Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 10
10 SIDA HÖÐVILJINN Fimmtudagtir 2. júM 1964 órað fyrir. Hann hafði aldrei fengið nafnbreytinguna lögfesta, og þegar hann gekk í herinn. fannst honum hann koma heim aftur, þegar hann innritaði sig undir nafninu John Andrus. Önnur nöfn úr fortíðinni birt- nst, nöfn sem hann hafði ekki hugsað um í mörg ár Walter Bushell, Otis Carrington, Gene- vieve Carr, Harry Davies. Char- les McKnight, Lwerence Myers, Frederick Swift, Boris Ilenski (ekki sérlega bandarískt, en hann var tónlistarmaður og tónlistar- maður þurfti ekki að láta skrifa nafn sitt með ljósaletri eða hugsa um að það léti vel í eyrum hinna innfæddu). Carlotta Lee, enn fleiri nöfn — nöfn á fólki sem var dáið eða hafði farið í hundana eða orðið frsegt eða hann hafði misst sjónar af og nafnið á konunni sem hann hafði gifzt og skilið við. Þar sem hann eat. í myrkrinu, fékk hann nsest*- um ómótstaeðilega löngun til að flýja. Hefði hann verið einn vissi hann að harm hefði risið % fætur og þotið út úr kvik- myndahúsinu, en hann Teit á Delaney, sem sat í hnipri í næsta saeti og tuggði tyggigúmm sitt með áfergju meðan hann horfði svipbrigðalaust upp á tjaldið, og hann hugsaði með sér: Ef hann þolir það, þá þoli ég það líka. Svo hófst kvikmyndin og hann leit ekki framar á Delaney. Kvikmyndin fjallaði um ungan mann í smábæ; hann varð ást- fanginn af fullorðinni konu. sem rak bókabúð. 1 þriðja hlutanum, eftir stolnu stundina, sem kvik- myndin dró nafn sitt af og hinn háttvísa við^kilnað (vegna eftir- litsins) í bakherbergi bókabúðar- innar, komst upp um synd þeirra og kjafhátturinn upphófst og konan fékk óskaplegt ámæli. og svo kom eitthvað skelfilega barnalegt um afbrot sem ungi maðurinn framdi til að fá pen- inga til að hjálpa henni, svo að hún gæti verið kyrr í bænum. og svo var góður og heimspeki- lega sinnaður dómari, sem talaði um fyrir unga manninum og leiddi honum fyrir sjónir hver skylda hans væri. og svo sorg- Ieg kveðja unea mannsins og konunnar og síðan hamingiurik myndarlok, þar sem ungi mað- HÁRGREIÐSLAN Hárgre'oslu og snyrtistofa STETNTJ og DÓDO Laugaveai 18, III h. (lyfta) SÍMI 24616. P E R M A Garðsenda 21 SÍMI: 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa. Dömur! Hárgreiðsla við allrs hæfl TJAFTvARSTOFAN Tiarr.argötu 10 — Vonarötræt- ismegin — SlMT- 14662 HÁRGRETÐSLUSTOFA AUSTURRÆJAR (María GuömundsdóttÍT-} Laugavegi 13. — SlMT: 14656 — Nuddstoía á sama stað. urinn sneri aftur til indælu og frjálslegu ungu stúlkunnar, sem reynzt hafði honum trú og dygg í öllum hans vandræðum. En heimskulegur söguþráður og allt ¦ hið gamalkunna krydd, skipti ekki máli. Jack hreifst af myndinni, ekki vegna þess að það var hann sjálfur sem var ungi maðurinn í myndinni (ungi maðurinn var honum jafn fjar- lægur og framandi og allir aðrir á tjaldinu) og ekki vegna þess að hann sá nú aftur (í dálítið hlægilegri tízku þeirra daga) fallegu konuna, sem hafði verið konan hans og hann hafði eitt sinn elskað og síðan hatað, held- ur vegna hraðans, öryggisins, þess raunveruleika, sem Delaney tókst að blása í hvert atriði, hvort sem það voru þau slæmu, eða hin rólegu og ósviknu atriði milli unga mannsins og konunn- ar, eða hin tilfinningasömu og viðkvæmnislegu sem þurftu líka að vera með. Kvikmyndin var í snöggum, rykkjottum stil sem aldrei brast, og jafnvel nú gat Jack séð hvers vegna hún hafði orðið syo geysilega vinsæl, séð hvernig" Delaney hafði gert hann að stjörnu. . 0 Það yæri„.ekki ,til.frambúða,r séð hvers vegna kvikmyndin hafði lifað og hafði verið sýnd upp aftur og aftur um allan heiminn í mörg ár. Hann sat og horfði á sjálfan sig og var undrandi yfir því, hve góður hann hafði verið. Hann var fullgamall í hlutverkið (í kvikmyndinni átti hann að vera nítján ára drengur, nýbúinn í menntaskóla), en einhvern veg- inn hafði honum tekizt að ná þessum ungæðislegu hreyfingum sem einkenna ringlaða pilta, sem eru að þroskast og verða full- orðnir í rykkjum og stökkum. Hann var fyndinn þegar hann átti að vera það, og það var eins og hann liti allan tímann inn í eigið hugskot og drægi upp ná- kvæma mynd af sjálfum sér, sársaukafulla og hlægilega. Hann mundi alls ekki eftir því að hann hefði verið svona góður. Eftir þessa kvikmynd hafði hann aðeins verið góður í tveim öðrum myndum, sem hann hafði leikið í undir stjórn Delan- eys, og það sem hann myndi um sjálfan sig frá þeim tíma var grafið undir minningunni um verri sýningar hjá öðrum leik- stjórum. Þetta var líka bezta kvikmynd Delaneys, gerð þegar hann var á hátindinum, viss um eigin getu og fullur fyrirlitning- ar á öllu öðru í heiminum en hæfileikum sjálfs síns, áður en hann var byrjaður að endur- taka sig, fyrir daga allra eigin- kvennanna, fyrir tíma allra hinna óskaplegu peninga og blaðaviðtala og stríðsins við skattayfirvöldin. Þegar hápunktur myndarinnar kom. atriðið um nóttina á braut- arstöðinni, dimmri og mannauðri í ömurlegri suddarigningu, þegar ungi maðurinn kom útur myrkr- inu ásamt konunni sem hann hafði elskað, til að bíða eftir lestinni, sem átti að flytja hann burt og útúr lífi hans, gleymdi Jack, að hann var f framandi borg. fimm þúsund mílur og meira en tuttugu ár í burtu frá hinni einangruðu, saklausu Am- eríku, með smábæjarbrautar- stöðvum og blístri úr fjarlægð yfir akra og engi, upplýstum veitingahúsaglaiggum, svörtum burðarkörlum, gömlum leigubíl- um sem biðu í myrkrinu og bíl- stjórum sem reyktu sígarettur í myrkrinu og töluðu með hrjúf- um, áhugalausum röddum um knattleik og kvenfólk og kreppu. Meðan hann sat bergnuminn af hinni tilbúnu sorg á tjaldinu og horfði á slitnu. gömlu kvik- myndina og hlustaði á hið ósam- stillta skóhljóð, meðan eiskend- urnir gengu hægt eftir brautar- pallinum og hurfu eða birtust aftur í daufu skininu frá stöku lömpum og meðan hann hlustaði á slitróttar setningar hinnar á- takanlegu kveðjustundar, var honum ekki lengur ljóst að hann var að horfa á sjálfan sig vinna verk leikarans, ekki lengur Ijóst, að þetta var kona sem hann hafði lifað með og hafði verið honum ótrú, sem gekk þarna á tjaldinu síðustu tvær, ömurleg- ustu mínúturnar við hliðina á skugga piltsins. Á þeirri stund var hann á þessum aldri og hann vissi hvernig það var að vera ungur og svikinn á slíkum stað. Og hann fann enn eins og áður, með öllum þess erfiðleikum. hina ofsalegu og óendanlegu þrá eftir likama þessarar konu, með ynd- islegt og ósnortið andlitið sem hvarf og birtist undir brautar- lömpunum, þrá, sem hann hélt að hefði að eilífu horfið í svik- um og ásökunum og skilnaði. Þegar Ijósið kviknaði, sát hann grafkyrr andartak. Svo hristi hann höfuðið til að losa sig við fortíðina. Hann sneri sér að Del- aney, sem sat samanhnipraður í stól sínum með höndina á gleraugnaarminum. önugur og bifcur á svipinn, eins og gamall knattleikari sem var einmitt áð tapa spennandi keppni. — Maurice, sagði hann alúð- lega, vegna þess að honum þótti vænt um Delaney og honum var alvara. — Þú ert mikill maður. "Delaney sat hreyfingarlaus, næstum eins og hann hefði ekki heyrt hvað Jack sagði. Hann tók af sér þung, klunnaleg gleraug- un og starði á þau, tákn særðs stolts, hégómaskapur sem snerist til varnar, sjönar, sem aldurinn hafði gert daufa og skrumskælda. — Ég var mikill maður, sagði hann hásum rómi. — Við skulum koma héðan. Despiére stóð og beið á gang- stéttinni fyrir utan kvikmynda- húsið. Þegar hann sá Jack og Delaney koma saman út í hópi hinna síðustu kvikmyndahúss- gesta. þaut hann til þeirra, glað- ur og hrifinn. — Ég sá hana, Maéstro. sagði hann. — Jollíssi- mo. Ég er enn með tárvot augu. Hann faðmaði Delaney að sér og kyssti hann á báðar kinnar. Stundum hafði Despiére gaman af að haga sér eins og Frakki á leiksviði. Nokkrir þeirra sem horft höfðu á kvikmyndina horfðu forvitnislega á mennina þrjá og Jack heyrði stúlku segja: — Ég þori að veðja að þetta er hann, og vissi eins og alltaf, að hann hafði næstuni þekkzt. — Þér verðið að segja mér hvernig var að sitja þarna, sagði Desp- iére, — eftir allan þennan tíma og sjá hvert snilldarverkið af öðru líða yfir tjaldið. — Ég segi ekki nokkurn skap- aðan hlut, sagði Delaney og hörf- aði undan. — Ég vil alls ekkert um þetta tala. Ég vil fá að borða. Ég er svangur. Hann skimaði 'í kringum sig eftir bflnum og bfl- stjóranum. — Delaney, sagði Despiére. — Þér verðið að læra að vera vin- gjarnlegri við aðdáendur yðar meðal blaðamanna. Hann sneri sér að Jack og tók hlýlega í handlegg hans. — Dottóre, sagði hann. — Ég hafði ekki hugmynd um að þér hefðuð verið svona laglegur í þá daga. Hamingjan góða. hvað stúlkurnar hljóta að hafa verið hrifnar af yður, Dott- óre! Dæoiére talaði ítölsku, ensku, þýzku og ppænsku auk frönslflv og þegar hann var með Jack á Itah'u, fór hann að lands- siðum og kallaði Jack Dottóre. I Frakklandi notaði hann Mons- ieur le Ministre og sneiddi með með því að stöðu Jack í utan- ríkisþjónunni. — Voruð þér ekki að rifna af stolti yfir sjálfum yður þarna inni í kvöld? Despi- ére baðaði höndunum í átt að kvikmyndahúsinu. — Alveg að rifna, sagði Jack. — Kærið þér yður ekki um að tala um það? sagði Despiére undrandi. — Nei. — Að hugsa sér, ef ég hefði gert þessa kvikmynd, sagði Desp- iére. þá myndi ég ganga fram og aftur um götur Rómaborgar með auglýsingaspjöld í bak og fyrir sem á stæði: Þetta er mitt verk, verk Jean-Baptiste Desp- iére. Despiére var grannur og kvik- legur maður, klæddur aðskornum fötum með stoppuðum öxlum, sýnilega saumuðum í Róm. And- lit hans, var fölt og lifandi, munnurinn kaldhæðnislegur og franskur og augun grá og stór og geislandi. Hárið var svart og stuttklippt og burstað fram eins og tíðkaðist í kaffihúsunum við St. Germain-des-Prés. Það var erfitt að átta sig á aldri hans. Jack hafði þekkt hann í meira en tíu ár og hann virtist ekki hafa elzt minnstu' vitund allan þann tíma, en Jack gizkaði á að hann væri kominn undir fertugt. Hann hafði átt heima í Banda- ríkjunum, og þótt hann talaði með frönskum hreim hafði hann tileinkað sér töluvert af banda- rísku slangi. sem hann notaði faglega og tilgerðarlaust. Hann hafði verið í frjálsa, franska flughernum á stríðsárunum eftir að hann slapp til Englands. rétt fyrir uppgiöfina, og hafði verið siglingafræðingur í Halifaxvél í flugdeild sem send var til Rúss- lands. Hann hafði komið þaðan með ónýtan maga oe hann spurði ævinlega fólk. einkum Banda- ríkiamenn, hvort til væri' maga- sárslækning sem leyfði áfengis- neyzlu. Hann var dugandi og heppinn blaðamaður. sem vann hiá góðu blaði, en hann var allt- af skuldugur, einkum vegna ör- lætis og kæruleysis um peninga, en líka vegna bess að langtím- um saman aftók hann að vinna nokkuð. Hann vissí hvar<*TT veit- ingahús voru og hverjir voru í hvaða borg á hverjum tíma og þekkti skírnarnöfn allra falleg- ustu stúlkna ársins. Hann var ails staðar boðinn og fékk upp- lýsingar híá innanríkisráðherrum og nðsforingjum og kvikmynda- stjörnum og hann borgaði fyrir sig með greind sinni og hnyttni og lífsfjöri, og hann átti furðu- lega marga fjendur. Billinn ók fram og þeir sett- ust allir inn í hann, Delaney spurði ekki hvar þeir vildu borða, heldur urraði nafn á veit- ingahúsi og seig svo saman í horni sínu. Hann þagði og virtist hvorki hlusta á Desepiére né Jack alla leiðina til veitinga- hússins. — Ringulreiðin byrjar efst uppi, sagðd Despiére þvert yfir þorðið í rólegu veitingahúsinu. — I stóru opinberu byggingunum með styttum af Skynseminni og Réttlætinu og fornarldarhetjum í anddyrinu. Er til nokkur venju- legur maður. sem væri svo vit- laus að ráðast á Suezskurðinn án þess að eiga oliubirgðir? Hann ékiÆ Vöru- happdœtti 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vlnnur.að rneðaliali! Hasstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaöar. GANGAN Hugsjónin vakir, Hernámsandstæðingar hefja nú sína göngu úr Keflavík. Sjáið, þar eru sannir íslendingar, saltið í vorrar þjóðar pólitík. Þeir eru til sem þora að sýna merkið, þreytá sitt skeið með óbilandi k'jark, þar sem á eftir orðum kemur verkið, og eftir hverja spyrnu skora mark. Því eftir tveggja áratuga frelsi þarf inn á við að heyja frelsisstríð, hvort á oss skuli aftur leggja helsi engu betri en voru á fyrri tíð. Og þó að freisti margra sjónvarpsmyndin og meint þar fái æskan griðaskjól; af glæpasora litast þroskalindin frá landsins hæsta sessi að kotungsstól. Hví eru til þeir menn sem ekki muna þá móður sem þeim gefið hefur allt og hennar fóstri ekki vilja una, vorn erfðarétt og landið gefa falt? Hví eru til þeir menn sem ekki muna þá menningu sem þjóð vor skóp og ól, sem leiddi oss frá hungri, frosti og funa til framvindu á eigin veldisstól? E»eir virðast ekki veginn lagða rata, þótt vörðubrotin ennþá séu skýr, og fara villir, frelsi og erfðum glata í faðmlögum við hernáms ævintýr. Hví rís þú ekki upp mín þjóð og efnir til andspyrnu á sölutorgsins hæð; sérð þú ei hvert áframhaldið stefnir úr andans reisn, í kotungssálar smæð? Þó tuttugu ára fögnum unnu frelsi, er fangi okkar kæra ættarjörð á meðan berum hersetunnar helsi og hrammur kaldur vefur nes og fjörð. Vér viljum ekki lengur amrískt eitur og aldrei framar herskálanna glaum. Því ísland, það skal okkar helgi reitur, og einir höldum þar um stýristaum. Vér göngum áfram, bráðum múrinn brestur, ef beitum viljans styrk og kaldri ró; og setudátar víkja burt í vestur; þá verður friðlýst okkar „Jeríkó". Frímann Einarsson. FERÐIZT MEÐ LANDSÝN • Seljum farseðla með flugvélum og skiþum Greiðsluskilmálar Lofrleiða: • FLOGIÐ STRAX - FARGJALD GREITT SÍÐAR • Skipuleggjum hópferðir og ein- sf-aklingsferðir FERÐASKRIFSTOFAN LANDSYN nr TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — BEYKJAVfe. (JMBOÐ LOETLEIÐA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.