Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.01.1965, Blaðsíða 12
astóll landsmanna óx DIQQVILIINN 609 rúmlestir sl. ár Skipastóll landsmanna hef. ur tekið miklum breyting- um á síðastliðnu ári og í heildinni óx hann um 3609 rúmlestir. Ymsar stærðir af skipum hafa minnkað að rúm- lestatölu og aðra® vaxið að sama skapi og er um að ræða óvenju stórar sveiflur innan skipastóls- ins á síðastliðnu ári. Mest er aukningin á fiski- skipum yfiii hundrað rúm- lestir og hafa þau vaxið hvorki meira né minna en um 7268 rúmlestir og vit- að er un> marga útgerðar- ■ menn, sem ganga um göt- ur þessa daga með draum um 300 lesta fiskiskip og heldur þróunin áfram i þessa átt. Fiskiskip með þilfari und- ir hundrað tonnum hafa minnkað um 798 rúmlest- ir á árinu og fór það allt í hafið og hinn opni vél- bátafloti virðist hafa stað- ið í stað á árinu. Hörmulegust er rýrnun togaraflotans á árinu og hann hefur minnkað um 2632 rúml. og voru marg- Kviknar í bát viB GrandagarB Um tvöleytið í gær var slökkviliðið kallað að vélbátnum Kóp frá Keflavík en hann lá við Grandagarðinn. Hafði kvikn- að í út frá olíuofni sem notað- ur var til að þurrka lestar báts- ins. Skipverjar höfðu slökkt eldinn þegar slölfkviliðið korn á staðinn. Engar skemmdir urðu á bátnum. Kona dettur og fótbrotnar í þíðviðrinu sem gerði sunn- anlands og vestan ; gær urðu götur illar yfirferðar gangandi fólki. Mikil hálka var í gær og krapasvelgur á götum og er hætt við að margir hafi hlotið byltu á götum.borgarinnar, Ekki fréttum við um nein slys af þessum sökum hér í höfuðborg- inni. en hins vegar fótbrotnaði kona í Hafnarfirði er hún datt þar á hálku. Konan heitir Hail- dóra Jónsdóttir til heimiiis að Öldugötu 4 Hafnarfirði. Hún var flutt á Slysavarðstofuna í Heykjavík Miðvikudagur 6. janúar 1965 — 30. árgangur — 3.— tölublað. Nýtt skipafélag — Sjóleiðir h.f. Sl. laugardag var stofnað íiér í Reykjavík nýtt skipafélag og nefnist það Sjóleiðir h.f. Eru að- aleigendur Albert Guðmundsson stórkaupmaður og helztu forráða- menn hjá Kol og salt h.f. Illuta- fé skipafélagsins er ein og hálf milj. kr. Hefur félagið þegar hafið samninga um kaup á skipi. Er það 1240 tonna danskt skip, Eise Danielsen, tveggja ára gam- alt, smíðað í Hollandi. Á stofnfundi hlutafélagsins var Albert Guðmundsson kjörinn fcr- maður félagsstjórnarinnar en aðr- ir í stjórn eru Geir Borg og Ás- geir Jónsson. Varastjórn skipa Brynhildur Jóhannsdóttir, Berg- Ijót Borg og Ólafur J. Ólafsson. Framkvæmdastjóri félagsins verður Geir Borg. Ætlunin er að hið nýja skip verði í flutningum til landsins með kol og salt og flytji út fisk og aðrar vörur í staðinn. Hefur skipið áður verið í flutningum til og frá landinu. Keflvíkingur, eitt af nýju fiskiskipunum sem kom til landsins á síðasta ári. (Ljm. Þjóðv. A.K.). Ayub forseti gagn- rýnir vesturveldin gerðarinnar Kassagerð Reykjavíkur hefur gefið út vandað veggalmanak fyrir árið 1965 og er það að sjálfsögðu litprentað hjá Kassa- gerðinni. Tveir mánuðir eru á hverju blaði og hefur Rafn Hafnfjörð tekið 5 myndanna sem fylgja en Jón Þórðarsdn eina. Eru myndirnar sérlega failegar og prentunin vönduð. ir togaranna seldir með laumuspili úr landi fyrir smánarverð. Þá hefur orð- ið breyting á farþega- og vöruflutningaskipaflotap- um á árinu og hann minnkað um 182 rúmlest- ir og komu ný skip til landsins og önnur hurfu úr landi eins og Reykja- foss og Tröllafoss og mun- af-um minna. Skipasmíðar verða ekki í eins örum vexti á þessu ári og er þó vitað um þrjú vöruflutningaskip og tíu fiskiskip erlendis og fimm fiskibáta innanlands. Aukning fískiskipu yfír 100 lestir 7268 rúmlestir RAWALPINDI 5/1 — Ayub Khan sem um helgina var end- urkjörinn forseti Pakistans, gagnrýndi í dag vesturveldin ^rir hernaðaraðstoð þeirra við Indland og afstöðu þeirra tíl landamæradeilu Indverja og Kínverja. Ayub forseti sagði að það mikla magn hergagna sem Indverjar hefðu fengið frá Bretlandi og Bandaríkjunum og einnig Sovét- ríkjunum væri ógnun við Pak- istHftr....................... Indverjar létu svo heita sem Þannig var samanlagður skipa- stóll landsmanna um þessi ára- mót 147863 rúmlestir borið sam- an við 144254 rúmlestir um áramótin ’63 og ’64 og greinist svo eftir skipagerðum: Farþega- og vöruflutningaskip eru nú 37 í lamdinu með sam- tals 50157 rúmlestir og hefur fjölgað um eitt á árinu Dg var vöruskipaflotinn samtals 50339 rúmlestir í byrjun síðasta árs og er ekki um mikla breytingu að ræða á síðasta ári. Á þessu ári er vitað um eitt vöruflutningaskip í smíðum fyr- ir Hafskip í Elmshorn í Vestur- Þýzkalandi og tvö skip fyrir Eimskip í Álaborg í Danmörku. Togaraflotinn minnkar tÞ& voru til 39 togarar í land- inu um þessi áramót með sam- tals 27395 rúmlestir borið sam- an við 43 togara með samtals 30027 rúmlestir við fyrri ára- mót. Það er ‘ekki vitað um neina aukningu á togaraflotan- um á þessu ári. Mesta breytingin hefur orðið á fiskiskipum yfir hundrað tonn og voru til í landinu um þessi áramót 168 fiskibátar af þessari stærð og eru hvalveiðibátar þar með taldir. Rúmlestatala náði rétt þrjátíu þúsund rúmlestum (29944) borið saman við 138 báta við fyrri áramót með sam- tals 22676 rúmlestir. Draumurinn um 300 lesta bát Á þessu ár.i er vitað um tíu fiskibáta í smíðum erlendis af þessari stærð og eru þannig eik- arbátur i smíðum í Marstal í Danmörku, einn stálbátur í Har- stad og annar í Florö í Noregi, einn stálbátur í Zaandam í Hol- landi og sex austurþýzkir bátar, sem koma til landsins á fyrra árshelmingi. Fjórir austurþýzkir eru þegar komnir til landsins og er reiknað með þeim sem viðbót við flotann um þessi ára- mót. Þá er vitað um þrjá fiskibáta í smiðum innanlands af stærð yfir hundrað tonn, 140 rúmlesta trébátur hjá Drofn í Hafnarfirði og tveir stálfiskibátar hjá Stál- vík í Arnarvogi og þá má geta um 160 rúmlesta farþega- og vöruflutningabát fyrir Breiðfirð- inga í smíðum hjá Stálskipa- smiðjunni í Kópavogi. , En yfirleitt munu útgerðar- menn stíla á 300 lesta fiskibáta í framtíðinni og eru margir að undirbúa sig þessar vikur undir slíka smíði. Bátar sökkva á hag- kvæman hátt Fiskiskip með þilfari undir hundrað ionnum virðast vera á hröðu undanhaldi og hefur held- ur betur gengið á þennan fiski- skipastól á síðastliðnu ári. Þannig voru til í landinu um þessi áramót 648 fiskibátar-'- af þessari stærð samtals 21670 rúm- lestir. Við upphaf ‘síðasta árs voru 678 fiskibátar af þessum stærð- arflokki til í landinu og reynd- ust allir skipskaðar á árinu vera í þessum stærðarflokki og er engu líkara en Ægir konungur hafi höggvið í skipastól lands- manna af einskonar „hag- kvæmni" á árinu og í samræmi við óskir útgerðarmanna í þess- um efnum. Þannig hurfu sextán fiskibátar í hafið síðastliðið ár og“ flestir í blíðalogni allt frá átta rúmlestum til 128 rúmlesta. — samtals 875 rúmlestir. Virðist hafa skapazt þörf fyr- ir nýja Kvaran-skáldsögu um þessi efni og yrði hún þá að miðast við fiskibáta innan við hundrað rúmlestir. Á þessu ári er þó vitað um smíði á 60 rúmlesta eikarbáti hjá Skipavík h.f. í Stykkishóimi og 40 rúmlesta trébát hjá Báta- lón h.f. í Hafnarfirði og er það einasta skipasmíðin í landinu í þessum stærðarflokki. Trillur í kálgörðum Það er þó alltaf erfitt að fylgjast nákvæmlega með þess- um skipastól landsmanna og eru sumar fleyturnar staðsettar í kálgörðum eða langt upp í landi og erfitt að dæma um flothæfni þessa skipastóls. Þá er varðskipaflotinn ó- breyttur á árinu og eru skráð 5 varðskip samtals 2421 rúmlest og er ekki ætlujain að stækka íslenzka flotann á þessu ári. Björgunarskipum hefur fækk- að um eitt á árinu og eru nú skfáð 2 björgunarskip samtals 116 rúmlestir og hefur minnk- að úr 201 rúmlest frá næstlðinu- um áramótum. Framhald á 9. síðu. vopn þessi væru fengin til varn- ar árás af hálfu Kínverja, en það væri fráleitt að Kína réðist á Indland og hinn mikli vígbún- aður Indverja myndi aldrei geta leyst deilumál þeirra og Kín- verja, sagði Ayub Khan. Vígbúnaðarbyrðin sem Ind- verjar hefðu á sig tekið er með öllu óþörf og efnahagur þeirra mun ekki rísa undir henni. Því munu þeir verða að finna upp á einhverju til réttlætingar þess- um miklu útgjöldum — og við erum taldir höfuðfjendur Ind- lands, sagði Ayub forseti. ASaShndur ÆfR er annað kvöld Æskulýðsfylkingin í Reykjavík efnir til aðalfundar í Tjarnargötu 20 annað kvöld, fimmtudaginn 7. janúar. kl. 20.30. Á DAGSKRÁ FUNDARINS ER: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. a) Skýrsla fráfarandi stjórnar, Ólafur Einarsson. b) Reikningar fráfarandi stj., Guðvarður Kjartansson. c) Kosning stjórnar fyrir næsta starfstímabil. 3. Stofnun Fulltrúaráðs ÆFR. 4. Önnur mál. Félagar íjölmennið og sýnið skírteini við innganginn. Samningar bátasjómanna á Vestfjðrbum strandaðir Þjóðviljinn átti í gær tal við Björgvin Sighvatsson formann Alþýðusambands Vestfjarða og leitaði hjá honum frétta af samningaviðræðum um kaup og kjör bátasjómanna á Vestfjörð- Björgvin skýrði svo frá að héraðssáttasemjarinn á Vest- fjörðum hefði haldið tvo samningafundi með deiluaðilum fyrir áramót en án árangurs. Þriðji fundurinn hófst kl. 10 sl. sunnudag og stóð hann í 18 klukkustundir en bar ekki held- ur árangur. Er ekki vitað hve- nær næsti fundur verður hald- inn en sáttasemjari telur til- gangslaust að kalla samninga- nefndirnar saman til fundar að nýju fyrr en eitthvað nýtt hef# ur gerzt í málinu, t.d. nýtt fisk- verð verið ákveðið. Samningar þessir taka til mat- sveina, vélstjóra og háseta á vestfirzka vélbátaflota.num að undanskildum þó vélstjórum á ísafirði en félag þeirra sagði ekki upn samningum sínum. Er samninganefnd Alþýðusambands Vestfjarða skiþuð fulltrúum allra stéttanfélaga é sambands- svæðinu. Sjómannasamtökin á Vest- fjörðum heimiluðu róðra eftir áramótin gegn þvi að skráð yr á bátana eftir fyrri samningu með þeim viðauka að greit yrði 5°/( hækkun á kauptryg ingu og kaupgjaldsatriði sami inganna svo og 1% af tryggin arupphæð í sjúkrasjóð féla anna. Er þessi heimild til ó kveðins tima. Stjórnir félaganna hafa fles ar í höndum heimild tiHað lý yfir vinnustöðvun og munu þc hafa samstöðu um það ef ’ þess kemur. Róðrar hófust á Vestfjörðu strax eftir áramótin og gæft hafa verið slæmar vegna ve urs. vð V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.