Þjóðviljinn - 27.06.1964, Side 3

Þjóðviljinn - 27.06.1964, Side 3
Laugardagur 27. júni 1964 ÞIÚÐVIIIINN SIÐA ÓÖLDIN MAGNASTI SUDURRÍKJUM USA Ekkert hefur enn spurzt til stúdentanna sem hurfu í Misslssippi ó sunnudagmn Ný vandræði í EBEút af landbúnaðinum WASHINGTON 26/6 — Ólgan milli kynþáttanna í suðurrikjunum magnast enn og virðast allar horf- ur á að sumarið verði engu síður róstusamt en í fyrra, þótt frumvarp Kennedys forseta um auk- in réttindi blökkumanna hafi loks náð fram að ganga á þingi. Blóðugar óeirðir urðu enn í gær í bænum St. Augustine í Flórida. Leitinni að stúd- entunum þremur sem hurfu í Mississippi á sunnu- daginn og óttazt er að svertingjahatarar hafi myrt hefur engan árangur borið. Allen Dulles, fyrrum yfirmað- ur bandarísku leyniþjónustunn- ar CIA, sem Johnson foriseti sendi til Mississippi til að kanna ástandið þar eftir hvarf stúd- entanna þriggja ráðlagði for- setanum í dag að senda fylkis- iögreglunni í Mlssissippi liðs- auka, einkum til þeirra héraða þar sem búast mætti við óeirð- um vegna baráttunnar gegn kyn- þáttamisréttinu. Dulles skýrði frá þessu eftir að hann kom af fundi Johnsons, en hann gaf forsetanum skýrslu um hvers hann hefði orðið vísari í ferð sinni suður til Mississippi í gær. Johnson fylgdist allan dagin11 í dag með fréttum af leitinni að stúdentunum, en hann hafði sent þangað 200 manna sveit úr landgönguliði flotans til að taka þátt í henni ásamt fylkislögregl- unni. Leitin hafði þó engan ár- angur borið þegar síðast frétt- ist. Taldir af Þessir þrír ungu stúdentar sem ekkert hefur frétzt af síðan lögreglan í bænum Philadelphia Skipzt ú orðsendingum um V-Þýzkaland og V-Berlin MOSKVU og BONN 26/6 — Sov- étstjómin hefur mótmælt því við stjórair vesturvcldanna að ætlun- in er að íbúar Vestur-Berlínar taki þátt í kosningum til for- setaembættis Vestur-Þýzkalands sem fram eiga að fara 1. júlí. I orðsendingu sovétstjórnar- Papandreú neitar að hitta Inönu NEW YORK 26/6 — Georg Papandreú. forsætisráðh. Grikk- lands vísaði á bug í gær tillög- unni um ráðstefnu Grikkja og Tyrkja til að leysa Kýpurvanda- málið. Hann áleit að árangur gæti enginn orðið af slíkri ráð- stefnu meðan Tyrkir viður- kenndu ekki lýðræðið á Kýpur. Hins vegar sagði Ismet In- önu, forsætisráðherra Tyrklands, á þriðjudaginn, að þegar í stað bæri að hefja viðræður milli Tyrkja og Grikkja til að reyna að finna einhverja lausn á vandamálinu. Sígarettufirmun ætla að kæra WASHINGTON 25/6 — For- kólfar amerísks tóbaksiðnaðar hyggjast fara í mál vegna á- kvörðunar rikisstjórnarinnar, að allir sígarettupakkar skuli hafa að geyma aðvörunarmiða, sem bendi á, að reykingar séu hættu- legar. Forstjórinn fyrir Reynolds Tobacco Company í verzlunar- nefndinni í fulltrúadeild þings- ins sagði, að tóbaksframleiðend- ur álitu, að ríkisstjómin hefði enga heimild til þessarar laga- setningar. HÖFÐABORG 25/6 — Nelson Mandela og sjö aðrir, sem dæmdir voru á dögunum í lífs- tíðarfangelsi; hafa ákveðið að á- frýja ekki dómnum. innar er ítrekuð sú skoðun henn- ar að Vestur-Berlín hafi algera sérstöðu og sé á engan hátt hluti hins vesturþýzka ríkis. Þvi eigi íbúar hennar engan hlut að forsetaembætti Vestur-Þýzka- lands. Vesturveldin hafa fyrir sitt leyti sent sovétstjórninni orð- sendingu um - Þý?kalandsmálið og er tilefnið hinn nýgerði vin- átfcusamningur Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands, sem vestur- veldin segja að geti á engan hátt dregið úr skuldbindingum sov- étstjórnarinnar samkvæmt fjór- veldasáttmálanum um Berlín, sem m.a. tryggir þeim óhindrað- an aðgang að vesturhluta borg- arinnar. skildi við þá fyrir utan bæjar- mörkin á sunnudaginn voru úr al'lfjölmennum hópi háskóla- stúdenta sem fór til Mississippi að aðstoða blökkumenn þar til að ná rétti sínum til að skrá sig sem kjósendur fyrir forsetakosn- ingamar í haust. Tveir þeirra voru hvítir, Andy Goodman, 21 árs, og Michael Schwerner, 24 ára, báðir frá New York, on svertinginn James Chaney, 22 ára gamall, sem er frá sjálfu Mississippi. Bíll þeirra fannst brunnið flak fyrir norðaustan Philadelp- hia, en engin von er talin tii , þess að þeir finnist á lífi. Þyrlur í leit Landgönguliðarnir sem John- son forseti sendi til að leita að stúdentunum hafa yfir herþyrl- um að ráða og hafa þær verið á stöðugu sveimi yfir þeim hér- uðum þar sem talið er líkleg- ast að finna megi stúdentana eða lík þeirra, en það er í aust- ur- og miðhluta fylkisins. Óeirðir í Flórida Fylkisstjórinn/ í Flórida, Farr- is Bryant, fór í dag til bæ.iar- ins St. Augustine, þar sem stöð- ugar kynþáttaóeirðir hafa verið að undanförnu og aldrei meiri en i gærkvöld, þegar fjölmennur hópur hvítra svertingjahatara réðst á blökkumenn og lögreglu. svo að 45 menn a.m.k. hlutu meiðsl. Skríllinn hafði áður hlýtt á ræðu prests að nafni Connie Lynch, sem kominn er frá Kaliforníu til að prédika kynþáttahatur. Leiðtogi blökkumanna, Martin Luther King, sagði í dag að það hefði aðeins verið að þakka frá- bærri stillingu þeirra að ekki varð úr blóðugri ógnarnótt í St. Augustine. Óeirðimar urðu mest- ar á þeim stað í bænum þar sem fyrr á öldum var einn helzti þrælamarkaður Bandarikjanna. Fyrr um daginn hafði lögregla skorizt í leikinn þegar róstur urðu milli hvitra manna og þel- dökkra á baðströndinni við bæ- inn og voru þá um 20 menn teknir höndum. BRUSSEL 26/6 — Enn einu sinni er risinn alvarlcgur ágreiningur milli landanna í Efnahagsbanda- lagi Evrópu um skipan landbúnaðarmála, Ekkert samkomulag tókst á fundi ráðherra bandalagsins í Brussel í dag um framkvæmd á fyrri samþykktum um markaðstilhögun fyrir kjöt og mjólkur- afurðir, scm hafði þó átt að ganga í gildi 1. apríl s.l. Nú eru taldar horfur á að fresta verði fram- kvæmdum jafnvel allt til haustsins 1965. Jafn-framt þessum stöðuga ágreiningi ráðherranna magnast andstaða bænda í flestum löndum bandalagsins gegn fyrirhugaðri samræmingu afurðaverös og hafa þeir efnt til margra mótmælafunda. — MYNDIN er af kröfugöngu bænda í frönskum bæ. Sfjórnarkreppa á Ítalíu amsf eypustjðrn moros og Nennis hefur sagt af sér RÓM 26/6 — Aldo Moro, forsætisráðherra samsteypu- stjórnarinnar á ítalíu, gekk í.dag á fund Segni forsetá og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Segni bað hann að sitja áfram meðan mynduð væri ný stjórn og er búizt við að hann muni fela Fanfani, foringja vinstri arms Kristilegra demókrata, stjórnarmyndun. Moro sem var framkvæmda- stjóri Kristilegra demókrata- flokksins þar til hann myndaði stjóm sina í nóvember s.l. samdi þá við Pietro Nenni um stjórnarþátttöku ítalska Sósíal- istaflokksins og Nenni varð varaforsætisráðherra. Auk þess- ara flokka standa sósíaldemó- kratar Saragats og Lýðveldis- sinnar að stjórninni, sem þann- Viðræður Erlanders og Krústjoffs Hlutleysisstefna Svíþjóiar og frjáls milliríkjaverzlun ig hefur haft tryggan meh-ihluta að baki. Stjórnarsamvinnan hefur þó verið mjög brösótt og ein af- leiðing hennar var sú að flokk- ur Nennis klofnaði, þegar v'nstrimenn hans sögðu sig úr honum og stofnuðu nýjan só- síalistaflokk sem hlaut þegar stuðning verulegs hluta þing- flokksins. Efnahagsörðugleikar Síðan hefur gengið á ýmsu og þrátt fyrir augljósan vilja Nennis til að sitja sem fastast i ráðherrastól hefur mönnum ekki dulizt að stjórnarsamstarfið gengi erfiðlega. Miklir efnahags- örðugleikar hafa steðjað að á Italíu að undanfömu, hröð verð- bólga og mjög óhagstæður gre'ðslujöfnuður. Moro og flokk- ur hans hafa viljað leysa vand- ræðin-,einvörðungu á kostnað launþega með bindingu kaup- gjalds og hækkuðu verðlagi. 1 dag sagði einn af riturum sósíaldemókrataflokksins, Mario Tanassi. að það myndi veitast stjóminni mjög erfitt að sitjá við völd öllu lengur. Síðar í dag ræddi Moro við Segni forseta um ástandið og baðst þá lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Ósigur á þingi Til viðbótar efnahagsörðug- le:kunum gerðist það á þingi í gær að frumvarp um ríkisstyrk handa einkaskólum — og þar er fyrst og fremst um að ræða skóla kaþólsku kirkjunnar — var fellt á þingi gegn atkvæðum Kristilegra demó- krata. Samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórninni, sósíalistar Nenn- is, sósíaldemókratar og lýð- veldissinnar, sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna, en stjómar- andstöðuflokkamir og af þeim em kommúnistar langfjölmenn- astir á þingi greiddu allir at- kvæði gegn frumvarpinu. STOKKHÓLMI 26/6 — Krústjoff forsætisráðherra Sovét- ríkjanna mun ljúka heimsókn sinni í Svíþjóð á morgun. Hann lauk miklu lofsorði á hlutleysisstefnu Svía og áleit hana mikinn skerf til friðar og öryggis í heiminum, að því er segir í hinni sameiginlegu tilkynningu forsætisráðherr- anna um viðræður þeirra. Siðastliðna nótt dvaldi Krú- stjoff í Harpsund, embættisbú- stað Erianders forsætisráðherra. Heimsókn hans í Svíþjóð er nú að ljúka. og árdegis á morgun leggur hann af stað til Noregs á farkosti sínum. Sameiginleg til- kynning var gefin út um við- ræður forsætisráðherranna með- an á dvölinni stóð. Ymis ágrein- ingsatriði höfðu komið fram einkum varðandi Wallenbergs- málið svonefnda. Þannig var mál með vexti, að í heimstyrj- öldinni síðari hvarf í Ungverja- landi sendiráðsstarfsmaðurinn Raoul Wallenberg. Ekkert hefur spurzt til hans síðan og getgát- ur hafa verið uppi um, að hann hafi verið fluttur til Sovétríkj- anna, en engin fullvissa hef- ur fengizt um það enn. Auk þess var í tilkynningunni getið um ágreining vegna sjö manna, sem fórust á sænskum bát í heimsstyrjöldinni, og vegna ann- arra Svía, sem hurfu í Sovét- ríkjunum á sama tíma. Hins vegar var margt í til- kynningunni. sem benti til þess að viðræðumar hefðu verið vin- samlegar. . Hlutleysi Erlander kallaði fréttamenn á I sinn fund um svipað leyti og fréttatilkynningin var gefin út. Sagði hann þá meðal annars að sovézkir og sænskir vísinda- menn myndu koma í haust að hefja viðræður um skógrækt, hreindýraeign og annað í norð- urhéruðum landanna. Erlander lagði mesta áherzlu á þann kafla í tilkynningunni sem fjallaði um hlutleysi. Kvað hann Krústjoff hafa lokið miklu lofsorði á hlutleysisstefnu Svía Framhald á 9. síðu Sihanúk og de Gaulle voru einhuga um öll meginatriði PARÍS 26/6 — Síhanúk prins, forsætisráðherra Kambodja. lauk í dag opinberri heimsókn sinni í Frakklandi og lýsti því yfir í kveðjuávarpi til frönsku þjóð- arinnar, að Frakkland væri eina vesturveldið, scm skildi vandamá! Kambodja og veitti landinu fullan stuðning Síhanúk sat hádegisverðarboð hjá Couve de Murville utanrík- isráðherra og gekk á fund de Gaulle við lok hinnar opinberu heimsóknar. Hann mun enn dveljast nokkra daga í Frakk- landi í einkaerindum. Meðan Síhanúk var í hinni opinberu heimsókn bauð hann de Gaulle í heimsókn til Kam- bodja, en ekki er ákveðið hve- nær úr henni verður. Haft er eftir góðum heimild- um að þeir Síhanúk og de Gaulle hafi verið algerlega á einu máli um öll meginatriði þeirra mála sem þeir ræddu og því var engin þörf talin á að gefa út sérstaka tilkynningu um viðræðumar. Telja má víst að helzta málið sem þeir fjölluðu um hafi verið ástandið í lönd- um Suðaustur-Asíu og tillögur de Gaulle um að lýsa yfir hlut- leysi þeirra.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.