Þjóðviljinn - 23.09.1964, Side 4
SÍÐA
ÞIÖÐVItlINH
Miðvikudagur 23. september 1904
Otgelandi:- Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19,
Simi 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kl. 90,00 á mánuði.
íshnzkt þjóðfrelsi og
alþjóðahyggja verkalýðsins
P'cíalistaflokkurinn hefur frá upphafi vega barizt fyrir
■ íslenzku þjóðfrelsi og reynzt trúr alþjóðahyggju verka-
lýðsins og er svo enn.
Sósíalisinflokkurinn barðist fyrir lýðveldi á Islandi, með-
an aðrir flokkar tvístigu eða voru á móti.
Sósíalistaflokkurinn stóð einn flokka gegn nauðungar-
samningnum 7. júlí 1941.
Sósíalistaflokkurinn stóð einn flokka heilsteyptur gegn
inngöngunni í Atlanzhafsbandalagið og afsali hlutleysisins.
Sósíalistaflokkurinn stóð einn allra flokka gegn hernámi
íslands 7. maí 1951, þegar allir þingmenn annarra flokka
gáfust upp.
C|ósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið stóðu ein með
^ stækkun landhelginnar í 12 mílur, meðan aðrir flokkar
tvístigu eða voru á móti, en samþykktu að lokum.
Sósíalistaflokkurinn stóð einn allra flokka heilsteyptur
gegn inngöngu í Efnahagsbandalagið og óskinni um að
Norðurlönd sameinuðust því-
Sósíalistaflokkurinn hefur staðið og stendur einn allra
flokka gegn því að erlendu auðvaldi sé hleypt inn í ís-
lenzkt atvinnulíf.
Sósíalistaflokkurinn hefur barizt og mun berjast fyrir
þjóðfrelsi vor íslendinga, rétti vorum til að ráða einir
þessu landi og njóta einir gæða þess — og flokkurinn mun
aldrei hvika frá baráttunni fyrir sjálfs'fceeði lan«is voi’s.-'þófct
svo öskurapar afturhalds og andkommúnisma kalli alla
baráttu fyrir íslandi þjónustu við Moskvu — eins og þeir
hafa ávallt gert.
Cósíalistaflokkurinn berst fyrir sameiningu íslenzks verka-
^ lýðs og allrar alþýðu í hagsmuna- og stéttabaráttunni
og fyrir sigri sósíalismans á íslandi.
Sósíalistaflokkurinn álítur að sama rétt og íslenzkur
verkalýður og íslenzk þjóð hafi, skulu og allar undirokaðar
alþýðustéttir og þjóðir heims hafa: Vinnandi stéttir allra
landa séu tengdar bræðraböndum í baráttunni við það auð-
hringavald heims, sem arðrænir þær og kúgar og ógnar
þeim með eyðingarvopnum.
CJósíalistaflokkurinn álítur að réttur þjóða til sjálfstæðis
^ gildi jafnt um frændur vora og nágranna Færeyinga og
Grænlendinga, sem þær þjóðir, sem eiga við pólitíska og
efnahagsléga kúgun að búa í Ameríku, Asíu og Afríku.
Sósíalistaflokkurinn álítur að það sé jafn sjálfsagt að
eigur erlendra auðhringa í þessum löndum verði eign þjóð-
anna þar, eins og það var sjálfsagt að konungsjarðir á ís-
landi yrðu skaðabótalaust íslenzkar þjóðjarðir.
Cjósíalistaflokkurinn hefur frá upphafi lýst í stefnuskrá
^ sinni samúð með þeim alþýðustéttum heims, sem taka
að byggja unp sósíalisma í löndum sínum, og vinnur að því
að vekia skilning á og samúð með baráttu þeirra, hvort sem
þær eru í Evrónu eða Ameríku, Asíu eða Afríku.
Samúð Sósíalistaflokksins er með þjóðfélagi sósíalismans,
hvort sem það er í Sovétríkjunum eða Júgóslavíu, Kína eða
Kúbu, — og þá samúð sýnir Sósíalistaflokkurinn alþýðu
þessara landa, án þess að taka ábyrgð á verkum þeirra
manna, er hún hverju sinni felur vald sitt.
Sósíalistaflokkurinn berst gegn fasisma ,og ofbeldi auð-
valdsins, hvar sem það birtist, hvort sem leiðtogi fasismans
heitir Hitler eða Goldwater, — og hvort sem einstakir ís-
lenzkir aðilar óska slíkum níðhöggumyjsiguts • yfir öflum
frelsis og framfara eða ekki.
A Ut það starf, sem Sósíalistaflokkurinn hefur unnið í
^ hagsmunabaráttu íslenzkrar alþýðu og frelsisbaráttu
íslenzkrar þióðar, hefur œtíð af afturhaldinu verið kölluð
þjónusta við Moskvu, og verður máski ,á morgun kölluð
þjónusta við Kína eða Kúbu. Við munum enn þá áróðurs-
frétt að sósíalistar vœru að mœla brú uppi í Borgarfirði, til
þess að rannsaka hvort kínverski herinn kæmist yfir hana!
Heimska ofstœkis þekkir engin takmork.
Ofstœkismenn og heimskingjar mega ólmast eins og þeir
vilja. Sósíalistaflokkurinn mun enn sem fyrr heyja sina
baráttu fvrir frelsi íslenzkrar alþýðu og sjálfstæöi og
hlutleysi Ulands ótrauður og án þess að hvika. — e.
□ Hér fara á eftir á-
lyktanir Bandal. starfs-
manna ríkis og bæja,
sem samþykktar voru á
þingi þess um helgina.
23. þing B.S.R.B. telur að
nota beri 3. og 22. gr. laga nr.
55/1962, sbr. og 8. og 20. gr.
rglg. um kjarasamninga
starrémanna sveilafélaga frá
20. sept. 1262, um upprögn
kjarasamninga og beinir því til
banda 1 sgsfélaga og stiórnar að
hcíja nú hegar undirbúning að
kröfugerð í væntanlegum
samningum. Áherzla verði lögð
á eftirfararúi:
a) Launastiginn verði miðaður
við það, r.ð opinberir starfs-
menn íái að fullu bætta þá
hækkun verðlags, sem átt
hefur sér stað frá gildistöku
núverandi launastiga. Enn
fremur verði höfð hliðsjón
af því, að í dómsorði Kjara-
dóms var ekki gengið nægi-
lega til móts. við réttmætar
kröfur . opinberra starfs-
manna.
b) Laun starfsmanna í þjón-
ustu hins opinbera verði
hvergi, lægri ’ en raunveru-
legar launagreiðslur til
bærilegra starfshópa á
frjálsum launamarkaði.
c) Þar sem starfsmönnum í
sömu starfsgrein hefur nú
verið skipað í fleiri en einn
launaflokk miðað við
menntun (próf) skv. gild-
andi kjarasamningi, þá taki
slík skipting ekki til þeirra,
sem langa starfsreynslu
hafa og aldrei til starfs-
manna, sem i starfi voru 1.
júlí 1963, heldur njóti þeir
launa samkv. hæsta flokki
starfs síns.
rSR r^stöífUmt/ þar 'SeHT' hækk-
unarmöguleikar eru ták-
markaðir verði leitazt við
að veita viðurkenningu fyr-
ir langa þjónustu með per-
sónuuppbótum • eða . fjölgun
aldurshækkana. Einnig
vérði gefinn köstur á’ við-
’ b'ótarfræðslu (hámskeiðum),
er veiti rétt til launahækk-
ana.
e) Leiðréttingar verði gerðar á
skipun þeirra starfa í
launaflokka, sem vanmetin
eru. Enn fremur verði
leitazt við, að starfsmenn
beri starfsheiti i sem nán-
ustu samræmi við störf
þau, er þeir inna af hendi.
f) Að unnið verði áframhald-
andi að leiðréttingu á
launakjörum kvenna í þeim
tilgangi, að fullu launajafn-
rétti verði náð fyrir 1. jan-
úar 1967 m.a. með því að
láta fara fram athuguti á ?>
því, að hve miklu leyti
lægstu launaflokkarnir séu
skipaðir konum.
g) Öllum starfsmönnum verði
tryggður a.m.k. einn frí-
dagur á viku.
h) Krafizt verði styttingar
vinnutíma fyrir alla þá, sem
nú hafa yfir 40 stunda
vinnUviku. Að vinnutími
allra starfsmanna verði
greinilega afmarkaður og
' önnur sta'rfskjör nákvæm-
' 1 lega tilgreind og samræmd.
23. þing B.S.R.B. telur að
lögg'jöf uril skatthéimtu, og þá
ekki síður framkvæmd þeirrar
löggjafar, sé' rheð þeim hætti,
að launaiherín béri þar óeðli-
legá þungan hlutá. Hefur þessa
gætt sérstakléga hjá opinber-
um staffsmönnum við álagn-
ingu á þéssú ári.
Væritir þingið þess, að við-
ræður þær, sem nú standá yfir
úm þeSsi mál, leiði-til lækkun-
ar á álögðum gjöldum þessa
úrs. ■ ■ p ' 'i 'i.i
Jafnframt skorar þingið á
ríkisstjórn og Alþingi að
breyta gildandi skattalögum og
framkvæmd skattheimtu á
þann veg, er tryggi fullt rétt-
læti í þessum málum.
Vill þingið í því sambandi
benda á eftirfarandi atriði:
1) tekjuskattur og útsvar
verði sameinað í einn skatt,
er verði innheimtur um leið
og tekna er aflað,
2) persónufrádráttur verði
stórhækkaður og hækki
jafnan í samræmi við fram-
færslukostnað,
3) neysluskattar verði gerðir
sem einfaldastir í fram-
kvæmd, til þess að unnt sé
að korna við öruggu eftirliti
með innheimtu þeirra og
skilum.
4) eftirlit með skattaframtöl-
um verði hert og refsing
við skattsvikum þyngd.
Þá skorar þingið á önnur
launþegasamtök landsins að
taka upp samstilla baráttu í
þessum málum.
23. þing B.S.R.B. ítrekar
fyrri stefnu og samþykktir
bandalagsins um að opinberir
starfsmenn í jóti sams konar
samningsréttar og aðrir laun-
þegar búa við.
Reynslan, sem opinberir
starfsmen hafa fengið sérstak-
lega af dómsorði meirihluta
Kjaradóms 31. rnarz 1963 og
fjölmörgum úrskurðum meiri-
hluta kjaranefndar sýnir, að
hinn takmarkaði samningsrétt-
ur er ófullnægjandi til fram-
búðar. Hefur traust opinberra
starfsmanna á þeim aðilum,
sem úrskurðarvaldið hafa, beð-
ið mikinn hnekki.
Felur því þingið bandalags-.
stjórn að vinna að því, svo sem
kostur er, að opinberum starfs-
mönnum verði veittur fullur
samningsréttur.
23. þing B.S.R.B. lýsir á-
nægju sinni yfir því, að stjórn
B.S.R.B. hefur rent að ná sam-
komulagi við ríkisstjórnina um
þeitmgu starfsmats “"eftir full-
komnustu erlendu fyrirmynd-
um við gerð kjarasamninga og
skorar á ríkisstjórnina til sam-
starfs um málið.
Jafnframt telur þingið nauð-
synlegt, að tillögur Kjararáðs
um endurskipun starfa í launa-
flokka við næstu kjarasamn-
inga séu byggðar á kerfis-
bundnu starfsmati eins og við
verður komið og felur stjórn
B.S.R.B. að gera þegar í stað
nauðsynlegar ráðstafanir í
þessu skyni.
23. þingi B.S.R.B. er Ijós
nauðsyn þess, að launþegar
hafi jafnan sem bezt yfirlit um
efnahagslíf þjóðarinnar, og þá
ekki sízt launaþróun, fram-
leiðslu og framleiðni á hverj-
um tíma. Telur þingið mikils-
vert, ef tekizt gæti samstarf
launþegasamtakanna í landinu
um að koma á fót hagstofnun,
er hafi það hlutverk að vinna
hagfræðileg gögn til nota í
starfi þeirra.
Felur þingið bandalagsstjórn
að leita eftir nauðsynlegu sam-
starfi í þessu skyni og stuðn-
ingi stjórnarvalda og íöggjaf-
arvalds við stofnun og starf-
rækslu slíkrar skrifstofu,
23. þing B.S.R.B. ályktar, að
stytta b-cri stérfsaldur til eftir-
launa hjá þeim starfsmönnum,
sem af öryggisástæðum verður
að telja að óæskilegt sé að inni
af hendi störf til 65 eða 70 ára
aldurs.
23. þing B.S.R.B skorar á
ríkisstjórnina að láta endur-
skipuleggja rekstur starfs-
mannamála ríkisins og stefna
s.S því, að ráðnir verði sér-
menntaðir starfsmcnn, sem
hafi þau með höndum sem að-
s.lstarf. Með þessu móti verði
m.a. leitazt við að tryggja öll-
um ríkisstarfsmönnum jafnrétti
í slíkum málum, en tilviljun
ráði ekki hvernig lög, reglu-
gerðir og önnur fyrirmæli eru
túlkuð af forráðamönnum
hverrar stofnunar.
23. þing B.S.R.B. lýsir á-
nægju yfir þeim samskiptum,
sem hafa átt sér stað við
bræðrafélögin á Norðurlöndum,
og leggur áherzlu á, -að banda-
lagsstjórn vinni að því að efla
norrænt samstarf opiniberra
starfsmanna.
Þingið felur bandakigsstjórn
að leita sér nánari npplýsinga
um alþjóðasamtök opánberra
starfsmanna og leggja fyrir
næsta bandalagsþing.
23. þing B.S.R.B. ályktar aí»
fela stjórn bawialagsins að
vera vel á verði izm hugsan-
legar breytingar á lögum um
lífeyrissjóði þá sérstaklega
varðandi eftirlaun og að láns-
fé sjóðanna verði ekki veitt út
í hið almenna launakerfi sjóðs-
félögum til óhagræðis.
Páll Hafstað
Jón Sigbjörnsson
Ingibergur Sæmundsson
Bjarni Ólafsson
Egill Hjörvar.
3 af hverjum 5 Israels-
mönnum fæddir erlendis
Mun meira en helmingurinn
af öllum íbúum Monaco og
Israels er fæddur utan landa-
mæra þessara ríkja, segir í ný-
útkominni árbók Sameinuðu
þjóðanna um fólksfjölda í
heiminum. Önnur svæði þar
sem núa fleiri aðkomumenn en
„innfæddir" eru Aden og Hong
,Kí>ng. * ' r* ■ - ■< .
f Monacö éru 69 af hundraði
íbúanna fæddir utan fursta-
dæmisins, fyrst og fremst í
Frakklandi og ftalíu. f**jsra-^
el eru 62 af hundraði hihna
hehrpsku íbúa , landsins fæddir
erlendis. Af þeim kemur helm-
ingurinn frá Sovétríkjunum,
Póllandi, Alsír,. Marokkó, Tún-
is og íran.
Af stærri ríkjum sem hafa,
verulegan. f-jölda aðkomumanna
meðal íbúa sinna má nefpa.
Ástralíu (17 af hundraði), Kap-
ada (16 af hundr.), og . Nýja,
Sjáland (15 af hundraði). í
Finnlandi eru um 32.000 íbúar
sem fæddir eru erlendis, og
nemur sú tala tæplega 1 af
hundraði. f Noregi eru 62.000
slíkra íbúa eða tæp 2 af hundr-
aði og í Svíþjóð er talan 300
þúsund eða um 4 af hundráði
allra íbúa landsins. Frá Dan-
mörku og íslandi liggja ekki
fyrir neinar tölur um þetta
efni.
Prófessor Torsten Husén við
Kennaraháskólann í Stokkhólmi
er einn 24 kunnra uppeldis-
fræðinga og efnahagsfræðinga
frá mörgum löndum heims, sem
hafa verið skipaðir ráðgjafar
við hina alþjóðlegu uppeldis-
fræðistófnun, sem stofnuð hef-
ur verið í París að frumkvæði
UNESCO.
Embætti
iþ Hinn 31. ágúst sl. skipaði
forseti fslands Val Júlíusson
lækni til þess að vera héraðs-
laeknir í Seyðisfjarðarhéraði og
2. þ.m. veitti • forsetinn Eggerti
Einarssyni héraðslækni í Borg-
ameshéraði lausn frá embætti
frá 30. desember n.k. fyrir
aldurs sakir.
-Ai Dóms- og kirkjumálaráðu-
ney tið gaf fyrir nokkru út
leyfisbréf til handa þrem nýj-
um tannlæknum, þeim Höllu
Sigurjóns. Þóri Gíslasyni og
Hauki Þorsteinssyni.
DANSSKÓll Heiðars Ástvaldssonar
Kennsla hefst mánudaginn 5. okt.
Samkvæmisdansar (nýju- og gömlu dansarnir)
og barnadansar. Flokkar fyrir börn (4—12 ára),
unglinga (13—16 ára) og fullorðna (einstaklinga
og hjón). Byrjendaflokkar og framhaldsflokkar.
REYKJAVÍK
Innritun daglega frá 2—7 í síma 1-01-18 og 3-35-09.
Kennt verður í nýjum, glæsilegum húsakynnum
skólans að Brautarholti 4.
KÓPAVOGUR
Innritun daglega frá 10 f-h. til 2 e.h. og 20—22 í
síma 1-01-18.
H AFNARF J ÖRÐUR
Innritun daglega frá 10 f.h. til 2 e.h. og 20—22 í
síma 1-01-18.
KEFLAVÍK
Innritun daglega 'frá 3—7 í síma 2097.
Nemendur þjálfaðir til að taka heimsmerk-
ið í dansi.