Þjóðviljinn - 06.01.1965, Side 1

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Side 1
Virðuleg útför Ólafs Thors fyrrverandi forsætísráðherra Miðvikudagur 6. janúar 1965 — 30. árgangur — 3. tölublað. Heildaraflinn í fyrra um 960 þúsund lestir: Fiskafli íslendinga meiri 1964 en nokkru sinni fyrr □ Samkvæmt bráðabirffðatölum um fiskveiðar íslendinga á síðastliðnu ári munu þær hafa numið samtals um 960 þúsund lestum og er það um 23% meira aflamagn en árið 1963 og langmesta aflamagn sem nokkru sinni hefur fengizt hér á landi. Langmestu munar um aukn- ingu síldaraflans er varð um 520 þúsund lestir á árinu en Verk Kjarvals sýnd í Noregi Jóhanncsi S. Kjarval Iistmál- ara hefur vcrið boðið að taka þátt í hinni árlcgu samsýningu listamanna í Vestur-Noregi, sem nú verður i fyrsta skipti send til höfuðborgarinnar, Osló. Sýningu þessari — Vestlands- utstillingen — var hleypt af stokkunum árið 1922 og hefur síðan verið haldin árlega. Að þessu sinni verður sýningin opn- uð í Kuristforeningen í Björg- vin 19. febrúar n.k., en síðan send víðar um landið, til Álá- sunds, Stafangurs, Haugasunds og loks til höfuðborgarinnar Osló, þar sem hún verður op- in dagana 14. til 30. maí. var 395 þúsund lestir árið 1963. Er aukningin því 32%. Veruleg aukning varð einnig á þorskafl- anum eða 11%. Nam hann sam- tals 425 þúsund lestum í fyrra en var árið 1963 382 þúsund lestir. Er þetta í fyrsta sinn um nokkurra ára skeið sem nokkur veruleg aukning verður á þorskaflanum því hann hefur að mestu staðið f stað undan- farin ár. Hins vegar eru sveifl- urnar alltaf miklu meiri á síld- araflanurn. Enn liggja ekki fyrir neinar tölur um verðmaeti fiskaflans á síðasta ári en árið 1963 nam framleiðsluverðmæti sjávaraf- urða samtals um 3747 miljónum króna en þar sem aflamagnið í fyrra var bæði miklum mun meira en 1963 og talsverðar hækkanir urðu á fiskverði er- Framhald á 9. síðu. Frá útför Ólafs Thors í gær. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). -4> Horfur Johnson forseti býður sovézkum leiðtogum vestur, búizt við að þeir taki boðinu og endurgjaldi það MOSKVIJ og WASHINGTON 5/1 — í ræðu sinni á Bandaríkjaþingi í fyrradag kom Johnson forseti með óformlegt boð til leiðtoga Sovétríkjanna að heimsækja Bandaríkin. Boðið hefur fengið slíkar undirtektir í Moskvu að fréttaritarar telja að það verði þegið, en þó þess æskt að Johnson for- seti heimsæki Sovétríkin fyrst. Horfur eru taldar á að úr þeirri heim- sókn gæti orðið á þessu ári. Fréttaritari Reuters bendir á að málgagn sovétstjórnarinnar, „Isvestía", hafi þegar í stað skýrt frá þessu boði Johnsons, og segir slík viðbrögð óvenjuleg og telji kunnúgir þau benda til þess að sovézkir leiðtogar hafi hug á að þiggja boðið. Það sé ekki talið sjálfsagt að birta slík tíðindi í sovézkum blöðum og er minnt á að enn hafi þannig ekki verið sagt frá boði Wil- sons til Kosygins forsætisráð- herra að heimsækja Bretland, enda þótt Kosygin hafi þegar þegið boðið. Johnson boðið Hins vegar segir fréttaritarinn að í Moskvu sé talið líklegt að Skipadeild SÍS mei mesta vöruflutninga '62 og '63 | [ í nóvemberhefti Hagtíðinda 1964 er m.a. tafla um vöruflutninga íslenzkra skipaútgerða árin 1962 og 1963. Q Skipadeild SÍS hefur langmesta vöruflutninga bæði árin eða 390 þús. tonn 1962 og 466. þús tonn. 1983. Með skipum þessarar útgerðar eru og talin sameignarskip, sem skipadeildin sér um rekstur á eins og Hamrafell og Litla- fell. Næst skipadeildinni kemur Eimskipafélag • Islands með 38 þus. tn. 1962 og 326 þús. tn. 1963. Þá kemur Skipaútgerð rík- 141 þ’ús. tn. 1962 og 151 þús. tn. 1963. Mest megnis flytja skipafélög- in á eigin skipum og Skipa- isins með 93 þús tn. 1962 og útgerð ríkisins algerlega. Ljóst 74 þús. tn. 1963. Síðan koma j er af fyrrgreindum tölum að smærri skipafélögin Eimskipa- | flutningar með Skipaútgerðinni félag Reykjavíkur, Jöklar og j hafa minnkað á þessu árabili, Hafskip og eru þau samtals með I sem um ræðir og má heita að allur vöruflutningur þess sé inn- anlands eða 84 þús. tn. 1962 en 59 þús. tn. 1963. Mestan flutning á innanlands- hafnir hefur hins vegar Skipa- deild SÍS og hið sama er að segja um innflutninginn, hann er mestur á vegum héhnar. Skip Eimskipafélagsins flytja hins vegar mest út bæði þessi tímabil. Auk útflutningsins, innflutn- ingsins og innanlandsflutnings- ins flytja hin íslenzku skipafélög alltaf eitthvað á milli erlendra hafna. Er tonnafjöldi Eimskipa- félagsins og Skipadeildarinnar svipaður á þessum vettvangi árið 1963. sovétstjórnih muni bjóða John- son heim, áður en leiðtogar hennar fari til Bandaríkjanna. Krústjoff, fyrrverandi forsæt- isráðherra, heimsótti Bandaríkin 1959, og ætlunin var að Eisen- howei* forseti endurgyldi þá heimsókn árið eftir. En heim- boðið var tekið aftur, eftir að U-2 njósnaflugvélin bandaríska var skotin niður yfir Sovétríkj- unutm vorið 1960. Önnum kafnir Fréttaritari Reuters bendir ennfremur á að Jeiðtogar Sovét- ríkjanna séu nú mjög önnum kafnir við stjórnarstörf og að nokkur vandkvæði geti verið á því hvort Kosygin forsætisráð- herra eða Bresnéf flokksforingi ætti að vera fyrir sovézkri nefnd til Bandaríkjanna. Sem stendur megi þeir teljast jafnir að virðingu, en formennska sendinefndar til Bandaríkjanna yrði vegsauki fyrir • þann sem hana hefði. Af þessum sökum sé talið að þótt boði Johnsons verði tekið muni bent á að þar sem sovézkur forsætisráðherra var síðast í Bandaríkjunum sé nú komin röðin að bandaríska forsetanum að heimsækja Sov- étríkin. Johnson ekki ófús Starfsmenn forsetaembættisins í Washington segja að Johnson muni ekki ófús að þiggja boð um að heimsækja Sovétríkin. Haft er eftir sömu heimildum að f undur hans og sovézkra leiðtoga muni sennilega eiga sér stað að lokinni heimsókn Kosy- gins til London í vor. Fer til Evrópu ræðu sinni Ijiafði f ræðu sinni þafði Johnson annars skýrt frá því að hann myndi í ár fara í ferðalög til rómönsku Ameríku og Evrópu. í Evrópu mun ætlunin að hann hafi viðdvöl í höfuðborgum helztu ríkja Atlanzbandalagsins, m. a. París, London og Bonn. Ekki er ákveðið hvenær sú ferð verður farin. 1 gær var til moldar borinn Ölafur Thors, fyrrverandi for- sætisráðherra. Ctför hans var gerð frá Dómkirkjunni og hófst hún kl. 1,30 að viðstöddu miklu f jölmenni. Var fullsctið í . Dómkirkjunni og urðu f jöl-" margir frá að hverfa. Þá gátu þeir, sem vildu fylgzt með út- förinni í gegnum gjallarhorn í Sjálfstæðishúsinu og var þar allfjölmennt. Lúðrasveit Reykjavfkur lék í kirkjunni frá 1,15 til 1,30, síðan hófst athöfnin með því að leik- in var Fantasía í C-moll eftir Bach. Þá var sunginn sálmur- inn „Á hendur fel þú honum“. Því næst flutti Bjarni Jónsson, vígslubiskup minningarræðuna, en siðan var leikið á orgel „Ad- ante maesto", eftir Hándel, þá sálmarnir „Ó þá náð að eiga Jesú“ og „Hvað boðar nýjárs blessuð sól“. Þá var leikið sorgargöngulag eftir Beethoven og að síðustu söng blandaður kór. Dr. Páll Isólfsson lék á org- elið. Forseti Sameinaðs Alþingis og riki^tjórnin báru kistu hins látna úr kirkju en aðstandendur báru kistuna að gröfinni £ gamla kirkjugarðinum. Útför Ólafs Thors var gerð á vegum ríkisins og var henni útvarpað. ALLT VIÐ ÞAÐ SAMA í SJÓMANNAVERKFALLINU Samningafundur í gærkvöld Allt hefúr verið með kyrrum kjörum í sjómannaverkfall- inu, að því er svarað var hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur og S jómannafélagi . Hafnar- fjarðar, þegar Þjóðviljinn spurðist fyrir um framkvæmd verkfallsins á þessum stöðum í gær, enda veðrið þannig að ekki þykir það girnilegt (il sjósóknar, þó einhver hefði hug á að reyna að fara í kringum verkfallið 1 ■k Nokkrir litlir bátar hafa fengið undanþágu Sjómanna- félags Reykjavíkur til að fiska í soðið handa Reykvik- ingum. Eru þeir 9 talsins. ★ Beiðni um sams konar und- anþágur höfðu einnig borizt Sjómannafélagi Hafnarfjarð- ar og ætlaði það að fjalla um málið í gærkvöld. ir Sáttafundur hófst mcð dcilu- aðilum í sjómannadeilunni kl. 8.30. Hafði Þjóðviljinn samband við Jón Sigurðsson skömmu áður en blaðið fór í prentun, og kvað hann full- trúa sjómanna hafa lagt þar fram kröfur sínar formlega og rætt þær, en ekkert sér- stakt væri af fundinum að frétta. Tóku þátt í honum fulltrúar Sjómannasambands- ins og sjómannafélaganna í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Grindavík, Akra- nesi og Akureyri, fulltrúar útgerðarmanna og Torfi Hjartarson sáttasemjari. ★ Gerðardómur sá sem fjallar um fiskverðið ' undir forustu Jónasar Haralz kemur saman til fundar í dag. /

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.