Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 5
SÍÐA 5 HÚÐVILIINN Heimsfrægir badminton- leikarar eru væntanlegir □ Á morgun, fimmtudag, koma hingað til landsins á vegum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur fjórir úr hópi beztu badmintonleik- ara Dana, en Danir eru, svo sem kunnugt er, langbeztu badmintonleikarar Evrópu, og eiga að margra dómi jafnframt beztu badmintonleikara í heimi, þótt Indónesar og aðrar malajaþjóðir standi þeim nokkurn veginn á sporði. Golfklúbbur Reykjavíkur msnnist 30 ára afmælis Miðvikudagur 2. desember 1964 — Breikur skip- verji ferst í fyrradag vildi það slys til á miðunum undan Austurlandi, að unguir piltur 16 ára að aldri fest- ist í spili brezks togara og lézt. Ekki tókst Þjóðviljanum að fá upplýsingar um þetta mál í gær nema Geir Zoega - ræðismaður upplýsti að honum hefði verið falið að flytja lík piltsins til heimahafnar. Arekstur rétt við Engidal Allharður árekstur varð í gærkvöldi á Hafnarfjarðarveg- inum rétt fyrir sunnan Engi- dal. Tvær fólksbifreiðir rák- ust á, G-1764 og R-6975. Fólkið sem í bifreiðunum var slasaðist allt nokkuð, en ekki alvarlega nema ein kona í G-bílnum. Hún hlaut slæm meiðsli á höfði, og fékk gler- j brot í auga. Mikil hálka var á veginum og mun teljast orsök slyssins. Háskélinn Framhald af 1. síðu. Háskólarektor drap því næst á þær greinar sem nauðsynlegast væri að taka upp. Taldi hann í byrjun náttúrufræði, dýrafræði, grasafræði og jarðfræði og væri raunar „fjarri öllu lagi“ að ekki t skuli þegar vera prófessorsem- bætti í náttúrufræði við. gkólann. j Hann taldi og heimspekisögu, sem kenna bæri t.d. ásamt for- spjallsvísindum, þá væri nauð- syn að taka upp kennslu í rúss- , nesku, spænsku og ítölsku, eink- ! um væri rússneskan mikilvæg, því að hún ryður sér slöðugt til rúms á hinum ýmsu sviðum menningarlífs. Þessu næst kvað rektor nauð- syri að setja á fót fornleifafræði- deild í tengslum við þjóðminja- ^ safnið. Þá væri mikil vöntun á 1 kennslu í almennri þjóðfélags- j fræði og stjórnvísindum, hið , sama væri að segja um hag- : fræði. Þá mætti nefna húsagerð- arlist og nú fyrir löngu hefði átt að vera komin kennsla til síðari hluta prófs i byggingar- verkfræði og væri það nú orðið mjög aðkallandi. Þá fjallaði rektor nokkuð um nauðsyn samvinnu milli atvinnu- veganna og rannsóknarstofnana Háskólans og lýsti þeirri skoðun sinni að vísindalegar rannsókn- arstofnanir ættu allar að heyra undfr háskólann. Að lokinni ræðu rektors lék Páll fsólfsson tilbrigði við stef | eftir Isólf Pálsson. Hátíðina setti Ásmundur Ein- arsson, fo:maður hátíðarnefndar og kynnti dagskrárliði. Framhald af 12. síðu. meira vafamál, hvort mundi gefa af beim raunsannari mynd. líf þeirra eins og það yrði trú- legast rakið frá degi til dags eða eins og þjóðin sá það fyrir sér í eigin örlagaspegli. Senni- lega fer bezt á því, þegar saga þeirra er sögð. að hvort tveggia sé haft í huga, og örugglega gætir slíkra’ sjónarmiða í þess- um frásöguþáttum. Þeim var einungis ætlað að skipa sögu- persónum sínum á trúlegt svið og bregða þar upp minnisverð- um myndum úr lífi þeirra.” nmj0ii6€Ú6 si&mnuaíöaK6cm Minnin°arspjöld fást í bókabúð Máls og menn- ingar, Laugavegi 18. Dönsku badmintonleikararn- ir munu hafa hér badminton- sýningu og innbyrðis keppni n. k. föstudagskvöld kl. 8,30 og kl. 3 e.h. í íþróttahúsi Vals Gefst öllum badmintonunnend- um þá kostur á því að sjá þadminton leikið eins og þaö gerist bezt í heiminum. Þeir, sem koma ei'u Erland Kops, Henning Borch, Svend Andersen og Torben Kops (bróðir Ei'lands). Erland Kops hefur verið tal- inn bezti einliðaleikari f heim- inum undanfarin ár. enda hef- ir hann fimm sinnum unnið All England-keppnina í ein- liðaleik, en sú keppni er eiru konar óopinber . heimsmeisi arakeppni. Henning Borch kom hing-v' til lands fyxúr nokkrum árum með félaga sínum Jörgen Hammex’gaard-Hansen. Þeir sýndu og kepptu hér á vegum TBR, svo sem mörgum er í fei'sku minni. Borch var þá kornungur og talinn efnileg- asti ungi badmintonleikari Dana. Síðan hefur hann verið í fremstu röð badmintonleik- ara, verið fastur í landsliði Dana og unnið mörg mót, en m. a. sigraði hann bæði í ein- liðaleik og tvíliðaleik í opnu hollenzku leikjunum á þessu ári, og voru þó margir góðir danskir og malajiskir leik- menn meðal þátttakenda. Svend Andersen er upprenn- andi stjarna á dönskum þad- mintonhimni. Hann vann bæði einliðaleik og tvíliðaleik á dönsku unglingaleikjunum í janúar í fyrra. Leikir hans og Elo Hansen í úrslitum vöktu gff,athygli. Á móti i r’ ~'’öfn f október si. ■'arch og komst í 'aleik móti Er- m tapaði þeim 5:15). ■Cobs er ungur og tlegur leikmaður eins og Svend Andersen og hefur hann staðið sig mjög vel I mótum. Á föstudag og laugardag gefst badmintonunnendum því fágætt tækifæri til að sjá þessa fögru íþrótt leikna af fi'ábæi'um snillingum. Fréttamönnum var í fyrradag boðið á fund með stjórn Golí- klúbbs Reykjavíkur í tilefni 30 ára afmælis hans en hann var stofnaður 14. des. 1934. Helztu hvatamenn að stofn- uninni voru þeir Sveinn Björnsson, þá sendiherra í Kaupmannahöfn en síðar for- seti Islands, og mun hann fyi'stur Islendinga hafa leikið golf, Gunnlaugur Einarsson læknir og Valtýr Albertsson læknir. Undirbúningsstofnfund Golf- klúbbs Islands sátu alls l^ manns og úr þeim • hópi sátu 2 fundinn með frétta- mönnum í fyrrad. þeir Valtýr Albei’tsson, læknir og Hall- grímur Fr. Hallgrímsson, for- stjóri. Hinn raunverulegi stofnfund- ur og fyrsti aðalfundur klúbbs- ins var haldinn 14. desember sama á og skipuðu eftirtaldir fyrstu stjórnina: Gunnlaugur Einarsson, læknir, formaður, Helgi H. Eiríksson verkfræð- ingur. varaformaður, Gunnar Guðjónsson, skipamiðlari ritari, Gotfred Bernhöft, stórkaxip- maður, gjaldkeri. Valtýr Al- bertsson læknir, Eyiólfur Jó- hannsson, forstjóri og Guð- mundur J. Hlíðdal, póst- og sfmamálastjóri. Stofnendur voru alls 57. Félagsmenn í Golfklúbb Reykjavíkur eru nú 225 og skipa eftirtaldir menn stjóm hans: Þorvaldur Ásgeirsson, foi’maður, Tómas Árnason. hrl. varaformaður Öttar Yngvason, stud. jur. ritari. Gunnar Þor- Framhald á 9. síðu. ÓBROTGJARN MINNISVARÐI Lokabindið af sögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson er komið út Ritverk Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein er tví- mælalaust snjallasta og ítarleg- asta bók, sem rituð hefur verið um þetta skeið í stjórnmála- sög'u íslendinga. f lokabindinu er sagt frá persónu- legum högum Hannesar Hafsteins; á fyrri stjórnarárum; við lát konu hans; á efri árum. Stjórnmálaátök þessa tímabils eru viðburðarík og hörð. Fjórir ráðherrar sitja að völdum á timabilinu. — Hannes Hafs'tein tvisvar. Þetta er einn örðugasti timinn í lífi Hannesar Hafsteins. En virðing hans fer vaxandi. — Þegar hann andast gerir ríkið út- för hans og forvígismenn úr öll- um stjórnmálaflokkum skora á ís- lenzku h.ióðina að reisa honum minnisvarða. í lokabindinu er einnig við- auki, nafnaskrá og heim- ildaskrá fyrir öll þrjú bind- in og loks eftirmáli. — Bókina prýða margar myndir. ALMENNA BÓKÁFÉLÁGIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.