Þjóðviljinn - 23.09.1964, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 23.09.1964, Qupperneq 3
Miúvikudagur 23. september 1964 Danir fjölmenntu á kjörstað í gærdag HÓÐVILJINN SlÐA 3 Fyrstu úrslitin benda til þess að íhaldið vinni á KAUPMANNAHÖFN 22/9 — Fyrstu úrslit dönsku kosninganna benda til þess, að Hægri flokkurinn hafi aukið verulega fylgi sitt og Sósíaldemókrat- ar nokkuð. Haldist þessi fylgisaukning Hægri flokksins getur hann unnið allt að ellefu nýjum þingsætum. Á það er þó hent, að þessi úrslit séu aðeins og eingöngu úr sveitahéruðum og því beri að taka þau með ítrustu varúð. Samkvæmt þess- um úrslitum myndi yinstri flokkurinn og Rets- forbundet tapa verulegu fylgi. WM,,...., H»s Öveður á Ítalíu MILANO 22/9 — Atján manns meiddust í óvcðri, sem geisaði um Norður- ftalíu á mánudag. Nokkur hús eyðilögðust og tré og símastaurar ultu um koll. Sækja Tító heim BELGRAD 22/9 — Sendi- nefnd frá Aþýðusambandi Noregs með ritarann, Ein- ar Strand, í broddi fylk- ingar, kom á mánudag til Belgrad. Sendinefndin er í boði verkalýðssamtakanna í Júgóslavíu og mun ferð- ast um landið og kynna scr atvinnulíf landsmanna. Verkfalli frestað WASHINGTON 22/9 — Bráðabirgðasamkomulag sem gert var á mánudag hafði það í för með sér, að frestað var um sinn víð- tæku verkfalli jámbraut- arstarfsmanna í Bandaríkj- unum Verkfallið átti að hefjast á þriðjudag. Landamæra- skærur KASMÍR 22/9 — Atta liermenn úr liði P akistan létu lífið um hclgina í við- ureign við hermenn frá Indiandi. Ócirðirnar áttu sér stað á landamærunum. Síamstvíburar skildir að CHICAGO 22/9 — Sam- vaxnir tvíburar voru á mánudag skildir að á sjúkrahúsi í Chicago. Að- gerðin tókst vel og er líð- an tvíburanna eftir atvik- um góð. Barnarán POITIERS 22/9 — Þrem litlum börnum var á mánudagskvöld rænt er þau voru á Ieið heim úr skóla. Þctta átti sér stað í útjaðri borgarinnar Poi- tiers f Vestur-Frakklandi. Lögreglan hefur hafið um- fangsmikla Icit að börnun- um. Korn til Kína PARÍS 22/9 — Frakkar hafa boðizt til þcss að selja Kínvcrksa alþýðu- lýðveldinu einna miljón lesta af korni á árunum 1964— ■’65. Þctta var til- kynnt i París á þriðju- dag. Veður var mjög gott í Dan- mörk á kosningadaginn og jók það mjög kjörsókn, sem er all- verulega miklu meiri en við kosningamar 1960. Rúmlega þrjár miljónir manna eru á kjörskrá og eru um 200 þúsund þeirra nýir kjósendur. Ellefu flokkar bjóða fram til þings. Flotið á Grænlendingi Undanfarið hafa Sósíaldemó- kratar farið með stjóm landsins studdir af Róttæka vinstri- flokknum. 1 kosningabaráttunni hefur borið einna hæst efna- hagsmál og íbúðamál. Einkum velta stjórnmálafréttaritarar því fyrir sér, hvort Sósíaldemókrat- ar og Sósíalistaflokkur Aksels Larsens nái meirihluta í Folke- tinget. Þar hafa borgaraflokk- amir 88 þingsæti og hinir flokk- arnir tveir sömu tölu, þar af Sósíaldemókratar 77 og flokkur Larsens 11. Þetta hefur haft það í för með sér, að við nokkrar atkvæðagreiðslur hefur stjómin flotið á atkvæði annars græn- lenzka þingmannsins. Krag neitar samvinnu Forsætisráðherrann. Jens Ottó Krag, hefur þó lýst því yfir hvað eftir annað í kosningabar- áttunni, að svo lengi sem hann sé foringi Sósíaldemókrata, komi ekki til mála að leiða til lykta mikilvæg mál með aðstoð Lars- ens, sem þráfaldlega hefur boðið upp á samvinnu. Þjóðvcrjar fjölmenna á kjörstað Tæpum klukkutíma eftir að kosning hófst lágu fyrir úrslit úr minnstu kjördeild Danmerk- ur, Hirsholmen við Friðrikshöfn, en þar em aðeins 16 kjósend- ur og kusu allir. Mest var ella kjörsóknin í Suður-Jótlandi. Þýzki þjóðernisminnihlutinn fjölmennti þar mjög á kjör- stað, Þjóðverjar eiga þarna eitt þingsæti og hafa fullan hug á að halda því, en vafi leikur á hvort takast muni. Utför Ottos Grotewohl for- sætisráðherra gerð í dag □ Útför Ottos Grotewohl, forsætisráðherra Þýzka alþýðulýðveldisins, verður gerð í Austur-Berlín f dag. í gær gengu tugþúsundir manna fram hjá viðhafnar- börum þeim sem lík ráðherrans lá á í höfuðstöðvum Sósíalíska einingarflokksins í borginni og vottuðu hin- um látna forystumanni þýzks verkalýðs virðingu sína. Otto Grotewohl fæddist i Braunschweig 11. febrúa>- 1894. Hann var af verka- mannafjölskyldu og lagði fyr- ir sig prentiðn, Árið 1912 gerðist hann meðlimur í flokki sósíaldemókrata og verkalýössambandinu. Á ár- unum 1920—1925 var hann þingmaður á þingi Brauns- chweig og gegndi embætti innanríkis- dóms- og mennta- málaráðherra í Braunschweig árið 1923. Hann átti einnig setu á þýzka ríkisþinginu og var formaður flokks þýzkra sósíaldemókrata í Braunsc- hweig. Árið 1933 var Otto Grothe- wohl tekinn fastur og dæmd- ur til fangelsisvistar vegna andspyrnu gegn nazismanum. Eftir ósigur Þýzkalands i síðari heimsstyrjöldinni var Otto Grotewohl formaður miðnefndar þýzka sósíal- demókrataflokksins og beitti sér eindregið fyrir samein- ingu verkalýðsins í Þýzka- landi. 1 apríl 1949 var Otto Grotewohl kjörinn formaður Sósíalíska einingarflokksins í Þýzkalandi ásamt Wilhelm Pieck. Frá árinu 1946 átti hann einnig sæti í fram- kvæmdanefnd miðstjórnai Sósíalíska einingarflokksins ' Þýzkalandi. Á árunum 1946— 1950 átti hann sæti á sax neska þinginu og var m.a forseti stjómarskrárnefndar. Árið 1949 tók Otto Grote- wohl sæti á austurþýzka þinginu og gegndi störfum forsætisráðherra og formanns í ráðherranefnd Austur- Þýzkalands frá 7. október 1949. Frá því árið 1960 var hann jafnframt varamaður formanns ríkisráðs Austur- Þýzkalands. Þeir sem vilja votta sam- ,/«u UiOiewonl úð sína vegna fráfalls Otto Grotewohl forsætisráðherra, geta ritað nöfn sín í minn- ingarbók, sem liggur frammi í skrifstofu verzlunarfulltrúa Þýzka alþýðulýðveldisins að Laugavegi 18, V. hæð. í dag, miðvikudag kl. 1—5 síðdegis. Fœr ófram aS skrifast á við bbat STOKKHÓLMI 22/9 — Svo lítur nú út, sem Solveig Johans- son. norskættuð frú í Stokk- hólmi, fái áfram að eiga bréfa- skriftuj við- Efigar Labat, en hann er dauðadæmdur blökkumaður, sem situr í ríkisfangelsinu í Lousiana í Bandaríkjunum. Það vakti mikla athygli bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð, er yfirmaður fangelsisins lagði fyr- ir nokkru bann við þessum bréfaskriftum. Umræddur yfirmaður fangelsis- ins hefur nú látið svo um mælt. að svo framarlega sem það komi í ljós, að þessar bréfaskriftir brjóti ekki í bága við lög ríkis- ins, skuli heimilað að þær verði á ný upp teknar. Khanh hershöföingi slakar til fvrir verkamönnum Filipus heriofi fékk ekki hljóð VALETTA 22/9 — Filipus hertogi af Edinborg setti á þriðjudag fyrsta þing Möltu eftir að eyjan hlaut sjálfstæði sitt, en orð hertogans drukknuðu næstum í hrópum og söng frá fylgismönnum Verkamanna- flokksins, sem höföu hópazt ut- an um þinghúsið. Fjölmennt lögreglulið tvístraði hvað eftir annað hópnum og rak fólk inn í hliðargötur. Verka- mannaflokkurinn mótmælir að- allega þeirri aðstöðu, sem ka- þólska kirkjan fær samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá og einn- ig því, að Englendingar haldi herstöðvum á eynni. SAIGON 22/9 — Stjórn Khanhs hershöfðingja lét í dag undan ýmsum kröfum foringja verkfallsmanna, og segja fréttamenn í Saigon, að þær tilslakanir hafi valdið megnri óánægjú innan hersins- Allsherjarverkfallinu, sem lýst var í gær þrátt fyrir herlög st’jórnarinnar, hefur nú Verið með öllu aflétt eftir að stjórnin hafði neytt stjórnendur stórr- ar klæðaverksmiðju til þess að fallast á kröfur verkfalls- manna. Fyrri hluta dags voru nokkr- ar verkfallsaðgerðir, og borgar- lífið var hvergi nærri komið í eðlilegt horf. Allsherjarverkfall- ið í gær lamaði borgarlífið allt, en um 60 þúsund verkamenn lögðu þá niður vinnu. Mörg þúsund verkamenn héldu í hóp- göngu um götur borgarinnar að skrifstofum Khanhs hershöfð- íngja, sem ræddi við foringja verkfallsmanna. Þá féllst Khanh á ýmsar kröfur verkamanna og hefur nú, sem fyrr segir, enn slakað til. Liðsforingjar óánægðir Fréttamenn skýra svo frá, að það séu einkum yngri liðsfor- ingjamir í hernum, sem óánægð- ir séu með þessa afstöðu for- sa'tisráðherrans, en sem kunn- ugt er var það herstjórnin sem bjargaði Khanh er uppreisnartil- raun var gerð gegn ho;num fyrir níu dögum. Liðsforingjarnir eru sagðir krefjast þess, að Khanh haldi fram fastri og ákveðinni stjórnarstefnu sem komi í veg íyrir frekari valdaskerðingu rík- isstjómarinnar. „Fáránlegt“ Frá Moskvu berast þær frétt- ir, að Pravda, málgagn Komm- únistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna, láti svo um mælt í dag, að útskýringar Bandaríkja- manna á því, sem skeð hafi á Tonkin-flóanum, séu enn fárán- legri en eftir fyrri átökin þar. Samtimis þessu birtir blgðjð Tass-frétt þess efnis, að tundur- spillamir tveir, sem við sögu koma, hafi skotið á fimm óþekkt skjp og sökkt þrem þeirra. Ekki getur blaðið þó heimilda að þess- ari frétt, sem Tass sendi frá sér í gær. Segir blaðið, að út- gáfa Bandarikjamanna á at- burðunum sé vísvitandi upp- spum. Óeirðirnar í Bólivíu: Zuazo er sloppinn yfir til Paraguay Byggingufélag verkamanna, Kópavogi: Til sölu 5 herb. íbúð (raðhús) í 1- byggingaflokki. Félags- menn sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi um- sókn sína á skrifstofu vora fyrir 1. okt. n.k. sem veitir nánari upplýsingar. Fasteignasala Kópavogs, Skjólbraut 1 Sími 41230. 35 börn látast af matareitrun NEW DELIII 22/9 — Þrjátíu og fimm börn hafa Iátizt af mat- areitrun í Maddikera í Mið-Ind- landi og 138 börn öunur veikzt. Börnin veiktust eftir að hafa borðað í skólanum síðastliðinn föstudag. Bornar hafa verið til ba -t fréttir þess efnis, að börn- in hafi veikzt af bandarískum mat. LA PAZ 22/9 — Hernan Silcs Zuazo, fyrrum forseta Bólivíu, hefur nú tekizt að flýja Iand á- samt 34 stjórnmálamönnum öðr- um, sem sakaðir voru um að hafa staðið að uppreisnartilraun gegn stjórninni. Mcnnimir kom- ust undan í flugvél og héldu til Paraguay. Sti'ómarvöld í Bólivíu halda þvi fram, að Zuazo hafi ætlað að stcypa dr. Victor Paz Estens- soro forseta af stóli og koma á fót herforingjastjóm undir sinni forystu. Lýsti stjómin herlögum í landinu og um 80 forystumenn 444 hvalir Hvalvertíðinni er lokið. Alls veiddust 444 hvalir á 122 út- haldsdögum. 1 fyri’as.umar veidd- ust 439 hvalir á 128 dögum. vinstrisinna voru handteknir. Zuazo var fyrir kosningamar f maí síðastliðinn rekinn úr stjómarflokknum. eftir að hann hafði myndað þar klofningshóp. Fyrr á þriðjudag tilkynntu stjómarvöld í Bólivíu, að heim- ili Barrientos Ortuno, varafor- seta, hefði verið stórskemmt af sprengju, sem þar hefði verið komið fyrir. Ríkisstjórnin bætir því við, að eftir því sem bezt verði vitað, séu það menn úr flokki samsærismannanna, sem að sprengjuárás þessari hafi staðið. De Gaulle, Frakklandsforseti, er væntanlegur í opinbera heim- sókn til Bólivíu þann 28. sept. næstkomandi. Stjórnarvöld segj- ast ekki búast við því. að und- anfamar óeirðir í landinu hafi nein áhrif á forsetaheimsóknina. TILKYNNING til félaga í Skrifstofu- og verzlunarmanna- félagi Suðurnesja. Ákveðið hefur verið, að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu, til kjörs fulltrúa félagsins á lista L.Í.V. til Alþýðusambandsþings. Framboðslistar, með tilskildum fjölda með- mælenda, skulu hafa borizt formanni fé- lagsins, fyrir kl. 24 fimmtudaginn 24. sept- ember 1964. Kjörstjórnin. * i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.