Þjóðviljinn - 03.07.1964, Síða 4

Þjóðviljinn - 03.07.1964, Síða 4
4 SlÐA MÓÐVILJINN Föstudagur 3. júlí 1964 Gtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Rltstjórar: ívar H. Jónsson, Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, préntsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 90.00 5 niánuði Sigur samstöðunnar Yerkamannafélagið Dagsbrún hefur nú samþykkt nýja kjarasamninga og gilda þeir til 5. júní næsta árs. Án efa hefur sumum þótt það full langt gengið til þessara samninga, sem gerðir eru innan ramma samkomulagsins við ríkisstjórnina, að verkalýðshreyfingin skyldi slá á frest réttmætum kröfum sínum um hækkun á kaupi eða aðrar raunhæfar ráðstafanir til aukningar kaupmáttar- ins. En fyrst ber að líta á þann mikilvæga sigur, sem verkalýðshreyfingin vann með því að knýja ríkisstjórnina til samninga um stöðvun verðbólg- unnar. í þeim samningum ber að sjálfsögðu hæst ákvæðið um verðtryggingu kaupsins, en bann við vísitöluuppbótum á kaup var sem kunnugt er eitt af „prinsipum“ viðreisnarstjórnarinnar. Hækkun orlofsfjár og lenging orlofstímans um 3 daga er einnig mikilvægt spor í réttindabaráttu vinnandi fólks, og umbæturnar í húsnæðismálunum koma líka til með að gilda sem raunverulegar kjara- bætur fyrir mikinn fjölda þjóðfélagsþegnanna. Stytting eftirvinnutímans og tilfærslan á and- virði þeirrar styttingar yfir á dagvinnukaupið er einnig spor í rétta átt, þótt þar sé eng’an veginn tekið nógu föstum tökum á vandamáli vinnuþræl- dómsins hér á landi. pieiri atriði mætti nefna, sem sýna þann jákvæða og mikilsverða árangur, sem verkalýðssamtök- in hafa knúið fram í samningunum við ríkisstjórn og atvinnurekendur. Atvinnurekendum er með þessum nýju samningum gefinn dýrmætur frest- ur til þess að taka upp skynsamlegri vinnubrögð í rekstri sínum og skapa þannig hvortveggja í senn aukið afkomuöryggi fyrirtækja sinna og grund- völl fyrir óhjákvæmilegum kjarabótum til handa vinnandi fólki, þegar þetta samningstímabil renn- ur út. Og ríkisstjórninni gefst kostur á að endur- skoða sfefnu sína enn frekar og létta af atvinnu- vegunum byrðum okurvaxta og óhóflegra tolla, svo að þeir verði betur færir um að standa undir sómasamlegu kaupi, Færi vel á að samtímis því sem ríkisstjórnin innsiglar skipbrot viðreisnar- stefnunnar gagnvart verkalýðssamtökunum með afnámi laganna um bann við vísitöluuppbótum á kaup, gerði hún sér endanlega ljóst, að það er vonlaust verk fyrir íslenzka ríkisstjórn að ætla sér að stjórna landinu í andstöðu við hagsmuna- samtök alls vinnandi fólks. gamningarnir. sem verkalýðsfélögin eru nú að ganga frá eitt af öðru, eru m.a. árangur þeirr- ar víðtæku samstöðu, sem náðist í kjarabarátt- unni í lok síðasta árs og hélt áfram með eining- unni 1. maí s.l. Þessi sigur samstöðunnar er jafn- framt mikilvægasta sönnunin fyrir því, hvers verkalýðshreyfingin er megnug, ef hún beitir kröftum sínum sameiginlega. Þann lærdóm þarf vissulega að hafa í huga. begar hafizt verður handa um næsta áfanga. — b. Fyrirhyggjuleysi dreg- ur úr framleiðslunni voru seinar og tregar til fram- kvæmda á Austurlandi, þó að hér úti íyrir væri sildveiðin mest. Loksins þegar ríkið hugði til framkvæmda í verksmiðjumál- um á Austurlandi, þá var risið ekki hærra en svo, að það lagði undir sig gamla og vanbúna verksmiðju á Seyðisfirði j stað þess að byggja nýja. Sú verk- smiðja hefur auðvitað verið endurbætt, en allar hafa þær endurbætur komið seint og verið of smátækar, miðað við aðstæður. Fyrsta ákvörðun núverandi ríkisstjórnar um síldarverk- smiðju á Reyðarfirði var um að þar' skyldi byggð 5—600 mála verksmiðja. Þannig var smásálarskapurinn og skiln- ingsleysið. Siðan var ákveðið að hafa verksmiðjutia 1200 mála verksmiðiu, en auðvitað var það allt of lítið. hreinsunarstöð, sem augljós- lega mundi verða til þess að torvelda stórkostlega mögu- leika þjóðarinnar á að selja síldar- og þorskframleiðsluna. Það þarf fyrirhyggju j at- vinnumálum landsins, ef vel á að fara. Sú endurnýjun og stækkun fiskibátaflotans sem gfundvölur var lagður að á timum vinstri stjórnarinnar, hefur reynzt happadrjúgur. Hið sama er að segja um þann grundvöll, sem þá var lagður að síldarverksmiðjuiðn- aði hér á Austurlandi. Mennimir sem þá andæfðu á móti þessum ráðstöfunum, eru nú mestir ráðamenn í landinu. Þeir hafa að vísu tog- azt áfram með straumnum. Fleiri o:g fleiri nýir bátar héldu áfram að koma, þegar þeir fyrstu höfðu sýnt notagildi sitt. Og hinn mikli afli hefur rekið stjórnarvöldin áfram til þess að byggja upp vinnslustöðvar fyrir aflann. En augljóst er á öllum vinnubrögðum, að fyrir- hyggjan er ekki mikil og skiln- ingurinn á því hvað hægt er að gera í framleiðslumálum þjóðarinnar harla lítill. — Framanrituð grein birtist f Auaturlandi, málgagni sósíal- ista á Austurlandi, fyrir helg- ina. Áskorun á bœfaryfirvöld Hafnarfjarðar Síldveiðin gengur vel. Afli er mikill á miðunum og þegar hefur borizt á land allmikill afli En vinnslan í landi geng- ur ekki að sama skapi vel. Ríkisverksmiðjurnar tvær hér eystra, á Seyðisfirði og Reyð- arfirði hafa haria lítið unnið, það sem komið er. Verksmiðj- an á Seyðisfirði má heita al- gjörlega stopp ennþá og verk- smiðjan á Reyðarfirði vinnur aðeins helming þess, sem hún ætti að geta gert. Verksmiðjurnar í Neskaup- stað og Vopnafirði hafa hins vegar unnið vel og þegar tekið á móti miklum afla. í þeim verksmiðjum virðist allt í bezta lagi. Menn standa undrandi yfir því að svona skuli hafa tekizt til með ríkisverksmiðjumar hér eystra. Hver er ástæðan til þess að svo að segja ekkert hefur enn verið brætt á Seyð- isfirði? Þar átti þó að vera stærsta og afkastamesta verk- smiðjan á Austurlandi. Timi til undirbúnings í verksmiðj- unni var nægur og ótrúlegt er að fyrirtæki á vegum ríkisins hafi ekki getað fengið nauð- synlega fjárhagslega fyrir- greiðslu En hvaða ástæður liggja þá til þess, að verksmiðj- ur ríkisins skuli vera verr á sig . komnar en aðrar verk- smiðjur hér eystra og 5áta þannig á sér standa eins og dæmin sýna? Síldarverksmiðjurar í Nes- kaupstað og á Vopnafirði hafa ekki verið byggðar upp með fjárhagslegri fyrirgreiðslu nú- verandi stjórnarvalda í land- inu. Þessar verksmiðjur hafa að vísu verið stækkaðar og endurbættar mikið á síðustu árum. En þær hafa ekki get- að fengið lán til þeirra hluta úr þeim lánasjóðum sem rík- isvaldið hefur sérstaklega haft með að gera. Síldarverksmiðjur ríkisins Uppbygging at- vinnuveganna Stjórnarblöðunum hefur á undanförnum árum orðið tíð- rætt um nauðsyn þess að koma upp stóriðju á fslandi til þess að auka f jölbreytnina i at- vinnulífi landsmanna og skapa meira öryggi í framleiðslu háttum þjóðarinnar, eins og það er orðað. Svo mikið kapp virð- ist hafa verið lagt á þetta, að athuganir á því sviði hafa verið látnar ganga fyrir öllu öði n og eru þó vissulega mörg verkefni nærtækari í íslenzku atvinnulífi, sem íslendingar geta sjálfir ráðið fram úr með skynsamlegri skipulagningu og uppbyggingu eigin atvinnu- vega En það er bæði vitað og viðurkennt af stjórnarflokkun- um að stóriðjuframkvæmdir á íslandi eru sem stendur óhugs andi nema með meiri eða minni beinni þátttöku og yfir- ráðum erlendra aðila í henni. Og stóriðja gæti einnig á skömmum tíma sogað til sín verulegt vinnuafi frá núver- andi undirstöðuatvinnuvegurr bjóðarinnar Þannie gæti svr farið á skömmum tima. þjóðin yrði bundin á klafa er Síðan átti að stækka verk- smiðjuna í vetur upp i 2500 mál, en sú stækun er ekki enn komin í gagnið. Þannig liggja fyrir augljós dæmi um það, að ríkisstjóm- in, eða ráðherra sjávarútvegs- mála, hefur enga framsýni haft í síldarverksmiðjumálunum hér eystra. f vinstri stjórninni, á árun- um 1957—’58, var grundvöllur- inn lagður að uppbyggingu síldarverksmiðja hér eystra. Þá var vegurinn ruddur í þessum efnum þrátt fyrir skilningsleysi og tregðu stjórn- ar jsíldarverksmiðja ríkisins sem átti að hafa forustuna. Sömu ráðherrarnir, sem nú sýna skilningsleysi og úrræða- leysi í sildarvinnslumálunum á Austurlandi, tala þessa dag- ana sem hæst um það, að nauðsynlegt sé fyrir fslendinga að ráðstafa f.iármunum sínum í stóriðju með útlendingum og m.a. til þess að koma upp oliu- lendra auðhringa í efnahags- legu tilliti. ■ Kynleg röksemd Ein röksemd stjórnarflokk- fyrir því, að hraða beri und- irbúningi stóriðjuframkvæmda á íslandi er sú, að svo kunni að fara að innan fárra ára yrði sá iðnaður, sem stóriðja gæti staðið undir hér á landi e.t.v. orðinn úreltur vegna framfara í efnaiðnaðinum. Þvi sé um að gera að komast sem fyrst af stað oig tryggja sér þátttöku erlendra aðila, meðan þeir enn hafi áhuga á Því. Flestum ætti þó að vera ljóst, að þessar ástæður gefa okkur einmitt tilefni til þess að fara okkur að engu óðslega í þess- um efnum. Við okkur blasa verkefnl, sem eru miklu nær- tækari og . nauðsynlegri. ís- lendingar hafa til þessa verið að mestu leyti hráefnafram- leiðendur. Við höfum flutt út mikið magn af matvöru, sem unnt er að fullvinna áður en hún er flutt úr landi Heildar- verðmæti útfluttra vara er nú orðið um 4000 miljónir króna á ári; og eru upi 90% af því sjávarafurðir en um 10% land- búnaðarvörur. Flestar þessar vörur eru fluttar út aðeins hálfunnar eða með öllu óunn- ar. " Matvælaiðnaður Með fullvinnslu vörunnar hér heíma væri unnt að marg- falda útflutningsverðmæt' hennar En til þess þurfum við f gær kom Hafnfirðingur einn að máli við Þjóðviljann og sagði frá því að hann Qg nágrannar hans nokkrir standi í stríði við bæjaryfirvöldin um svo sjálfsagðan hlut að fá leitt vatn að húsum sínum. Fólk þetta á heima í hrauninu vest- ast í bænum, vestan við Malir sem kallað er. Þarna er um að ræða um 15 hús, og að sjálfsögðu hefur verið gerður lóðasamningur milli eigenda húsanna og bæjaryfirvalda á venjulegan hátt og hefur bær- inn þar með undirgengizt þá skyldu að leiða vatn að þess- um húsum sem öðrum í bæn- um. En enn hafa engar efndir orðið á þessu þrátt fyrir margra ára stríð íbúanna og munnleg loforð forráðamanna bæjarins, og í fyrra sendu í- búamir í annað sinn skriflega áskorun um að úr þessu yrði bætt. Bærinn hefur að visu veitt þá úrlausn að keyra vatn að að koma okkur upp fullkomn- um matvælaiðnaði. Með upp- byggingu matvælaiðnaðar væri unnt að skipuleggja það vinnu- afl, sem að framleiðslustörfun- um vinnur mun betur en nú er gert. Og slíkur iðnaður gæti einnig skapað meiri festu og öryggi í atvinnulífið, sem svo oft er talað um að vanti hjá okkur, Og síðast en ekki sizt væri á þennan hátt unnt að skapa næga atvinnu á þeim stöðum i landinu, þar sem árs- tíðabundið atvinnuleysi hefur verið tilfinnanlegt, eins og t.d. allviða á Norðurlandi. Og þær stórauknu tekjur, sem full- kominn matvælaiðnaður myndi flytja í þjóðarbúið, gætu gert íslendingum kleift að undir- búa að verulegu leyti af eigin rammleik iðnaðarframkvæmd- ir á öðrúm sviðum. ■ Betri aðstaða en hjá flestum öðrum Á þetta bentu þingmenn Al- þýðubandalagsins m.a. ræki- lega á síðasta þingi, en þar fluttu þeir þingsályktunartil- lögu um athugun á uppbygg- ingu nýrra framleiðslugreina og eflingu útflutningsiðnaðar. sem þegar er fyrir hendi. í greinargerð fyrir tillögu þing- manna Alþýðubandalagsins um betta efni segir m.a.; „Þjóð, sem framleiðir jafn- mikið af fyrsta flokks matvöru og fslendingar gera nú og á slíka möguleika t.ii aukinna’- verðmætasköpunar með ful' komnara vinnslustisi. ætti ek'- að hugsa um fjarskyld og vafa húsunum einu sinni í viku, en það er á engan hátt fullnægj- andi og þarf ekki að lýsa þeim erfiðleikum sem því fylgir að hafa ekki nægilegt rennandi vatn, að ekki sé talað um ó- hollustuna, því að fólk verður að notast við útikamra og er furðulegt sinnuleysi heilbrigð- isnefndar bæjarins að láta þetta viðgangast Oft á tíðum, sérstaklega í frostum á vetr- um, er ekki hægt að keyra vatn á tankbílum og má þá sjá fólk labbandi langar leiðir með fötu i hendj til að fá vatn til matseldar og nauðsynlegasta hreinlætis. fbúar þessara húsa eru nú orðnir langþreyttir að búa við þetta ástand og vilja láta yfir- völd bæjarins vita það, að því er full alvara að hefja róttæk- ar aðgerðir í þessu máli ef ekki verður úr bætt. Þeir borga sín gjöld til bæjarins eins og aðrir og eru aðeins að krefjast réttar síns. söm verkefni eins og stóriðju- rekstur á vegum útlendra auð- hringa, en snúa sér þess í stað með einbeitni og áhuga að því verkefni að margfalda verð- mæti þeirrar framleiðslu, sem hún hefur þegar aflað og hef- ur betri aðstöðu til að full- vinna en flestar eða allar aðr- ar þjóðir. * Öruggari mark- aðir Mikill meiri hluti útflutn- ingsvöru landsins nú eru mat- vörur. Reynslan hefur sýnt, að matvörur eru með beztu og öruggustu markaðsvörum. Allt bendir til þess, að á komandi árum verði fremur um skort á matvörum að ræða í heimin- um en hið gagnstæða. Framleiðsla og sala á ýms- um efnavörum er hins vegar miklu ótryggari. Örar fram- farir j efnaframleiðslu hafa leitt til tíðra breytinga og ó- vissu um framtíðargildi ýmiss konar efnaframleiðslu. Það verður t.d. að teljast allsend- is óvíst, að alúmíníum hafi eft- ir einn eða tvo áratugi það notagildi og verðgildi sem það hefur nú Þannig er um fleiri efni. Stóriðnaður á sviði alúm- íníums eða í öðrum hliðstæð- um greinum í jafnlitlu efna- hagskerfi og er hér á landi gæti því leitt til örýggisleysis og hættu. Aukin efling mat- ''ælaframleiðslu til útflutnings, c,'amleiðslu. sem komin væri ■ hátt og fullkomið vinnslu- „oo-i hins vePar hið ör- - ‘ - fvrir framtíðina".

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.