Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.12.1964, Blaðsíða 6
0 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. desember 19R4 ~0r — Þau urðu að hætta við brúökaupsferðina. Fengu ekki barnagæzlu. (Salon Gahlin). EITURGAS ALLAN ÁRSINS HRING I lokaðri húsaþyrpingu, sem stendur á hæð einni í ríkinu Indiana, brugga Bandarikja- menn eitt voðalegasta morð- vopn, sem heimurinn þekkir. Það er lyktarlaust, bragðlaust og ósýnilegt taugagas. Einn litill dropi, sem menn anda að sér eða kemst inn um húðina, er banvænn. Þegar framleiðslunni á að heita lokið, er fljótandi gas- inu dælt í eldflaugar, jarð- ínn einn verkalýðs- leiðtogi handtekinn Fjolmargir þekktir franskir menntanienn þ.á.m. varafor- stjóri Listasafnsins í Paris Jean Leroy, rithöfundarnir Jacaues Madaule og Georges Conchon, lögfræðingarnir Mare Jaquir og Henri Douzon hafa sent spánska dómsmálaráðu- neytinu kröfu um að verka- lýðsleiðtoginn José Sandoval verði þegar í stað látinn Iaus, en spænsk yfirvöld hafa kraf- izt þess að hann veröi dæmdur í 33- ára fangelsi. Réttarhöldin gegn José San- doval eiga að hefjast í Madrid 2. desember. 1 San Sebastian fóru nýlega um 5000 verkamenn i kröfu- göngu að húsi fasistíska verka- lýðssambandsins á Guipuzocoa- torgi. Sama dag var svipuð kröfuganga farin í Bilbao. Verkamenn kröfðust þess að á- kveðin yrðu lágmarkslaun, sem tryggðu verkalýðnum brýnustu nauðþurftir, þá kröfðust þeir frjálsra yerkalýðsfélaga, verk- fallsréttar og að allir pólitísk- ir fangar verði þégair látnir lausir. Mikill lögreglustyrkur var kvaddur á vettvang, 6 manns voru handteknir en lögreglan gat ekki komið í veg fyrir að kröfugangan væri farin. sprengjur og handsprengjur. Þessi verksmiðja er mikil- vægasta framleiðslumiðstöð Bandaríkjanna fyrir taugagas. Síðustu þrjú ár hefur verið unnið af fullum krafti í verk- smiðjunni 24 klukkustundir sólarhringsins. Mínúta nóg Einstökum atriðum í sam- bandi við þetta eiturgas er lialdið leyndum, en talsmað- ur verksmiðjunnar lýsir því sem hundrað sinnum eitraðra en nokkru öðru efni. 1 bæklingi frá bandaríska hernum segir stutt og laggott, að „gasið geti valdið dauða á fjórum mínútum". En í skýrslu þingnefndar segir, að ein mínúta sé nóg. Ennfremur segir í handbók hersins, að gasið sé svo sterkt, að jafnvel þótt því sé aðeins dreift í smáum stíl megi líkja afleiðingunum við afleiðihgar. kjarnorkuárásar. „Skordýraeitur" „Þetta efni var upprunalega framleitt sem skordýraeitur" sagði varaforsetinn fyrir FMC Corporation, en sú verksmiðja ánnast þessa framleiðslu undir ríkiseftirliti. Frá Newport eru síðan eldflaugar og önnur „ílát“ full af eiturgasinu send út til hersins. Eiturgasið er NJÓSNA-KVENDI BAÐAR SIG NAKIÐ í KAMPAVÍNI í veizlu hjá hershöfðingjum, aðmírálum og forstöðumönnum bandarískra geimrannsókna □ H.R. Gross, fulltrúi repúblikana á banda- ríska þinginu krafðist þess nýlega að stjórn John- sons upplýsti hvort nokkur fullkomin rannsókn hefði verið gerð á starfsemi frú Elly Rometsch, þýzkri konu, er starfaði að njósnum í Washing- ton. Hin gullfallega frú vakti grun yfirvald- anna í fyrra í sambandi við uppljóstan á alls- kyns spillingu er tengd var hinu umfangsmikla hneykslismáli Bobby Baker, sem var ritari demó- krata í Öldungadeildinni og einkavinur John- sons þáverandi varaforseta. Frú Rometsch fór frá Bandaríkjunum eftir að mál hennar hafði verið^ afgreitt sem „hættulegt öryggi Bandaríkjanna". ton en hann er vestur-þýzkur liðsforingi hjá hernaðarsendi- nefnd lands síns í Washington. Þá sagði Gross að frú Rom- etsch hefði hreint og beint beint verið „sjanghæuð“ og send frá Bandaríkjunum strax og uppvíst varð um að hún hafði haft svo náin kynni af hópi manna í lykilstöðum og væri nú geymd á búgarði í Vestur-Þýzkalandi og gætt af vopnuðum verði. Málið er svo grunsamlegt, sagði Gross að lokum, að ríkisstjórnin verður að láta rannsaka hvort rann- sókn þess hefur verið jafn ná- kvæm og ætlazt er til. 1 ræðu, sem Gross hélt í full- trúadeildinni, sagði hann að þessi fyrrverandi austur-þýzka kona hefði fengið mjög góð tækifæri til að komast yfir bandarísk hernaðarleyndarmál á meðan hún bjó í Washing- ton. Til dæmis tiltók Gross það að hinn 27 ára gamla fegurðar- dís hefði baðað sig alsnakin upp úr kampavíni í einkar fjörlegu samkvæmi í lúxus- villu í Washington. Húsráðandi var forstjóri fyrirtækis sem framleiðir mjög þýðingarmikla hluti í eldflaugar handa varn- armáladeildinni. Sagði Gross að hann hefði vitneskju um það, að meðal veizlugesta hafi verið m.a. hershöfðingi, aðmíráll og einn af helztu forstöðumönnum geimrannsóknanna. „Vegna stöðu þeirra í ör- yggiskerfinu bandaríska krefst ég þess að ríkisstjórnin skýri frá því hve mörg eldflauga- leyndarmál hafi komizt austur fyrir járntjald fyrir milli- göngu vændiskvenna,“ sagði Gross. Vegna kunningsskapar síns við Bobby Baker fékk frú Rometsch að fara allra sinna ferðá í Washington, sagði hann ennfremur, og gat um- gengist fólk í hæstu stöðum hjá ríkisstjórninni og þinginu en hafði samtímis samskipti við fulltrúa óvinveittra ríkja. Gross sagði að það væri eft- irtektarvert að Elly Rometsch hefði komið frá Austur-Þýzka- landi, hefði þá verið fráskilin, og að hún hefði ekki gifzt seinni manni sínum fyrr en hann hafði verið skipaður í stöðu við sendiráðið í Washbig- Jafnvcl guð getur ekki breytt því liðna. (Eignað Agaþon). En það hefði getað verið satt! (Eignað Jónasi frá Hriflu, hann hafði logið upp á einhvern). Rödd fólksins er rödd guðs. (Alcuin, í bréfi til Karls mikla). sent eftir venjulegum flutn- ingaleiðum hersins, að sögn Williams J. Tisdale, en hann er liðsforingi að tign og yfir „fabríkkuna" settur. Meir vill hann ekki um þá hlið máls- ins segja. „Við viljum gjarnan, að al- menningur viti um allt, sem hér skeður, en okkur er ver við að Rússarnir komist að því líka“ segir hann. ,Móteitur" Þegar þessu fljótandi eiturgasi er hellt á mann, herpast vöðv- arnir saman og líkaminn bók- staflega ksTkir sjálfur mikil- vægustu líffæri sín. Til er móteitur, sem nefnist „Atro- pine“, en til þess að það verki þarf sá, sem fyrir eiturgasinu verður að fá sprautu strax. Og hætt er við að flest verði fórnardýrin höndum seinni að verða sér úti um slíka sprautu, einkum þegar þess er gætt, að eiturgasið gerir ekki boð á undan sér áður en það tekur að verka. Og framleiðslan er ekki dýr. Verksmiðjan í Newport notar um það bil hálfa fjórðu milj- ón dala árlega til „starfsemi" sinnar. Það er minna en ein herþota kostar. „Sálfræðiefni" Bandaríkjastjórn rekur aðrar eiturverksmiðjur í Edgewood i Maryland, í Pine Buff í Ark- ansas og í Denver í Colorado. Einnig gera vísindamenn til- raunir með ýmisleg „sálfræði- efni“ sem er það hlutverk ætl- að að skapa skelfingu eða full- kominn sálarrugling án þess þó að viðkomandi láti líf sitt. Enn eru þessi „töfralyf“ þó á tilraunastiginu, segir Paul E. Ross, en hann er yfirmaður innkaupadeildar bandaríska hersins í New York og svæð- inu þar í kring. En manns- andanum er sem kunnugt er fátt ómáttugt, og vafalaust verða þau senn fullbúin líka. -- ------- — N - ■ Námsstjórar á aðalfundi Námsstjórafélag Islands hélt aðalfund sinn þann 6. nóvem- ber 'sl. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var rætt um framtíðarskipulag námsstjórn- ar. Stefán Jónsson, nómsstjóri Norðurlands, fyrrverandi for- faður félagsins og forgöngu- maður um stofnun þess, var kjörinn fyrsti heiðursfélagi þess. Hann hefur gegnt náms- stjóraembætti frá því fyrst var stofnað til reglubundinnar námsstjómar hér á landi, frá árinu 1941 til síðustu áramóta. er hann lét af embætti vegna aldurstakmarka. Stjórn félags- ins var endurkjörin, en hana skipa: Þorleifur Bjamason, Að- alsteinn Eiríksson og Jónas B. Jónsson. Að drepa negra HAMBORG — I síðasta hefti vestur-þýzka blaðsins Der Stern cr birt grein, þar sem scgir frá nokkrum ógn- arverkum sem hvftir mála- liðar Tsjombe vinni í bar- dögunum gegn þjóðfrelsis- hemum í Kongó. Der Stern kallar málalið- ana ræningja, sem Tsjombe hafi veitt leyfi til að ræna, skemma, nauðga. pína og drepa. Margir hvítu Ieiguliðanna játa Iíka ófeimnir að þeir séu komnir til Kongó „til þe3s að dreps negra.” Artur Lundkvist og Miguel Asturias. Hann berst gegn UNITED FRUIT Miguel Angel Asturias, nafn- ið hljómar einsog kvaðning til uppreisnar. Hann er kominn af Indíánum í Guatemala og gefst ekki upp. Hvar sem hann hefur komið í heimsókn sinni í Svíþjóð, á fundi með blaða- mönnum og stúdentum hefur hann sýnt og sannað rétt og stöðu Guatemala í heimsbók- menntunum — í baráttu við United Fruit Company. Asturias er landflótta. Sjálf- ur talar hann helzt um bók- menntir, en sænski skáldbróð- ir hans Artur Lundkvist er ekki myrkur í máli. Lund- kvist hefur í verki sínu „Frán Utsiktstornet“ áður vitnað um það, að Asturias þekki allra manna bezt fólkið, sem vinn- ur við majs- og sykurrækt í Suður-Ameríku. En þar segir hann m.a.: „Miguel Angel Asturias er rödd Guatemala í veröldinni og hún verður aldrei þögguð niður eða kæfð. Hann lifir í úflegð. . síðan Armas hershöfðingi og United Fruit tóku land hans. Hann er svarinn óvinur stór- gróðaameríkanisma og fyrst og fremst tillitslausa bananafé- lagsins United Fruit, sem kremur Guatemala í kol- krabbaörmum sínum. En hann er vinur Indíán- anna, berst fyrir þá og talar máli þeirra. Ekki aðeins Indí- ánanna í Guatemala heldur um alla Suður-Ameríku. á- stríðufullur málsvari allra und- irokaðra og arðrændra. . .“ (Úr Ny dag). Islandslýsing Coles og þættír úr íslandssöga Bókaútgáfan Hildur er all- athafnasöm á þessu ári. Nýútkomnar eru hjá forlag- inu fimm bækur. Þar skal fyrst telja Islandsför Johns Col- es . John Coles var brezkur ferðalangur og æfintýramaður, fæddur 1833. Hann fór víða, barðist í Krímstríði, leitaði að gulli j Kanada, keypti loð- skinn af Indíánum og komst oft í hann krappan. Hann kom hingað til lands árið 1881 á- samt tveim löndum sínum og fóru þeir frá Reykjavík aust- ur um sveitir, norður Sprengi- sand, vestur um sveitir Norð- urlands og suður Kaldadal til Reykjavíkur. Bók skrifaði hann um ferðina og kom hún út 1882 undir nafninu „Summ- er travelling in Iceland“ og hefur hún nú verið þýdd í fyrsta sinn á íslenzku af Gisla Ólafssyni. í formála segir Haraldur Sigurðsson bókavörður m.a. „Ferðabók Coles er ekki í flokki meiri háttar lýsinga af landi og þjóð, sem útlendir menn hafa ritað að lokinni ís- landsför, en hún er mörgum þeirra geðugri og látlausari. Höfundur er blessunarlega alsgáður i frásögn sinni og ó- haldin af hleypidómum, sem lengi hafa legið í landi hjá sumum nágrönnum okkar. Hann er líka að mestu leyti laus við rómantíska glýju og þá steigurlátu vorkunnsemi, sem stundum hefur gripið út- lendinga, þegar þeir rita um Island... Frásögnin er róleg og ýkjulaus og yfir henni allri mild Ijúfmennska með gaman- söfum undirtón.’’ Bókin er 204 bls., prýdd fjölda mynda, flestra eftir Coles. Þá gefur forlagið út bók eftir Sigurð Ólason lögfræð- ing sem nefnist „Yfir alda haf“. Á kápu segir, að bókin fjalli um söguleg og Þjóðleg fræði. Hreyfir höfundur ýms- um nýjum skýringum og til- gátum um veigamikil atriði is- landssögunnar, ennfrcmur reki hann gömul dómsmál, gjama vegna þess að hann telur sig hafa eitthvað nýtt fram að færa. í bókinni má m.a. finna þætti um erfðahyllinguna í Kópavogi 1662, um Bræðra- tungumál og Sunnefumál, um erfðaskrá Árna IVlagnússonar. Bókin er 192 bls. og prýdd all- mörgum myndum.x Þá gefur Hildur út þrjár skemmtisögur. Eru tvær beirra eftir þekktasta afþreyingar- höfund Dana, Ib ?Heririk Cav- ling. Önnur heitir Héraðslækn- irinn og hefur reyndar komið út áður á íslenzku — hún fjallar um einn lækni og þrjár stúlkur, hin heitir „Einkarit- ari læknisins, og, f.iallar um eina hjúkrunarkonu og tvo lækna. Þriðja sagan er eftir Denise Robins og heitir hvorki meira né minna en Réttur ást- /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.