Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1964, Blaðsíða 4
4 SlÐA HðÐVILJINN Fimmrudagur 2. júlí 1964 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. . ¦ - • ¦ - Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. . Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 mánuði Árangur a/þýðusamtakanna tlúsmæður urðu fyrir mjög óvenjulegri reynslu þegar þær komu í mjéikurbúðir í gærmorgun og uppgötvuðu að mjólkurlítrinn hafði lækkað um 40 aura. Annað eins hefur ekki gerzt hér á landi í fimm ár, heldur hafa mjólk og aðrar nauð- synjar sífellt verið að hækka í verði fyrir tilstilli hinnar svonefndu viðreisnar. Verðlækkunin á mjólkinni er afleiðing af samkomulagi því sem verklýðshreyfingin gerði við stjórnarvöldin fyrir mánuði, en með því tókst alþýðusamtökunum loksins að knýja ríkisstjórnina til að falla frá óða- verðbólgustefnu og lofa kauptryggingu. Hefur rík- isstjórnin lýst yfir því að hún muni framkvæma það fyrirheit með niðurgreiðslum á vöruverði, þannig að framfærsluvísitalan haldist 163 stig til áramóta, en sérfræðingar hafa reiknað út að hækkun vísitölunnar hefði annars orðið 5—6 stig á þessu tímabili. Kostnaðurinn við að greiða niður eitt vísitölustig er áætlaður 25—30 miljónir króna, þannig að framlög ríkisstjórnarinnar til að halda vísitölunni í skefjum geta numið um 150 miljón- um króna á þessu ári. Ekki á að koma til neinn- ar nýrrar tekjuöflunar af þessum ástæðum, þann- ig að þetta atriði jafngildir því að neytendur fái endurgreiddar í Iækkuðu vöruverðí 150 míljón- ir af fyrri álögum stjórnar.valdanna.'. Vérðlækkun- in á mjólkinni er fyrsta aðgerðin í þessu skyni. þá hefur ríkisstjórnin sett bráðabirgðalög sem skylda alla atvinnurekendur til þess að greiða almennan launaskatt. Nemur þessi skattur 1% af greiddum vinnulaunum og rennur sem stofn- fjárframlag til byggingarsjóðs ríkisins til þess að unnt sé að auka lánveitingar til íbúðarhúsabygg- inga. Hefur ríkisstjórnin heitið því að afgreiða nú loksins allar þær umsóknir sem lágu hjá hús- næðismálastjórn 1. apríl s.l., og á næsta ári eiga lán að hækka úr 150.000 kr í 280.000 kr. jafnframt því sem áætlað er að tryggð verði bygging 1500 íbúða á ári. Er hér um mjög veigamiklar umbæt- ur að ræða í húsnæðismálum, þótt því miður skoríi enn hin félagslegu sjónarmið við fram- kvæmdirnar. lafnt stöðvunin á óðaverðbólgunni sem stórauk- ið fjármagn til íbúðarhúsabygginga eru afrek verklýðshreyfingarinnar, árangur af langri og harðri baráttu hennar við viðreisnarstefnuna. Og ástæða er til að vekja sérstaka athygli á því að ávinningurinn rennur ekki til félaga verklýðs- hreyfingarinnar einnar saman. heldur til allra launþega; alþýðusamtökin hafa enn einu sinni sannað að þau eru forustuafl mikils meirihluta þjóðarinnar. Samningar verklýðshreyfins?arinnar um stöðvun óðaverðból^unnar, stórauknar fram- kvæmdir í húsnæðismálum. lengra orlof og aðrar félaesletíar umbætur bera vott um mikla ábvreð- artilfinningu. og það því fremur sem verklýðs- félösin hafa til að ná þessn marki frestað nm ein? árs skeið réttlátum og óhiákvapmilegum kröfum SÍnUm "1T ••-irii1cirrr, '-•>r,Wiir> £ -01 ir> wa->-, (loo') j Vaiir>-' og styttingu á hinum óhóflega vinnutíma. — m. 1% almennur launaskattur í Byggingarsjóð ríkisins . ? Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, gaf forseti íslands í fyrradag út bráðabirgða- lög um almennan launaskatt, þ.e. skattur sem launagreiðendur eiga að greiða að fjárhæð 1% af greiddum Vinnulaunum og hverskonar at- vinnutekjum öðrum en tekjum af landbúnaði. Rennur skattur þessi til Byggingarsjóðs ríkisins sem stofnframlag. Bráðabirgðalögin eru liður í samkomulagi því sem verkalýðshreyfingin, rík- isstjórnin og atvinnurekendur gerðu með sér í sumar. Eru lögin svohljóðandi: 1. gr. Leggja skal á Iauna- greiðendur almennan launa- skatt. að f járhæð 1% af greidd- um vinnulaunum og hverskon- ar atvinnutekjum, öðrum en tekjum af landbúnaði, svo sem ákveðið er í lögum þessum. Skattur þesi rennur til Bygg- ingarsjóðs ríkis:ns .sem stofn- fiárframl^ig. 2. gr. Skattskyldir samkv lögum þessum eru allir launa- greiðendur, svo sem einstakl- ingar. félög, sjöðir og stofn- anir, sveitarfélög og stofnanir þe'rra, ríkissjóður, ríkisstofn- anir, • erlendir verktakar og aðrir þeir aðilar sem greiða laun eða hverskonar þóknan- ir fyrir starf. Ennfremur hver sá. sem vinnur við eig:n at- vinnurekstur eða stundar sjálf- stæða starfsemi. Skattskyldan nær til allra tegunda launa eða þóknana fyrir starf, hverju nafni sem nefnast, hvort sem greitt er i peningum eða á annan hátt. Sé • greitt í hlunn'ndum skal meta þau til peninga. Nú vinnur maður við eigin at- , yinnurekstur eða. . sjálfstæða %tarfsemi. ,og skal þá áætla skattstofn hans vegna þess starfs, eftir því sem ætla má að laun hans hefðu orð- ið ef hann hefði unn!ð starf- ið í þágu annars aðila. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hver er rekstrarafkoma gjald- anda af hlutaðeigandi starf- semi. . Undanþegin skattskyldu eru laun eða þóknanir fyrir stövf við landbúnað, jafnt vinna bóndans siálfs og þeirra, sem hann greiðir laun Ennfremur vinniii = nn vegna iárðræktar- frp- ' -"da og byggingar- framkvæmda á bújörðum. 3. gr. Launaskattur greið'st ársfjórðungslega innan 15 daga eftir lok hvers ársfjórðungs af þeim launum. sem greidd hafa verið á ársfiðrðungnum sbr. þó 4. gr. Skattinn ber launagreiðanda að 'greiða til innhe'mtumanns ríkissióðs (í Reykjavík til tollstjóra). Greiðslunni skal fylgja grein- argerð skattgreiðanda um launagre^ðslur hans á hinu gialdskylda tímabili á þar til gerðu eyðublaði. Nú vanrækir launagreiðandi lengur en einn mánuð skil á launaskatti samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar, og skal hann bð sæta viðurlögum og areiða til viðbótar skatt:num álaa er nemi 25% af þvl sem areiða bar. Ráðuneytið lætur gera eyðu- blöð fyrir greinargerð um areiðslu launaskatts samkvæmt þessari grein. Skattstjórar skulu útbýta eyðublöðum þess- um tl þeirra gjaldenda. sem greiða eiga launaskatt. sam- kvæmt 1 mgr. þessarar grein- ar. svo tímanlega. að eyðu- blöðin séu komin f hendur aialdenda mánuði fyrir gjald- •iaga. Auk þess skulu nægar siraðir eyðuWn*o iqfnan vera fvrir hendi 11 nfnota fyrir iitiiris.nHiir hió innheimtu- mönnum ríkissjóðs. Eigi leysir það gjaldanda frá skilaskyldu á launaskatti, samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar sbr. 2. mgr., þó að honum hafi ekki borizt eyðu- blað frá skattstjóra, skv. 3. mákgrein. 4. gr. Skattstjóri ákveður ár- lega launaskatt sem hér segir: a. Launaskatt af launum þeirra. sem hafa atvinnu við eigin atvinnurekstur, eða sjálfstæða starfsemi. b. Launaskatt af launum, sem ekki eru gredd í peningum, svo sem ef laun eru greidd f afla- hlut. fríu fæði. húsnæði eða öðrum hlunnindum. c. Launaskatt þeirra gjald- enda, sem ekki greiða samtals hærri laun til annarra en s.iálfs sín en kr. 500.000,— á ári. Heimilt er þó slíkum gjaldendum að greiða launaskatt, sam- kvæmt ákvæðum 3. gr. 5. gr. Innheimturrienn ríkis- (í Reykjavík tollstjóri) skulu fyrir febrúarlok ár hvert skila hlutaðeigandi skattstjóra grein- argerðum þeim um launa- greiðslur, sem þe m hafa bor- izt vegna síðastliðins árs. Skattstjórarnir skulu síðan rannsaka launaskattskil þeirra. sem greiða eiga launaskatt, samkvæmt 3. gr., m.a. með samanburði við skattframtöl og önnur gögn, sem fyrir hendi eru. Þeir skulu síðan leiðrétta það, sem áfátt kann að reyn- ast og ákveða endanlega skatt- inn fyrir síðastliðið ár. svo og viðurlög, skv. 3. gr. 2. málsgreinar. 6. gr. Um leið og rannsókn skattframtala fer fram, skulu skattstjórar ákveða launaskatt þeirra gjaldenda, sem . greiða e'ga launaskatt samkvæmt 4. gr. Launaskattur, sem lægri er í heild en 300 krónur á ári, fellur niður. 7. gr. Að lokinni ákvörðun launaskatts, samkvæmt 5. og 6. gr. Iaga þessara, skulu skatt- stjórar semja skrá um alla þá, sem vangreitt eiga launaskatt og viðurlög, samkv. 5. gr. og alla þá sem greiða eiga launa- skatt samkvæmt 6. gr. Sérstök skrá skal gerð um launáskatts- gre'-ðendur. f hverju lögsagnar- umdæm:. Á skrána skal færa nöfn gialdenda, heimilisfang þeirra og fjárhæð þá, að við- bættum viðurlögum. sbr. 5. 'gr., sem hverjum gjaldanda ber að greiða. 8. gr. Um álagningu launa- skattsins, rannsóknir, vantandi gre'nargerðir, sbr. 3. gr. 1. mgr., framlagningu skráa, samkv. 7. gr.. kærur út af skattframtölum, kærufrésti. úrskurði, áfrýjun úrskurða og annað þar að lútandi, fer sam- kvæmt reglura ..^>eina.-sem- .gilda um tekju- og eignarskatt, eft- ir því sem við á. 9. -gr^.'ínttheirrrtU' launaskatts^ samkvæmt skattskrám sbr. 7.—8. gr., annast þær stofn- anir og embættísmenn, sefn innhe'imta tekju- og eignar- skatt til ríkissjóðs og gilda sömu reglur um þá innheimtu og gilda um inhe'mtu tekju- og eignarskatts, þar á meðal ákvæðin um gjalddaga, lög- taksrétt og dráttarvexti. Sama gildir um skil inn- heimtuaðila á launaskatti til ríkisféhirðis. Ríkisféhirðir skal gera mán- aðarlega skil til Byggingarsjóðs ríkis:ns á þeim launaskatti, sem hann hefur móttekið frá innheimtmönnum ríkisins. 10. gr. Byggingars.ióður rík- isins greiðir 1% af innheimtum launaskatti. samkvæmt lögum þessum til ríkissjóðs veana kostnaðar af framkvæmd lag- anna. 11. gr. Launaskattur er frá- dráttarbær, sem rekstrarút- gjöld, að bví léyti, sem hann er ákvarðaður af launum, sem tel.iast frádráttarbær við á- kvörðun tekjuskatts og tekju- útsvars. 12. gr. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæð: um framkvæmd laga þessara, b.á.m. ákvæði um hverjir skuli gera skil á launaskatti, begar um er að ræða ákvæðisvinnu, verktakasamninga. o.þ.h. 13. gr. Lög þessi öðlast þeg- ar gild:, og skal launaskattur greiddur af öllum launum, samkvæmt lögum þessum, sem areidd eru vegna starfa, sem unnin eru frá og með 1. júlí 1964. Giört í Reykjavík 30. júní 1964. " "*"*' Asgeir Ásgeirsson sign Emil Jónsson sign SÓFASíTTIÐ K.R. 332 Ódýrasta sófasettið á markaðnum — en þó í gæðaflokki. Létt og þægilegt. Fjaðrandi bak og sæti. Teak armar og -¦ ¦ fætur. Sendum áklæðis- sýnishorn. Verð frá kr. 9450,— Enn fremur sófaborð — skrifborð — skrifborðsstólar — svefnbekkir 1 og 2ja manna -— svefnbekkir með baki — stakir stólar og hið vinsæla Cleopötru-svefnherbergissett K.R.HÚS5ÖGN Vesturgötu 27. — Sími 16680.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.