Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 1
DMBVIIIINN Miðvikudagur 2. desember 1964 — 29. árgangur — 266. tölublað. Efla þarf Háskóla Islands og œcSrl mennfun: Þriðjungur íslenzkru stúd- entu er við núm erlendis Kupphluupið hufíð um Murz Viðsjúr um kornverð í EBE Akureyri kuupir bókusufn Duvíðs Sjá síðu @ Jólabjalla á Vesturgötunni ■ í gær fór fram í hátíðasal Háskóla íslands fullveld- isfagnaður stúdenta og flutti Ármann Snævarr rektor aðalræðuna. ■ Umræðuefni dagsins var efling háskólans og æðri menntunar og var um það algjör eining stúd- enta, sem mun vera nokk- urt nýmæli. Prófessor Ármann Sævarr ræddi í upphafi tengslin, sem óhjákvæmilega hljóta að verða milli styrks þjóðar til sjálfstæð- isbaráttu og menntunnar og minntist m.a. í því sambandi framherja sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þá tók hann til umiræðu um- ræðuefni dagsins, eflingu Há- skólans og æðri menntunar. Hann sagði, að tengsl forystu- manna í sjálfstæðisbaráttunni við Háskólann sæust bezt á því hver stofndagur er honum val- inn, þ.e. fæðingardagur Jóns Sig- urðssonar forseta. Hann sagði, að við þyrftum að búast höfðinglega við þeirri stúdentafjölgun, sem verða mun á næstu árum, með auknum byggingum og framkvæmdum að öðru leyti fyrir Háskólann. Framtíðarstarfsemi Háskólans hlyti að nokkru að taka mið af þjóðfélagslegum þörfum fyriir sérfræðinga og við það yrði og að miða við aukningu húsakosts hans. Rektor gerði mjög að umtals- efni í ræðu sinni tengslin milli kennslu og rannsóknarstarfsemi. Rannsóknarstarfsemin mætti ekki á neinn hátt fjarlægjast kennsluna eins og talsverð til- hneiging viirtist til erlendis. Þá skýrði háskólarektor frá á- ætlun, sem gerð hefur verið um nauðsynlega fjölgun háskólapróf- essora og væri hún nú í hönd- um menntamálaráðuneytisins. Ármann Snævarr ræddi þessa næst þá geigvænlegu þróun, er þriðjtmgur islenzkra stúdenta stundaði nám erlendis. Þetta væri allmiklu hærri hundraðs- tala en annars staðar og væri m.a. að kenna fábreytileik náms- efnisins hér við skólann. Háskólinn yrði að vera sem fjölbreytilegastur, bjóða upp á sem flesta þætti náms þ.e. að verða UNIVERSITAS í hinni fornu merkingu þess orðs. Framhald á 5. síðu. Frá hátíðinni í Iláskólanum í gærdag. — Fremsta röð frá vinstri: Gcir Hallgrímsson borgar- stjóri, Tupitsyn ambassador Sovétríkjanna á íslandi og Ásmundur Einarsson stud. jur., formaður undirbúningsnefndar. Aftar má sjá m. a. Tómas Hclgason prófessor, Trausta Einarsson prófess- or, Jóhann Ilannesson prófessor, Gunnlaug Bríem ráðuneytisstjóra og Magnús Magnússon pró- fessor. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). 20% aukning fískaflans á fyrstu 8 mánuðum þessa árs Nl Fyrstu átta mánuði þessa árs nam heildarfiskafli lands- manna samtals 721,8 þús. tonnum en var á sama tíma í fyrra 601,0 þús. tonn. Er aflinn í ár því réttum 20% meiþi en í fyrra á tímanum frá janúarbyrjun til ágústloka. Langmest hefur aukningin orð- ið á síldaraflanum en hann nemur á þessu tímabili í ár 350,3 þús. tonnum en var í fyrra á sama tíma 283,7 þús tonn. Nemur aukningin 66,6 þús. tonn- um eða 23,4%. Mjög mikil aukning hefur einnig orðið á þorskaílanum en hann nemur í ár 262,1 þús. tonnum en var í fyrra 211,2 þús. tonn. Aukningin er því 50,9 þús. tonn eða 24,1%. Er aukning þorskaflans því hlutfallslega að- eins meiri en síldaraflans þótt ; Ármann Snævarr háskólarcktor flytur ræðu sína. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Frá Æ.F.H. Félagar, munið Iistkynn- inguna á fimmtudaginn 3. desember. HÖRÐUR ÁGÚSTSSON flytur erindi um ísienzka húsagerðar- Iist. Fjölmcnnið og takið mcð ykkur gesti. — Stjórn. MMOTII ■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ magnið sé hins vegar talsvert minna. Samtals nemur veiði þessara tveggja tegunda, síldar og þorsks, ! ! 84,87% af heildaraflanum í ár, en á veiði annarra fisktegunda hafa orðið nokkrar sveiflur frá í fyrra, þannig hefur t.d. ufsa- og loðnuaflinn aukizt allveru- lega en steinbíts- og karfaafli minnkað talsvert mikið og sama er raunar að segja um humar- veiðina. Trabantbifreið af nýjustu gerð, en sú tegund hefur mjög verið að ryðja sér til rúms á bílamarkaðinum hér á landi að undanförnu, og auk þess 4 húsgagna- vinningar eftir eigin vali, 2 á 20 þúsund kr. hvor og 2 á 15 þúsund kr. hvor. ★ Við þurfum öll að hafa ★ Nú er komið fram í desember og byrjað er að setja upp jóla- ★ skreytingar á götum miðborgarinnar. Þessi mynd er af mikilli ★ jólabjöllu sem verzlunin Rafall á Vesturgötunni lét setja upp ★ í fyrrakvöld. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins endurkjörin I Á fyrsta fundi nýkjörinnar miðstjórnar Sósíalistaflokks- ins sem haldinn var sl. sunnudag var Kjartan Ólafsson kosinn formaður miðstjórnarinnar og Guðmundur Hjart- arson varaformaður hennar. N Þar fór einnig fram kosning framkvæmdanefndar flokks- ins, en í henni eiga sæti formaður flokksins og vara- formaður og s'jö aðrir, sem miðstjórn kýs úr sínum hópi, einnig eru kosnir þrír varamenn. R Allir þeir miðstjórnarmenn sem sæti áttu í fram- kvæmdanefnd sl. tvö ár voru endurkjömir, en skipt um einn varamann. I Þessir níu eiga því sæti í framkvæmdanefnd flokksins sem aðalmenn Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sig- urðsson, Guðmundur Hjartarson, Guðmundur Vigfússon, Ingi R. Helgason, Kjartan Ólafsson, Magnús Kjartansson, Snorri Jónsson. I Varamenn í framkvæmdanefnd vpru kosnir: Böðvar Péturs- son, Haraldur Steinþórsson, Sigurður Guðgeirsson. fyrir miðunum sem allra fyrst og viljum við hvetja menn til þess að koma til okkar á skrifstofuna að Týsgötu 3 og gera upp. Skrifstofan er opin dag- lega kl. 10—12 og 1—6 e.h., sími 17514. ★ Takmarkið er: Hallalaus rekstur Þjóðviljans í ár. það i huga að þetta er síð- asta átakið á árinu til þess að forða hallarekstri á Þjóðviljanum og eru góðar horfur á að það megi tak- ast, ef allir sem fá senda miða sameinast um að taka þá og gera skil fyrir þá. ■A- Ókkur kæmi það mjög vet ef menn gætu gert skil ★ Þessa dagana eru happ- drættismiðar í 4. og síðasta flokki þessa árs í Happ- drætti Þjóðviljans að ber- ast viðskiptavinum okkar. Að þessu sinni eru 5 vinn- ingar í boði. Eru það Fyrsti skiladagur er á föstudaginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.