Þjóðviljinn - 03.07.1964, Page 12
Byrjað að rífa ofan af okkur
tíl að byggja síðan nýja hæð
■ Hér á myndinni sjáum við smiðina sem eru að byrja
að rífa rishæðina ofan af Þjóðviljahúsinu til að byggja
þar aðra nýja. Þeir heita, talið frá vinstri: Sigurður Jóns-
son, Sigurður Bjömsson og Steingrímur Kári Pálsson. Við
báðum Steingrím Kára, sem er yfirsmiður við þessar fram-
kvæmdir, að segja frá því helzta sem fyrirhugað er að
vinna að í sumar til að lesendur Þjóðviljans geti fylgzt
með hvernig gengur með endurbyggingu hússins.
Undanfarin ár hefur verið
unnið að því í áföngum, segir
Steingrímur. að endurbyggja
þetta gamla hús. Lokið er við
að ganga frá annarri hæðinni
eins og hún á að vera og götu-
hæðinni að mestu, en í sumar
ætlum við að byggja inndregna
hæð ofan á húsið. Við rífum
gömlu rishæðina alveg ofan af
feúsinu- og erum þegar byrjaðir
á því, fyrst rífum við allt inn-
an úr, reynum síðan að þétta
• gólfið hér undir og styrkja það.
og þá er komið að því að rífa
þakið ofan af.
Þetta er mikið verk og sein-
unnið, en við leggjum áherzlu
á að þetta geti gengið fljótt og
engar tafir mega verða á þessu
I verki eftir að byrjað er, því að
1 húsið verður alveg óvarið^fyrir
I regni og vindum þegar búið er
| að rífa þakið af. Það ríður á
að okkur takist að byggja upp
nýja þakhæð fyrir haustið. Þeg-
ar öllum þessum framkvæmd-
um er lokið hefur húsið tekið
algjörum stakkaskiptum og verð-
ur sem nýtt og vinnuaðstæður
í húsinu allt aðrar og betri en
áður.
Þessar framkvæmdir sem
Steingrímur var að lýsa fyrir
okkur kosta að sjálfsögðu mikið
fé, miklu meira en blaðið getur
sjálft staðið undir, en allur á-
góði af Happdrætti Þjóðviljans
fer til að kosta þessar fram-
kvæmdir við endurbyggingu
húsins. Ef takast á að ljúka
þeim áfanga í sumar sem nú er
byrjað á, verða allir stuðnings-
menn Þjóðviljans að nota vel
þá daga sem eftir eru þangað
til dregið verður í happdrætt-
inu. Það eru miklir möguleikar
að selja miðana hverjum sem
er, því að góðir vinningar eru í
boði.
Lítið á vöru-
merkin! Kaup-
ið ekki vörur
frá S-Afríku
■ Þjóðviljinn birti i gær nöfn
á nokkrum þekktum vöru-
merkjum frá S-Afríku til
þess að auðvelda fólki að snið-
ganga þessar vörur, þar sem
þær fást í verzlunum. Þessi
vörumerki áttu við nýja á-
vexti svo sem epli, appel-
sínur, perur o.fl. og voru
OUTSPAN, GOLDEN JUB-
ILEE og CAPE FRUIT.
■ í dag kemur svo ný skrá
yfir vörumerki frá S-Afríku,
og er þar um að ræða niður-
suðuvörur eins og ávaxta.
mauk ýmiskonar og sultur.
Þessi vörumerki eru:
■ Avalon, Cape Hill, Dwars
River, Elmo, Fairest Cape,
Golden Hawk, Gold Reef,
Hugo, Honeysuckle, Hardings
D?light, Ixl, Imco, Jax, Koo,
ravers Arcadia, Mountain
View, Rockhill, Raya, RFF,
Simba, Summerglow, South-
ern Pride, Summit.
Föstudagur 3. júlí 1964 — 29. árgangur — 146. tölublað.
Helgarferð ÆFR / Hitarda!
Norski fáninn við
hún á snekkjunni
Það vakti athygli manna hér í
Reykjavík í gær er þeir litu út
á ytri höfnina þar sem konungs-
snekkjan lá, að íslenzki fáninn
var hvergi hafður þar uppi en
hins vegar sáu menn að norski
fáninn blakti þar við hún. —
Margir hringdu til Þjóðviljans
til að forvitnast um hverju
þetta sætti. Við höfðum sam-
band við brezka sendiráðið og
sögðu þeir okkur að Ólafur Nor-
egskonungur ætti afmæli einmitt
þennan dag og í tilefni þess
væri flaggað norska fánanum á
snekkjunni.
Myndin er frá Hítardal og sýnir tröllskcssuna Hít, cn ÆFR efnir
til helgarferðar í Hítardal og Gullborgarhelli á morgun kl. 14 frá
Tjarnargötu 20. Staðirnir verða skoðaðir undir leiðsögn kunnugra.
I Hítardal kcmur hin nýstofnaða Æskulýðsfylking í Grundarfirði
til móts við ferðahópinn. Allir velkomnir, fylkingarmenn og aðr-
ir. Látið skrá ykkur í tíma. Sími 17513 — Æskulýðsfylkingin í
Reykjavík.
fílipus við Mývatn i
fegursta veðrí í gær
Borgarrái getur heimilað verzlun-
um að hafa opið til klukkan 10?
■ Er Þjóðviljinn fór í prentun á miðnætti sl.
nótt voru allar horfur á því að borgarstjórn
Reykjavíkur samþykkti nýjar reglur um lokun
sölubúða.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá voru afgreiðslutímamálin
rétt einu sinni til umræðu á
borgarstjórnarfundi fyrir einum
mánuði. Þá kom til fyrri um-
ræðu eftirfarandi tillaga um við-
auka við lokunartímasamþykkt
þá sem borgarstjórain gerði f
íok síðasta árs. Tillagan er um
að aftan við samþykktina komi:
,,Ákvæði til bráðabirgða
Borgarráð getur heimilað
verzlunum, sem hafa til sölu
sæmilegt úrval helztu nauð-
synjavara, að hafa opið með
þeim hætti sem um ræðir í 1.
mgr., 3. gr. (þ.e. til kl. 22 að
kvöldi — ath. Þjóðv.).
Áður en leyfi, skv. 1. mgr.
verður veitt, skal leita umsagn-
ar heilbrigðisnefndar og lög-
reglustjóra, og má ekki veita
leyfi, nema meðmæli þeirra
komi til.
Um framkvæmd að öðru leyti
Hlíf samþykkti
nýju samningana
■ Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hélt al-
mennan félagsfund í fyrrakvöld til að ræða hina
nýju samninga sem stjórn félagsins hafði gert við
atvinnurekendur kvöldið áður.
■ Samningamir eru í öllum meginatriðum eins
og félögin fyrir norðan og Dagsbrún í Reykjavjk
hafa nýlega gert og Þjóðviljinn hefur rækilega
skvrt frá. Fundurinn var fjölmennur og voru
samninsTimir sambykktir einróma
skal fara eftir ákvæðum sam-
þykktarinnar eftir því, sem við
getur átt.
Borgarráð getur áskilið
greiðslu gjalds, skv. 11. gr.. fyr-
ir hvert leyfi, sem veitt verð-
ur. skv. þessari grein.”
Þetta var tillaga meirihluta
borgarstjórnar á fundinum í
gærkvöld sem fyrr segir og jafn-
framt fluttu b^vgarfulltrúar Al-
þýðubandalagsins tillögu um að
aftan við 1. mgr. till. kæmi
,,gegn því að lokað verði jafn-
langan tíma að degi til”. Var
þessi viðaukatillaga flutt til þess
að fram kæmi í samþykkt borg-
arstjómar beinlínis ákvæði er
gerði ráð fyrir að vinnutími
verzlunarfólks lengizt ekki við
framkvæmd samþykktarinnar.
Eins og frá var skýrt hér í blað-
inu í gær fór hertoginn af Edin-
borg frá Þingvöllum upp í Borg-
arfjörð þar sem hann renndi
fyrir lax í Norðurá. Gekk veið-
in ágætlega og fékk prinsinn þrjá
Iaxa.
Vegna veðurs reyndist ekki
unnt að halda fyrirhugaða ferða-
áætlun. Varð að hverfa frá því
að fljúga til Akureyrar með flug-
vélum Bjöms Pálssonar og var
í þess stað ferigin vél hjá Flug-
félagi Islands. Seinkaði komunni
til Akureyrar um klukkustund af
þeim sökum.
Á Akureyrarflugvelli tóku for-
svarsmenn bæjarins, Magnús
Guðjónsson bæjarstjóri, Jón Sól-
nes forseti bæjarstjómar og
Friðjón Skarphéðinsson bæjar-
fógeti á móti hertoganum og
fylgdarliði hans en síðan var ek-
ið upp í Lystigarð þar sem opin-
ber móttaka fór fram. Var þar
margt manna er fagnaði
hertoganum vel. Síðan var
snæddur kvöldverður í Sjálf-
stæðishúsinu.
Vegna veðurs varð að hætta
við að fljúga til Mývatns og
lagði hertoginn og fylgdarlið
hans af stað frá Akureyri í bif-
reiðum laust fyrir miðnætti í
fyrrakvöld og var komið í
Reykjahlíð um kl. 2 urn nóttina.
Þar tók sýslumaður Þingeyinga.
Jóhann Skaptason, á móti her-
toganum og bauð hann velkom-
inn. Þáðu gestirnir síðan veit-
ingar á hótelinu áður en gengið
var til hvílu.
Morguninn eftir var komið
bezta veður og hélzt það allan
daginn. Klukkan níu var lagt
af stað í ökuferð kringum Mý-
vatn og stanzað þar sem fugl-
ar voru á vatninu næst landi,
þvi að hertoginn hafði á því
Jafntefli hiá
Fram og Keflavík
I gærkvöldi kepptu Keflvík-
ingar og Fram f 1. deild Is-
landsmótsins. Jafntefli varð og
skoraði hvorugt liðið mark.
Næsta verkefni hernáms-
andstæðinga
FUNDAHÖLD
LANDSFUNDUR
HAPPDRÆTTI
Tvær brotnar rúður í
skrifstofu Hemámsandstæð-
inga Mjóstræti 3 bera vitni
um þau fíflalæti, sem hófust
strax að loknum útifundi
samtakanna á dögunum, og
urðu stöðugt ámátlega bjálfa-
legri eftir því sem fleiri leið-
arar voru skrifaöir um þessi
mál í helztu blöðum her-
námssinna*
Við erum stóránægðir,
sögðu þeir Ragnar Arnalds
og Einar Laxness er frétta-
maður blaðsins leit við hjá
þeim á skrifstofunni í gagf,
við erum ánægðir með árang-
ur af þessari ágætu göngu,
því vissulega náði hún til-
gangi sínum. Keflavíkur-
ganga er engin atkvæða-
greiðsla og fjöldi göngumanna
Einar Laxness
skiptir engu höfuðmáli. Að-
alatriðið er að gangan vekji
athygli, umræður og deilur
um þau örlagaríku hernáms-
mál. Fátt sannar betur að
þessum tilgangi var náð, en
einmitt viðbrögð andstæðinga
okkar, sem skrifuðu hvern
leiðarann af öðrum með
dæmafáu ofstæki, og aug-
Ijóst er af málflutningi þeirra
útúrsnúningum og fréttaföls-
unum, að þeir hafa hrokkið
illa við þegar Samtökip hófu
aftur starfsemi sína eftir
nokkurt hlé.
Mannaskipti verða nú á
skrifstofunni, þar sem Ragn-
ar Amalds er á förum norð-
ur í land, en Einar Laxness
tekur við störfum hans og
verður skrifstofan opin mánu-
daga — föstudaga frá kl. 2
— 6,30. Fyrsta verk Einars
er að ljúka dreifingu á 8
síðna dreifiblaði. Dagfara,
sem Samtökm gáfu út i sam-
bandi við Keflavíkurgönguna
í ár, en því verki er nú senn
lokið.
Næstu viðfangsefni eru að
skipuleggja fundi út um land
til undirbúnings Landsfundar
Samtaka Hemámsandstæð-
inga, sem haldinn verður við
Mývatn dagana 5.—6. sept-
ember Fundir þessir verða
væntanlega haldnir í seinni-
hluta ágúst. Að sjálfsögðu er
undirbúningsvinna i sam-
bandi við Landsfundinn mik-
Framhald á 3. síðu.
/
*