Þjóðviljinn - 27.06.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.06.1964, Blaðsíða 10
10 SÍÐA ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 27. júní 1§R4 Ef það eru þá ekki ríkisleyndar- mál og þú verður settur á hjól og steglur ef þú sleppir henni. Jack brosti um leið og hann gekk af stað við hliðina á þybbna og hrjúfa náunganum í átt að bílastæðinu. Það eru nýj- ustu áætlanir herforingiaráðsins um Norðurevrópu, sagði hann. En ég á sex afrit heima, ef ég skyldi týna þessu. Meðan burðarmaðurinn og bíl- stjórinn settu töskur Jacks í far- angursgeymsluna, steig Delaney skref afturábak og horfði með hrukkað ennið og hugsi á svip á Jack. Þú lítur ekki lengur út eins og drengur, Jack, sagði hann. — Ég leit ekki út eins og drengur, þegar þú sást mig síð- ast, sagði Jack og hugsaði um daginn, þegar hann hafði farið heim til Delaney til að kveðja. — Jú. víst. sagði Delaney og hristi höfuðið. Það var óeðlilegt, en þú gerðir það nú samt. Lúinn drengur. En drengur. Ég hélt ég mypdi aldrei lifa svo lengi að ég fengi að siá þig með hærur og hrukkur. Drottinn minn. sagði hann. í öllum bænum komdu ekki með athugasemdir um útlit mitt! Ég fer að gráta ef ég sé framaní sjáifan mig begar ég raka mig. Ecco! sagði hann við burðarmanninn og stakk hundr- aöþ'rupeningi í lófa hans. Af stað'ng^eð okkur. Þeir'óku inn í Róm í græna Fíatnum. Bílstjórinn var dökk- leitur ungur maður með vel greitt og gljáandi hár og rauna- leg dökk augu með dökkan augnaumbúnað. Hann beygði til og frá innanum kerrur og mótor- hjól og vesnur eins og í öku- keppni og blikkaði óþolinmóð- lega begar hann burfti snöggvast að draga úr ferðinni á mjóum, ósléttum veginum framhiá veð- hlaupabrautinni - og múrunum umhverfis kvikmyndaverið sem Mussolini byggði á velmektarár- um sínum til að ógna Holly- wood. — Þú getur fengið bílinn og bilstjórann lánaða, sagði Delaney. Hvenær sem þú barft. Þennan hálfa mánuð sem þú verður hér. Ég krefst þess. — Þökk fyrir. sagði Jack. En ef það er einhverium erfiðleik- HÁRGRFIÐSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavegi 18, III. h. (lyfta) SlMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SlMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10 — Vonarstræt- ismegin — SÍMI: 14662. HÁRGREIÐSLUSTOFA AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. — SlMI: 14öo0. — Nuddstofa á sama stað. um bundið, þá get ég gengið. Mér finnst gaman að ganga um Rómaborg. — Þvættingur. Delaney baðaði tignaríega út handleggnum. Hann var með furðulega litlar og mjúkar hendur, sem minntu á hendur á komungum píanó- leikara, og voru ósamrýmanleg- ar grófgerðum. snubbaralegum líkamamim. Maður verður að láta þetta fólk finna að maður sé ekkert blávatn. Annars gef- ur það skft í mann og allt sem maður gerir. Vertu nógu merki- legur með þig og þeir brosa út að eyrum þegar þeir rétta þér fimm þúsund dollarana þína. — í alvöru talað, sagði Jack, mig langar að þakka þér. — Gleymdu bví. gleymdu því. Delaney baðaði aftur út hend- inni. Þú gerir mér greiða. — Fyrir mig eru þetta skolli miklir neningar, sagði Jack. — Við verðum að útvega okk- ar traustu og dyggu embættis- mönnum dálitla aukagetu. Lítil jsblá og skær apaaugun í Del- aney ljómuðu af glettni. Til bess að beir geri sér að góðu sitt öm- uríega hlutskipti. Segðu mér annars, hvemig eru framtíðar- horfumar? Nokkurt útlit fyrir stríð næstu tíu mínútumar? — Það held ég ekki. sagði Jack. — Það var gott. Þá get ég lok- ið við kvikmyndina mína. — Hvemig er hún? spurði Jack. — Þetta vanalega, sagði Del- aney. Stundum langar mig mest, til að kyssa alla í vinnustofunni. Stundum langar mig mest til að skjóta kúlu gegnum hausinn á sjálfum mér. Ég er búinn að ganga í gegnum þetta fimmtíu sinnum. Eini munurinn er sá, að nú höfum við í ofanálag svolitla ftalska endadembu. sem gerir allt saman enn skemmtilegra. Hér er kvikmyndahandritið. A sætinu hjá þeim lá fyrirferðar- mikill bunki af blöðum í bleiku bunnu pappírshylki. Þú getur litið í bað í fyrramálið. — Þú mátt ekki ætlast til of mikils, sagði Jack. Ég hef ekki lesið eina einustu línu í kvik- myndahandriti í tíu ár. — Þrem dögum eftir þína eig- in jarðarför. sagði Delaney. verð- ur þú betri leikari en ungi mað- urinn sem ég á í höggi við. — Hvað er athugavert við hann? spurði Jack. Ég hef alltaf haldið að hann væri býsna góð- ur. — Flaskan, sagði' Delaney. Hann stendur f whiskýi upp í axlir. Hann lftur svo sem nógu vel út, en það er ómögulegt að skilja eitt einasta orð af því sem hann segir. Það eina sem ég vil fá til að gera. er að segja setn- ingar hans: látlaust, skýrt. með kvnþokka og skiljanlegt fólki á 12 ára þroskastiginu. Hann brosti Svo sagði hann ögn alvar- legur: Þú verður að vera góð- ur. vinur minn, þú verður að vera eins góður og í gamla daga. Jack. . . — Ég skal reyna, sagði Jack. dá- lítið órólegur. sem snöggvast vsr* honum hverft við að sjá bænarsvipinn í kuldalegum. blá- um augunum. Það var í þeim örvænting, áköf áköllun, sem gat ómögulega staðið f réttu hlutfalli við það litla verk sem Delaney vildi fá hann til að vinna. 1 fyrsta skipti á ævinni. fékk Jack einhvem grun um að einhvem tíma kynni Maurice Delaney að missa móðinn. — Þú verður að gera meira en reyna, Jack, vinur minn, sagði Delaney rólega. Það sem þú ger- ir getur bjargað eða eyðilagt allt saman. Það er lykillinn að kvik- myndinni. Það er þess vegna sem ég hef elt þig um allan heim, því að þú ert sá eini sem getur gert þetta. Þú sérð þetta sjálfur þeg- ar þú lest handritið og á morg- j un þegar þú sérð það sem við erum búnir með til þessa. Maurice, sagði Jack og reyndi að losa um hið skyndilega farg sem hafði lagzt yfir þá í bílnum. j Þú tekur kvikmyndir ennþá há- tíðlega. — Þetta máttu ekki segja, sagði Delaney hörkulega. — Ja, en eftir öll þessi ár, andmælti Jack, gætirðu ekki slakað ögn á . . . — Þann dag sem ég fer að slaka á, sagði Delaney, mega þeir koma og sækja mig og pakka mér niður. Með mínu leyfi. — Það pakkar þér enginn nið- ur. sagði Jack. — Já, þú segir það, urraði Delaney. Hefurðu lesið dómana um síðustu kvikmjmdir mínar? Hefurðu séð reikningshaldið? — Nei, sagði Jack. Hann hafði lesið fáeina dóma, en hann var staðráðinn í að sýna háttvísi. Og reikningshaldið hafði hann ekki séð. Það var þó að minnsta kosti satt. — Þú ert nú vinur í lagi. Del- aney brosti ög'n kaldhæðnislega. Annars er eitt sem ég þarf að biðja þig um. Hann leit í kring- um sig eins og hann óttaðist að einhver stæði á hleri. Mig langar til að þú látir þetta ekki fara lengra. — Hvað áttu við? — Jú, sagði Delaney. Við eig- um einnar viku upptöku eftir, og ef Stiller fær veður af því að við notum ekki hina frægu silf- urrödd hans. getur hann farið í fýlu. — Er hægt að halda svona löguðu leyndu hér í Róm? — Já, í eina viku, sagði Del- aney. Ef heppnin er með. Jú. Og eftir það má hann gjaman reka upp ramakvein. Við byrj- um aldrei á myndatökunum fyrr en klukkan hálftölf á morgnanna. svo að við tveir get- um verið búnir að ljúka skít- verkunum fyrir þann tíma. Finnst þér slæmt að fara snemma á fætur? — Ertu búinn að gleyma að ég vinn hjá ríkinu? sagði Jack. — Fer ríkið snemma á fætur á okkar dögum? sagði Delaney. Það hafði mér aldrei dottið í hug. Þú hlýtur að lifa hunda- lífi. — Það er ekki svo afleitt, sagði Jack — til daufrar vamar síð- ustu tíu ámnum. — Það er að minnsta kosti fal- lega gert af þeim að lána mér þig. Segðu þeim að ég skuli borga hundrað þúsund dollara aukalega í skatt næsta ár til að láta í Ijós þakklæti mitt. — Vertu ekki að hafa fyrir því. Jack brosti. Viðskiptum Del- aneys við fjármálaráðuneytið hafði verið vandlega lýst í blöð- unum og einhver hafði reiknað út, að ef hann yrði níræður og borgaði skattayfirvöldunum allar tekjur sínar. myndi hann samt sem áður skulda þeim meira en tvö hundmð þúsund dollara. Ég á inni margra mánaða oriof, sagði Jack. Og ég var orðinn svo skapstirður að allir í Par- ís vom guðsfegnir því að ég skyldi fara. Hann kærði sig ekki um að íþyngja Delaney með því að segja honum hvað hann ætti á hættu gagnvart Morrison með því að krefjast þess að fá að fara til Rómar. — Þú vinnur baki brotnu að því að halda vörð um menningu okkar? sagði Delaney. — Bara dag og nótt, sagði Jack. — Heldurðu líka að Rússamir vinni dag og nótt? — Það segir maðurinn að minnsta kosti. sagði Jack. — Æjá, sagði Delaney. Við ætt- um kannski að láta þetta allt springa í loft upp svo að við hefðum engar áhyggjur framar. Heldurðu að skattseðlamir springi með þegar allt tortímist? — Nei, sagði Jack Þeir geyma þá á míkrófilmum í neðanjarð- arboxum. — Jæja, sagði Delaney. Maður getur ekki einu sinni gert sér von um það. Það er ekkert úr- ræði. En heyrðu annars, sagði hann, hvað gerið þið eiginlega við alla þessa dáta í París? — Sína ögnina af hverju, sagði Jack. Ég sinni þingmönn- unum sem koma í heimsókn, þegar yfirmaður minn hefur annað að gera. Ég skrifa skýrsl- ur, ég lýg að blaðamönnum. ég fylgi kvikmyndatökumönnum milli staða og sé um að þeir sjái ekkert leynilegt, ég skrifa ræður fyrir hershöfðingja. — Hvenær hefur þú lært að skrifa? — Aldrei, sagði Jack. En hver sem getur skrifað uggandi með tveim g-um, getur skrifað ræðu handa hershöfðingja. Delaney hló hásum rómi. Hvemig í fjandanum tókst þér að flækja þér inn í þetta? — Af slysni. sagði Jack. Alveg eins og ég hef flækt mér inn í allt annað á ævinni. hugsaði hann. Og Delaney méð talinn. Ég var að leika tennis á sunnudegi í St. Germain, sagði Jack, og það kom i ljós að meðleikari minn var ofursti í flughem- um. Við sigruðum. Hann vildi endilega hafa mig áfram sem meðleikara, og þess vegna bauð hann mér atvinnu. — Nei, heyrðu mig nú, sagði Delaney. Jafnvel flugofursti get- ur ekki verið svona kærulaus. Hann hlýtur að hafa vitað eitt- kvað um þig. — Auðvitað, sagði Jack. Hann vissi, að ég hafði einhvern tíma haft eitthvað með kvikmyndir að gera og þá voru uppi áætl- anir um að gera heimildarkvik- mynd um Nato-hersveitimar og svo leiddi eitt af öðru. — Guido! hrópaði Delaney til bflstjórans, sem rétt í þessu hafði naumlega komizt hjá að aka leigubfl í klessu, þú fyrir- gefur aldrei sjálfum þér ef þú kálar mér. Mundu það! Bílstjórinn leit um öxl og brosti breitt með gallalausum tönnum, glaðlega og innilega — og augun voru óbreytanleg, djúp og harmþrungin. — Skilur hann ensku? spurði Jack. — Nei, en hann er Itali. Hann skilur raddhreim. Segðu mér annars hvernig fjölskyldu þinni líður? spurði Delaney. Hvað áttu mörg böm? Þrjú? — f hvað mörgum hjóna- böndum? sagði Jack. Delaney brosti. f þvi núver- andi. Ég veit. hvað þú átt mörg í þeim fyrrverandi. — Tvö. sagði Jack. Dreng og telpu. — Hamingjusamur? Delaney liorfði rannsakandi á hann. — Ojá, sagði Jack. Nema á flugvellinum, hugsaði hann. og sums staðar annars staðar stöku sinnum. — Ég hefði kannski átt að ná mér í franska konu, sagði Del- aney. Hann hafði verið giftur fjórum sinnum og þriðja konan hans hafði einu sinni ,skotið á hann úr vélbyssu á bílastæði. — Þú gætir reynt það ein- hvem tíma. sagði Jack. — Þegar ég er búinn með myndina, kem ég kannski til Parísar oe heimsæki þig. sagði Delaney. Ég hefði gott af smá- skammti af París. Og heimilis- hamineiu. Ef ég lýk bá nokkum tíma við kvikmyndina. — Um hvað fjallar hún? Jack kom við bleika pappírinn á sæt- inu hjá þeim. — Þetta vanalega, sagði Del- aney. Bandarískur hermaður kemur til Rómar. líf hans er í einni endabendu og hann hittir stúlkuna sem hann elskaði á leiðinni frá Salemo. Miðjarðar- hafsástrfða og engilsaxnesk sekt- arkennd. Æ, drottinn minn dýri. söguflækjur eru alltaf að verða leiðinlegri og leiðinlegri. Hann horfði þungbúinn útum bflrúð- una á umferðina fyrir utan. Jack Teit útum gluggann sín megin. Þeir óku framhjá Santa fíugsýn hJ. sími 18823 FLUGSKÖLI Kennsla fyrir einkaflugpróf — atvinnuflugpróf. Kennsla i NÆTURFLUGI YFIRL ANDSFLU GI BLINDFLU GI. Bókleg kennsla fyrir atvinnuflugpróf byrjar í nóvember og er dagskóli. Bókleg námskeið fyrir einkaflugpróf, vor og haust. FLUGSfN h. f. sími 18823. Kappreiðar og góðhestasýning verður haldin að Skógarhóluni í Þingvallasveit sunnudaginn 12. júlí n.k. Keppt verður í skeiði, 250 m stökki, 300 m og 800 m. Auk þess verður keppt í brokki, 600 m, og tölti, 300 m. 1. verðlaun í skeiði verða 5000 kr. en í 800 m stökki 10.000 kr. Ennfremur verður góðhestasýning. Eftirtalin félög standa að móti þessu og ber að tilkynna þátttöku til þeirra fyrir 4. júlí: Hestamannafélagið Hestamannafélagið Hestamannafélagið Hestamannafélagið Hestamannafélagið Hestamannafélagiá FÁKUR, Bergur Magnússon. HÖRÐUR, Pétur Hjálmsson. LJÚFUR, Aage V. Mikaelsen. SLEEPNIR, Páll Jónsson. SÖRLI, Kristinn Hákonarson. TRAUSTI, Guðni Guðbjartsson. Auglýsið i Þjóðviljanum ms VORUR Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó. KRON - búðirnar. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN 0 Seljum farseðla með flugvélum og skipum Greiðsluskilmálar Loftleiða.- • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR 0 Skipuleggjum hópferðir og ein- staklingsferðir REYNIÐ VIÐSKIPTIN FERÐASKRIFSTOFAN LAND SYN nr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK. UMBOÐ LOFTLEIÐA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.