Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. júlí 1964 — 29. árgangur — 145. tölublað. Skemmtun Keflavíkurgöngumanna Samtðk hernámsandstæð- inga efna til skemmtikvölds íyrir þátttakendur í Keflavík- urgöngunni 1964. Verður skemmtunin haldin í Glaum- bæ annað kvöld, föstudag, og hefst kl. 9. Á dagskrá er m.a.: 1. Avarp: Einar Laxness. 2. Upplestur. 3. Sýndar myndir úr göng- unni. 4. Dans. Samtökin hvetja þátttak- endur í göngunni til þess að koma og taka þátt í skemmt- uninni. Samtök inga. hernámsandstæo'- \r Dagsbrúnarsamningar samþykktír af félagsfundi ? Á fundi Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Iðnó í gærkvöld voru samþykktir nýju kjarasamn- ingarnir, sem undirritaðir höfðu verið í fyrradag, og gilda þeir frá 1. júlí 1964 til 5. júní 1965. O Aðalbreytingarnar sém á samningunum hafa orðið eru raktir hér á ef tir. Dagsbrúnarsamningarnir nýju eru gerðir á grundvelli sam- komulagsins sem Alþýðusam- bandið, ríkisstjórnin og atvinnu- rekendur gerðu 5. júní, og þeir eru ekki í verulegum atriðum frábrugðnir þeim samningum sem verkalýðsfél. á Norður- og Austurlandi gerðu eftir langvar. andi samningaþóf. Segja má að með þessu tvcnnu, hinu almenna samkomulagi og kjarasamningun- NiBurgreiisIur á mjólk til uB huldu vísitölunni niSri 4 dagar eftir í gær var alveg sæmileg- ur dagur hjá okkur. 4a deild sótti vel fram og nálgast nú óðfluga 50% markið og hef- ur nú tekið annað sætið af 1. deild. Flestar deildir sóttu fram, þótt sumar væru hæg- ar í sókninni. f kvöld von- umst við til þess að margar deildirnar fari yfir 50% markið, enda vitum við að margir hafa verið að störf- um í gær í deildunum. f dag höfum við opið frá kl. 9 f.h. til 9 e.h. að Týsgötu 3 og við viljum beina því til allra að létta undir með okkur með því að líta inn í dag. Úti á landinu er hins vegar hægari sókn, en nú eru að verða síðustu forvöð að senda okkur skil og viljum við minna á að hægt er að póstleggja til okkar skil. Ut- anáskriftin er Happdrætti Þjóðviljans. Umboðsmenn okkar úti á landi eru beðnir að póstlegg.ia skil til okkar eigi síðar en á sunnudags- kvöld og gera viðeigandi ráð- stafanir til innheimtu, hafi þeir ekki gert það nú þegar. •k 1 gær var mjólk Iækkuð i verði um rétta 40 aura á iítra. Nú kostar mjólk í lausu máli 6,15 Iítrinii, mjólk í heilum flöskum 6,40, og m.jólk í hyrn- um kr. 6,80 hver litri. Fram- leiðsluráð landbúnaðarins aug- Iýsti þessa lækkun í gær^ sem framkvæmd er með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði í samræmi við nýgerðan samning ríkisstjórnarinnar og verkalýðs- samtakanna. ¦A- Þessi Iækkun er aðeins á mjólk, en aðrar mjólkurafurðir eru seldar á óbreyttu útsölu- verði. ip Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar samsvarar mjólkur- lækkunin 0,62 vísitölustigum og rmm það eiga að nægja til þess að halda framfærsluvísitölunni fyrir þennan mánuð óbreyttri. um norðan og austan hafi í að- aldráttum verið markað það sem hlaut að verða samið um hjá hinum almennu verkalýðsfélög- um yfirleitt. Verðtryggingin 1 nýju Dagsbrúnarsamningun- um er að sjálfsögðu reiknað með verðtryggingunni á kaupið, en um það fer samkvæmt sam- komulaginu við ríkisstjórnina. Ekki var hægt að setja ákvæði um verðtrygginguna í þessa samninga. því það er enn bann- að með landslögum að semja um slíkt! Orlofið Um lengingu orlofsins er hins vegar ákvæði í nýju samningun- um. Orlofsfé hækkar frá og með 1. júlí 1964 úr 6% í 7% af öllu kaupi. Helgidagar Samið er um að verkamenn sem unnið hafa sex mánuði h.iá sama atvinnurekanda fái greidda þá aukahelgidaga sem til falla. Eftirvinnan Tilfærsla Samið var um styttingu eftir- Röð deildanna og lands- hlutanr a er nú þannig 1. 13 d. Herskólahv. 50% 2. 4a d Þingholtin 47% 3. 1 d. Vesturbær 43% 4. lOb d. Vogar 39% 5. 5 d. Norðurmýri 37% Framhald á 9 síðu. Brúarjökull skoðaður Bændur á Jökuldal voru fyrir skömmu að svipast um eftir grenjum á Brúar- og Möðrudalsöræfum. Fóru þeir á jeppa inn undir Brúarjökul, þar sefn hann hefur hlaupið fram síðastliðið haust og vet- ur. Þótti þeim jökullinn fram- hlaupinn ákaflega tilkomumik- ill og hrikalegur að sjá og undruðust þeir, að ferðamenn skyldu ekki hafa farið og lit- ið þetta náttúruundur. Ferðaskrifstofa Austurlands við Lagarfljótsbrú hyggst nú gefa fólki kost á að sjá þetta náttúruundur og efnir til 2ja daga ferðar að Brúarjökli næstkomandi laugardag. Gist verður j tjöldum eina nótt í nánd við jökulinn og komið aftur til baka á sunnu- dagskvöld. Þaulkunnugur leið sögumaður verður með í för- inni. Ferðin hefst á Egilsstöð- um og lýkur þar sömuleiðis. vinnunnar um einn stundarf jórð- ung á dag, þannig að eftirvinna er nú tveir klukkutímar í stað 2i/i áður. Kvöldmatartíminn verður kl. 7—8 í stað 7.15—8.15. Tilfærsla verður þannig, að dagvinnukaup hækkar vegna styttingar eftirvinnutímans og einnig vegna þess að álag á cft- irvinnukaup breytist nú úr 60% í 50%, eins og það hefur lengst af verið. Framhald á 9. síðu. Söltun hafin á Seyðisfirði í dag SEYÐISFIRÐI 1/7 — 1 daghófst söltun hér á Seyðisfirði. Hér bíða nú 11 skip löndunar með um 10 þúsund mál síldar. Fyrsta síldarflutningaskipið sem tekur hér síld fór héðan í gær. Var það Askja sem tók 3000 mál til flutn- ings norður. Annað síldarflutn- ingaskip, Nína, kom hingað í dag til þess að taka síld. Katla er nýkomin hingað til Seyðisfjarðar með 28000 tómar tunnur og danska skipið Berg- man, kom hingað með tunnur o.fl. handa sænska síldarflotan- um. — G.S. -S Myndin er tekin í gær af búðarglugga í Reykjavík. Þannig eru vörur frá S-Afríku auglýstar í gluggum fjölmargra verzlana hér á landi. 1 Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru hins vegar fjSImargar verzlanir, sem hafa spjöld í sýningargluggum sínum með áictrun- ínni: VIÐ SELJUM EKKI VÖRUR FRA S-AFRlKU. Okkur er sptirn: Eru þessar auglýslngar settaf upp í glugga íslenzkra verzl- ana af algjöru hugsunarleysi eða ráðnum hug? (Ljósm. Þjóðv. A.K.). VORUMERKIFRA SAFRIKU: 0UTSPAN, G0LDEN JUBILEE 0G CAPE FRUIT ¦ Þjóðviljinn skýrði nýlega frá því, að á þessu ári hefðu viðskipti íslendinga við S-Afríku verið stóraukin, og eru þar sýnilega að verki kaldrifjaðir fjáraflamenn, sem reyna að hagnast á þessum viðskiptum einmitt þegar vaxandi andúðar gætir á þeim hjá öðrum þ'jöðum, vegna kynþátta- stefnu S-Afríkustjórnar. ¦ Vörurnar sem fluttar eru inn frá S-Afríku eru svo til eingöngu ávextir ýmis konar, bæði ferskir og niður- soðnir. Fólki, sem vill forðast að kaupa vörur frá S-Afríku skal bent á að líta á vörumerkin, en hin þekktustu þeirra eru: OUTSPAN, GOLDEN JUBILEE, CAPE FRUIT (eða CAPE GRAPES). 1 mörgum löndum hafa öflug félagssamtök beitt sér fyrir þvi að fólk sniðgengi vörur frá S- Afríku. Árangur hefur orðið verulegur á þessu sviði t.d. á hinum Norðurlöndunum, þar sem eeskulýðssambönd landanna hafa staðið i fylkingarbrjósti i þessari baráttu, en verkalýðs- samtökin og samvinnusamtökin hafa einnig tekið mjög virkan þátt í þessari baráttu. En til þess að fólk geti tek- ið þátt í baráttunni gegn kyn- Siglfíríingar fínna vatn SIGLUFIRDI 1. júlí. Síðast- liðna viku hafa menn frá Jarð- borunardeild rikisins borað eftir vatni í Skútudal við Slgluf jörð. I kvöld gerðust svo þau tíðindi að upp gaus vatnsstrókur mikill og góður og var ckki unnt að halda áfram verkinu með þeim litla tilraunabor sem notaður hefur verið til þessa. Ekki var unnt að mæla ná- kvæmlega magn og hitastig en áætlað er að vatnið. sé 50—53 gráða heitt og magnið sjö sek- úndulítrar. Og þó var borinn að- eins kominn á 25 metra dýpi er vatnið fannst og líklegt að mikið magn sé falið dýpra á þessum slóðum. Þess má geta, að áætlað er að 20—30 sekúndulítrar nægi Siglufirði fullkomlega. Jón Jónsson jarðfræðingur er væntanlegur hingað næstu daga til nánari athugana. Og ekki er ólíklegt að meiriháttar bor verði nú fluttur hingað til áframhald- andi borana. — Koibeinn. þáttastefnu S-Afrikustjórnar - á þennan hátt, þarf það að sjálf- sögðu að hafa í höndum upp- lýsingar um hvaða vörur eru á boðstólum þaðan. Hér á landi er nær eingöngu um að ræða ávexti ýmiskonar sem fyrr seg- ir. Nýir ávextir frá S-Afríku hafa eftirtalin vörumerki: Cape Fniit (eða Cape Grapes), Gold- en Jubilee og Outspan. f-þessum vörumerkjum mun Outspan þekktast hér á landi, einkum Outspan-appelsínurnar. En nýir ávextir svo sem epli, grape, perur, melónur, apríkós ur og fl. eru einnig seldir undir áðurnefndum vörumerkjum. Takið þátt i baráttunni gegn kynþáttakúgun S-Afríkustjórnar. Kaupið ekki vðrur frá S-Afríku. Lítið fyrst á vörumerkið. Góð veiði eystra Samkvæmt upplýsingum sem Þ^óðviljinn fékk hjá síld- arleitinni á Raufarhöfn í gærkvöld var góð síldveiði á mið- unum fyrir austan síðastliðinn sólarhring. 69 skip höfðu þa tilkynnt sfld- arleitinni veiði, samtals 60.550 m. og tunnur. Gott veður var á mið- imum, en í gærkvöld var veður- útlit ekki sem bezt. Eftirtalin skip höfðu fengið yfir 1000 mál: Sigurður Bjarnason 1100, Faxi 1600, Hafrún IS. 1300, Sólrún 1450. Fagriklettur 1000, Sigfús Bergmann 1200, Garðar 1300, Engey 1100, Ögri 1100, Jörundur II. 1200, Björgvin 1100, Höfrung- ur III 1800 Húni II 1000 Sunmi- tindur 1000, Sæþór 1000, Fram- nes 1000, Gunnar 1200, Gjafar 1400, Guðmundur Þórðarson 1400, Sigurvon RE 1600, Margrét 1300. Síldin var fremur stygg og mikill straumur gerði skipunum erfitt fyrir. FylkingaríerS í Hítardal Helgarferð í Hítardal og GuII- borgarhellir. Hellarnir eru ný- fundnir og einkar fagrir á að líta. Farið kl. 2 á laugardag og tjaldað um kvöldið f Hítardal. Félagar úr ÆF-Grafarnesi koma til móts við hópinn í Hítardal. Tilkynnið þátttöku í síma 17513 strax í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.