Þjóðviljinn - 16.08.1964, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1964, Síða 3
/ Sunnudagur 16. ágúst 1964 HðÐvmnni SÍÐA 3 HVERJU NEMA SKATTSVIKIN? Á HVÍLDAR- DACINN „Glæpir eru verndaðir' 5. ágiíst síðastliðmn birti Al- þýðublaðið forustugrein sem bar fyrirsögnina: „Launþegar mótmæla“ og komst m. a. svo að orði: „Fjöldi hinna sönnu auðmanna þjóðfélagsins greiðir ekki meiri útsvör eða skatta en miðlungs fastlaunamenn, þótt þeir hljóti að hafa marg- falt meiri tekjur — eða hlunn- indi í þeirra stað .... Það er haegt að segja íslendíngum að þeir verði að greiða háa skatta — ef byrðamar leggjast jafnt á alla. Þegar jafn stórkostleg svik eiga sér stað og nú ger- ast fyrir allra augum, mót- mæla fastlaunamenn og munu halda áfram að mótmasla. þar til úr er bætt“. Sama dag komst aðalsérfræðingur Al- þýðublaðsins í skattamálum, Hannes á hominu, svo að orði: ,JÉg hef nú haft tækifæri til að skoða skattskrána og gera samanburð. Ég hef komizt að raun um að ef svonalagað er látið viðgangast, þá er engum blöðum um það að fletta að glæpir eru vemdaðir. Dæmin sýna og sanna, að við lifum i siðlausu þjóðfélagi. Það er etaðreynd að fátækt fólk greið- ir skatta og skyldur fyrir ríkt fólk, að mjög margir einstak- lingar sem ,,eiga“ fyrirætki og geta sjálfir skammtað sér kaup og sent síðan skattstof- unni skýrálu um það, svíkja og stela. Þeir eru verstu skatt- svikaramir. Ég hef gert úrtök. Menn með miljónaeignir borga minna en menn, sem „eiga“ nýja íbúð. en skulda enn meg- inhlutann i henni. Menn sem reka margföld miljónafyrir- tæki og eiga margskonar fast- eignir greiða margfalt minna en verkamaður með sæmilegar tekjur en litlar eignir nema kannski litla fbúð .... Ég full- vissa stjómarvöldin um það, að þetta getur ekki gengið. Það er alveg augljóst að skatt- skráin nú, hin augsjáanlegu skattsvik, stórþjófnaðir - ein- staklinga og fyrirtækja, hlýtur að hafa varanleg áhrif í stjóm- málalífinu. Það liggur i aug- um uppi að þjóðfélagið verður að snúast til vamar“. ,Grimm villidýr” V. ágúst sagði Alþýðublaðið í forustugrein: „Það er hægt að leggja þunga skatta á Is- lendinga, ef þjóðin er sann- færð um, að þeir leggist jafnt á alla og séu nauðsynlegir. En það er ekki hægt að hækka opinber gjöld um 50-100% á öllum þorra heiðarlegra Is- lendinga á sama tíma sem fjöldi þeirra auðmanna. sem sjálfir geta ráðið framtölum sínum, sleppur að mestu leyti“. Og sama dag sagði skattasér- fræðingur Alþýðublaðsins: — „Skatta- og útsvarsbyrðin er orðin óbærileg fyrir verka- menn og millistéttarfólk, það , er að segja alla þá sem taka ”ÞeSar jafn storkostíeg svik laun sin beint frá öðrum. Allir e,Sa ser stað °S nu Serast ***• sem eiga fyrirtæki sleppa ir allra auSum mótmæla fast- miklu betur - og það bygg- >aunamenn og munu halda a- ist fyrst og fremst á skatt- fram að mótmæla þar til ur svikum .... Það er furðulegt er 1,3011 • hvað menn geta orðið grimmir. Beztu menn, gæðablóð, góðir borgarar, að því er virðist, verða eins og grimm villidýr þegar þeir komast yfir pen- inga. Menn sem engan vildu svikja og töldu ekki eftir sér fyrrum að bera byrðar eins og hinir verða eins og grjmmir hundar þegar þeir eignast mikið. Þá eyða þeir mörgum nóttum andvaka í það að stúd- éra svik og leita aðstoðar sér- fræðinga í lagakrókum. Síðan senda þeir þlaggið til skatt- stofunnar. Og það virðist sem þá klígi ekki við því að stíga |||| fram fyrir alþjóð með brenni- SÍ!S:* markið á enninu. Vegna mis- réttis í álögum, vegna hróp- andi ranglætis. vegna gífur- legra skattsvika. á íslenzk , . þjóðfélagsskipun í vök að verj- -’glæi,,r eru verndaðir ._. við ast. Þegnarnir eru að missa hfum 1 slðlausu lwðfelagi • alla trú á vemd þjóðfélags- Þetta astand er gersamlega o- ins« þolandi . . . hropandi rang- Iæti . . . efast um það að hér sé orðið réttarríki“. Löðurmannleg svik í allsnægtum" . ★ 6. ágúst .sagði skattasérfræð- ingur Alþýðublaðsins: „Af- koma manna veltur á skatt- svikum. Þetta komast menn að raun um með því að fletta skattskránni. Að vísu kemur í ljós um leið og menn kynna sér málin, að skattsvikarana. marga hverja. munar ekkert um að borga helmingi meira en þeim er gert að greiða, og i raun og veru furða. að þeir skuli leggja sig niður við þessi löðurmannlegu svik í alls- nægtum. Hins vegar koma , svikin niður á öðmm. sá sem ekki getur svikið eða svíkur ekki verður að borga meira vegna svika hins. Þannig borgar fátspki maðurinn fyrir þann ríka .... Gunnar Thor- oddsen fjátknálaráðherra! Geir Hallgrímssoh borgarstjóri! Nú kemur fyrst og fremst til ykk- ar kasta. Hér er manndóms- verk að vinna. Þetta ástand er gerShmlega óboiandi. Ein- staklingarnir bola það ekki. þióðfélagið, í heild þolir það ekki“. Hækkunin of mikil 8. ágúst segir skattasérfræð- ingur Alþýðublaðsins enn: „Það er sannarlega rétt að af- koma manna veltur að vera- legu leyti á þvi hvemig að- staða þeirra er til að koma við skattsvikum. En undarleg þyk- ir mér sú stjórnmálastefna. sem miðar fylgi sitt við það að hvetja menn til þess að varpa frá sér hakanum og skóflunni og stofna í þess stað fyrirtæki! Hver vill kannast við þá stefnu opinberlega? Hún kemur í ljós hvort sem menn viðurkenna hana eða ekki opinberlega. Hún kemur fram í staðreyndunum“. Sama daginn játar sjálfur viðskipta- málaráðherra Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gíslason. í Alþýðu- blaðinu: „En hækkun opin- beru gjaldanna nú er að vísu meiri en hækkun framtalinna tekna einna gefur tilefni til. Þegar núgildandi tekjuskatts- og útsvarsstigar voru sam- þykktir á siðasta Alþingi. lágu ekki fyrir upplýsingar um tekjur á árinu 1963. Þær hafa nú reynzt meiri en gert var ráð fyrir, og útsvars- og tek.iuskattstigamir hafa bví ekki verið lækkaðir eins mikið og nauðsynleg hefði verið.“ „Ekki harma ég það!' 9. ágúst var enn komizt svo að orði í forustugrein Alþýðu- blaðsins: „Skattsvik hafa aldrei veyið eins áberandi og nú. Þjóðin krefst þess að þau verði stöðvuð“. 11. ágúst sagði skattasérfræð- ingur Alþýðublaðsins: „Ég sé að þvf er haldið fram af ýms- um. að ranglætið stafi af sjálf- um lögunum að öliu leyti. Þetta er áreiðanlega rangt. Ranglætið stafar fyrst og „Ráðstafanir til almennrar end- urskoðunar eða endunnats gjaldanna virðast tilefnislaus- ar“. 1/4 telji það ekki einstaklings- framtak að vinna baki brotnu til þess að búa í haginn fyrir heimili sitt. Þessi og þvílíkur hugsunarháttur er furðulegur. Ég hef orðið áþreifanlega var við það, að skattsvikaramir eru orðnir smeykir. Þeir sem níðzt er á eru réjðir. Stjóm- málamenn eru bæði reiðir og hræddir. Ekki harma ég það!“ „Hreint neyðar- ástand" ■ // 12. ágúst sagði skattasér- fræðingtir Alþýðublaðsins enn: „Fyrrum var það talinn vott- ur um góðar tekjur og ágæta afkomu að borga háar upphæð- ir til rikis og bæjar. Nú er þessu alls ekki til að dreifa. Ég veit fjölda mörg dæmi þess, að fátækir menn bera marg- falt meiri byrðar en aðrir sem eiga mikið, eyða miklu og ber- ast mikið á. Þetta vekur óneit- anlega grun um það að hér sé réttur þegnanna fyrir borð borinn, að maður fari að ef- ast um það að hér sé orðið réttarriki. Það er augljóst af skattskránni, að án þess að um skattsvik sé að ræða sé ein- um sleppt en hinn höggv- inn . . . Ég fullvissa forráða- menn rikis- og bæjarfélags um það. að mjög víða ríkir hreint neyðarástand. sítundum heyrir maður í fréttum að grioið sé til neyðarráðstafana. Það er sannarlega börf á neyðarráð- stöfunum í Reykjavík nú“. „Ráðstafanir tilefnislausar //, „Frestun á innhcimtu gjald- anna almennit er óframkvæm- anleg“. fremst af því, að fjöldi fyrir- tækja og enn stærri fjöldi einstaklinga falsa framtöl sín — og það er enn látið við- gangast. Þama liggur hundur- inn grafinn. Þama er meiuið. Geypari sagði að hann vildi hafa þetta svona. Það bæri að styðja . einstaklingsframtakið. Það er eins og þessir menn Hér hefur verið rifjuð upp barátta Alþýðublaðsins á degi hverjum í rúma yiku fyrir taf- arlausri og gagngerri ertdur- skoðun á sköttum og útsvörum á þessu ári, en jafn afdráttar- lausa og beinskeytta baráttu hefur Alþýðublaðið ekki háð fyrir nokkru máli i eina tvo áratugi. Blaðið átti auðsjáan- lega von á því að barátta þess bæri árangur, enda ekki að furða þótt það liti stórt á sig sem annað aðalmálgagn þeirr- ar ríkisstjórnar sem hafði á- kveðið álögurnar; það boðaði það með feitletruðum fagnandi ramma á forsíðu 12. ágúst að ráðherrafundur yrði haldinn um málið þann dag. En ráð- herramir. þar á meðal Emil Jónsson formaður Alþýðu-< flokksins og Gylfi Þ. Gíslason ritari hans, létu eins og Al- þýðublaðið væri ekki umtals- vert og barátta þess fánýt ó- magaorð. Þeir sögðu á kald- ranalegan og ósvífinn hátt: „Ekkert hefur komið fram, sem bendir til þess, að álagn- ing opinberra gjalda á þessu ári hafi ekki farið fram lögum samkvæmt. Ráðstafanir til al- mennrar endurskoðunar eða endurmats gjaldanna virðast því tilefnislausar. . . Frestun á innheimtu gjaidanna almennt er óframkvæmanleg“. Það eina sem ráðherramir ljá máls á er að athafnir þær sem Alþýðu- blaðið hefur kallað stórkost- leg svik, verndaða glæpi, sið- leysi, stórþjófnað, óþolandi á- stand, hrópaiidi ranglæti og neyðarástand sem valdi því að hér sé ekki réttarríki, megi dreifast á sex mánuði í stað- inn fyrir fjóra! Tölur hagstofunnar Það er mikið blygðunarleysi þegar ríkistjómin heldur því fram að. ekkert sé við álögurn- ar að athuga annað en venju- leg mistök sem alltaf geti kom- ið fyrir. Hin umfangsmiklu skattsvik hafa verið augljóst og sívaxandi vandamál áram saman, og um þau er fleira til marks en almennt umtal Al- þýðublaðsins og mælskulistir Hannesar á horninu. f janúar- hefti Hagtíðinda í ár greindi Hagstofa fslands frá rannsókn sem hún hafði framkvæmt á tekjum einstakra starfsstétta á árinu 1962, samkvæmt fram- tölum einstaklinga og félaga, en eftir þeim framtölum voru skattar og útsvör reiknuð í fyrra. Hagstofan skýrði frá því að á framtalsskýrslunum hefðu atvinnurekendur og forstjórar gefið upp að þeir væru býsna tekjulágir. Meðaltekjur kvænts framteljanda úr atvinnurek- endastétt reyndust veta 154 þúsundir króna á ári, eða rétt rúmlega 12.000 krónur á mán- uði. Atvinnurekendur gáfu upp að þeir hefðu mun lægri tekj- ur en allir sjómenn, jafnt yf- irmenn sem hásetar; þeir hefðu talsvert minni laun en læknar og tannlæknar; sérfræðingar hverskonar kæmust mun bet- ur af; og meira að segja væru kennarar og skóla- stjórar settir skör hærra í þjóð- félaginu en sjálf atvinnurek- endastéttin. Hinir bljúgu vinnu- veitendur töldu kjör sín helzt sambærileg við afkomu verk- stjóra, opinberra starfsmanna og bankafólks og raunar ekki ýkja miklu betri en hafnar- verkamanna. Þeir sem einkum höfðu ellilífeyri til að lifa af voru allt að því hálfdrætting- ar á við atvinnurekendur! Þannig töldu atvinnurekendur, heildsalar og aðrir fjárplógs- menn fram á síðasta ári, og framtöl þeir-ra voru tekin gild; það er þvi ekki að undra þótt í ár sé stigið mörgum fetum framar á þeirri braut. Ótal gáttir Samkvæmt lögum spm við- reisnarstjómin setti fyrÍT nokkrum árum með atkvæðum Alþýðuflokksins voru atvinnu- rekendum opnaðar ótal gátt- ir til þess að fela tekjur sín- aT. Þeir láta fyrirtæki sín byggja lúxusvillur fyrir sig, koma upp veglegum laxveiði- skálum úti um allt land og greiða veiðileyfi; fyrirtækin eiga að greiða lúxusbílana, standa undir veizlunum og ut- anlandsferðunum. Ekkert af þessum tilkostnaði og öðrum slíkum telst til tekna atvinnu- rekenda, heldur kemur aðeins tii frádráttar hjá fyrirtækinu og lækkar óhjákvæmileg gjöld þess. f viðbót við þessi löglegu skattsvik koma svo þau ólög- legu, byggð á tvöföldu bók- haldi, en með þeim geta at- vinnurekendur ekki aðeins dregið úr gjöldum sínum, held- ur og stungið í eigin vasa drjúgum hluta af söluskatti og aðstöðugjaldi sem þeim er fal- ið að innheimta af almenn- ingi. Skattar þeir sem nú hvíla af ofurþunga á launþeg- um eru þannig tekjulind fyr- ir þá fésýslumenn sem kunna nægilega vel til veika í við- reisnarþjóðfélaginu. Hversu miklu er stolið undan? En skipta þessi skattsvik þá jafn miklu máli og af er látið? Fróðustu menn telja að um það bil 20% af skattskyldum tekjum einstaklinga og fjrrir- tækja komi ekki fram og sleppi við skattheimtu. Sam- kvæmt frásögn Gylfa Þ. Gísla- sonar töldu einstaklingar og fé- lög i Reykjavík fram á þessu ári nettótekjur sem námu nam- tals 3.150 miljónum króna; 20% af þeirri upphæð er hvorki meira né minna en. 630 miljónir króna, en það er sú upphæð sem líklegt er talið að stolið sé undan skatti. Meg- inhlutinn af þessari upphæð er kúfur ofan á háum tekjum, og myndi því samkvæmt regl- unum renna að 6o hundraðs- hlutum til ríkis og bæjar ef rétt væri talið fram. En þótt við séum svo varkár að reikna aðeins með 40% ættu skatt- amir af hinum vantöldu tek>- um að nema um 250 miljónum króna, eða svo sem tveimur fimmtu af öllum þeim gjöldum sem nú eru lögð á einstaklinga og félög í Reykjavík. Sé allt lándið tekið í þennan útreikn- ing verða tölumar meira en tvöfalt hærri. Þessar niðurstöð- ur sýna hversu stórlega væri hægt að lækka gjöldin á öll- um almenningi ef forréttinda- mennimir væru látnir bera þann hlut sem þeim er ætlað- ur. En þær sýna einnig að b®g- ar ráðherramir neita að endur- skoða rangiætið eru þeir ekki að hilma yfir neina smápretti stéttarbræðra sinna og skjól- stæðinga, heldur eru þeir að gegna þvi hlutverki sínu að vemda sjálft þjóðskinulag við- reisnarinnar. — Austri. Lokað vegna sumarleyfa til 12. september n.k. Þorvaldur Þórarinsson Hæstaréttarlögmaður. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1064 — 1965 og námskeið í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana 20. til 27. ágúst kl. 10 — 12 og 14 — 19, nema laug- ardaginn 22. ágúst. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðrum haustprófum hefjast þriðjudaginn 1. sept- ember. Við innritun skal greiða skólagjald kr. 400,00 og námskeiðsg'jöld kr. 200,00 fyrir hverja námsgrein. Nýir umsækjer.dur um skólavist skulu leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla og námssamning. Skólastjóri. j t

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.