Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 3
Mlövikudagur 2. desember 1964 ÞT6ÐVILIINN SlÐA Tólf börn farast í eldi vestra NEW VORK 1/12 — Tóif börn fórust í ©ldsvoða í Bait- imore og í Versaillcs í Ken- tucky á þriðjudag. I Balti- more missti kona nokkur sjö af ellefu börnum sínum í eldsvoða, og er það ljald Iög- reglunnar að um íkveikju hafi verið að ræða, 1 Versa- illes missti önnur kona fimm sjö barna sinna er kviknaði í tveggja hæða húsi. Umferðarslysaár STOKKHÓLMI 1/12 — A þessu ári hafa fleiri menn farizt í umferðaslysum í Sví- þjóð en nokkurn tíma áður. [ nóvembér einum fórusi 129 manns, og er þá tala þeirra, er látizt hafa á árinu komin talsvert yfir 1000. Ball til Parísar LONDON 1/12 — Bandariski varawtaririkisráðherrann, Ge- orge Ball, lauk á þriðjudag viðræðum sínum við ráða- menn í Lundúnum og hélt flugleiðis til Parísar. Við brottförina kvað hann við- ræðurnar hafa verið nytsam- Iegar til undirbúnings fyrir fund þeirra Johnsons og Wil- sons, en þeir munu finnast í næstu viku. Ball kvaðst sérstaklega hafa rætt vanda- |t " málin í sambandi við skipu- ' Iagningu á kjarnorkuvígbún- aði Atlanzhafsbandalagsríkj- Skipastóll Breta mestur í heimi LONDON 1/12 — Það kem- ur fram í skýrslu sem Loyds birti í dag, að enn eiga Bret- ar mestan skipastól, eða 21,49 miljón lesta. Næst kem- ur Líbería með 14.55 miljón- ir og í þriðja sæti er svo Noregur með 14,48. Banda- ríkin eru i fjórða sæti og Japan í fimmta. Fiskimanna- verkfall ' PARÍS 1/12 — Fiskimenn i Norður-Frakklandi hófu á '■'riðjudag verkfall til þess að nótmæla miklum mun á út- söluverði og innkaupsverði á 'iski. Það er um 10.000 fiski- menn, sem taka þátt í verk- fallinu. Fiskimenn krefjast fastákveðinna Iágmarkslauna, án tillits til fiskafla. Einnig sé lágmarksinnkaupsverð á fiski og að hætt sé að flytja fisk erlendis að. Geta fallizt á sameiginlegt kornverð frá 1. júlí 1967 BRUSSEL 1/12. — Kurt Schmúcker, f jármálaráðherra Vestur-Þýzkalands, skýrði frá því á fundi ráðherranefndar Efnahagsbandalagsins í Brussel í dag, að stjórn hans sé fús til þess að fallast á sameiginlegt kornverð í löndum Efnahags- bandalagsins frá og með 1. júlí 19G7. Þá sé vestur-þýzka stjórn- in fáanleg til þess að lækka kornverðið í landinu, en sem kunnugt er er það hið hæsta sem í Iöndum bandalagsins þekkist. Meirihluti á þingi Schmúeker skýrði ennfremur frá því, að Ludwig Erhard, kanzlara V.-Þýzkalands, hefði tekizt að tryggja sér meirihluta í vestur-þýzka þinginu fyrir lækkun á kornverðinu, og einn- ig hefði honum tekizt að fá samtök bænda til þess að ljá samþykki sitt. Hann kvað Vest- ur-Þjóðverja aldrei hafa van- metið þá þýðingu, sem sameig- inlegt komverð hefði fyrir önn- ur ríki bandalagsins, en það væri erfitt fyrir nokkurn hluta íbúanna að láta af hendi tíunda hlutann af tekjum sínum. Fálega tekið Heldur hlutu þessar vestur- Ekki viss um gildi MLF PARIS 1/12 — Brosio, aðalirit- ari Atlanzhafsbandalagsins, lét svo um mælt í ræðu í París á þriðjudag, að hann væri ekki sannfærður um það, að hinn fyrirhugaði kjamorkufloti banda- lagsins, MLF, hefði mikið gildi fyrir várnir þess. Jafrifirámt lýs'ti hann þeirri skoðun sinni, að deilt hefði verið um þetta mál langtum meir en raunverúleg á- stæða væri til, og hvatti til þess að ræða það xaf minna kappi en meiri forsjá. þýzku tillögur daufar undirtekt- ir. Utanríkisráðherra Frakka, Couve de Murville, kvað korn- verðið, sem Vestur-Þjóðverjar stingju upp á, vera of hátt, tímatakmörkin fyrir samræm- ingu komverðsins væ'ru of langt undan. x sama streng tók land- búnaðarráðherra Hollands, en varautanríkisráðherra Belga | taldi, að hér mætti semja. Eftir j þessar almennu umræður var það samþykkt, að hefja hinar eiginlegu samningaviðræður um : málið í Brussel á mánudaginn kemur. Enn leysist ekki deilan um kostnað af friðargæzlu 5Þ NEW YORK 1/12 — Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna kom | saman síðari hluta. þriðjudags og ' var Alex Quaison-Sackey frá | Ghana kosinn formaður þess án formlegrar atkvæðagreiðslu. Fyrr um daginn hafði C Þant, fram- kvæmdastjóri samtakanna, setið á fundi með fulltrúum Breta, Frakka, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna til þcss að reyna að finna Iausn á deilu þeirri, sem upp er komin vegna þess að Sovétríkin hafa neitað að greiða hluta kostnaðar við hina svo- nefndu friðargæzlu SÞ í Kongó og löndunum fyrir botni Mið- jaröarhafs. Þegar síðast fréttist, var ekkert vitað, hver árangur, ef einhver, hefði orðið af þessum viðræðum. Vilja einangra Suður-Afríku NEW YORK 1/12 — Sú nefnd Sameinuöu þjóðanna, er um apartheid fjallar, hefur í skýrslu sinni til Allsherjarþingsins lagt til að Suður-Afríka verði efna- hagslega og stjórnmálalega ein- angruð meðal annarra ríkja heims. Það var á mánudagskvöld, sem nefndin birti skýrslu sína. Er í henni lagt til, að öryggis- ráðið skipi svo fyrir tafarlaust, að hafnar verði aðgerðir gegn kynþáttakúguninni í landinu. Allsherjarþingið eigi að ^anga á undan með því að lýsa yfir, að ástandið í kynþáttamálum landsins sé alvarleg ógnun við friðinn. Meðal þeirra aðgerða, sem nefndin leggur til að hafnar séu gegn stjórn Verwoerds eru þaer, að bannað sé að flytja olíu, gúm'mí og ýmis önnur efni svo og vörutegundir til Suður-Afr- íku. Ennfremur er lagt til að bannað verði frá landinu inn- flutningur á gulli, demöntum, járni og ýmsum málumum öðr- um frá landinu. KjarnorkiaaevÍB- týrið koster MÍIj. PARlS 1/12 — Franska stjórn- in fór þess á leit í dag við franska þingið, að það sam- þykki áætlunina um kjamorku- vopnabúnað Frakka, en sú áætl- u.n gildir næstu fimm ár. Talið er fullvíst, að áætlunin verði samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða. Þetta kjarnorku- ævintýri mun kosta frönsku þjóðina nær 480 miljarða ís- lenzkra króna. Hefur stjórnar- andstaðan á þingi lýst áætlun- inni sem einskæru bruðlL Kínverjar eru mikil menningar- j þjóð eins og við I vitum allir, enda ; hafa þeir bak við sig scx þúsund ára menningar- arfleifð. Lótus- blómið er löngu frægt orðið og hér sjáum við svo kínverska lista- mcnn dansa „Lót- usdans“ á Tien- anment-torginu í Peking. Á neðri myndinni sjáum við nokkurn hluta 1 áhorfendanna. Skýringarmynd af braut geimfars til Marz. Kapphlaupsð hafið til Marx MOSKVU 1/12 — Sovézka geimfarið Zond 2. sem skotið var á loft á mánudag, var á þriðjudag á réttri braut til Marz, en orkan í rafhlöðum geimfarsins hafði minnkað um helming. Getur þetta haft það í för með sér, að ekki náist eins góðar myndir af Marz og sovézkir visindamenn höfðu vonað. Ekki var á þriðjudag vitað, hvort ætlunin væri að reyna að láta geimfarið fara framhjá Marz, fara kringum plánetuna eða lenda á henni. Sovézku vísindamenn- irnir sendu þetta geimfar sitt á loft aðeins tveim dögum eftir að Ba-ndaríkjamenn höfðu skotið geimfari sínu, Mariner fjórða, á braut til Marz. Búizt er við því, að Mariner verði kominn til Marz eftir um það bil hálfan áttunda mánuð. Zond fyrsta skutu sovézkir vísindamenn á loft fyrir um það bil þrem mánuðum. Það hefur verið tilkynnt í Washington, að allt gangi samkvæmt áætlun með ferð Mariners fjórða. Styðja enn stjórn Suður-Víetnam WASHINGTON 1/12 — Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir í dag, að Bandarík- in séu ákveðin í því að veita stjórninni í S-Víetnam alla þá aðstoð, sem unnt sé. Aður en þetta var tilkynnt hafði forset- inn setið fund með helztu ráð- gjöfum sínum um málefni Asíu. Meðal þcirra, sem fundinn sátu, voru Rusk, utanríkisráð- herra, McNamara, vamarmála- ráðheiiTa, Taylor, sendiherra Bandaríkjanna í Saigon og All- an Dulles, yfirmaður bandarisku leyniþjónustunnar, CIA. 1 yfir- lýsingunni er lögð álierzla á það, að Víetkong fái styrk erlendis að og æ fleiri sannanir þerist fyrir stuðningi Noft-ður-Víetnam. Mikill hluti yfirlýsingarinnar fjallar um skýrslu Taylors, þá er hann gaf forsetanum um ástand- íð í Suður-Víetnam. Segir þar, að ástandið sé enn erfitt, en hin nýja stjóm undir forustu Van Huong geiri hvað hún geti til þess að auka samheldni lands- manna og vinna sigur á upp- reisnarmönnum. Hin opinbera fréttastofa í S- Víetnam skýrir svo frá í dag, að síðustu viku hafi 629 hermenn Víetkong fallið, og sé þetta mesta mannfall uppreisnar- manna lengi. 139 hafi verið teknir til fanga en 84 gefizt upp. Þá kvaðst stjórnarherinn hafa tekið sovézk vopn af skætrulið- um. Þá koma þær upplýsingar fram í fréttaskeyti NTB, að Bandaríkin hafi nú um 20.000 manna lið í Suður-Víetnam og eyði sem svarar tæpum 22 milj- örðum íslenzkra króna í það ár- lega að styðja stjórnina i S-Ví- etnam og baráttuna gegn komm- únistum í landinu. Moise Tsjombe hjá de Gaulle PARÍS 1/12 — Moise Tsjombe, forsætisráðherra Kongó, sem kominn er til Parísar, átti í dag viðræður við de Gaulle, Frakk- landsforseta. Eftir fund þeirra lét Tsjombe svo um mælt, að viðræðurnar hefðu verið einkar gagnlegar. Það er hald manna, að Tsjombe sé að reyna að fá Frakka til að veita stjóm sinni tæknilega aðstoð ýmiskonar. Frá Leopoldville berast þær fréttir, að 200 manna stjórnar- herdeild innfæddra undir for- ystu 70 málaliða hafi bjargað um 100 Belgíumönnum í bæn- um Dingila, sem er um 400 km norður af Stanleyville. f Stanley- ville heldur áfram bardögum milli stjórnarhers og uppreisn- armanna, en engar öruggar frétt- ir er að fá af viðureigninni. Akureyrurbær festir kaup á bókusafni Daviðs skált/s í gær samþykkti bæjarstjórn Akureyrar samning við erfingja Davíðs skálds Stefánssonar þess efnis að hún kaupi bókasafn skáldsins- Erfingjarnir gefa húsmuni Davíðs, enda mun verða settur upp sérstakur Davíðssalur í Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar mun mestum hluta bóka hans og húsmuna verða komið fyrir þegar lokið verð- ur við að byggja nýtt bókasafnshús á staðnum. Áður höfðu borgarar á Akureyri sent bæjarstjóminni | áskorun þess efnis, að hún keypti hús skáldsins að Bjark- arstíg 6 þar í bæ. Skyldi þar komið upp sérstöku Davíðs- ■ safni og heimili skáldsins og bókasafn varðveitt óbreytt. j En af því hefur sem sagt ekki orðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.