Þjóðviljinn - 23.09.1964, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.09.1964, Blaðsíða 2
2 slÐA ÞJÖÐVILIINN Miðvikudagtir 23. september 1964 Þarna er tækið um borð í olíuskipinu Þyrli. Síldinni cr dælt úr veiðiskipinu úti á miðunum. Dánartala ungbarna á Norðurlöndum lág | | Nýfædd stúlkubörn í Svíþjóð og á íslandi geta að jafnaði horft fram til 75 ára æviferils. Meðalaldur drengj- anna verður ekki alveg eins langur, en fer þó yfir 70 ár í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á íslandi. Á Norðurlönd- um í heild er dánartala ungbarna lægri en nokkurs stað- ar annars staðar. Hlutfallstala hjónaskilnaða er há á Norð- urlöndum, en þó er hún hærri í öðrum löndum, bæði í austri og vestri. Þessar staðreyndir og ótal- margar aðrar er að finna i nýútkominni árbók Sameinuðu þjóðanna. „Demographic Year- book“, sem hefur að geyma allra handa upplýsingar um fólksfjölda og annað sem það efni varðar. Af skránum yfir væntanleg- an aldur nýfæddra stúlkubarna er ljóst, að hann er 75,3 ár í Svíþjóð, 75 ár á Islandi, 74.R í Hollandi, 74,8 í Sviss, 74,7 i Noregi, 74, í Frakklandi, 74 í Bretlandi og 73,7 ár í Dan- mörku. önnur 20 lönd hafa meðalaldur kvenna yfir 70 ár, þeirra á meðal Finnland með 71,5 ár. Drengir. sem nú fæðast, geta vænzt þess að lifa lengst j Svíþjóð eða 71,5 ár. Þar næst Fyrsta síldarlöndunardælan í Evrópu keypt til íslands Eins og getið hefur verið í fréttum keypti r Einar Guðfinnsson út- gerðarmaður í Bolung-1 arvík til reynslu síldar- löndunardælu og notaði um borð í olíuskipinu Þyrli. Var tæki þetta, hið fyrsta sinnar teg- undar sem selt er á Evrópumarkað, reynt undir stjórn Haralds Ásgeirssonar verkfræð- ings og Hjalta Einars- sonar fiskiðnfræðings, og telia þeir að tilraun- in hafi tekizt með ágæt- um. Dæla þessi er bandarísk, framleidd af Harco Marine International í Kalifomiu. Þetta er fyrirferðarlítið tæki og létt og sogar slldina upp úr sk,pinu um digrar gúm- slöngur. Þegar síldin kemur úr sogtækinu, fellur bún á ^ flutningaband. sem flutt getur hana beint í síldarþró eða síld- arkassa á söltunarplönum eða verksmiðju, þar sem unnið er á annan hátt úr aflanum, síld- in t.d. flökuð eða fryst. Eng- ar skemmdir verða á síldinni þó að hún fari um sogtæki og slöngur Umboðsmaður þessa tækis hér á landi, Geir Stefánsson stórkaupmaður, hefur þetta um framannefnt tæki að segja m.a.: Hið merkasta fyrir íslenzk- ar síldve'ðar er það, að með tæki þessu er hægt einnig að losa síldina úr sildveiðiskipun- um á hafi úti. á sjálfu veiði- svæðinu, yfir í síldarflutninga- skip. og þurfa þá veiðiskipin eigi að yfirgefa veiðisvæðið og sigla til hafnar til löndunar og tapa við bað dýrmætum tíma veiðutTum. Þetta eitt ”t af fyrir sig veldur stærri byltingu fyri’’ s’idveiðamar en menn órar tj4.ir. Ef nægilega mörg flutningaskip eru á mið- unum með veiðiflotanum, út- búin þessu tæki, geta skipin því haldið kyrru fyrir á veiði- svæðinu á meðan veiði og veiðivpðjJfty helztí,- ..GffitUFf íSÍÍkt svo margfaldað veiðiafköstin að ekki verður með tölum tai- ið. Þá veldur tilkoma tækis þessa því, að í framtíðinni má fullnýta allar þær síldarverk- smiðjur, sem nú eru til á landinu, hvar svo sem síldin annars heldur sig í sjónum við stréndur landsins. Þetta hefur þá mikilvægu þýðingu, að eigi verður nauðsynlegt að festa fé f nýjum verksmiðj- um og stækkunum verksmiðja á því landshominu, sem síld- in í augnablikinu heldur sig mest við Löndunartæki það. sem hér er um að ræða, er framleítt af Harco Marine International, í Kaliforniu. Uppfinningamað- urinn H. J Kimmerle kom fyrst fram með tæki þetta ár- ið 1949. Hann fékk einkaleyfi á tækinu 1954 og aftur á end- urbættri gerð þess 1956. Um þær mundir keypti fyrirtækið Harco Marine Intemational einkaleyfið, og setti þegar i stað nokkra verkfræðinga og tæknifræðinga í það að full- komna tækið. Ennfremur beindust lagfæringar sérstak- lega að því, að gera tækið 'þannig úr garði. að það skil- aði síldinni og öðrum smáfiski gersamlega óskaddaðri í land, svo það hæfði sem bezt nið- urlagningar- og niðursuðuverk- smiðjum. Er nú tækið í notk- un hjá öllum stærstu fisknið- ursuðuverksmiðjum Bandaríkj- anna, svo sem, StarKist, Van Camp og Cal. Pack, svo nokk- ur séu nefnd, og hefur all- staðar reynzt með ágætum. Þá hafa tækin verið í notkun nokkur undanfarin ár í Suður- Afriku, Perú og Chile, og allstaðar reynzt mjög vel. Er eftirspum nú svo mikil, að verksmiðjan hefur vart undan að anna þeim. Fjöldi fyrirspurna hafa þeg- ar borizt frá Noregi, eftir að blöð hér höfðu skýrt frá ár- angri tilraunarinnar með lönd- unartækið. Hyggjast Norðmenn setja tækin í stór flutningaskip, er flutt geti síldina af Islands- miðum til norskra verksmiðja, Virðast Norðmenn hafa hug á að missa nú eigi af strætis- vagninum, eins og var í byrjún um kraftblökkina. koma Holland með 71,4 ár, Noregur með 71,1, ísland 70.7 Israel 70,7 og Danmörk 70,3 ár. Væntanlegur aldur drengja er yfir 70 ár i aðeins sex lönd- um, en í 28 löndum er meðal- aldur stúlkna yfir 70 ár. Með- alaldur karla í Finnlandi er 64.9. Dánartala ungbarna Þrátt fyrir það að dánartala ungbarna hefur lækkað um heim allan, er mismunurinn á hæstu og lægstu tölum enn geys:mikill. Svíþjóð hefur lægstu dánartöluna eða 15 barnslát á hver 1000 böm sem fæðast lifandi. Þar næst kem- ur Holland með 15,8, ísland með 17, Noregur með 17,7 Finnland með 18. Nýja Sjáland með 19,6, Ástralía með 20 og Danmörk með 20,1. Há dán- artala er m.a. á Haítí með 180 barnslát á hver 1000 fædd börn, í Tyrklandi með 165 og Burma með 139 af þúsundi. Skýrslur yfir hjónaskilnaði leiða eftirfarandi tölur í ljós, miðað við 1000 íbúa: Danmörk 1,38, Finhland 0,89, Island 0,69, Noregur 0,67, Svíþjóð 1,17. Hærri tölur eru m.a. skráð- ar fyrir Austur-Berlín 2,89, Puerto Rico 2,42, Bandaríkin 2,18, Vestur-Berlín 2,01 og Rúmeníu 2,01. Bækur frá Evrópuráðinu Evrópuráðið í Strasþourg hefur að undanförnu aukið mjög starfsemi sína á sviði menntamála og m.a. hafið út- gáfu rita um efni, sem eru ofarlega á baugi á þessu sviði. Er þar oft gerð grein fyrir rannsóknum, sem fram hafa farið á vegum Evrópuráðsins. eða fyrir námskeiðum Qg ráð- stefnum á þess vegum. Þar sem ætla má, að áhugi sé á bókum þessum hér á landi, skal hér birt skrá um þær. Titlamir eru hafðir á ensku, en bækurnar eru einnig fáan- legar á frönsku: ENGINEERING EDUCATION (80 bls.). PRIMARY AND SECOND- ARY EDUCATION (140 bls.). CIVICS AND EUROPEAN EDUCATION (160 bls.). YOUTH AND DEVELOP- MENT AID (114 bls.). Framhald á 9. síðu Skjót hjálp gæti bjargað lífi fimmta hvers manns Af þeim rúmlega 100.000 mönnum sem árlega láta lífið í umferðarslysum um heim all- an, mundu 20.000 geta haldið lífi, ef fyrir hendi væri betri hjálp og hjúkrun meðan hinir slösuðu eru fluttir af slysstað á sjúkrahús, segir i grein j op- inberu tímariti Alþjóðaheil- hrí p(S\sm ó 1 q s f.of n 11 n o ví np u r (W HO), „WHO Chronicle". í greininni er bent á, að umferðarslysin taki nú æ fleiri mannslíf, þrátt fyrir ýmsar varúðarráðstafanir. svo sem bætta vegi, öryggisútbúnað i bílum og látlausan áróður gegn gálausum akstri. Menn verða að gera sér ljóst, að fjöldi þeirra sem farast í umferðar- slysum mundi lækka um 20 af hundraði, ef þeir sem slasast fengju skjóta og rétta hjálp. Þar sem að jafnaði eru :kki ”°inir læknar nálægir þegar slys ber að höndum, er riauð- synlegt að kenna bæði almenn- ingi Qg sjúkrabílstjórum hjálp i viðlögum Læknar eru reynd- ar ekki ævinlega þjálfaðir til að fást við slasaða menn. Meiðsli á höfði eru algeng- ust i umferðarslysum — þau nema 50—80 af Iiundraði meiðsla i umferðarslysum — og meiðsli á brjósti eru algeng — 10-40 af hundraði. Hvor- tveggja þessi meiðsli hafa á- hrif á öndunarfærin, og rann- sóknir sem gerðar hafa verið í mörguin Evrópulöndum leiða í Ijós, hve oft stíflun öndunar- færanna er banameinið. Mua»-'rið-munn-aðferðin er Framhald á 9. síðu. Trésmiðafélas Reykjavíkur Allsherjaratkvæðagreiðslc um kjör sex aðalfulltrúa og sex varafull- trúa Trésmiðafélags Reykjavíkur á 29. þing Alþýðusambands íslands, fer fram laugar daginn 26. þ.m. kl. 14—22 og sunnudaginn 27. þ.m. kl. 10—12 og kl. 13—22. Kosið verður í skrifstofu félagsins að Lauf- ásvegi 8. Kjörstjórn Trésmiðafélags Reykjavíkur. Laus staða fyrir verkfræðing eða tæknifræðing. Slökkvistöðin í Reykjavík óskar að ráða verkfræð- ing eða tæknifræðing til að stjóma eftirliti eld- varna. — Umsóknarfrestur til 10. október. Upplýsingar gefur undirritaður. Slókkviliðsstjórinn í Reykjavík. Sendisveinar Sendisveinar óskast fyrir hádegi Olíufélagið h.f. Ráðstefna M.Í.R. 10. ráðstefna Menningartengsla íslands og Ráð- stjórnarríkjanna hefst í Reykjavík, laugardaginn 31. október 1964. Dágskrá verður auglýst síðar. Framkvæmdanefnd M.Í.R. Nokkrir trésmiðir óskast nú þegar. Upplýsingar gefur Óskar Eyjólfs- son, Ármúla 3. Samband ísl. samvinnufélaga. Skrifstofumaður óskast Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist 1 pósthólf 4b8 fyrir n\. föstudag. 4 i Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.