Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 12
TVÍSTIRNIÁ BÓKAMARKAÐI ■ Þjóðviljinn hringdi í nokkrar bókaverzlanir hér í borg í gærdag til þess að kanna bókasöluna þessa daga og kom ýmislegt merkilegt í ljós. Mikil kaupgleði ríkti í bókaverzlunum í gærdag og virtist þessi fyrsti dagur mánaðarins vera jafnframt fyrsti dagur hinnar árlegu og æsispennandi jólabókasölu. ■ Sala á bókum í nóvember hefur verið fremur hæg og þó með jafnri stígandi, og þar hafa tveir höfundar haft ótvíræða forystu. Það er Guðrún frá Lundi og Thorolf Smith. ■ Þá leikur nú bandaríska hernámssjónvarpið í fyrsta skipti veigamikið hlutverk á jólamarkaði hér á landi. Mi'ðvikudagvr 2. desember 1964 — 29. árgangur 266. tölublað. Fullveldisfagnaður hernámsandstæð- inga heppnaðist vel Fyrst hringdum við í Ei- stein Þorvaldsson hjá Bóka- búð KRON í Bankastræti og segist hann einmitt vera með fingurinn á púlsinum í þessum hluta viðskiptalífsins. Bóksala hefur verið fremur hæg í nóvember og byrjuðu fyrstu jólabækurnar að koma út í öndverðum nóvember. Tvímælalaust hafa frú Guð- rún frá Lundi og Thorolf Smith haft forystuna með bókum sínum Hvikul er konuást og Kennedy. Þá hafa Kvæði og greinar eftir Stein Steinarr, Steingrímur Thor- steinsson, eftir Hannes Pét- ursson og Ofvitinn, eftir Þór- berg verið söluglaðar. Annars seldu þeir mikið þýzk — íslenzka orðabók, eftir Ingvar Brynjólfsson í haust. Tvær bækur hafa komið síðustu daga á mark- aðinn, sem verða líklega sölubækur núna fyrir jólin. Það er Jóhannes á Borg, eftir Stefán Jónsson frétta- mann og Árin sem aldrei gleymast, eftir Gunnar M. Magnúss. Þá hringdum við næst í Bókaverzlun ísafoldar og þar varð fyrir svörum Sigríður Sigurðardóttir, kölluð Sissa í daglegu tali í bókaheiminum. Söluhæsta bókin hjá okkur undanfarna daga er „Þá bitu engin vopn” í þýðingu Her- steins Pálssonar. Já, — þetta er auðvitað forlagsbók hjá ísafold. Jæja, karlinn — þú heldur að ég sé að ljúga. Þetta hef- ur samt sínar eðlilegu for- sendur og er bókin mikið keypt bæði af unglingum og fullorðnum. I sjónvarpinu er vikulegur þáttur er nefnist The Untouchables eða hinir ósnertanlegu og fjallar um baráttu A1 Capone á sínum tíma. Bókin fjallar um sama efni og er raunar útdráttur úr þessum vikulegu sjón- varpsþáttum. Annars hefur sala verið fremur hæg í nóvember og þar háfa verið söluhæstar bækurnar eftir Guðrúnu frá Lundi og Thorolf Smith. Þá hafa einnig hreyfzt sæmilega bækur eins og horft á Reykja- vík, eftir Áma Öla, Stein- grímur Thorsteinsson og síð- ustu daga Jóhannes á Borg og Sjöstafakver Halldórs Laxness í dag. Hvernig gengur Hannes Hafstein hjá þér? Hún geng- ur sáralítið hér. # Þá hringdum við í Bóka- búð Máls og menningar á Laugavegi og varð þar fyrir svörum Adda Magnúsdóttir, deildarstjóri. Hjá okkur hefur gengið bezt Tregaslagur, eftir Jó- hannes úr Kötlum og Ofvit- inn, eftir Þórberg og á ég þar við lausasölu. Þá hafa verið söluglaðir hjá ökkur Steingrímur Thor- steinsson, Ferðabók Olavíus- ar, Ritgerðasafn Steins Stein- ars og svo auðvitað Guðrún frá Lundi og Thorolf Smith. Þá spái ég góðu um Jó- hannes á Borg og Árin sem aldrei gleymast og í dag hef- ur Sjöstafakver Kiljans runn- ið út hjá okkur. Guðrún frá Lundi Thorolf Smith Jólasalan leggst vel í mig í ár, sagði Adda að lokum. # Þá hringdum við í Bóka- búð Braga Brynjólfssonar og varð þar fýrir svörum Reg- ína Bragadóttir, verzlunar- stjóri. Ég á dálítið erfitt með að nefna sérstakar sölubækur í nóvember og hefur verið heldur hæg sala og þó með jafnri stígandi. 1 dag hefur hinsvegar skyndilega brugðið til betri vegar. Þó myndi ég nefna Kenn- edybókina og bók Guðrúnar frá Lundi sem söluglaðar bækur í nóvember og skara þó alls ekki fram úr Ferða- bók Olavíusar og Auðnu- stund eftir Birgir Kjaran. Þá spái ég góðu um Sjöstafa- kverið eftir Kiljan og hef þegar selt tíu bækur i dag. Jóhannes bóndi á Borg er einnig líklegur til vinsæida. # Þegar við hringdum í Lár- us Blöndal í gærdag, þá var hann heldur tregur til svars og kvað svona yfirlýsingar heldur viðkvæmar fyrir bóka- útgefendur og þeir væru all- ir vinir sínir. Mér þykir þó vænt um að Guðmundur minn Jakobsson ætlar líklega að hafa góða sölubók í ár. Það er Jóhann- es á Borg, eftir Stefán Jóns- son fréttamann. Þá má geta um tvístimið á bókahimnin- um núna þar sem eru Guð- rún frá Lundi og Thorolf Smith. Þá hafa Steingrímur Thor- steinsson og Úr myndabók læknis, eftir Kolka verið dá- góðar í sölu. Annars er mér orðið það áhyggjuefni með bóksölu almennt, hvað erfitt er orðið að ná til viðskipta- vina vegna hins langa vinnu- dags hjá fólki yfirleitt og geri ég ráð fyrir, að það komi líka niður á bóklestri. Hinsvegar hefur þetta ver- ið fjörugur dagur í dag. # Þá hringdum við að lokum í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og höfðum þar tal af Steinari Þórðarsyni, verzlu narst j ór a. Síðastliðinn hálfan mánuð hefur verið fjörug bóksala hjá okkur til þess að senda vinum og ættingjum erlend- is. Við erum svo nálægt pósthúsinu. Þar hafa einkum verið á sölulista málverka- bækur og myndabækur frá íslandi og þá hafa Guðrún frá Lundi og Thorolf Smith gengið líka á erlendum vett- vangi. Þá hefur Hannes Haf- stein selzt mikið hjá okkur og er það raunar forlagsbók. Líklegar sölubækur á næst- unni myndi ég telja Jóhann- es á Borg og Árin sem aldrei gleymast og hafa þær selst dável síðustu daga og svo er einnig um Sjöstafakver Kilj- ans. Hvernig seldist Tregaslag- ur, eftir Jóhannes úr Kötlum hjá ykkur? Hann hefur selzt sáralítið, — hinsvegar hefur verið nokkur hreyfing á Of- vita Þórbergs. S.l. sunnudag héldu Samtök hernámsandstæðinga fullveldis- fagnað sinn í Súlnasal Hótel Sögu. Mikið fjölmenni var þar samankomið eða alveg fullt hús og tókst fagnaðurinn hið bezta í hvívetna. Rögnvaldur Hannesson, stud. jur. setti samkomuna og kynnti hann dagskrárliði. Fyrsta dagskráratriðið var samfelld dagskrá um 1. des. 1918, aðdraganda hans og fuli- veldið. Dagskráin var saman- tekin af Þorsteini frá Hamri, skáldi, en flytjendur auk hans voru Gils Guðmundsson, al- þingismaður, Einar Laxness, Sverrir Út er komið hjá bókaútgáf- unni Fomi rit eftir tvo merka höfunda um örlög þriggja á- gætra alþýðuskálda nítjándu aldar. Tómas Guðmundsson sjcáld skrifar um Látra-Björgu og. Skáld-Rósu og nefnist fyrri þátturinn „Ættstór kona velur sér vergang” og hinn síðari „Þó að kali heitur hver”. Sverrir Kristjánsson, sagnfr. skrifar um Bólu-Hjálmar og nefnir þáttinn „Feigur Fallandason”. Bókin er 236 bls., prýdd allmörgum myndum og er framlag höfunda beggja nokkuð jafnt að blað- síðutali. cand. mag. og Kristinn Jóharm- esson, stud. mag. Þá flutti Loftur Guttormsson sagnfræðingur fullveldisræðu en síðan skemmti Karl Guðmunds- son með eftirhermum. Síðan stjórnaði Jónas Ámason fjöldasöng. Júníus Kristinssonj stud. mag. flutti snjalla ræðu. Að þessum atriðum loknum var stiginn dans, unz Savanna- tríóið kom og söng og lék fs- lenzk þjóðlög og síðan var dans- að fram eftir kveldi. Þess má geta að síðustu að fullveldisræða Lofts Guttorms- sonar sagnfræðings er birt á 4. síðu Þjóðviljans í dag. Tómas Bókin nefnist „Konur og kraftaskáld”. 1 formála segja höfundar m. a. svo: „1 þessari bók er fjallað ura r.okkrar þær persónur, sem í lifanda lífi skáru sig úr um- hverfi sínu að stórbrotnum s-virt og andlegu atgervi og eignuð- ust snemma mikið rúm í hug- arheimi þjóðarinnar, þar sem þær héldu áfram að lifa og mótast löngu eftir sinn dag. Af þeim sökum getur einatt reynzt erfitt að greina á milli stað- reynda og skáldskapar f sögu þeirra., og þó er stundum enn ' Framhald á 5. síðu. Umræður á Alþingi í fyrradag um veitingu prestakalla Söfnuðirnir velji umboðs- mann guðs með kosningum f fyrradag voru fundir í báð- um deildum Alþingis. í efri deild hafði forsætisráðherra framsögu fyrír frumvarpi " um breyting á þingsköpum Alþing- is, sem þegar hefur verið skýrt frá og hefur gengið í gcgnum neðri deild að mestu óbreytt. Þá mælti Emil Jónsson fyrir stjórnarfrumvarpi um aðstoð við fatlaða, sem felur í sér breyting á lögunum þannig, að fé því sem aflað er samkvæmt þeim skuli að nokkru varið til blindra en 6/7 hlutum' til byggingar og rekstrar vinnustofnana fyrir fatlað fólk. I neðri deiid var á dagskrá veiting prestakalla. Benedikt Gröndal flutti frumvarpið f.h. menntamálanefndar, sem flytur það að beiðni kirkjumálaráð- herra en hann biður þess hins vegar að beiðni kirkjunnar preláta skv. samþykktum kirkju- þings. Frumvarpið felur í sér þá þreytingu, að héraðsfundir skuli kjósa prestana en ekki almenn- ingur með allsherjaratkvæða- greiðslu eins og hing- til hefur tíðkazt. Sigurvin Einarsson tók til máls, og sagði frumvarpið miða að því að setja presta í söfnuð gegn vilja safnaðarmanna. Hann taldi þetta öfugþróun og væru safnaðarmenn með þessu sviptir ákveðnu lýðræði. Jóhann Hafstein sagði frum- varpið flutt að sinni tilhlutan, og skýrði að nokkru aðdraganda þess en það hefur áður verið flutt á þingi en dagað uppi. Einar Olgeirsson skírskotaði til 63. greinar stjórnarskrárinnar um trúfrelsi. Sagði hann, að venjan hefði verið sú að söfn- uðirnir sjálfir veldu sér milli- göngumenn milli sín og guðs, því skyldu lútherstrúarmenn ekki fá að velja umboðsmann eftir sínu höfði eins og t.d. mundi vera í öðrum söfnuðum hér á landi. Þó að ríkið veiti fé til hinn- ar lútherskevangelisku kirkju væri á engan hátt réttlætanlegt að það veitti einnig umboðs- manninn. og láta þar með lúth- erstrúarmenn gjalda trúarskoð- ana sinna. Þessi tilraun til að afnema kosningar presta væri aðeins einn liðurinn í því að yfirmenn sölsi undir sig veitingu hinna ýmsu embætta. Raunar væri það ekki alltaf sem kristilegast sem viðhaft er við prestskosningar en ekki dytti þó alþingismönnum í' hug að svipta t.d. landslýð kosning- arrétti á þingmönnum þó fram- bjóðendum hætti ekki beinlíaiis til að nostra við sannleikann í kosningabaráttunni. Þá sagði Einar að þetta frum- varp væri ekki komið frá söfn- uðunum sjálfum heldur yfir- mönnum kirkjunnar. Loks sagði ræðumaður, að út frá þeim mannréttindum sem gengið er út frá í 63. grein stjórnarskrárinnar' væri ómögu- legt og órétt að samþykkja þetta frumvarp. Umræðum var síðan frestað og málið tekið út af dagskrá. Til 3. umræðu var frumvarp- ið um leiklistastarfsemi áhuga- manna. Því var vísað að um- ræðu lokinni til efri deildar. Skáidsaga eftir Stefán Jónss. Út er komin ný skáldsaga eft- . ir Stefán Jónsson og nefnist hún Vetur í Vindheimum. Stefán Jónsson hefur skrifað saman fjölda bóka og eiru flestar fyrir böm og unglinga. En hann hefur þá sérstöðu meðal þeirra íslenzkra höfunda sem skrifa fyrir þessa aldursflokka, að sög- ur hans eru sannanlega fullgild- ar bókmenntir og endast lesend- um til ánægju þótt þeiir éldist að árum og þroska. Þekktustu unglingasögur Stef- áns eru bækurnar um Hjalta litla. Góða dóma hlaut Stefán fyrir skáldsögumar „Sendibréf frá Sandströnd” oog „Vegurinn að brúnni”, g þóttu þær báðair einhver ágætasti bókmenntavið- burður hvors árs. Skáldsagan Vetur í Vindheim- um mun einkum ætluð ungling- um. Útgefandi er ísafold. Örlagaþættir eftir Tómas og Sverri Skilaði aftur sjón- varpstækinu Þau merku tíðindi gerðust fyriir fáeinum dögum að ungur iðnað- armaður hér í bæ labbadi sig inn í sjónvarpsbúð og kvaðst vilja skila því sjónvarpstæki sem hann hafði keypt þar á staðnum unj það bil tveim vikum fyrr. Sölumenn voru með nokkuð múður en tóku þó við tækinu að lokum en iðnaðarmaðurinn hlaut samt að tana þúsund krónum á viðskiptunum. Hann vair samt glaður að vera laus við gripinn, þótt ekki hefði tækið staðið lengi í hans heimkynnum. Og álítur hann, að sjón- varp gæti ef til vill verið þolanlegt í stórri íbúð, þar sem er að finna undir það sérstakt herbergi, sem fólk þarf ekki endilega að ganga mikið um. Annars ekki. Og, bætir hann ennfremur við, það gæti ef til vili gengið að hafa sjónvac-ip — ef maður hefur engin áhugamál.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.