Þjóðviljinn - 23.09.1964, Blaðsíða 10
JQ SlÐA
hvort nokkur glerbrot hefðu far-
ið upp í augun á honum. Bres-
ach saetti sig við allt þetta.
sviplaus og áhugalaus eins og
svefngengill. Hann sagði ekki
orð við Jack, og hann kvaddi
ekki Holtshjónin eða Tucino og
Barzelli sem stóðu úti á götunni
fyrir framan klúbbinn til að
frétta hvernig Bresach liði áður
en þau fseru heim.
— Þetta er leitt, þetta er leitt,
sagði Holt áhyggjufullur. Hann
hélt vemdarhendi um handlegg-
inn á konu sinni, eins og slags-
málin i næturklúbnum hefðu
minnt hann á það rétt einu
sinni. hversu illur heimurinn
væri og konan hans brothætt
Sorglegur endir á svo góðu
kvöldi. Hann hristi höfuðið
hryggur í bragði. Maður á ekki
von á svona löguðu hér. I Róm
— á bezta veitingahúsinu í Róm.
I Bandaríkjunum má auðvitað
alltaf eiga von á slíku; þar
engum á óvart ....
Ó, þetta er svo voðalegt, sagði
Barzelli. Henni virtist vera dá-
lítið skemmt yfir . pllu saman.
Hann er ungur maður. Ungir
rhenn slást. Hann verður orðinn
ágætur aftúr á morgun. Hið eina
sem hann þarfnast eru ný gler-
áugli.
Þegar Jack var að koma Bres-
ack og Max fyrir í leigubílnum
heyrði hann Tucino segja í
gremjutón: Eitt einasta kvöld
kemur Tasseti ekki, og þá ger-
ist þetta. Einmitt þegar þörf er
fyrir hann. Ef Tasseti hefði ver-
ið viðstaddur, þá get ég fullviss-
að ykkur um að enginn hefði
komizt upp með að berja einn
af gestum mínum.
— Af hverju segirðu einn af
gestum þínum? spurði Barzelli.
Herra Holt borgáði reikninginn.
— Ég talaði í víðari merkingu.
sagði Tucino virðulega og gekk
af stað í átt að bíl sínum.
I leigubflnum heyrðist ekkert
hljóð lengi vel. nema Max saug
á sér vörina sem hafði sprung-
ið. Svo sagði Max: Það var óvið-
felldið andlit á þessum manni.
Það var eins og lögregluforingi.
Ég hef fyllstu samúð með þess-
ari stúlku að þurfa að lifa líf-
inu með slíkum manni.
Alla leiðina heim sat Bres-
ach í hominu. hallaði sér upp
að glugganum og svaf vært. Það
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu og
snyrtistofu STETNU og DÓDÓ
Laúgavegi 18 TII h (lyftaT -
SÍMT 2 46 16
P E R M A Garðsenda 21. —
SIMI: 33 0 68 Hárgreiðslu og
snyrtistofa
D 0 M U R I
Hárgreiðsla við allra hæfi —
TJARNARSTOFAN - Tjamar-
götu 10 — Vonarstrætismegin —
SlMI: 14 6 62.
HARGREIÐSLUSTOFA
AUSTURBÆJAR - flVIarfa
Guðmundsdóttir) Laugavegi t3
- SIMI’ 14 6 56. — Nuddstofa á
sama stað.
var ekkert hægt að segja, hann
tók ekki við neinni huggun og
hinir tveir þögðu og sneru sér
undan meðan leigubfllinn ók
skröltandi eftir mjóum götum
hinnar sofandi borgar.
Þegar leigubíllinn stanzaði,
sagði Max við Jack: Þér þurfð
ekki að koma með upp. Ég skal
sjá um hann. Komdu nú, Róbert.
sagði hann við unga manninn
með óendanlégri blíðu.
Jack sá þá hverfa inn í
dimmt, hvelft portið og síðan
bað harin bílstjórann að aka til
gistihússins. Á leiðinni fór hann
að hugsa um, að Veronica og
maðurinn hennar væru kannski
enn í næturklúbbnum að drekka
kampavínið sitt; maður-
inn, sem var eins og lög-
regluforingi, eins og Max hafði
sagt og hélt með hörku áfram
þeirri refsingu, sem hann hafði
byrjað á þegar hann sagði við
Veronicu: Réttu úr þér. Hættu
að vera svona barnaleg.
Síðasta tækfærið, síðasta
tækifærið, hugsaði Jack. Á
morgun er hún komin til Aþenu
og allt um seinan.
Hann hikaði andartak. Hann
laut fram til að tala við bflstjór-
ann. Hann sat fremst á sætis-
brúninni,'þáð 'fðr illá um hann
og hann var næstum oltinn útaf
þegar leigubíllinn ók rösklega
fyrir horn. Svo settist hann aft-
ur upp í sætið og hugsaði: Nei,
látum vesalings stúlkuna sofa í
sínu þræltryggða. svissneska
rúmi.
Fimm mínútum seinna var
hann kominn að gistihúsdyrun-
um.
27. KAFLI.
Það biðu hans tvenn skilaboð
á gistihúsinu — bæði frá Clöru
Delaney og í báðum var farið
fram á að herra Andrus hringdi
til frú Delaney á spítalann,
hversu seint sem hann kæmi
heim.
I lyftunni á leiðinni upp í her-
bergið hélt hann áfram að stara
á miðana tvo og skriftina á
beim, sem var næstum ólæsileg,
eftir nætursímastúlkuna á hót-
elinu. Á spítalann, á spítalann,
las hann hvað eftir annað. Erf-
isdrykkjan. hugsaði hann og
fann til sektar. Ég var að
skemmta mér við það í kvöld
að láta sem við værum í erfis-
drykkju eftir Delaney.
Jack flýtti sér inn hljóðan,
teppalagðan ganginn að her-
bergisdyrum sínum. Hann opn-
aði, lét lykilinn standa i og
gekk beint að skrifborðinu í
stofunni. Þernan hafði látið loga
á litlum lampa við hliðina á
símanum og það glampaði á
tækið í dimmu herberginu.
Það tók langan tíma að ná
í Clöru Delaney á sjúkrahúsinu.
Hjúkrunarkonan. sem átti vakt
við skiptiborðið neitaði fyrst
með öllu að hringja i herbergi
Delaneys á þessum tíma sólar-
hringsins og féllst fyrst á að tala
við Clöru eftir töluvert þref.
Jack leit á klukkuna. Klukk-
an var fimm mínútur yfir hálf-
þrjú. M°ðan hann beið, var
hann að hugsa um Holt sem
sagði: I Róm — á bezta veit-
ingahúsinu í Róm, og um blóð-
ið kringum augun á Róbert
Bresach. eftir að eiginmaður
ÞJðÐVILJINN
Miðvikudagur 23. september 1964
Veronicu hafði brotið gleraugu
hans í mél.
— Clara, sagði Jack. Hvað er
að? Hefur nokkuð komið fyrir?
— Hver er þetta? spurði
Clara. Hún var ólundarleg og
syfjuleg í rómnum.
— Jack. Þú lézt liggja fyrir
mér boð um að hringja. Ég var
að koma heim og ....
— Ó, sagði Clara dauflega.
Jack.
— Líður Maurice vel?
— Það er svo sem svipað,
sagði Clara. Rödd hennar var
undarlega dauf, hljómlaus og
allt sem hún sagði virtist fjand-
samlegt.
— Ég er feginn því að þú
skulir loks hafa ákveðið að
koma til hans, Clara, sagði Jack
og hugsaði: Þetta er alveg eft-
ir Clöru — þegar hún lætur
loks svo lítið að heimsækja
veikan eiginmanninn, eyðilegg-
ur hún næturró hans gersam-
lega. Ég er viss um, að það er
rétt af þér. Þegar hann vissi
að Maurice leið ekki verr, þótti
honum miður að hafa hringt.
Hvað svo sem Clara hefði að
segja honum, yrði betra að
hlusta á hana á morgun. Heyrðu
mig nú, Clara, sagði hann. Það
er orðið skelfilega framorðið.
77
Ég kem á spítalann annað kvöld
eins og venjulega og —
— Nei, það gerirðu ekki.
— Hvað varstu að segja,
Clara?
— Ég sagði að þú kæmir ekki
á spítalann á morgun, sagði
Clara. Ég hleypi þér ekki inn í
herbergi Maurice.
— Hvern fjandann áttu eigin-
lega við?
— Vinir Maurice mega koma
og heimsækja hann. sagði Clara.
En þú ert enginn vinur.
Jack andvarpaði. Clara, sagði
hann. Það sem þú ætlar að segja
við mig er bersýnilega mjög ó-
þægilegt, og það er orðið of á-
liðið til að standa í slíku. Við
getum talað saitlan á morgun —
— Við tölum aldrei saman
sagði hún hátt. Láttu þér ekki
detta í hug. að ég vlti ekki hvað
þú hefur gert vesalings Maurice
meðan hann liggur hjálparlaus
á banabeði sínum. Hann er bú-
inn að segja mér allt.
— Hvað hef ég gert vesalings
Maurice? spurði Jack. Hann
vissi að það væri bezt að leggja
undir eins tólið á og reyna að
ná í Delaney sjálfan næsta
morgun, en hann gat ekki ráðið
við forvitni sína eftir að vita
í hverju þessi nýja árás Clöru
væri fólgin.
— Þú hefur svikið hann, sagði
Clara hörkulega og röddin urg-
aði í símanum. Eftir allt sem
hann hefur gert fyrir þig —
— Heyrðu mig nú, Clara, sagði
Jack rólega. Reyndu að tala
skynsamlega og eins og þú værir
með réttu ráði. Segðu mér bara
á hvern hátt ég hef svikið
Maurice?
— Vertu ekki með þetta yfir-
læti, sagði Clara með móðursýk-
isofsa. Ég gef skít í það allt
saman. Við erum búin að tala
um þetta í kvöld við Maurice,
og við erum búin að ákveða að
héðan af hlusti hann aðeins á
mig og ég sjái um allt sem hon-
um við kemur.
Honum er Ijóst að hann hefur
alltaf verið of æstur og hugs-
unarlaus og tillitssamur, og nú
kemur það honum í koll. Og nú,
sagði hún sigri hrósandi, verða
allir sem ætla að hafa eitthvað
uppúr Maurice Delaney að koma
til mín fyrst.
Fangavörðurinn af guðs náð,
hugsaði Jack, hefur loksins
fengið afhentan fangelsislykil-
inn. — Eg ætla mér ekki að
hafa neitt uppúr Maurice, sagði
Jaek. — Og ég ætla ekki að
reyna að hafa neitt uppúr þér.
En ég kem undir eins og fæ
þetta á hreint.
— Vertu ekki að hafa fyrir
því, sagði Clara. — Þér verður
ekki hleypt inn. Eg verð við
dyrnar. Héðan af ætlar hann
ekki að sóa tíma sínum og kær-
leika á fólk sem vegur aftan að
honum ....
— Eins og þú vilt, Clara, sagði
Jack rólega. — Nú finnst mér
nóg komið í kvöld. Eg ætla að
reyna að íhuga þetta í fyrra-
málið. Nú fer ég í rúmið. Hann
ætlaði að leggja símann á.
— Eg veit allt, hrópaði hún
og Jack fór að hugsa um hversu
marga sjúklinga þessi brjálæð-
islega, þurra rödd vekti til þján-
inga og kvíða í sofandi sjúkra-
húsinu. — Og nú veit Maurice
allt. Allt um hinn góða vin
hans, John Andrus, sem hann
hirti upp úr göturæsinu þegar
hann var fimmta flokks léikari
og átti ekki bót fyrir boruna á
sér í New York. Heldurðu að ég
viti ekki hvað hefur átt sér
stað í fjarvist hans? Heldurðu
að ég hafi ekki mín sambönd?
Hilda hringir til mín þrisvar á
dag og ég var sjálf að tala við
Sam Holt fyrir tíu mínútum.
Þú getur ekki haldið neinu
leyndu fyrir mér ....
Kannski, hugsaði Jack, er
Maurice svo heppinn að deyja
fyrir dögun svo að hann þurfi
FERÐIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
staklingsferðir
REYNIÐ YIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LflN D $VN Tt
TÝSGÖTU 3. SÍMI 22890. — P.O. BOX 465 — REYKJAVÍK.
UMBŒÐ LOFTLEIÐA.
Tilkynning
frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
1. október n.k. tekur til starfa að nýju rannsókn-
arstöð fyrir heyrnardauf börn. Verður tekið á móti
börnunum til læknisrannsóknar og heyrnarprófs.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 22400 kl. 10—11
f.h. alla virka daga, og er þar tekið á móti pönt-
unum um skoðanir.
Reykjavík, 22. 9. 1964.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Starfsstúlkur óskast
Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús
Kleppsspítalans. Upplýsingar gefur mat-
ráðskonan í síma 38164.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Stúlkur óskast
til skrifstofustarfa í borgarskrifstofunum,
Austurstræti 16.
Umsóknir ásamt upplýsingum óskast send-
ar í skrifstofu borgarstjóra eigi síðar en
25. þ.m.
Skrifstofa borgarstjóra, 22. sept. 1964.
VQNDUÐ
6
R
Vd1Í
Sytirpórjónssm áéco
BRUNATRYGGINGAR
á húsum í smíðum,
vélum ocj átiöldum,
efni og lagerum o.fl.
Heímistpygiging hentar yður
Heimilistryggingar
Innbús
Vefnstfóns
Innbrots
Glertryggingar
TRYGGINGAFELAGÍÐ HEIMIRf
tlNDARGATA 9.REYKJAVIK SlMI 21260 SIMNEFNI , SURETY
VÖRUR
Kartöflumús — Kokómalt — Kaffi — Kakó.
KRCN b ú ði r n a r .