Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 4
SlÐA ÞJ6ÐVILJINN Midvíkudagur 2. desember 1904 Ctgefandi: Sameiningarflokktir alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson íáb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundssoru Ritstjóri Sannuðags: Jón Bjamason. Fréttaritstjðri: Sigurður V Friðþjófsson. RitstjÓm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19, Sími 17-500 Í5 línur) Áskriftarverð kl 90.00 á mánuði Á efnahagslegt einræði verzlunarauð valdsins að hindra þróun fiskiðnaðarins? JjTnahagskerfið sem nú drottnar á íslandi er ein- ræði verzlunarauðvaldsins. Verzlunarauðvald- ið lætur blöðin kalla þetta einræði „verzlunar- frelsi“. Þetta „verzlunarfrelsi“ er þannig í fram- kvæmd að allur erlendur gjaldeyrir er með laga- boði tekinn af sjávarútveginum og fiskiðnaðinum og afhentur verzlunarauðvaldinu til að braska með. Um þjóðarhag er ekkert hirt, nema ef verzl- unarauðvaldið er alveg að drepa mjólkurkúna — sjávarútveginn — þá er kippzt við. En þó sverfi að íbúum heilla landshluta vegna atvinnuleysis, og auðvelt væri úr að bæta með fiskiðnaði, þá má ekki koma þeim fiskiðnaði upp ef verzlunarauð- valdinu ekki þóknast. jjað er sjávarútvegur og fiskiðnaður sem fram- leiðir mestallan erlendan gjaldeyri Íslendinga. Ef þessar atvinnugreinar fengju frelsi til að halda gjaldeyri sínum væri grunnurinn hruninn undan einræði verzlunarauðvaldsins. En gjaldeyrir sjáv- arútvegs og fiskiðnaðar er með lagaboði tekinn af þessum atvinnugreinum, þær eru sviptar „gjald- eyrisfrelsi“, svo verzlunarauðvaldið fái einokun á gjaldeyrinum. Og þetta er kallað verzlunarfrelsi og fólki innrætt að þetta sé verzlunarfrelsi! glík „þjóðnýting“ gjaldeyrisins, sem nú hefur við- gengizt hér á landi í þrjá áratugi, á að sjálf- sögðu ekki að vera í þágu þess hundrað manna hóps, sem er verzlunarauðvaldið á íslandi. Þessi „þjóðnýting“ gjaldeyrisins á að vera í þágu allrar þjóðarinnar, og fyrst og fremst vera miðuð við efl- ingu framleiðslunnar, einkum þó fullvinnslu ís- lenzkra afurða. Tökum sem dæmi að hægt sé að selja niðurlagða síld fyrir 100—200 miljónir króna til Sovétríkjanna, gegn vörukaupum þaðan, og bæta þannig stórum atvinnuástandið norðanlands. Þá ber tafarlaust að beina þangað vörukaupum til að hagnýta þessa möguleika til fulls, þó það kosti að skerða einræði verzlunarauðvaldsins að sama skapi. gf það er ekki gert, þá er verið að láta einræði verzlunar.auðvaldsins hindra eflingu íslenzks fiskiðnaðar og koma í veg fyrir útrýmingu at- vinnuleysis. Þá er einræði verziunarauðvaldsins orðinn fjötur á þróun íslenzks framleiðslukerfis, — fjötur sem þarf að höggva á. Þau stjórnarvöld, sem láta gróðasjónarmið nokkurra innflutnings- aðila sitja í fyrirrúmi fyrir eflingu framleiðslunn- ar og nauðsyo bess að allir íslendingar hafi at- vinnu. bregðast hagsmunum þjóðarheildarinnar m að þjóna einræði verzlunarauðvaldsins. Á FULL VELDISDA6INN Við hernámsandstæðingar höfum séð ástæðu til að koma saman sérstaklega hér í kvöld að minnast fullveldisdagsins 1. desember. Vissulega hefðum við kosið fremur að þessi á- stæða væri ekki fitrir hendi. Við hefðum kosið að landið byggði einhuga þjóð er stæði sameinuð um minningar sigur- sællar sjálfstæðisbaráttu og einbeitti sér að því að ávaxta það pund sem aldamótakyn- slóðin færði henni í hendur. Við hefðum ennfremur kosið að hátíðisdagurinn fyrsti des- ember gæfi stjórnmálaleiðtog- um þjóðarinnar aðeins kær- komið tilefni til að vísa henni veginn fram, setja henm djörf markmið í þeirri lífs- og #jálf- stæðisbaráttu sem hún hlýtur ævinlega að heyja. Ef svo væri í pottinn búið mætti kalla ó- þarft fyrir hernámsandstæð- inga að halda sérstaklega til dagsins. Og þá væri jafnvel óþarft að vera hernámsand- stæðingur. En þessar óskir _ samþýðast illa veruleikanum. f stað sam- einaðrar þjóðar blasir við þjóð sem á sl. tuttugu árum hefur sundrazt óþyrmilega í afstöð- unni til þess máls sem varð- ar sjálfa tilveru hennar, sjálf- stæðismálsins. Aðeins tuttugu árum eftir fulla endurheimt sjálfstæðis greinir íslendinga mjög á um hvaða skilning beri að leggja á hugtakið sjálf- stæði og hvaða stefna dugi bezt til að tryggja það. Hug- takabrenglingurinn er örugg vísbending þess að sjálfur veru- leikinn er brenglaður. Það er sjálf sjálfstæðisvitund þjóðar- innar sem hefur brenglazt. Við hernámsandstæðingar fullyrðum að sjálfstæðisvitund þjóðarinnar hafi verið skert og bnengluð, vísvitandi eða ómeð- vitað, af þeim forráðamönnum sem bera ábyrgð á undanslátt- arste'fnu síðustu tuttugu ára. Við fullyrðum að þáð sé hún sem eigi sök á þeim klofningi þjóðemisvitundarinnar sem hér um ræðir. Áfangamir á leið þessarar undanlátsstefnu eru kunnari en svo að þeir þurfi upprifjunar við hér í kvöld: þeir eru tengdir Keflavíkur- samningnum, inngöngu íslands í Atlanzhafsbandalagið, hersetu Bandaríkjamanna og hinum margþættu áhrifum sem af henni hafa stafað. Sérhver þessara áfanga hefur markað djúpt spor sársauka og beizkju í þjóðemisvitund alls þorra fs- lendinga. Það er einatt erfitt fyrir okkur að leggja hlutlægt mat á þá sögu sem við erum sjálf- ir að skapa. Það verður þó ljóst af stjómmálasögu síðustu tuttugu ára að allan þennan tíma hafa ráðamenn þjóðarinn- ar yfirleitt eytt obbanum af orku sinni í að sannfæra hana um nauðsyn þessarar undan- sláttarstefnu í sjálfstæðismál- unum. Þag má með sanni segja að þeir hafi verið önnum kafn- ir við að grafa undan uppi- stöðum íslenzkrar þjóðernisvit- undar og íslenzks þjóðarmetn- aðar. Sérhvem nýjan áfanga á leið undansláttarins hafa þeir túlkag sem „illa nauðsyn", sem „óhjákvæmilegt framlag" fs- lendinga til vamarkerfis hins vestræna heims. Með þessum orðum hafa þeir reynt að velta nokkru af sinni persónulegu á- byrgð — sem þeim hefur ef- laust þótt helzt til þungbær — yfir á breiðar herðar forlaga- nornanna, þeirra sem ráða gangi mála útí hinum stóra heimi. Þannig hafa þeir reynt að telja þjóðinni trú um að það sem réði undanslættinum, gerði hann óhjákvæmilegan, væri yfirgangur - heimskommúnism- ans. Sjálfir væru þeir þá í rauninni ósköp litlir kallar sem væru knúðir til óhæfu- verka af einhverri óskiljanlegri nauðsyn. Kommúnistahættan hefiur verið hin mikla réttlæting und- ansláttarmanna sem þeir hafa stöðugt notað sér til synda- kvittunar frammi fyrir þjóð- inni. En hefur hún veitt þeim aflát? Þessari spurningu má bæði svara með jái og neii. Við vitum að þjóðaratkvæða- að að íslenzk sjálfstæðisvitund hefði til að bera meiri styrk- leika og seiglu en hin stutta saga lýðveldis okkar vottar. Hún sannar okkur-að þjóðem- istilfinningin er engin eilífðar- kennd, otar tima og rúmi, heldur stæiist hún ýmist eða svignar eftir því hvemig fjöldi heimila á Suðvesturlandí hefur á skömmum tíma ginið við þessu tákni, er einhver mesti sigur sem andstæðingar okkar hafa unnið, en um leið er hún kórónan á niðurlæg- ingu íslenzks þjóðemismetn- aðar. Nú er líka af sú tíð að odd- VWWIWWWWVWWWVWWWWVWWWWWWWVWWVWVVWWWVWVWWWWWVVW\'VV Ræða Lofts Guttormssonar á fullveldisfagnaði Samtaka hernámsandstæðinga um síðustu helgi iAAAAAAAAA/WWA/WAAA/WAA/WWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WAAAAAAAA greiðsla hefur aldrei fengizt framkvæmd um hersetumálið. Gamlar og nýjar skoðanakann- anir, svo og undirskriftasafn- anir á vegum Samtaka her- námsandstæðinga, benda til að meirihluti þjóðarinnar sé and- vígur erlendum herstöðvum á íslandi. Hins vegar hefur meirihluti hennar ekki látið þá, sem fengu bandaríska her- ipn til landsins 1951, gjalda athæfis síns í almennum kosn- ingum með því að svipta þá þingmeirihluta. Mikill hluti þjóðarinnar hefur sætt sig við orðinn hlut, látið bamalegar skýringar undansláttarmanna sér lynda og tekið mark á þeim áróðri að íslendingar væru ekki færir um að standa efnahagslega á eigin fótum. Ótaldir eru þeir sem hafa mak- að krókinn á herbraskf veðsett sálu sína Mammoni. Að óreyndu hefðum við ætl- vindar blása í hinum grálynda heimi stjórnmálanna. Því er það ekki kvíðalaust sem við hemámsandstæðingar horfum til, næstu framtíðar, að öllu óbreyttu. Við getum ekki lok- að augunum fyrir því að am- eríkanisminn er að læsa sig æ fastar um fleiri og fleiri svið þjóðlífsins. Hann hefur löngum hafizt til öndvegis í kvik- myndahúsunum, hann setur orðið mark sitt á mestan hluta þess bókmenntalega þunnmet- is sem almenningur leggur sér daglega til munns, og hann hefur nú tvö síðustu árin gert opinskáa innrás inná þúsundir Og aftur þúsundir heimila í þéttbýlustu byggðum landsins. Með herstöðvasjónvarpinu bandaríska teflir hann vígreif- ur fram framvarðarsveitum •tækninnaí' --suni - eirr á hverjum’ tíma tákn almennra lifsþæg- inda. Sú staðreyncj að mikill ■%----3----------- vitar hernámsstefnunnar tali um „illa nauðsyn“. Þeir telja sig réttilega hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð að þeir þurfi ekki lengur að leita griða hjá forlaganornunum og geti óhikað gengið fram fyrir skjöldu sem steigurlátir sol- dátar amerískrar menningar- lágkúru. Þeir vinna sem áður markvisst að því að rugla land- ann í ríminu, slæva þjóðern- isvitund hans og hræra hug- tökin í graut; en stundum er ekki frítt við að manni verði að spurn hvort þeim sé sjálf- rátt, hvort þeir hafi ekki sjálf- ir ruglazt gersamlega í rím- inu. Einn málsvari herstöðva- sjónvarpsins, sagði fyrir skömmu í ríkisútvarpinu að það mundi særa þjóðarmetnað sinn ef tekið yrði fyrir send- ingar bandaríska sjónvarpsins til Reykjavikur og nærsveita; Framhald á bls. 9. JÖN BJÖRNSSON Jómfrú Þórdís er áhrifarík skáldsaga byggð á sannsögulegum heimildum ura frægt sakamál frá 17. öld. — Stóridómur er lög í landinu, þyngstu refsingar vofa yfir Þórdísi Halldórsdóttur og mági hennar, Tómasi Böðvarssyni. íslenzkir höfðingjar og danska konungsvaldið berjast um líf þeirra. Bókin er einnig aldarfarslýsing. Baksvið sögunnar er öld hjátrúar og hindurvitna, barátta lúterskra klerka við kaþólska siði og venjur, andóf lands- manna gegn danska konungsvaldinu. — Þetta er nýjasta skáldsaga Jóns Björnssonar. — ALMENNA BÓKAFELAGIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.