Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. janúar 1965 ÞIÓÐVILIINN SIÐA 1} 011 kvennaliðin í eldinum, Víkingur, FH og Valur unnu Q Á mánudaginn fóru fram þrír leikir í kvenna- flokki, og komu fram öll þau lið sem taka þátt í mótinu í meistaraflokki. Sem sagt, þarna var að sjá það bezta sem við eigum í kvenna-hand- knattleik. Nokkuð voru liðin misjöfn að gæðum, LEIKURINN HEFST MEÐ GÖLFÞVOTTI! Þétta er algeng sjón í íþróttahúsinu að Hálogalandi: Einn leikniaður stendur í gólfþvotti áður en leikur hefst — húsþakið heldur ckki úrkomunni og pollar myndast á gólfinu. Það er svo sannar- lega þörf á að hinir ágætu íslenzku handknattleiksmenn — sem og aðrir íþróttamcnn — komist hið fyrsta í viðunandi húsakynni. — Ljósm. Bjarnl. en í heild virðist sem þau séu nú sízt lakari en í fyrra og ætti sigur kvennanna í Norðurlanda- meistaramótinu í sumar að hafa eggjað stúlkurn- ar til að æf'a og bæta getu sína, og fyrir þær yngri ætti sá sigur líka að vera örvun. Vera má að hinn tiltölulega ungi flokkur Fram hafi t.d. orðið fyrir áhrifum, bví að sá flokkur kemur sterkari og fjörlegri nú en í fyrra. Eftir frammistöðu liðanna í þessum leikjum er erfitt að spá með nokkurri vissu um sigurmöguleika. Ekki er ótrú- legt að Valur berjist hart um að halda titlinum, og þá sér- staklega við F.H. og Ármann. Ekki er ósennilegt að þessi þrjú félög berjist um sigurinn. Breiðablik ógnaði Víking, en skorti úthald og tapaði 14:10 Fyrsti leikur kvöldsins var á milli Víkings og Breiðabliks, og» leit lengi svo út sem leið Víkingsstúlknanna til sigurs ætlaði að verða erfið. Þó voru þær fljótt á litið sigurstrang- legri. Breiðablik byrjaði á því að skora, en Víkingur jafnar og aftur skorar Breiðablik og enn jafna Víkingsstúlkurnar, og taka forustuna, en Breiða- blik jafnar 3:3. Næst komast Víkingsstúlkurnar í 5:3 en í hálfleik höfðu stúlkurnar úr Breiðabliki jafnað 7:7. Enn taka Vikingsstúlkurnar for- ustu, en Breiðablik jafnar og bætir tveim mörkum við og standa nú leikar 10:8. En það er eins og þær hafi 'eytt öllu sínu púðri í þennan ágæta sprett, en Víkingsstúlkurnar skoruðu nú 6 mörk í röð án þess að Breiðabliksstúlkunum tækist að svara fyrir sig. Vafalaust hefur yantað úthald í lið Breiðabliks og svo kem- ur einnig til minni leikreynsla. Víkingsstúlkurnar voru mun jafnari en mótherjar beirra, og beztu leikmenn þeirra voru Elin og Rannveig. í liði Breiðabliks er það Sig- rún sem svo að segja allt stendur og fellur með; var hún í sérflokki og sýndi mjög skemmtilegan leik. "feð meiri æfingu ætti þetta lið samt að geta orðið gott, og með meiri keppni og leikjum ætti það að geta bitið frá sér. Dómari var Páil Pétursson og hefði mátt vera svolítið strangari og taka á meiri leik- brot. •k Pólverjar sigruðu Norð- menn í landskeppni í ísliokki um síðustu helgi með 6:1. Leikurinn fór fram i Varsjá. -Ar Heimsmeistarakeppnin i ísknattleik (hokkí) verður háð í Finnlandi í marzmán- uði n.k. ■Ar Norskir íþróttafréttaritar- ar blaða kusu spjótkastar- ann Terje Pedersen íþrótta- mann ársins 1964 í Noregi. Pedersen varð sem kunnugt er fyrstur manna til að kasta spjóti yfir 90 metra. Tvíveg- is sl. sumar bætti hann hcijnsmetið, en á olympíu- leikjunum í Tokíó brást hann algerlega vonum Norðmanna, komst ekki í aðalkeppnina. ★ Per Ivar Moe setti nýtt norskt met í 1500 metra skautahlaupi á móti sem háð var á Bislet-lefkvanginum i Osló um helgina. Hann hljóp vegalengdina á 2.08,6 mín. ★ Þrátt fyrir mjög erfið keppnisskilyrði í Innsbruck í Austurríki sl. sunnudag sýndu norskir skíðastökk- menn enn getu sína og sigr- uðu, cn keppcndur voru 68 af fjórum þjóðernum. Sigur- vegarinn varð Torgeir Brandtsæg, en Björn Wirk- ola varð annar í röðinni. Handknattleiksmótið: Matusevitsj bezti Rússinn á skautum Á skautamóti sem háð var í Gjörvik í Noregi um helg- ina var sovézki hlauparinn Edvard Matusevitsj mjög nærri því að slá heimsmet Sví- ans Jonny Nilssons — 178.447 stig í samanlögðum keppnis- greinum. Edvard Matusevitsj er án alls efa langbezti skautahlaup- ari í Sovétríkjunum þessa stimdina. Hann vann 1500 metra hlaupið í Gjörvik á sunnudaginn og hljóp á bezta tíma sem náðst hefur á þess- ari vegalengd á árinu þrátt fyrir heldur slæm skilýrði. Tími hans var 2.07,3 mín.. en helzti keppinautur hans. Ants Antson, sem einni-g er frá Sovétríkjunum hljóp á 2.08,4 mín. 10.000 metra hlaupið i Gjör- . vik vann Rússinn Stanislav Seljanin; hljóp hann þessa vegalengd á 16.01,0 mín sem er nýtt brautarmet og bezti tími Rússa til þessa. Evrópukeppnin í körfuknattleik: ÍR 0G LY0N LEIKA HER 10.0G YTRA17. JANÚAR ■ ÍR-ingar, íslandsmeistaramir í körfuknattleik, munu mæta frönsku ■meisturunum í Evrópubikarkeppninni án bátltöku fyrirliða síns og eins bezta manns, Þorsteins Hallgrímssonar. Eins og kunnugt er sigruðu ÍR-ingar norður-írsku meistar- ana frá Belfast, Collegians, með talsverðum yfirburðum i báðum leikjum fyrstu umferð- ar Evrópubikarkeppninnar. Frönsku meistararnir frá Ly- on unnu einnig báða sína leiki í 1. umferðinni, en þá mættu þeir ensku meisturunum. Fyrri leikur Lyons og ÍR fer fram í íþróttahúsi banda- ríska hersins á Keflavíkurílug- velli n.k. sunnudag, 10. janúar, en síðari leikurinn verður svo hácSur í Lyon viku síðar. Gera má ráð fyrir að franska meistaraliðið sé mjög sterkt og leynist því ÍR-ing- um þungt í skauti, ekki sízt þegar fjarri pru sumir af beztu leikmönnunum íslenzku. Ármann „missti“ ielkinn tapaði 8:7 móti FH Það var tö’ „ vrei\, „ftirvæut- ing um úrslit þessa leiks. því að FH kom með nokkrar stúlkur sem hafa litla ^evnslu, en flestar stúlkur Ármanns hafa mikla leikrevnslu að baki sér. Til að byrja með virtist sem FH-liðið hefði ekki þann styrkleika —... oft áður, og í rauninni var Sylvía ein sem verulega sýndi fyrri til- þrif. Ármann gekk á lagið og náði yfirhöndinni í leiknum og var um miðjan fyrri hálfleik 'kominn í 4:1, og eftir gangi leiksins virtist sem Ármann hefði náð þeim tökum sem myndu duga til sigurs. í hálfleik -.óðu leikar 6:4 fyrir Ármann. En svo skeður það einkennilega að Ármanns- stúlkurnar „missa“ leikinn út úr höndunum á sér svo alvar- lega að þær skora aðeins S1 mark í síðari hálfleik en FH- stúlkurnar 4, og þá var það Valgerður sem skoraði þrjú Framhald á 9. síðu. ★ ★ Mohamed Gamoudi frá Túnis, sá sem hlaut silfur- verðlaunin í lO.OOo' metra hlaupinu á olympíuleikjunum i Tokió vann 8000 metra víðavangshlaup sem fram fór í Túnis um helgina, Tíminn var 23.41,2 mín. en Englend- ingurinn Mel Batty, sem varð annar i hlaupinu. hljóp 23.59.6 mín Mohammed Per Ivar Moe Keppnin fór fram í Berg-Sel brautinni, sömu stökkbraut og notuð var á síðustu vetr- arolympíuleikjum. ★ ★ Norðmaðurinn Thor Hel- land vann 3000 metra hlaup á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Sao Paulo sl. laugardag. Hljóp hann vegalengdina á 8.30,6 mín, en Svíinn Lars Erik Gustafsson varð annar. Á þessu sama íþróttamóti sigi'aði Belgíumaðurinn Gast- on Roelants í 10.090 metra hlaupinu á 29.46,1 mín. Jap- aninn Kokito Tsuburaya’varð annar á 30.15,3 mín. og ítal- unn Antonia Ambu þriðji á 30.32.4 mín. Sigurvegarinn 5000 metra hlaupi var Mono- el de Oliveira frá Portúgal á 14.20.5 mín. en Englendingur- inn Mike Aiggs sigraði í 1500 metra hlaupinu á 3.46.1 mín, Kipchoge Keino frá Kenya varð annar á 3.48,8 mín. utan úr i ( I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.