Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 2
ÞJÖÐVILIINN
Miðvikudagur 2. desember 1964
2 SIM
Einróma krafa AlþýSusamb andsþings:
Meira öryggi í meðferð vinnuvéla
betri aðbúnaður á vinnustöðum
f ályktun sem Alþýðusambandsþing gerði um
öryggismál á landi var lögð áherzla á aukið ör-
yggi í meðferð hvers konar vinnuvéla og bætt-
an aðbúnað og eftirlit á vinnustöðum.
Ályktunin er þannig:
„29. þing A.S.I. skorar á ör-
yggiseftirlit ríkisins að flýta
eins og unnt er samningu og
gildistöku reglugerða varðandi
öryggi og aðbúnað í þeim at-®
vinnugreinum, sem slíkar
reglugerðir vantar. Þingið tel-
ur fullá ástæðu til að þess
sé krafizt, að allir þeir, sem
vinna við vindur og lúguvörzlu
hafi til þess sérstök réttindi.
Jafnframt telur þingið brýna
nauðsyn á því, að stjórnendur
stærri vinnuvéla, svo sem vél-
skóflna, krana, jarðýtna o.fl.
sé gert skylt að ganga undir
pröf, er sýni hæfni þeirra og
kunnáttu í starfi. Verði eng-
um veitt réttindi til að stjórna
þessum vinnuvélum öðrum en
þeim, er staðizt hafa slík próf.
Eðlilegast væri, að próf þessi
vasru á vegum öryggiseftirlits
ríkísins.
Þingið telur nauðsynlegt, að
öryggiseftirlitið beiti, frekar
en verið hefur, valdi sínu til
stöðvunar, þar sem öryggi er
ábótavant á vinnustöðum.
Jafnframt telur þingið nauð-
synlegt, að gerðar vérði ráð-
stafanir til að fjölga starfs-
mönnum öryggiseftirlitsins,
svo að því sé unnt að rækja
hin nauðsynlegu eftirlitsstörf.
29. þing Alþýðusambands Is-
lands samþykkir að skora á
Borgarstjórn Reykjavíkur og
aðrar bæjar- og sveitarstjórn-
ir, að láta sem fyrst endur-
skoða heilbrigðissamþykktir og
reglugerðir um hollustuhætti,
einkum þá kafla, sem taka til
vinnustöðva iðnaðar og verk-
smiðjureksturs, og vildi þing-
ið að eftirfarandi atriði séu
höfð í huga við slíka endur-
skoðun.
1. Að heilbrigðissamþykktir
eða reglugerðir tiltaki á-
kveðið og ótvírætt um
’hvað séu lágmarksskilyrði
um hollustuhætti. — Orða-
Framhald á 9. siðu.
M I N N I N G
Sigurður Guðmundsson
Sigurður Guðmundsson var
fæddur 13. júní 1905, á eignar-
jörð foreldra sinna, Stakkadal
í Aðalvík. Foreldrar hans voru
Guðmundur Guðmundsson og
Sigríður Sakaríasdóttir. Þau
hjón eignuðust átta efnilega
syni og eru nú aðeins þrír á
lífi.
Um fermingaraldur fór Sig-
urður til sjóróðra og aðstoðaði
jafnframt sitt stóra heimili af
miklum dugnaði. Sjómennskan
varð aðalstarf Sigurðair fyrri
murari
hluta ævinnar; þó vann hann
nokkuð við múrvinnu, bæði á
ísafirði og Siglufirði. Síðar
fluttist Sigurður til Reykjavík-
ur og var þá ýmist á línuveið-
urum, togurum eða flutninga-
skipum og var í tölu vöskustu
sjómanna og mjög eftirsóttulr í
skiprúm. Þegar Sigurður hætti
Bék um BreiíafjarSareyjar
Skálholt hefur gefið út ný-
"stárlega bók. Það er „Síðasta
skip suðurí* eftir Jökul Ja-
kobsson og. Baltasar, en í þess-
ari bók gera þeir skil í málí
og myndum einhverju sér-
kennilegasta byggðarlagi á ts-
landi, vestureyjum Breiðafjarð-
ar. Bókin var ekki til á þann
veg, að fyrst væri skrifaður
texti sem síðan er mynd-
skreyttur, heldur vinna rit-
höfundur og teiknari saman
frá upphafi að gerð bókarinn-
ar með það fyrir augum að
gera í máli og myndum heild-
arskil nútíð og fortíð hverf-
andi mannlífs á Breiðafjarðar-
eyjum. Hafa bækur ekki ver-
Jökull Jakobsson
Burðarás kjara-
skerðingarstefnunnar
Tíminn heldur enn áfram
litilsvirðingarskrifum sínum
um fulltrúana á síðasta Al-
þýðusambandsþingi og klifar
á því að þar hafi Framsókn-
arflokkurinn ráðið einu ■ og
öllu og komið í veg fyrir að
ríkisstjórnarmenn kæmust í
sambandsstjórn: „Hann hef-
ur einn staðið óhvikull gegn
stjórnarstefnunni í verklýðs-
samtökunum og komið í veg
fyrir það, að þau væru gerð
að burðarás undir kjara-
skerðingarstefnunni og ynnu
þannig gegn sjálfum sér.” En
hvernig er ástatt í hags-
munasamtökum þar sem
Framsóknarflokkurinn hefur
raunveruleg áhrif og völd og
þarf ekki að búa þau til með
áróðri? I Búnaðarfélagi Is-
lands semur Framsóknar-
flokkurinn við íhaldið og gef-
ur því fulltrúa f stjórn. I
Stéttarsambandi bænda er
hliðstæður háttur á hafður.
Samkvæmt orðalagi Tímans
í gær eru þvf Búnaðarfélag-
ið. og Stéttarsambandið burð-
arásar undir kjaraskerðirig-
arstefnunni og vinna gegn
sjálfum sér.
Kaupeyrir
F ramsóknarflokksins
Hin róttæku þjóðmálaskrif
Tímans um þessar mundir
minna á hamfarirnar haustið
1949, þegar blaðið kom út
með rauðprentuð kjörorð á
forsíðu, Rannveig Þorsteins-
dóttir sagði allri fjárplógs-
starfsemi stríð á hendur og
Hermann Jónasson kvaðst
vera að búa sig undir að
sfga í Heiðnaberg fhaldsins.
Kosningasigur sem Fram- '
sóknarflokkurinn vann þá
ið unnar á þennan hátt á
Islandi.
Síðasta skip suður fjallar um
lff eyjanna eins og það er nú,
rekur sérkennilega sögu
byggðalagsins, lýsir staðhátt-
um og segir margar kynlegar
sögur af mannfólki.
Jökull Jakobsson hefur sam-
ið nokkrar skáldsögur en eink-
um hlotið frægð fyrir leikrit-
ið Hart í bak. Baltasar, sem
er katalónskrar ættar, er
kunnur orðinn af teikningum
og myndskreytingum í blöðum
og tímaritum.
Bókin er prentuð í Odda og
bundin í Sveinabókbandinu og
er allur frágangur góður.
var notaður til að gera harða
hríð að Sjálfstæðisflokknum
og náði hún hámarki þegar
sá síðarnefndi flutti 1950
frumvarp um mjög stórfellda
gengislækkun sem ætlað var
að lækka raunverulegt kaup-
gjald til mikilla muna.
Framsóknarflokkurinn svar-
aði þeirri ósvinnu með því
að flytja vantraust á ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
hún var felld umsvifalaust.
En nokkrum dögum síðar
var búið að mynda nýja rík-
isstjóm undir forustu Fram-
sóknarflokksins f því skyni
einu að samþykkja þá geng-
islækkun sem hafði orðið i-
haldsstjórninni að falli. Og
hinir róttæku þingmenn
Framsóknarflokksins sem náð
höfðu kosningu undir rauð-
prentuðum kjörorðum greiddu
allir atkvæði með ráðstöfun-
um sem verkalýðshreyfing in
taldi hið versta tilræði við
hagsmuni sína.
Þannig hefur Framsóknar-
flokkurinn ævinlega hegðað
sér og þannig mun hann allt-
af haga sér vegna þess að
burðarás hans er engin sam-
felld stjómmálastefna heldur
einvörðungu ísókn í þjóðfé-
lagsleg völd. Það fylgi sem
Framsóknarflokknum áskotn-
ast frá vinstri er sífellt not-
að sem kaupeyrir í viðskipt-
um til hægri. — Austri.
sjómennsku sneri hann sér að
múrvinnunni og tók sveins-
próf í þeirri iðn og vann við
þau störf til dauðadags.
Hinn 9. júní 1934 giftist Sig-
urður Jóhönnu Bjömsdóttiflr,
ættaðri frá Fáskrúðsfirði. Hún
var honum góð eiginkona og
var hjónaband þeirra mjög
farsælt. Þau hjón eignuðust
fjögur böm. Þau eru: Sigurlaug
Gdrða, gift í Ameríku, Sigurð-
ur Erling, bílasmiður, kvæntur
og búsettur í Reykjavík, Sig-
fríður Bima, gift og búsett ’í
Reykjavík og Jóhanna Guðríð-
ur, sem dvelur í foreldrahús-
um. Eru þau öll myndarleg og
dugmikil.
Bamabömin eru o<rðin fimm-
lÉltÉÍÍM
tán og unni Sigurður þeim
mjög og vakti yfir velferð
þeirra.
Þriðjudaginn 24. nóvember sl.
kom Sigurður stundvislega á
vinnustað, hress og glaður, og
gekk þegar til verks með mik-
illi stairfsgleði eins og venju-
lega. Þegar hann hafði unnið
um stund gat hann þess að
hann kenndi lasleika. Þetta á-
gerðist þegar leið á daginn og
Sigurður var vanur að segja að
bezt væri að vinna úr sér
svona slen. Þó fór svo að lok-
um að Sigurður taldi rétt að
fara heim og láta athuga þetta.
Fór hann svo heim og andaðist
að kvöldi sama dags.
Sigurður var mikill afkasta-
maður og lagtækur vel, ósér-
hlífinn og stundvís, enda mjög
eftirsóttur til starfa, einkum af
þeim sem bezt höfðu kynnzt
trúmennsku hans og dugnaði.
Verk slíkra dugnaðarmanna
eru sjaldan fulllaunuð. v
Sigurður var mannblendinn
og kunni vel við sig meðal
glaðra vinnufélaga og kunn-
ingja. hann var gætinn og
barst ekki mikið á og flanaði
ekki að neinu, en hélt fast á
sínum hlut ef þess var þörf.
Hann var góður heimilisfaðir,
nærgætinn og traustur.
Heiðarlegur maðuv hefur lok-
ið erfiðu ævistar'" og lagst
þreyttur til hvíldair. Um leið
og ég kveð hann, þakka ég
honum löng kynni og sam-
starf og ástvinum hans votta
ég innilega samúð mína.
S. B.
OTJAR
BÆKUR
Iitgibjöry ðónsdóiíirz
SYSTURNAR
Sagan um systurnar er
ástarsaga og gerist í
Reykjavík — í næsta húsi
við þig og mig — hún
gerðist í gær og hún ger-
ist í dag. Sagan er um ör-
lög tveggja systra. Leik-
urinn er ójafn. Eldri syst-
irin, Júlía, er trygglynd,
I'nn Þ. Árnadóttir:
BÓNDIIVN 1
þverArdal
Una er ung kona, Skag-
firðingur í báðar ættir og
af skáldum komin. Bónd-
inn í Þverárdal er fyrsta
bók hennar, saga um líf
og starf fólksins í landinu.
Þeir sem fæddir eru í sveit
og enn muna æsku sína,
munu þarna rifja upp
mörg skemmtileg ævintýri
frá liðnum dögum.
en ekki fríð. Sú yngri er
fögur og léttlynd. En lesið
söguna. Hún er bezta bók
Ingibjargar til þessa, og
Ingibjörg vex með hverri
nýrri bók. „..„„i ;
♦
Tvær nýjar ZORRO-bækur:
ZORRO
og dulurfullg sverðið
og
ZORRO
herzt á báðar hendur
LEIFTUR
Iugimar Öskarafton:
LlFIÐ 1 RRIAT.OI
DKKVIt
Bókin er að nokkru leyti
byggð á greinarflokki, sem
höf. birti í einu af dag-
blöðum Reykjavíkur. En
annars þekkja allir lands-
menn, að Ingimar er
manna fróðastur og frá-
sögn hans er snilldarleg.
Þetta er bók, sem allir —
ungir og gamlir — hafa
gaman af að eiga og lesa.
FERDIZT
MEÐ
LANDSÝN
• Seljum farseðla með flugvélum og
skipum
Greiðsluskilmálar Loftleiða:
• FLOGIÐ STRAX - FARGJALD
GREITT SÍÐAR
• Skipuleggjum hópferðir og ein-
stakiingsferðir
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
FERÐASKRIFSTOFAN
LAN a SVN
TÝSGÖTU 3. SlMI 22890.
UMBOÐ LOFTLEIÐA.
P.O. BOX 465
REYKJAVÍK.