Þjóðviljinn - 19.07.1964, Side 5

Þjóðviljinn - 19.07.1964, Side 5
ÞttÐVILJINN SÍÐA 5 Sunnudagur 19. júlí 1964 Landskeppnin: ísland — Vestur-Noregur STÆRSTS VIÐBURÐUR ÁRSINSI FRJÁLSÍÞRÓTTUM Á ÞRIÐJUD. Á þriðjudag-skvöld hefst hér í Reykjavík lands- keppni íslands og Vestur-Noregs í frjálsum íþróttum. Þessi keppni ætti að geta orðið jöfn og spennandi. Norðmenn eru að vísu líklegri sig- urvegarar miðað við afrek undanfaiið, en þess ber að gæta að hinir ungu frjálsíþróttamenn í íslenzka landsliðinu eru í góðri framför, og alltaf er það kostur að keppa á heimavelli. Keppni þessara aðila fór í fyrsta sinn fram í fyrra og þá í Álasundi. Norðmenn sigruðu þá með allmiklum >rfirburð- um, en þá varð ísland fyrir því óhappi að missa Valbjöm Þorláksson úr keppni seinni daginn vegna meiðsla, er hann hlaut. Síðan þetta gerðist hafa ungir íslenzkir frjálsíþrótta- menn sýnt lofsverðar framíar- ir í ýmsum greinum. Má t.d. nefna Ólaf Guðmundsson. Einar Gislason, Kristján Mika- elsson. Halldór Guðbjörnsson, Þorvald Benediktsson og Kjart- an Guðjónsson. I»essi mynd er tekin í landskeppni ísiands og Vestur-Noregs í Álasundi í fyrra. Kristleifur Guðbjörnsson er að koma að marki sem sigurvegari í 3000 metra hindrunarhlaupi. Ritarastarf Ritari óskast i Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstig. j Stúdentsmenntun aeskileg. I Umsók-nir með upplýsingum um menntun og fyrri störí | sendist forstöðqmanni Rannsóknarstofunnar fyrir 25. þessa mánaðar. Iðjufélagar Fundur verður haldinn í félaginu mánudaginn 20. júli 1964 klf 8.30 e.h. í Alþýðuhúsinu. Fundaréfni: Samkomulag um breytingar á kjarasamningi Iðju og, Félags íslenzkra iðnrekenda. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Hvor sigrar? Meðal Vestur-Norðmanna hefur engin ný ,,stjama“ kom- ið í ijós síðan í fyrra nema hástökkvarinn Stein Sletten, sem stokkið hefur 2.09 m. í ár. Fær Jón Þ. Ólafsson þarna verðugan keppinaut. Keppni í spretthlaupunum verður áreiðanlega mjög jöfn og spennandi. Báðir norsku keppendumir hafa hlaupið á 11,0 sek. Sama tíma hefur Ein- ar Gíslason í ár, en Ólafur Guðmundsson befur 10,9. Við spáum því að hinir ungu KR- ingar færi Islandi sigur í þess- ari grein. f öðrum hlaupagrein- um geta okkar menn tæplega búizt við sigri nema í 30Ö0 metra hindrunarhlaupi og boð- hlaupunum, en ekki er óhugs- andi að þeim takist sum- staðar að komast upp á milli norsku keppendanna. Norð- menn eru betri í spjótkasti og sleggjukasti, en í kúluvarpi og kringlukasti ættu íslenzku keppendurnir að standa þeim á sporði. í öllum stökkum hafa Norð- menn sterkar sigurlíkur, en engar horfur á yfirburðum. nema helzt í þrístökki. Eínn þekktasti maðurinn í norska liðinu er Arne Hamars- land, sem er gamalkunnur hlaupari, og á norska metið í 1500 m. Ste'-n Slettcn er norsk- ur methafi í hástökki og hef- ur tekið góðum framförum undanfarið Jón Þ. Ólafsson hefur stokkið 2,00 m. léttilega á æfíngum undanfarið, en ennþá ekki tekizt að ná sfnu bezta í sumar. í keppninni i Álasundi í fyrra setti hann islenzkt met — 2,06 m. Merkur íþróttaviðburður Þetta verður merkasti frjáls- íþróttaviðburðurinn hér á landi í sumar. fþróttaunnend- ur ættu að fjölmenna til að horfa á þessa keppni. Hún verður áreiðanlega jöfn og skemmtileg. Hinir ungu íþróttamenn. sem nú skipa íslenzka landsliðið í frjáls- íþróttum, eiga sannarlega meiri athygli skilið, en áhoríendur hafa sýnt þeim undánfarið. kcppandinn í íslenz.ka lands- liðinu. Hann keppir í 100 m. hlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. Þórður Sigutðsson slcggjukast- ari (t.h.) er fyrirliði landsliðs fslands í frjálsiþróttum. ÍSTORG H.F. auglýsir BÆKUR UM VISINDI OG TÆKNI Á ENSKU: V. Barkan and V. Zhadanov.: Radio Receivers .................... Kr. 133,00 I. Radunskaja and M. Zhabotinsky: Radio Today ................... — 57,00 A. Kitajgorodsky: Introduction to Physics ...................... — 171,50 B. Pavlov and A. Terentyev.: Organic Chemistry ........ — 165,00 N. Glinka.: General Chemistry ........ — 178,00 E. Sigalov and S. Strogin.: Reinforced Concrete ...................... — 102,50 Prospeoting for Minerals ................ — 57,00 M. Filonenko-Borodich.: Theory of Elasticity .................... — 97,50 A. Severny: Solar Physics .............. — 19,00 B. Rosen: In the Realm of Large Molecules ..................... — 54,25 Mikbail Nesturkh: The Origin of Man — 107,50 Juhan Smuul: Antarctica Ahoy! ........... — 49,25 I. Suvorov: Higher Mathematics ........ — 97,50 B. L. Boguslavsky: Automatic and Semi- automat.ic Lathes ............. — 125,00 S. Avrutin: Fundamentals of Milling Practice .................... — 74,75 V. Kondratyev: The Structure of Atoms and Molecules ................ — 130,75 P. Stepin: Strength of Materials ....... — 85,25 V. Obruchev: Fundamentals of Geology Popular Outline ............... — 61,75 O. Lange, Ivanova, N. Lebedeva: General Gcolcgy .............: — 74,75 Y. Tarasevich and E. Yavoish: Fits, Tolerances and engineering measurements — 57,00 DAVÍÐ NR. 2 I FLUGSUNDINU Davíð Valgarðssson varð annar í 100 m. flugsundi á Norður- landamóti unglinga í Danmörku á nýju ís- landsmeti — 1.03,9 mín., sem er mjög glæsilegt afrek, unnið í 50 m. Iaug. Davíð var eini fslendingurinn, sem hlaut verðlaun á þessu móti en auk hans kepptu fjór- ir aðrir íslenzkir unglingar á mótinu. Keppnin í 100 m. flugsundinu var afar jöfn og spennandi milli Davíðs og Svíans Wester- gren, sem var aðeins 3/10 sek. á undan Davíð í mark. Davíð varð 7. í 400 m skriðsundinu á 4.43,7 mínútum, sem er bezti árangur fslendings'í 50 m. laug. f þessari grein sigraði Norð- maðurinn Jan Korsvold mjög óvænt á undan landa sínum Ulv Gustavsen, sem flestir höfðu spáð sigri. Korsvold sigr- aði einnig í 100 m skriðsundi. Margir fslendingar kannast við Korsvold, en hann keppti á sundmóti Ármanns hér í Sund- nöll Reykjavíkur sl. vetur. Svíar hlutu sigur í níu grein- um, Finnar og Norðmenn í 4 hvor og Danir í tveimur. öll þessi lönd áttu miklu fleiri þátt- takendur en ísland. PILTAR: .„100 m. skriðsund: Jan Korsvold N. 57,3 Göran Jansson, S. 58,6 Svend Holst, S. 1.00,3 -Davíð Valgarðsson, í. 1.00,6 400 m. skriðsund: Jan E. Korsvold, N. 4.33,3 Ulv Gustavsen, N. 4.38,3 Svend Holst, N. 4.38,7 100 m. flugsund: B. Westergren, S. 1.03,6 Davíð Valgarðsson, í 1.03,9 G. Jansson, S. 1.04,8 200 m. bringusund: Salpa, F. 2.41,6 T. Jonsson, S. 2.50,5 B. Zachariasson, S. 2.50,9 Davíð Valgarðsson 100 m. baksund: Olle Ferm, S. 1.07,0 Jan Korsvold, N. 1.07,7 H. Ljungberg, S. 1.08,8 4x100 m. fjórsund: Sveit Finna 4.28,4 múy Sveit Svía ' 4129,2 mím. Framhald á 9. síðu. Borgarfjarðarferð (2 daga) Fararstjóri: Páll Bergþórsson, veðurfræðingur Helgina 25. og 26. júlí: Lagt af stað kl. 9 f.h. frá Týsgötu 3. Farið um Kaldadal, skoðaðir helztu sögustaðir þar, ekið að Barnafossi, Húsafelli í Víðgelmi í Hallmundarhrauni, nið- ur Hvítársíðu að Varmalandi, kvoldverður þar. Gist á Logalandi, Reykholtsdal (svefn- pokar). — Á sunnudag skoðað Reykholt, há- degisverður að Varmalandi. Skoðaður Norð- urárdalur, ekið heim á leið um Bæjarsveit, Skorradal, Dragháls, Svínadal og skoðuð Saurbæjarkirkja. Fólk hafi nesti með sér og svefnpoka. — Miðar afhentir í Ferðaskrif- stofunni LAN D SVM Tr Týsgata 3. — Sími 22890.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.