Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 12
Dagsbrúnarfundur samþykkti nýju samningana í gærkvöld — með öllum greiddum atkvœðum gegn fimmictn Verkamannafélagið Dagsbrún hélt fund í gærkvöld til að ræða samninga þá sem full- trúar félagsins höfðu gert við atvinnurekend- ur með fyrirvara um að félagsfundur sam- þykkti þá. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsforúnar flutti framsögu um samningana, þar sem hann rakti aödraganda samninganna og út- skýrði þá skilmerkilega, en þar sem skýrt er frá samningunum á öðrum stað í blaðinu verður það ekki endurtekið hér. Eðvarð kvað langt f rá að hann væri ánægður með samningana, en þeir stefndu í rétta átt, og veigamesta atriðið væri verð- trygging kaupsins. Kaupið hækk- aði ekki nú, en þjóðartekjurnar hefðu vaxið ár frá ári, og væri óhugsandi að verkamenn sættu sig við það eftirleiðis að þeir fengju ekkl hlutdeild í auknum þjóðartekjum með hækkuðu kaupi. Þá kvað hann alltof skammt gengið með styttingu vinnudagsins. Af okkar hálfu era þessir samningar tilraun, sagði hann. Hún tekst því aðeins að at- vinnurekendur og stjórnarvöld noti þann tima sem þeir hafa, eitt ár, til að búa í haginn fyrir sig til að mæta þeim kröfum sem við hljótum að gera að ári. Næstur talaði Halldór Briem, þá Nikulás Þórðarson, er taldi samningana óviðunandi. Sigurjón Bjarnason lauk miklu lofsorði á samningana og forustumenn Dagsbrúnar. Þá talaði Kristvin Kristvinsson um vinnuþrældóm- inn og lagði til að banna næt- urvinnu og eftirvinnu við höfn- ina. Kristvin kvaðst * mjög d- ánægður með margt í samning- unum, en samt myndi hann greiða þeim atkvæði. Eðvarð Sigurðsson tók næst til máls, svaraði fyrirspurnum fundarmanna og útskýrði enn Framhald á 9. síðu. DMUINN Fimmtudagur 2. júlí 1964 — 29. árgangur — 145. tölublað. 70 þús. mál komin tíl NeskaupstaBar NESKAUPSTAÐ 1/7 — Ágæt veiði hefur verið hér fyrir austan í gær og í dag og miklu landað hér í Neskaupstað. Frá því j fyrrinótt hefur verið landað 11 þúsund mátan af' eftirtöldum 17 bátum. Hertoginn af Edinborg er farinn norður * ¦ I gærmorgun hélt Filippus hertogi af Edinborg til Þingvalla með föruneyti sínu og fór þaðan eftir skamma viðdvöl upp í Borgarfjörð þar sem hann renndi fyrir lax í Norðurá. Úr Borgarfirði flaug hann síðan til Akur- eyrar þar sem hátíðleg móttaka fór fram í Lystigarðin- um en í gærkvöld flaug hann svo til Mývatns þar sem hann gistir í nótt. Dr. Kristjan Eldjárn þjóð- minjavörður var leiðsögumaður hertogans af Edinborg á Þing- völlum í rigningu og þoku í gærmorgun. Þrátt fyrir kulda- legt veður virtist hertoginn á- nægður með ferðina. Spurði hann margs, einkum um áhuga- mál sín, útilíf og veiði. og hug- leiddi hvar á Þingvöllum Al- þingi hefði setið til forna. Eft- ir morgunkaffi i Valhöll var haldið á Uxahryggi til Norður- ár, þar sem Stangaveiðifélagið bauð í lax. Varð undir vegg Um níuleytið í gærkvöldi varð það slys við hús númer 26 við Ránargötu, að maður varð und- ir steinvegg sem verið var að brjóta niður. Maðurinn, sem heitir Steindór Sigurðsson til heimilis að Vesturgötu 6 mun hafa fótbrotnað og skrámast á höfði. Hann var fluttur á Slysa- varðstofuna og síðan á Lands- spítalann. Tvær flugvélar NorBurflugs veðurtepptur u Grænlundi Tryggvi Helgason flugmaður , statt. Þau komu þó fljótt á vett- á Akureyri, skýrði blaðinu frá vang og tóku til við uppgripin. því í gær að tvær flugvélar $em Húni II. 500, Skagaröst ,700 í þrem löndunum, Sif 500, Rán SU 450, Sólfari 1100, Gullfaxi 450, Ársæll Sigurðsson II. 650, Vigri 1100, Björg 250, Kópur 500, Jón á Stapa 500, Hafrún NK 300, Rifsnes 70», Stapafell 350, Þorbjörn II. GK 1100, Þórs- nes 800. Kl. 18 í dag höfðu 11 bátar boðað komu sína hingað með | rúmlega 9 þús. mál, Páll Páls- ! son ÍS 800, Sunnutindur SU I 1000, Þorkell i Ingimundarson j 80:0, Þráinn NK 900, Hafrún NK 650, Guðmundur Þórðarson 1400, Heiðrún ÍS 750, Bjðrg NK 750, Gunnhildur ÍS 560, Máni GK 700, Mummi K5 750. Síldarverksmiðjan hér hefur brætt rúmlega 50 þúsund mál en landað hefur verið rúmlega 70 þúsund málum. Fitumagnið hefur að jafnaði mælzt um 20 prósent undanfarna daga. SSltun er ekki hiafin hér í Neskaupstað, bæði er að stöðv- arnar hafa ekki verið tilbúnar og síldin misjöfn. Nú er vqn á skipi með tunnur, salt og olíu og fer vinnuaflið í afgreiðslu þess en liklega hefst svo soltun hjá flestum stöðvunum tmi naestu helgi. Hér eru í sumar starfræktar 5 söltunarstöðvar, Ás, Drífa, Máni, Nýpa og Sæsilfur. Nýpa er ný af nálinni og standa að henni hugvitsamir rafveitustjór- ar úr mörgum landsfjórðungum en forstöðu veitir reyndur sölt- unarmaður úr Norðurlandi, Þór- ir Konráðsson að nafni. Munu þar vinna um 25 stúlkur. Hjá hinum stöðvunum vinna að jafn- aði 40—50 stúlkur. Ein stöðin, Máni, hefur komið hér upp flokkunarvél og væntir sér mikils af þeirri nýbreytni. Lokunartím- inn til umrœðu Meðal .mála sem rædd verða á fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í dag er afgreiðslutfmi verzlana í borginni. Einnig er á dagskrá fundarins tillaga öddu Báru Sigfúsdóttur, borgarfuil- trúa Alþýðubandalagsins, nm námskeið fyrir kennara afbrigði- legra barna, 2. umræða ram til- lögu að samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og 2. um- ræða um tillögu að Samþykkt um búfjárhald í Reykjavík. „Norðurflug" keypt! í Banda- ríkjunum á siðastliðnum vetri séu aðeins komnar til Græn- lands. en þar sUja þær veður- tepptar. Flugvélar þessar eru af gerðínni Beechraft C-45 svo- nefndar Twin Beech, taka 9 farí þega og hafa 8 klst. flugþel. Norðurflug heldur ekki uppi reglubundnu áætlunarflugi, og sagði Tryggvi, að alla starfsemi þyrfti að byggja upp smátt og smátt eftir því sem þörf og reynsla . leiddu í ljos. Flugkost- ur félagsins er nú 3 vélar og gengur reksturinn bráðvel. Það annast flugkennslu, sjúkraflug og leiguflug í allar áttir. 1 fyrra- dag komu t.d. vélar þess á Húsavík, Egilsstaði, Vopnafjörð, Siglufjörð. 1 dag verður flogið til Grímseyjar o.s.frv. Ötalinn er þáttur Tryggva í síldarleitinni, en hann hefur leitað síldar úr lofti undanfarin sumur með ágætum árangri, þó sjaldan heyrist þess getið á op- inberum vettvangi og aðrir tí- undi hverja bröndu. Síðast f fyrradag fundu þeir t.d. 20—30 torfur og var^ekkert skip nær- Ákveðin er smíði dráttar- ¦ :,.-.¦ >,-i-- brautar í Hafnarfirði Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar f fyrradag var samfoykkt eftirfarandi tíllaga sem hafnar- nefnd hafði sent bæjarstjórn: „Með tilliti til þeirra athug- ana sem fram hafa farið um byggingu dráttarbrautar á veg- um hafnarnefndar samþykkir hún að Ieggja til við bæjar- stjórn, að nú þegar verði hafizt handa um undirbúning að bygg- ingu dráttarbrautar á vegum hafnarsjóðs f Hafnarfjarðarhöfn, Um stærð og staðarval innan hafnarinnar verði haft samráð við vitamálastjóra og skipulags- yfirvöld. Jafnframt samþykki bæjarstjóm að fela hafnarstjóra að leita eftir fyrirgreiðslu rfk- isstjórnarinnar vegna fjárút- vegunar f þessu skyni. Ennfrem- ur verði hafnarstjóra falið að athuga um á hvern hátt rekstr- arfyrirkomulagi dráttarbrautar- innar yrði háttað í framtíðinni." Langt er síðan fyrst var rætt um smíði dráttarbrautar í Hafn- arfirði, en málið er komið á þennan rekspöl nú fyrir frum- kvæði Félags íslenzkra dráttar- brautaeigenda undir forystu Bjarna Einarssonar skipasmiðs í Njarðvíkum, sem að undanförnu hefur átt viðræður við Pólverja um smíði á dráttarbrautum og skipasmíðastöðvum fyrir stál- skip, eins og Þjóðviljinn skýrði frá s.l. laugardag. Hér er um að ræða dráttarbraut er tæki upp allt að 500 tonna skip, og hafa pólskir verkfræðingar og innlent verkfræðifirma talið, að dráttarbrautin yrði bezt staðsett í suðurhöfninni fyrir neðan Hvaleyrarbraut. Kostnaðarverð er lauslega áætlað um 20V5 milj. kr., og fellur slík dráttarbraut undir lög um hafnarmannvirki, svo að ríkissjóði ber að greiða 2/5 hluta byggingarkostnaðar. Við afgreiðslu málsins í bæjar- stjórn lýsti fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Kristján Andrés- son, yfir fylgi sinu við fyrr- greinda tillögu að undantekinni síðustu málsgrein og bar fram breytingartillögu um það að hún félli niður, en í hennar stað kæmi: ,,Rekstur dráttarbrautar- innar falli undir starf hafnar- stjóra". Breytingartillaga þessi var felld með 8 atkvæðum og Framhald á 3. síðu. Framkvæmdir hafnar við að byggja ofan á Þjóðviljahúsið ¦ Fyrir nokkru hófust framkvæmdir við að rífa risið af húsi Þjóðviljans að Skólavörðustíg 19 og byggja inndregna hæð ofan á það í síað- inn en við það fæst mikið aukið húsrými fyrir starfsemi blaðsins. Teikningin sýnir húsið að framkv. loknum. Á götuhæð er afgreiðsla blaðsins, prent- vél, blýsteypa og niðurgraf- in pappírsgeymsla. Á annarri hæð eru setjaravélar og um- brotssalur, þar er einnig kaffisalur og snyrtiherbergi fyrir allt starfslið blaðsins. A þriðju og fjórðu hæð verða skrifstofur ritstjóra og blaða- manna, prentmyndagerð, vinnustofa ljósmyndara, aug- lýsingaskrifstofa og skrifstof- ur gjaldkera og framkvæmda- stjóra. Enn eru eftir fjárírekar framkvæmdir til að fuUgera þær breytingar á húsinu sem með þarf til að vinnuaðstæð- ur verði þar viðunandi og rekstur blaðsins geti komizt í eðlilegt horf. Allir lesendur Þjóðviljans eru minntir á að þessi framkvæmd stendur og fellur með Happdrætti Þjóð- viljans, sem dregið verður i eftir nokkra daga. Þvi aðeins verður hægt að koma þessu i framkvæmd að allir leggist á eitt með að selja sem flesta miða í happdættinu. 1 B rrrrf Hffl n ŒBQt Útlit hússins að loknum framkvæmdum,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.