþýðusambandsins til ríkisstjórnarinnar í vor, heldur einnig ávöxtur af margbreytilegri og harðri baráttu verklýðsfé- laganna á undanförnum árum og vaxandi sam- héldrii innan þeirra. Jfjii það er ömurlegt að sjá hvernig vaxandi gengi verklýðssamtakanna blæðir leiðtogum Fram- sóknarflokksins í augum. Dögum saman hefur Tíminn haldið því fram að verklýðshreyfingin hafi í rauninni engu fengið áorkað, heldur hafi Framsóknarflokkurinn unnið verkið; seinast í gær segir blaðið í forustugrein að með samkomulag- inu um kjaramálin hafi ríkisstjórnin „gengið mjög verulega inn á tillögur Framsóknarflokksins . . . gefizt upp við mörg helztu stefnumál sín og tekið upp stefnu Framsóknarflokksins". Þeir menn sem þannig hæla sjálfum sér af verkum annarra eru bæði broslegir og brjóstumkennanlegir. Öll þjóð- in veit að Framsóknarflokkurinn var enginn aðili að samkomulagi því sem gert var, verklýðsbar- áttan á undanförnum árum hefur að engu Ieyti hvílt á honum, og hann átti engan hlut að þeim jákvæðu tillögum Alþýðusambandsstjómar sem leiddu til árangurs. Framsóknarflokkurinn hefði raunar getað veitt verklýðshreyfingunni mikilsverðan stuðning ef hin voldugu atvinnufyr- irtæki hans hefðu viljað fallas't á réttmætar kaup- hækkanir sem verklýðsfélögin gerðu kröfu til, en atvinnurekendur Framsóknar fylgdu stéttar- bræðrum sínum í Sjálfstæðisfiokknum í einu og öllu. Forustumenn Framsóknarflokksins voru þannig aðeins áhorfendur, stundum neikvæðix, en í bezta falli áhrifalausir. gjálfshól Tímans um sigur Framsóknarflokksins er ósvífin móðgun við verklýðssamtökin. Áhrifaleysi Framsóknarflokksins í samningunum og sýndarmennska hans nú er sönnun þess að flokkinn skortir raunverulega kjölfestu í íslenzku þjóðlífi; sívaxandi stefnuleysi hans er einnig að gera hann ómegnugan þess að móta þróun lands- mála. Sú staðreynd verður ekkí dulin til lengd- ar með ódrengilegu auglýsingaskrumi. — m. Viðræiur á breiðum grundveiii með stjórnum SSB og ASE um kjaramáf? H í einni ályktuninni, sem samþykkt var á ný- afstöðnum aðalfundi Stéttarsambands bænda, var þeirri áskorun beint til stjórnar sambands- ins og Alþýðusambands íslands, að þær taki til rækilegrar athugunar hvort ekki sé tímabært að viðræður hefjist á breiðum grundvelli með full- trúum þessara félagasamtaka um hagsmunamál vinnustéttanna. Auk áður birtra tillagna í verðlagsmálum, framleiðslu- málum og lánamálum, voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar á aðalfundinum. „Aðalfundur StéttarsambandE bænda felur stjórn sambands- ins að láta gera spjaldskrá um alla bændur landsins. Spjaldskrá þessi verði þann- ig gerð, að hægt sé að vinna úr henni alhliða upplýsingar varðandi landbúnaðinn og af- komu bændastéttarinnar. Greint verði á milli þeirra, sem hafa landbúnað að aðal- atvinnu og hinna sem hafa megintekjur sínar af öðru o;g þeim verði skipað í sér flokk. Reynt verði m.a. að sjá af þessu hvaða bústærð gefur bezta rekstrarútkomu.“ „Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1964 ítrekar fyrri ályktanir sinar varðandi ó- fullnægjandi varahlutaþjón- ustu ýmissa fyrirtækja, sem flytja inn landbúnaðarvélar til sölu og felur stjóm sambands- ins að fylgja þessu máli eftir við hlutaðeigandi fyrirtæki. „Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1964 felur stjórn sambandsins að vinna mark- visst að þvi að efla íslenzkan iðnað. í sveitum og kauptún- um og bendir á þá miklu möguleika, sem eru á sviði sauðfjárræktar varðandi iðnað úr ull og gærum. Ennfremur telur fundurinn nauðsynlegt að allur stóriðnað- ur sé gaumgæfilega athugaður, áður en í hann ■ er ráðizt“. „Aðalfundur Stéttarsam- bands b.ænda 1964 skírskotar til fyrri ályktana sinna um raf- væðingu dreifbýlisins og legg- ur áherzlu á að þegar á næsta Aljþingi verði gerð heildar- framkvæmdaáætlun i þessum málum, sem miðist við það að öll byggileg býli, að dómi Bún- aðarfélags íslands fái rafmagn fyrir 1968, og verði það selt á sama verði um land allt.“ „Að gefnu tilefni vill Aðal- fundur Stéttarsambands bænda fela stjóm sambandsins að Þórður Hafliðason, framkvæmdastjóri, unir hcr g laður í svifflugu sinni eftir flug frá Sandskciði austur á Þjórsártún. Myndin var tekin fyrir fáum dögum. Sviff!ugkenns!a á kvöld- in á Sandskeiði í suntar kanna það, hvaða atriði það eru-í frumvarpi til breytinga á framleiðsluráðslögunum, er síðasti aðalfundur samþykkti, sem eru þess valdandi, að landbúnaðarráðherra taldi sér ekki fært að flyt'ja málið á Alþingi. Jafnframt felur fundurirm stjórninni að athuga hvort hægt sé að breyta frumvarpinu svo að þvi verði tryggður framgangur á Alþingi án þess að aðalgreinar þess séu skért- ar“. >------------;—;-------- Fjallabaksferð farínáhestum Hinn kunni hesta- og ferða- maður Guðni Kristinsson bóndi í Skarði í Landssveit hefur ákveðið að efna til Fjallabaksferðar 25. júlí n.k. Verður farið á hestum og lagt af stað frá Skarði. Þátttakend- ur þurfa að sjá sér fyrir mat og hafa með sér viðleguútbún- að. Tjöld og hitunartæki verða útveguð. Frá Skarði verður riðið inn að Landmannahelli og síðan f Landmannalaugar. Þá liggur leiðin að Eldgjá, Búlandi, Ljótarstöðum, Hraungili, Foss: og aftur að Skarði. Tekur ferð- in sjö daga. Með í ferðinni verður jeppabifreið og flytur hún allan farangur. Þess ‘ má geta að í ferðinni verða farnar báðar Fjaliabaksleiðirnar, sú nyrðri og syðri Hópferð vestur Önfirðingafélagið í Reykjávík hefur ákveðið að efna til ferð- ar í Önundarfjörð um verzl- unarmannahelgina 1. — 3. ág- ! úst. Gert er ráð fyrir að þeir sem ekki fara í eigin bílum eða fljúgandi vestur fari með Vestfjarðaleið úr Reykjavík á föstudagsmorgun og komi til Reykjavíkur aftur á mánu- dagsmorgni. Síðdegis á laugar- dag verður móttaka í sa'm- komuhúsinu á Flateyri og dansleikur um kvöldið, en á sunnudeginum verður farið að Holti og þar mun sóknarprest- urinn flytja bæn í kirkjunni. Að því loknu hittast héiina- menn og ferðalangar í skóla- húsinu. Á undanförúum árum hefur Svifflugfélag íslands rekið námskeið sín á Sandskeiði yfir sumarmánuðina. Sérstaklega hafa kvöldnámskeið félagsins verið vinsæl. Kariar og konur á öllum aldri hafa safnazt saman á Sandskeiði, eftir dag- leg störf, til þess að laera þessa skemmtilegu íþrótt. Svifflugfélagið hefur nú sem fyrr hug á að veita þeim er þess óska kenns.lu með þessu sniði Námskeiðið sem i sumar verður aðeins eitt, hefst nú um næstu helgi og mun verða kennt bæði laugardagseftirmið- dag og sunnudaginn allan, en síðan á hverju kvöldi frá kl. 6. Þaulæfðir svifflugkennarar annast kennsluna sem fram fer í traustum og skemmtileg- um tveggja sæta kennslusvif- flugum. Nemendurn:r fá ekk að fljúga einir fyrr en þeii hafa náð góðu valdi á flug- inu. Má því segja að nú geti flestir lært að fljúga frjálsir sem án nokkurrar telie- 'bi. Hins vegar mum s ;em til þekkja og reynt hafa, telja svifflugið bjóða upp á meiri fegurð og skemmtan en flestar ef ekki allar aðrar íþróttir, Á sviffiugnámskeiðinu mun verða gerð grein fyrir helztu tegundum loftstrauma sem svifflugmenn notfæra sér, svo sem hliðaruppstreymi, hitaupp- streymi og bylgjuuppstreymi. skýjamyndunum o. fl. Ekki þurfa menn þó að óttast neinn heimalærdóm. Geta menn því lengt sumarleyfi sín með því að skreppa upp á Sand- skeið eftir vinnu á kvöldin og notið þar heilbrigðrar útivist- ar. Þeir sem ekki hafa umráð yfir bílum geta notað hinar tíðu ferðir „austur yfir fjall’* frá BS? kl. hálf sex, sex og hálf sjö. og frá steindóri kl. sex alla virka daga, en laug- ardaga og sunnudaga eru ferðir fyrir og um hádegi. Mönnum er heimiit að koma og fá sér flugferð í svifflugun- um sem farþegar, áður en þei’- ákveða hvort þeir vilja hefi- námið. Allar upplýsingar urr námskeiðin eru veittar í Tóm- stundabúðinni í Aðalstræti 8. Fyrir skömmu fékk Svífflug- félag Islands nýja og full- komna svifflugu af „Vasama“- gerð. Er hún finnsk og hefur vakið gífurlega athygli svif- flugmanna um heim allan á síðustu 2 árum. Má t.d. nefna að þessi tegurid fékk verðlaun vísindanefndar alþjóðasam- bands flugmálafélaga FAI á heimsmeistaramóti sv’fflug- manna í Argentínu 1963. Hafa Finnar síðan selt hana út urn allan heim. Á svifflugmeist- aramóti Norðurlanda sem ný- lega er lok'ð f Danmörku, var mikill fiö1^' -v>nda í svif- flugum af b gerð. Is- lenzki ke n Þórhallur Filippusson. notaði hina nýju flúgu þar. Var hún send beint til Danmerkur frá verksmiðj- unum í Finnlandi og er svo alveg nýkomin til landsins eftir mótið. Er hún hin glæsi- legasta og búin tækjum sem má verða, auk þess sem '•••'* fylgir flutningavagn, sem d a má með bíl og fara Framhald á 9. síðu. HALLORMSTAÐ, 25/6 — Sjötíu bændur úr Eyjafirði eru nú á bændaför um Austurland og komu í gær upp á Hérað. Þéir koma sunnan úr Homafirði og hafa heimsótt firðina iunnan til og koma hingað frá Fáskrúðs- firði. Eyfirzku bændúrnir láta vcl af förinni. Ferðamanna- straumur er nú fyrr á ferðinni hingað um Hérað cn undanfar- in ár og óx mikið síðastliðið sumar borið saman við fyrri ár. • ibl, Hjarta- og æða- siókdómavarna- rélag á Húsavík HÚSAVÍK 25/6 — í< kvöld kl. 9 verður haldinn hér. t á Húsavík í samkomuhúsinu Hlöðufelli stofnfundur Hjarta- og æðasjúk- dómavarnafélags og- mun pró- fessor Sigurður - Samúelsson mæta á fundinum og flvtja er- indi um hjarta- og æðas.iúkdóma og vamir gegn beim - ” " 4 i. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.