Þjóðviljinn - 23.09.1964, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. september 1964
HÓÐVILIINN
Frá vinstri: Valur Gíslason, Arnar Jónsson, Ernelia Jónasdóttir og
Helga Valtýsdóttir.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Kraftaverkið
eftir WILLIAM GIBSON
Leikstjóri: Klemenz Jónsson
Sviðsmynd úr „Kraftaverkinu“.
Þau leikskáld samtímans sem
hæst ber yrkja helzt um dapur-
lega hluti, hrottalega og válega,
nota svo biksvarta liti að ýms-
um frómum sálum þykir nóg
um; en ekkert er eðlilegra né
auðgerðara að skilja. Um okk-
ar daga voru drýgðir svívirðu-
legustu glæpir sögunnar, og
enn vofir yfir alger tortím-
ing — ráðaleysi og vonbrigði,
óvissa og ótti læsa sig um
heiminn, nísta mikinn hluta
mannkynsins heljarklóm. Sum
skáld virðast raunar iðka böi-
sýnina bölsýninnar vegna, en
önnur mæla vamaðarorð og afli
þrungin; við höfum stöku sinn-
um heyrt þær raddir á ís-
lenzkum leiksviðum. En stórar
framfarir hafa líka orð'ð á
síðustu áratugum og öldum
þrátt fyrir allt og ófáir snjall-
ir læknar og aðrir vísindamenn
unnið að því sleitulaust og
með miklum árangri að lina
þjáningar bræðra sinna, og er
okkur ekki skylt að geyma þau
afrek í minnum? Hið góðkunna
bandaríska leikrit „Kraftaverk-
ið“ fjallar um einn þessara
sigra, þar er birt brot úr sér-
stæðri bernskusögu Helenar
Keller, stúlku sem missti sjón,
heyrn og mál átján mánaða
gömul og var líkari orðin dýri
en manni þegar tvitug um-
komulaus og sjóndöpur
kennslukona Annie Sullivan
að nafni fékk hana í hendur
og tókst með undursamlegri
snilligáfu, dæmafárri þraut-
seigju og þreki að kenna henni
merkingu orða og umhverfis
á einum mánuði. greiða henni
leið úr svartamyrkri til birtu
og mannlegs lífs. Ævisaga
Helenar Keller er flestum kunn
í meginatriðum: hún lærði að
tala skömmu síðar, tók fjölda
háskólaprófa með ágætum,
varð heimsfrægur rithöfundur
og ótrauður umbótamaður í
félagsmálum; upprisu sína átti
hún hinni írsku alþýðustúlku
að þakka. Þrotlaust starf henn-
ar hefur orðið blindum, dauf-
dumbum og hrjáðum um heim
allan hvatning og vcnarne'sti,
hún er Ijós sem skín í myrkr-
inu. Á það má minna að um
likt leyti og „Kraftaverkið’1
hljóp af stokkunum var eðlis-
skyldur söguleikur frumsýnd-
ur í New York ,,A far coun-
try“ eftir Henry Denker, og
greinir frá því er Sigmund
Freud tókst loks eftir langa
baráttu og sár vonbrigði að
lækna örkumla sjúkling með
sálgreiningu og lækna hann
að fullu — þar er líka um
kraftaverk að ræða. byltingu
á sviði geðlækninga og sál-
rænna vísinda.
William Gibson er hagleiks-
maður fremur en l'stamaður,
velvirkur og notavirkur og
einn þeirra höfunda sem unn-
ið hafa sigra á Broadway á
síðustu árum. Leikrit hans er
að sjálfsögðu með raunsæju
sniði, og ber þó glögg merki
þeirrar nútímatækni sem ein-
kennir mörg vestræn leikskáld:
sviðsmyndin er aðeins ein en
næsta margbrotin, atriðin stutt
og mörg gerast á ýmsum stöð-
um, og oftsinnis birtast raddir
og skuggar úr hörmulegri for-
tið hinnar undraverðu kennslu-
konu og eiga að bregða Ijósi
yfir uppruna hennar og sál-
arstríð. Minnismyndir þessar
eru reyndar alveg þarflausar
að mínu viti, barmafullar af
tilfinningasemi og mestur
smíðagalli á leiknum. Verulega
dramatískt er verkið ekki,
höfundurinn leggur alla rækt
við óvægileg átök kennara og
barns og tekst þá oftlega upp.
en aðrar söguhetjur verða
nokkuð utanveltu, enda er
lýsing þeirra tíðast yfirborðs-
leg og jafnvel fálmkennd —
William Gibson er eng'nn O’
Neill eða Árthur Miller, þó
hann hafi eflaust margt lært
af hinum Víðfrægu löndum
sínum. Ætla má að Gibson
hafi í upphafi komið auga á
sögu Helenar Keller vegna þess
hún er líkleg til mikilla vin-
sælda. en það skal sagt hon-
um til verðugs hróss að hann
hefur hrifizt af h'nu hugtæka
sérstæða efni, lifað það af
einlæ’gni og opnum huga, reynt
að skýra sem sannast og rétt-
ast frá hinum undursamlegu
atburðum; svik verða ekki
fundin í rnunni hans.
Alúð og vandvirkni, góður
skilningur á efni og sniði verks-
ins einkenna leikstjórn og svið-
setningu Klemenzar Jónssonar
fremur en listræn dirfska; og
skipan hans í hlutverk er ég
alveg samdóma. Um lengd
milli atriða, hraða og ljósa-
breytingar má stundum deila
— beiting ljósanna skipt'r ó-
venjumiklu máli í „Kraftaverk-
inu“ og hefði þarfnazt enn
meiri íhugunar og starfs.
Atriðin takast misjafnlega og
má að sjálfsögðu víða skrifast
á reikning skáldsins, sum
nokkuð bragðdauf, önnur sterk
og lifand; þau mikilvægustu
komast yfirleitt vel til skila.
Löng og harkaleg Jakobsglíma
Annie og Helenar í borðstof-
unni er að minnsta kosti vel
unnin og heiðarlega, og sjálft
kraftaverkið í lokin mjög hug-
næmt og hrífandi og hlýtur að
eiga greiðan aðgang að hjarta
hvers einasta áhorfanda; þar
er t'lganginum náð. Enn má
geta örstuttrar myndar í lok
annars þáttar — það er nótt.
kennslukonan situr i stól með
brúðu í höndum og fer með
barnagælu. Þar tekst leikstjórn
að seiða fram ljúfan hugblæ
og þekkan. enda er ljósunum
beitt af verulegri smekkvísi,
Margbrotin sviðsmynd Gunnars
Bjarnasonar er fallega unnið
verk og vandað i alla staði
og hæfir með ágætum stíl
leiksins að því ég bezt fæ séð;
um búningateikningar Lárusar
SÍÐA J
Ingólfssonar er sama að segja.
Sviðið er helzti þröngt, en
reynist leikendunum samt ekki
verulegur fjötur um fót, og
er útsjónarsemi og ihygli mál-
arans að þakka. Að þýðingu
Jónasar Kristjánssonar hef ég
ekkert sérstakt að finna, orð-
svörln eru rituð á kjamgóðu
og eðlilegu máli.
Meginhlutverkin tvö heimta
ótrúlega mikið og margt af
túlkendum sínum, og auk alls
annars æma likamlega á-
reynslu. Ann'e Sullivan er
snillingurinn sem kraftaverkið
vinnur ein's og segir í frum-
heiti leiksins; ég efaðist ekki
um að þessari undrastúlku
myndi í flestu vel borgið í
höndum Kristbjargar Kjeld.
Þó hún hafi ekki alltaf nægi-
legt vald yfir rödd sinni er
framsögnin skýr og oftast rík
að þrótti, og útlit og fram-
ganga við hæfi: hun er í öllu
ósvikin alþýðustúlka. ung og
óbugandi, „ólgandi af hrjúfu
lifsmagni" og býður af sér góð-
an þokka; og vel tekst henni
að lýsa frábæru þolgæði ung-
frú Sullivan, kjarki og bjart-
sýni. Verulega dýpt og alvöru-
þunga kann að skorta á sum-
um stöðum, en túlkun leik-
konunnar er rík að sterkum
og lifandi blæbrigðum, sannri
einlægni: ég fæ ekki bet-ur séð
en Kristbjörg Kjeld hafi vax-
ið af þessum leik.
Einstætt og vandaslungið
hlutverk hins blinda dauf-
dumba bams er falið þrettán
ára stúlku úr Kópavogi, Gunn-
vöru Brögu Björnsdóttur. Hún
er að visu ekki nógu átak-
anlega dýrsleg, sóðaleg og sljó
í byrjun, hrekkirnir og reiði-
köstin ekki nægilega æðisgeng-
in, og breytist því ekki með
nógu gagngerum hætti er á
söguna líður; en enginn býst
við því að óreynt barn kunni
að slá á verulega marga
strengi. En Gunnvör er auð-
sæilega vel verki farin og leik-
ur alltaf mjög greindarlega og
Framhald á 9. siðu.
Gunnvör Braga og Kristbjörg Kjeld í lilutverkum sinum í
„Kraftaverkinu".
70. DAGUR.
„Annað ráð vil ég hafa, að setja hina skjótustu hesta undir
þrjá vaska drengi, og ríði þeir sem hvatlegast og segi til liði
voru — mun þá skjótt koma oss liðveizla — fyrir þá sök,
að Englismenn skulu eiga hinnar snörpustu hriðar von, held-
ur en vér berum hinn lægri hlut“. Þá segir jarl, bað konung
ráða þessu scm öðru, lézt og eigi giarn að flýja. Þá lét Har-
aldur konungur setja upp merki sitt, Landeyðuna. Frírékur
hét sá, er merkið bar.
Síðan íylkti Haraldur konungur liði sínu, lét fylkinguna
langa og ekki þykka. Þá beygði hann armana aftur á bak,
svo að saman tóku. Var það þá víður hringur og þykkur
og jafn öllum megin utan, skjöldur við skjöld og svo fyrir
ofan, en konungssveitin var fyrir innan hringinn og þar
merki. Það var valið lið. í öðrum stað var Tósti jarl með
sína sveit. Hafði hann annað merki. Var þvj svo fylkt, að
konungur vissi, að riddarar voru vanir að ríða á riðlum og
þegar aftur.
Nú segir konungur, að hans sveit og jarls sveit skal þar
fram ganga, sem mest þarf — „en bogmenn vorir skulu og
þar vera með oss, en þeir, er fremstir standa, skulu setja
spjótshala sína í jörðina, en setja oddana fyrir brjóst ridd-
urum, ef þeir ríða að oss, en þeir, er næstir standa, setji þeir
sína spjótsodda fyrir brjóst hestum þeirra“.
I
l
i