Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 10
1Q SÍDA ÞI6ÐVIUINN Miðvikudagur 2. desember 1964 Jonathan Goodman GLÆPA IGÐIR — Ég vil síður þurfa að beita valdi, herra minn. — Hvað þá? Varstu eitthvað að nefna vald? Komdu mér ekki til að hlæja...... Hann rykkti sér frá afgreiðslu- borðinu og lagði af stað til dyra. Eitt skref var honum leyft að taka. Hann fann hvernig snúið var upp á handlegginn á honum fyrir aftan bak, þangað til fing- ur hans námu næstum við hnakkann. Hann rak upp hljóð sem breyttist í hálfgert kjökur þegar tilkenningin breiddist út um handlegg hans og hann fann hvemg tognaði á sinunum. Hann lét fallast á hnén. — Tínið upp peningana yðar, herra minn, sagði sama rólega, dimma röddin. — Farðu til ...,ó.... Hann rykkti til höfðinu og sveigði bakið um leið og hert var á takinu. Kaffistofan gekk í bylgj- um. Svörtu andlitin voru nú aílt í kringum hann, þau Ijósu gægðust yfir breiðar herðar; ó- slitinn veggur starandi augna. Röddin aftur, nær eyrunum á honum í þetta sinn; heitur .and- inn á vanga hans. Vil síður meiða yður, herra Shakespeare. Andlitin brostu .... hvítar tennur, hvít augu .... vaxandi hlátur. — Ég kalla á lögregluna .... tókst Bernard að kreista útúr sér. Meiri hlátur. — Ég veit þér eruð hvítur maður, herra minn, og ég vil ógjaman deila við hvítan mann, en þér sögðuð rétt áðan að þér mynduð ekki þekkja mig aftur. Þér eruð ekki iengi að snúa við blaðinu. Hláturinn var ærandi, höfuðin vögguðu; hendur með Ijósum lófum slógust saman og slegið var á lær. — Ég skal muna þig, niggara- bastarður...... — Uss, þetta er nú ekki fallegt. Ekki siðmenntað. Mætti ég þá ekki kalla yður hvítan bastarð? Takið hertist um hand- legg hans, Segið vinum mínum hvað þér eruð — þér eruð hvítur bastarður, er það ekki herra minn? Aftur var snúið upp á handlegginn á honum. Er bað ekki? Svona nú, segið okkur hvað þér eruð. Við bíðum.- Tárin runnu niður andlitið á Bemard. Honum var óglatt, hann var máttlaus og þreyttur. Hann hefði helzt veljað deyja. Ég .... ég er .... hvítur .... bastarð- ur.... — Segið aftur svo að við heyr- um það allir. — Ég er hvftur bastarður.... hrópaði hann. — Aftur. HÁRGRFIPSLAN Hárgreiðslu og snyrtistofu STETNU og DÖDÓ Uaugavegi tf) m hæð dvfta) SlMT 2 4616 P E R M A Carðsenda 21 — STMT: 33 9 68 Hárgreiðslu og snvrtistofa D ö M U R I Hárgreiðsla við allra hæfi — TJARNARSTOFAN — Tiarnar götu 10 — Vonarstrætismeg’n — SIMT- 14 6 62 HARGREIÐSLUSTOFA AUST- URBÆJAR — María Guðmunds- dóttiT Laugavegj 13. — SlMI: 14 6 56 - NUDDSTOFAN ER A SAMA STAÐ. - — Hvítur bastarður .... — Eins og maðurinn segir, bara einu sinni enn — og allir samtaka. — Hvítur bastarður..... Og allt í kringum hann opn- uðust munnamir og orðin voru hrópuð til hans aftur, urðu að kór og fætur stöppuðu eftir hljóðfallinu. Damm-damm-didi- didi.... damm-damm-di-di-di- di.... Hann áttaði sig á því að hann var að slá sama taktinn með fingrunum á stýrið. Hann kreppti hnefana og lét þá síga. Hann tautaði: Enginn kemst upp 10 með svona lagað við Bemard án þess að finna fyrir því.... Ég var sviptur stoltinu þetta kvöld. An stolts er maðurinn ekki neitt, og ef maður er ekki neitt, þá gæti hann eins verið dauður. Ég er ekki vanur að vera langrækinn, en í þetta sinn gegnir öðru máli, allt öðru máli. Stolt mitt er í veði. Hefnd, fullkomin hefnd, það er það sem ég vil. Og ekki að undra. Ég verð að segja að ég hef skipulagt þetta allt saman býsna vel. Peningar í banka — Jumbo f tugthúsið ......... tvær flugur í einu höggi, það má nú segja. Og fyrst við erum með málshætti á annað borð, þá gleymum því ekki að þolinmæð- in þrautir vinnur allar. Þolin- mæði er nokkuð sem ég á nóg af. Og það er eins gott, býst ég við, að haf a einn kost að minnsta kosti innan um aTla þessa lesti. Þetta er brandari, ef ykkur sýn- ist svo. Hann gaut augunum sem snöggvast á úrið. En hvað tíminn silast áfram þegar verið er að bíða eftir ein- hverju. En ég er búinn að bíða svo lengi, að ég get hæglega beð- ið nokkrar mínútur í viðbót án þess að væta brækumar. Allir þessir mánuðir í þaulhugsun, at- hugun, skipulagningu .... Allar þessar spumingar um Jumbo. Ég veit meira um þig, Jumbo, en þú veizt um þig sjálfur.... sem er að vísu ekki sérlega erfitt, því að þú ert eklci annað en ó- upplýstur niggaradrjóli. Já, reyndar. Það er fullkomin lýs- ing á þér. Allan þennan tíma, Jumbo, hefur þú verið að háma í þig kaítafæðu og kartöflur, án þess að vita að hönd dóms- ins er á lofti, reidd til höggs. Kanntu að lesa? Ekki vænti ég að þú hafír séð grein í blaðinu þínu fyrir nokkrum vikum?.... Crklippa úr West London Courier: I Furðulegt innbrot í Hammer- 1 smíth. — „Athyglisverð vísbending fund- in“, segir Iögregluþjónn. Þjófar brutust inn f byggingu Joseps Brandini og Co. (Grímu- búningar og ti'lheyrandi) f King stræti. Hammemmith, aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Blaðamaður okkar átti tal við Emest Tompkins, deildarstjóra, og skýrðí hann þannig frá: ,,Ég kom á staðinn á miðvikudags- morgni um bað bil tíu mínútur fvrir níu. Mér brá í brún þegar ég sá viðurstyggð evðileggingar- innar. Lásinn á hliðardyrunum hafði verið brotinn upp og þeg- ar ég ýtti upp dyrunum blasti éskapnaðurinn við. Kössum og skúffum hafði verið hvolft við og innihaldinu stráð útum allt gólf. Ég hringdi samstundis í lögregluna. Gamall nágranni Herra Tompkins, sem er ró- legur og yfirlætislaus í ljósbláa vinnusloppnum sínum, er gamall nágranni. Hann sagði við full- trúa okkar: Ég hef átt heima í Hammersrnith hvavfinu síðan ég var ' --’gur. Á þeim tíma hef é' s margar og miklar breyti” en aldrei á ævinni hef ég séð aðra eins viður- styggð og bar fyrir augu mér á miðvikudagsmorgun. Það er von mín að afbrotamenniirnir fái verðskuldaða refsingu. Athyglisverð staðreynd. Það er ahyglisvert við þetta rán, að eftir því sem næst verð- ur komizt að svo stöddu, er ein- skis saknað nema * tveggja Ijótra gúmmígríma. — Þær eru af spánnýrri gerð, upplýsti herra Tompkins. For- lega Ijótar. Við starfsfólkið hlæjum oft að þeim. Við köll- um þær Martraðargrímur okkar í milli. Skemmdaræði? George Holmes lögreglufull- trúi og William Fox lögreglu- maður flýttu sér á staðinn, til að rannsaka þetta afbrot sem virtist framið í algeru tilgangs- leysi. Holmes lögreglufulltrúi sem starfað hefur í lögreglunni um tíu ára skeið, sagði við blaða- mann okkar: Það er rétt eins og þarna hafi verið um skemmd- aræði að ræða. Hvaða önnur á- stæða gæti verið til þess að brjótast inn í húsið til þess eins að hverfa burt með tvær ógeðs- legar gúmmígrímur. Vísbending? Hann hélt áfram: Rannsókn- in er á byrjunarstigi, en eitt at- hyglisvert ariði hefur komið í Ijós. Það lítur út fyrir að einn ræningjanna hafi haft í vinstri jakkavasa sínum eintak af LITARHÆTTI, tímariti sem gef- ið 0r út fyrir hörundsdökkt fóTk af öllum kynþáttum. Við brott- förina virtist titilblað tímarits- ins hafa festst í nagla og hTuti af því hékk eftir á naglanum. Ég er ekki að gefa í skyn að þetta gefi vísbendingu um hör- undslit eins af afbrotamönnun- um, en þetta mun verða vand- lega athugað. Holmes lögreglu- fulltrúi fékkst ekki til að gefa frekari upplýsingar. Ég er viss um að þú vissir ekkert um þetta, Jumbo. Öid- ungis óvitandi um það, ha?.. er það ekki: Veiztu það, að ef ég hataði þig ekki svona mikið, þá myndi ég vorkenna þér. Svei mér þá. Þessi nagli með bréf- snifsinu á '-röur einn af nögl- unum í 1 s ’ia þína. Bara einn þeirra. Oe rtu nokkuð leikinn í að lesa milli línanna, Jumbo? Hefurðu nokkuirt vit á því? Hefurðu nokkurt vit á neinu, ó- upplýsti niggaradrjóli? Já, þetta er ágætis lýsing á þér....... En þú myndir ekki hafa vit á slíku, Jumbo. Þú ert nefnilega þunn- ur, karl minn. Hvernig þú tal- aðir við mig í símanum í gær- kvöld — þú vissier nefnilega ekki að þú varst að tala við mig, ha? — vissir ekki að þú varst að tala við Hvíta bastarðinn í eigin pertsónu ____ Ég varð að halda á spöðunum til að vera alvarlegur í rómnum. Þegar fyr- irhafnarhljóð sem þú hefur kannski heyrt, þau voru í mér — blessaður gamli gamansami Bernard — að reyna að stilla sig um að hlæja........ — Kapitski kaffihúsið. — Biðjið Jumbo að koma í símann, ef þér viljið gera svo vel? VÖNDUB ’WI Sfáwpárjómsm &co " 4- Píanóstillingar OTTO RYEL Sími 19354. SKIPATRYGGINGAR Tryggingar ái vörum í fflutningl á eigum skipverfa Heimístryggíng hentar yður Velðarffa Afiatryggingar TRYGGÍNGAFELAGIÐ HEIMIRr tlNDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI 21260 SlMNEENI s SURETY BÓKASÝNING Austur-þýzk bókasýning að Laugavegi 18, (Bókabúð Máls og menningar) dagana 2. til 12. desember. — Á sýningunni eru um 800 bækur frá 60 forlögum. Stór hluti bókanna er um tæknileg efni. Sýningin verður opnuð kl. 4 í dag, en verð- ur síðan opin daglega frá kl. 9 til 6. Aðgangur ókeypis. BÓKAVERZLUN MÁLS O G MENNINGAR. Karlmannaföt Verð frá kr. 1.998,00. TERYLENEBUXUR Verð kr. 698,00. Kiæðaverzlunin Klapparstíg 40. •— Sími 14415. AUGL ÝSING til símnotenda í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Vegna útgáfu nýrrar símaskrár eru símnotendur í Heykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði beðnir að senda fyrir 10- desember n.k. breytingar við nafna- eða atvinnuskrá, ef einhverjar eru frá því sem er í símaskránni frá 1964. Breytingar, sem koma eftir þann tíma, má búast við að verði ekki hægt að taka til greina. Athygli skal vakin á nýjum flokkum í atvinnuskrá: VARAHLUTAVERZLANIR: Þar geta fyrirtæki, sem verzla með varahluti í bifreiðar, báta- og skipavélar, vinnuvélar og því um líkt, fengið nöfn sín prentuð. UMBOÐ, ERLEND: Þar geta símnotendur, sem umþoð hafa fyrir erlend fyrirtæki fengið nöfn fyr- irtækjanna prentuð, í nafnaskrá verða aðéins prentuð nöfn fyrirtækja, sem skrásett eru á íslandi. Allar nánari unnlýsingar fást í síma 11000 og her- bergi nr. 206 á II. hæð í landssímahúsinu Thorvald- senstræti 4. Breytingar sem sendar verða, skal auðkenna: „SÍMASKRÁ“ Reykjavík, 28. nóvember 1964. Bæjarsími Reykjavíkur. 8-11 Höfum opið frá kL 8 f.h. til kT. II e.h. alla daga vik- unnar, virka sem helga. • Hjólbarðaviðgerðin Múla v/Suðurlandsbraut — Sími 32960

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.